Morgunblaðið - 23.10.1945, Blaðsíða 10
30
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 23. okt. 1945.
JÓNATAN SGRIVENER
Stríðsherrann á Mars
2)
renqjasaya
Eftir Edgar Rice Burroughs.
57. dagur
Mjer fanst jeg kannast við
nafnið. Og alt í einu rann það
upp fyrir mjer, að Scrivener
hafði minnst á þennan Denffers
í síðasta brjefi sínu. Jeg naði í
brjefið og þar stóð: „Ef maður
að nafni Denvers skyldi spyrja
eftir mjer, viljið þjer þá gjöra
svo vel að segja honum, að jeg
hafi ekki lengur neinn áhuga“.
„Þjer hafið vitanlega sagt
herra Denvers, að Scrivener
væri ekki heima?“
„Já, herra“, ansaði Matt-
hews. „Eru hann kvaðst vilja
fá heimilisfang hans og ....“.
„Hvað á það eiginlega að
þýða að fela sig ....“.
Denvers kom í dyragættina.
Hann varð svo undrandi yfir
að sjá bláókunnugan mann í
herberginu í stað Scrivener, að
hann steinþagnaði og starði á
mig með galopinn munninn af
undrun.
Jeg sagði Matthews að fara,
og tók síðan að virða gestínn
fyrir mjer, með nokkurri for-
vitni.
„Hver djöfullinn er þetta
eiginlega? Hver eruð þjer?“
spurði hann hranalega.
Jeg svaraði ekki. Jeg hjelt
áfram að virða hann fyrir mjer.
Hann var lágvaxinn, kubbsleg-
ur og hafði þau minstu augu,
sem jeg hafði nokkru sinni sjeð
í mannlegri veru. Hann var
rauður og þrútinn í andliti,
varirnar þykkar og hendurn-
ar stórar og ruddalegar. Það
var eitthvað óhreint og illilegt
í öllu látbragði hans. Hann leit
út fyrir að vera um fertugt.
„Hvað er þetta, mannfýla?
Eruð þjer mállaus? Hver eruð
þjer?“
„Jeg er einkaritari Scriven-
er“, svaraði jeg.
„Það er lygi“, hreytti hann
út úr sjer.
„Þjer hjelduð, að skrökvað
hefði verið að yður, þegar yður
var sagt, að Scrivener væri
ekki heima. Yður skjátlaðist
þar — og yður skjátlast einn-
ig í þessu“.
Hann horfði tortrygnislega
á mig. „Svona — verið þjer
ekki að þessu — hvað á þetta
eiginlega að þýða?“
Jeg gekk að skrifborðinu og
settist. Það var eitthvað ennþá
viðbjóðslegra í fari þessa feita,
ógeðslega manns, en venjulegra
glaépamanna — eitthvað ó-
venjulega níðingslegt og ill-
mannlegt. Tilraun hans til
þess að vera ógnandi í fasi,
mistókst algjörlega, en samt var
jeg viss um, að hann myndi
hættulegri en tuttugu venju-
legir glæpahundar, sem reyna
að hafa sitt fram með ógnun-
um.
„Jeg var að spyrja, hvað
þetta ætti eiginlega að þýða?“
endurtók hann vonskulega.
„Yður dettur þó líklega ekki
í hug, að jeg ætli að svara
spurningum yðar? Jeg hefi
þegar svarað einni, og launin,
sem jeg fjekk, voru þau, að
jeg var kallaður lygari. Jeg
held, að yður sje best að hypja
yður hjeðan út, herra Denvers".
Hann gekk hægt í áttina til
mín. Og alt í einu fjekk jeg
það fáránlega hugboð, að hon-
um myndi ekki eiginlegt að
ganga upprjettur á tveim fót-
um. Jeg gat ekki að því gert
að brosa.
„Ætlið þjer að gjöra svo vel
að segja mjer, hvar Scrivener
er?“ sagði hann.
„Jeg held nú síður“, svaraði
jeg rólega.
„Jeg fer ekki hjeðan út, fyrr
en jeg hefi komist að því. Hann
getur ekki sagt skilið við mig,
þegar honum sjálfum þóknast.
Jeg veit of mikið um hann“.
Það var eitthvað í látbragði
hans, sem sannfærði mig um
sannleiksgildi orða hans, þótt
þau væru í sjálfu sjer langt
frá því að vera sannfærandi.
„Og þjer getið ekki heldur
blekt mig“, bætti hann við, og
horfði á mig með fyrirlitning-
arsvip.
Jeg reis snögt á fætur. Jeg
hafði verið í illu skapi þegar
hann kom, og hafði því enga
þolinmæði til þess að hlusta á
ógnanir hans.
„Jeg ætla mjer ekki að segja
yður heimilisfang Scrivener, og
þjer verðið ekki hjerna eins
lengi og yður sýnist“> sagði
jeg. „Jeg læt fleygja yður út,
ef þjer farið ekki af frjálsum
vilja“. '
„Þjer reynist Scrivener svei
mjer góður vinur, eða hitt þó
heldur“, sagði hann, ófrýnileg-
ur á svip.
„Jeg er hreint ekki vinur
Scrivener. Jeg er einkaritari
hans. Jeg framkvæmi skipanir
hans, en jeg leyfi það ekki, að
hver óvalinn þorpari komi hing
að inn og kalli mig lygara. Þjer
skuluð hypja yður út. Jeg er
ekkert hræddur við yður“.
Hann stóð og starði á mig
örsmáum augunum. Það vott-
aði ekki fyrir reiði í þeim. Þau
voru aðeins ísköld og slóttug.
„Jæja“, svaraði hann loks.
„Þjer gerið vitanlega það, sem
yður sýnist. — Svo að þjer er-
uð einkaritari hans! Hann hef-
ir látið yður fá hjer ansi lag-
legt vinnuherbergi. Jeg vona,
að þjer hafið lesið allar bækur
hans. Komið þjer ekki brjefum
hans áleiðis?“
„Jú“.
„Þjer mynduð gera honum
mikinn greiða, ef þjer ljetuð
þess getið við hann, að hann
skyldi svara sumum af brjef-
um þeim, sem hann hefir feng-
ið —■ og það fyrr en seinna. —
Þjer haldið, að jeg sje einskis-
nýtur ræfill? Þjer getið ekki
ímyndað yður, hvað við getum
átt sameiginlegt, hinn höfðing-
legi húsbóndi yðar og jeg? En
við eigum margt sameiginlegt.
Við höfum svipaðan smekk á
sumum sviðum — og eigum
sameiginleg áhugamál. Við höf-
um brállað margt saman und-
anfarin fimm ár“.
Jeg svaraði engu, og hann
hjelt áfram að góna á mig. „Jeg
ætla að fara“, hjelt hann áfram.
„En jeg skal sjá um, að þjer
missið starfið fyrir það, hvern-
ig þjer hafið hegðað yður við
mig“. x
„Þjer látið eins og bjáni“,
svaraði jeg. „Mjer stendur al-
gjörlega á sama um það, hvort
jeg missi þessa atvinnu eða
ekki“.
„Þjer eruð nógu helvíti
borginmannlegur — ekki vant-
ar það. — Jæja, ,þjer segist
framkvæma skipanir Scriven-
er. Hefir hann nokkuð minst á
^mig 1 brjefum sínum?“
Jeg náði í brjef Scrivener,
sem lá á skrifborðinu. „Já. Á
jeg að lesa fyrir yður, það sem
hann skrifar?“
„Já, það væri mjög fallega
gert“, ansaði hann hæðnislega.
„Hann skrifar: Ef maður að
nafni Denvers skyldi spyrja
eftir mjer, viljið þjer þá gjöra
svo vel og segja honum, að jeg
hafi ekki lengur neinn áhuga“.
- „Hafi ekki lengur neinn á-
huga!‘í endurtók hann eftir
langa þögn. „En það hefi jeg!
Og jeg held mjer sje óhætt að
lofa því, að mjer muni takast
að vekja áhúga hans innan
skamms. Jeg skrifa honum á
morgun. Jeg vona, að þjer
komið brjefinu áleiðis".
Jeg svaraði ekki. Eftir stund
arþögn snerist hann á hæl og
gekk hægt út úr herberginu.
Um leið og jeg heyrði útidyrn-
ar lokast á eftir honum, kall-
aði jeg í Matthews. Þegar jeg
spurði hana, hvort hún hefði
sjeð mann þenna áður, kvað
hún já við, sagði, að hann hefði
heimsótt Sfcrivener nokkrum
sinnum, og venjulega hefði lið-
ið langt á milli.
— Það var á þennan hátt,
sem orð Winkworth fengu stað-
'festingu.
Það liðu margir dagar, áður
en jeg gat alveg losað mig við
áhrif Denvers. í fyrsta lagi
fanst mjer fjarstæða, að Scriv-
ener gæti átt mann eins og
hann að vini. Hvað gætu þeir
átt sameiginlegt? Samt var jeg
neyddur til þess að trúa hverju
órði, sem Denvers hafði sagt
mjer, og hallaðist þess vegna
að því, að Winkworth hefði
haft á rjettu að standa, þegar
hann sagði, að brottför Scriv-
ener hefði í raun rjettri verið
'flótti, hann hefði verið nauð-
beygður til þess að fara af landi
brott og fela sig einhvers
staðar.
XI. Kafli.
I.
Ódýrasta skemtunin í Lund-
únaborg er sögð vera sú, að
setjast inn í strætisvagn og
segja við vagnstjórann: „Alla
leiðina“, þegar hann krefur
mann um fargjaldið. Þannig er
hægt að gera fleiri uppgötvan-
ir á stytíri tíma en á nokkurn
annan hátt.
Dag einn, skömmu eftir
heimsókn Denvers, ákvað jeg
að reyna þetta. Jeg vaifð að
finna einhverja leið út úr ó-
göngum þeim, sem jeg var nú
kQminn í.
50.
Þegar skepnan rjeðist að okkur, virtist mjer jeg eygja
sigurmöguleikja, sem var fólginn í því, að svifta dýrið
eiturbroddinum. Gæti jeg það, var viðureignin jafnari.
Um leið og mjer datt þetta í hug, skipaði jeg Woola að
ráðast framan að kvikindinu, og hanga þar. Hann beit sig
fastan í hið viðbjóðslega smetti, og um leið og vígtanna-
raðir hans sukku þar í bein og brjósk, skautst jeg undir
kvikindið, sem flaug hægt upp frá jörðu á stórum vængj-
um, til þess að geta beitt eiturbroddinum gegn Woola.
Að verða fyrir broddi þessum, var sama og að fyrir-
fara sjer. en jeg gat ekki annað gert, og um leið og brodd
urinn var að sveigjast fram, reiddi jeg upp sverð mitt
og hjó stinginn af fast upp við skrokkinn.
Um leið sparkaði kvikndið í brjóst mjer með einum
af fótum sínum, og jeg kastaðist langar leiðir út í runna
nokkra.
Sem betur fór, lenti jeg ekki á trje, því þá hefði lítið
orðið eftii’ af mjer. Jeg staulaðist á fætur, blár og mar-
inn og fór aftur að reyna að hjálpa Woola. Þá var and-
stæðingur hans kominn 10 fet upp í loftið, og barði á
hundinum með öllum sex fótum.
Jeg hafði ekki sleppt syerðinu á flugferð minni, og nú
hljóp jeg til og stakk ófreskjuna hvað eftir annað með
þv.
Auðvitað hefði fyglið getað flogið hærra upp, svo jeg
hefði ekki ná& því, en augsýnilega þekkti það eins lítið
til þess að hopa á hæli, og við Woola, því það sveif niður
að mjer, og áðúr en jeg gat skotist undan, beit það tann-
hvössum kjaftinum utan um öxlina á mjer.
Reyndi kvikindið svo að stinga mig, — það var auð-
sjáanlegt ekki orðið vart við það enn, að stingurinn var
farinn af því, — og þótt stúfurinn einn af honum kæmi
í mig, voru högg hans ákaflega mikil, svo þau mundu
áður en langt um leið hafa beinbrotið mig.
Kvikmyndaframleiðandi kom
eitt sinn til kvikmyndastjórans
og spurði hann, hvaða hlutverk
þessi maður ljeki, og benti á
fimm feta háan leikara, sem
átti að leika Napoleon.
,,Napoleon“, svaraði leikstjór
inn.
,,Napoleon“, át forstjórinn eft
ir, „hversvegna látið þjer svona
lítinn mann fara með jafnveiga
mikið hlutverk“.
★
Hvað skeður, þegar kyst er?
Að öllu jöfnu er það þetta:
I fyrsta sinn, sem karlmaður
kyssir kvenmann, verður hún
undrandi, í annað sinn verður
hún reið, í þriðja sinn hefir hún
ekkert við það að. athuga, og
í fjórða sinn vill nún það.
★
Karlmenn eru mismunandi í
hinum ýmsu löndum. I dönsku
blaði, sem nýlega er komið
hingað, segir m. a.: — Ef Am-
eríkani sjer stúlku koma á móti
sjer, horfir hann niður fyrir
sig og lætur hana óhindrað
komast áfram. Frakki í sömu
kringumstæðum myndi víkja
til hliðar og nota tækifærið til
þess að gjóta til hennar augun-
um. En ef Kaupmannahafnar-
búi sjer stúlku koma á móti
sjer, á hann það til að hrópa
til hennar: „Hvað er þetta, mann
eskja, geturðu eigi gengið rjettu
megin á götunni?11 Svo, ef hann
er af þeirri tegundinni, er hann
einnig vís til að segja: „Afsak-
ið, jeg heiti Olsen". — í þann-
ig tilfelli er alls ekki ómögulegt,
að hringt sje til skrifstofu borg
ardómara nokkrum mínútum
síðar og sagt: „Við erum stödd
í símaklcfa hjer rjett hjá. Meg-
um við ekki koma seinna í dag
til þess að látá gifta okkur?“
★
Maður, sem virtist nokkuð
annars hugar, hringdi dyra-
bjöllu í húsi einu ofarlega við
Laugaveginn.
„Góðan dag, frú“, sagði hann,
þegar húsmóðirin kom til dyra,
„er Jón heima?“
„Já, hann er heima“, sagði
konan döpur í bragði.
„Get jeg fengið að tala. við
hann nokkur augnablik?“
„Nei, því miður, það er alveg
ómögulegt".
„Og hvað er til fyrirstöðu?“
spurði aðkomumaður-undrandi.
„Hann er dáinn“.
„Er hann dáinn!“ hrópaði
komumaður og varð hugsi. —■
Hann klóraði sjer vandræðalega
bak við annað eyrað og spurði
síðan: „Hjerna, talaði hann
ekkert um græna málningu áð-
ur en hann dó? Hann var bú-
inn að lofa að lána mjer hana“.