Morgunblaðið - 23.10.1945, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.10.1945, Blaðsíða 12
VEÐURUTLITIÐ Faxaflói; Aiistan {ToJa. Urkomulanst að mestu. Um valdastreitu stórvcld- w anna fjallar grein á blaðsíðu 7 í blaðinu í dag. Þriðjudagur 23. október 1945 43 þúsund krónur m a » ai r * v&iiiaiíieg í tkg A SKHM'I'UNUM Ilrings-1 ins s.l. sunnudag, sern haldn-1 ar voru til ágóða fyrir barna-! spítalasjóð fjelagsins, komu iun alls 4Í>,000 krónur og er þá kostnaður, sem var við skemtanimar ekki frádreginn. Er ekki enn búið að reikna lít hver hagnaður verður af skeintununum-. Skemtanir voru hahtaar á óhentugum tíma, því ekki var híegt að fá samkomuhús á öðrum tíma dags. Ilúsfylir var í Tripolileikhúsinti ot? á dansleiknum í Tjarnarcafé. Akureyr- mS ingur ferst m af slysa- skoti 14 þús. kr. hafa safnasf fil bágsfaddra landa TIL BÁGSTADDRA íslend- inga í ófriðarlöndunum hafa nú safnast alls kr. 14.7.72.55. — Þess skal getið, að 9 ára dreng- ur norður í Grundarfirði safn- aði 505 krónum í bygðarlagi sínu. — Hjer á eftir fer listi yfir síðustu peningagjafir, er Rauði Krossinn hefir móttek- ið: Kl. Jónsson 200.00. R. B. 500.00. Safnað af 9 ára dreng í Grundarfirði 505.00. Sigur- björn Á. Gíslason til Dínu Maack 200.00. Guðm. Gíslason 150.0a. NN 300.00. NN 100.00. Safnað af Rauðakrossdeild Neskaupst. 2500.00. — Áður til- kynt 10.317.55. Alls kr. 14.772.- 55. Afgreiðsla Morgunblaðsins veitir peningj agjöfum til hinna' bágstöddu landa vorra einnig móttöku, svo og afgreiðslur hinna dagblaðanna. IÍJER ER ný mynd af hinum hraðskreiðu skipum, sem ís- lenska ríkið hefir keypt í Engl«ndi, eins og skýrt var frá í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Skipin, ( þau eru 3), eru vænt anleg hingað í dag. Kommúnisfar skjófa á ameríski skip ■ Shanghai í gærkveldi. AMERÍSKT hjálparski]) á siglingu upp eftir Áangtse- fljóti, varð í morgun fyrir á- kafri vjelhyssnaskothríð af hökkum árinnar um það bil 35 mílum fyrir norðaustan Nank- ing. Skipshöfnin snerist þegar til varnar og svaraði í sömu mynt. — U. T. Joy flota foringi skýrði kínverskum hernaðaryfirvöldum frá þessu. Var honuin sagt, að á þessum slóðum væri mikill fjöldi af óaldaflokkum kommiyiista, sem herinn hefði ekkert ráð- ið við lljetu hernaðaryfirvöld- in því að reyna að afstvra því, að slíkt endurtæki sig. — Reuter. Saía fooaranna SÍÐAN 10. þ. m. hafa 12 íslensk skip selt afla sinn er- lendis. Seldu þau öll í Bret- landi (í EleetWood) nema „ís- lendingur", sem seldi veiði sína í Andwerpen í Belgíu. Fer skýrsla um sölu skip- *anna hjer á eftir: Bv. íslendingur seldi 1432 kit fyrir 8760 pund, bv. Tryggvi gainli 2600 'kit. fyrir 7630 pund, hv. Surprise 2616 kit. fyrir 7503 pund. bv. Tfaukanes 2459 kit. fyrir 7092 pund, ms. Kári 779 kif. fyrir 2845 pund, hv. Skinnfaxi 2633 kit. fyrir 7987 pund, hv. Skut u]I 2579 kit. fyrir 7648 pund, hv. Drangey 2534 kit. fyrir 7440 pund. hv. Kópanes 2336 kit. fyrir 7182 pund, bv. Júní 3303 kit. fyrir 7011 piítid. ms. Von II. 64? kit. fyrir 2964 og hv. Vörður 2824 kit. fyrir 8703 pund. Jinnah hliShollur rniffinniim ? iava Delhi í gærkveldi: JINNAH, foringi flokks Mú- hammeðsmanna á Indlandi lýsti í dag- yfir samúð sinni og flokks síns og stuðningi við þjóðernis- sinna ,,í baráttu þeirra fyrir frelsi‘3 eins og hann komst að orði. — Jinnah sagði, að hörmu legt væri til þess að vita, ef Hol lendingar skyldu ætla sjer að framfylgja heimeveldisstefnu sinni gagnvart Javabúum. — „Við höfum fulla samúð með öllum þeim þjóðum, sem berj- ast örvæntingarfullri baráttu fyrir frelsi gegn ágangi og yfir drottnun annarra ríkja“. — Jinnah sagði, að flokkur hans væri reiðubúinn að taka saman höndum við hvern þann fjelags skap eða stofnun, sem láta vildi í 1 jós samúð eða veita aðstoð þeim þjóðum, sem slíkri bar- áttu berðust. — Reuter. iðnþingið silur á daglegum fundum IÐNÞING íslendinga — það áttunda í röðinni — var sett í baðstofu iðnaðarmanna s. 1. laugardag. Forseti Landsambands ís- lenskra iðnaðarmanna, Helgi H. Eiríksson, setti þingið og skýrði frá undirbúningi mála. Liggja mörg mikilvæg mál fyrir þing- inu. Gat hann þess að þetta væri fyrsta iðnþingið síðan lýð velið var stofnað og minntust fulltrúar þess með því að rísa úr sætum. / Forseti þingsins var kosinn Guðmundur H. Guðmundsson, 1. varaforseti Sveinbjörn Jóns- son og 2. varaforseti Jóhann P. Guðnason. Ritarar voru kosnir þeir Ársæll Árnason og Vigfús Friðriksson. Þingfundir hjeldu áfram á sunnudaginn og í gær. í dag verða fundir bæði fyrir og eftir hádegi. I gærkveldi sátu þingfulltrú- ar kvöldverðarboð hjá iðnaðar- málaráðherrá, Emil Jónssyni, að Hótel Þresti i Hafnarfirði. Frá frjettaritara .vorum. Akureyri mánudag. Árdegis sunnudaginn 21. þ. m. fóru tveir piltar frá Akur- eyri. Jóhann Hauksson og Pjet- ur Hansen upp í Glerárdal og höfðu með sjer haglabyssur. Munu þeir hafa ætlað að huga að rjupum. Þeir stönsuðu við skíðaskála, sem Gagnfræðaskóli Akureyrar á þar í byggingu. Jóhann var fyrri til að leggja af stað frá skálanum og þegar hann var kominn nokkurn spöl, heyrði hann skot að baki sjer. — Leit hann þegar við og sá þá Pjetur liggja heima við skál ann. Er hann kom að Pjetri var hann örendur. Hafði skotið hlaupið úr byssunni í höfuð honum. Jóhann hljóp þegar niður til Akureyrar, sem er löng leið, og sótti mannhjálp. Ekki er vitað með hverjum hætti þetta hörmu lega slys hefir orðið, en líkleg- ast talið, að byssan hafi rekist í, og skotið við það hlaupið úr henni. — Forseti slaðfesfir lög Á RÍKISRÁÐSFUNDI ný- lega, staðfesti forseti fyrstu lög in, sem yfirstandandi Alþingi afgreiðir. Er það viðauki við lög frá 1937 um bann gegn drag nótaveiðum í landhelgi, Þá veitti forseti Kolbeini Kristóferssyni, cand. med., Þing eyr arlæknish j er að. Verfcfall breskra hafnanrerfcamanna í fjórar vikur Londor í gærkveldi: VER K PALL ha fnarverka- nianna í Bretlandi hefir nú staðið yfir í fjórar vikur, og enn eru lítt vænlegar horfur á því, að það verði leyst. — 1 dag bættust í hóp verkfalls- nianna 2000 rnenn í London, og eru verkfallsmenn þar þá orðnir um 12,500 að tölu, og 500 í Dimdee. Verkfallsmenn ern þá uiri* 50.000 alls í land- inn. - Á morgun (þriðjudag) rnunu stjettarsamtök hafnar- verkamanna senda fulltrúa til viðræðna við þiugmenn. ■— Reuter. L farin fil FnnlanHc ■ ■ MMM MMM MIMgi«ailM» GUÐRÚN Á. SÍMONAR fór áleiðis til Englands s.l. mið- vikudag, en hún ætlar að stunda sönglistarnám við Roy- al Aeademy of Music í Lon- don. Ungfrú Guðrún hefir eignast hjer marga aðdáend- ur síðan hún hjelt fyrsta op- inberu hljómleika sína 20. rnars s.l., en síðan hefir hún haldið 15 hljómleika hjer á landi. Hjer í Reykjavík h.jelt hún 6 sjálfstæða hljómleika, 2 á Akureyri og 2 á Isafirði, en auk þess söng hún á fimm, hljómleikum með Karlakór Reykjavíkur s.l. vor í Frí- kirkjunni og loks kvaddi hún með söng í útvarpið s.l. föstu- dag. Alstaðar og altaf var ung frú Guðrúnu mætavel tekið, þar sem hún söng og bestu óskir vina hennar og aðdá- énda fylgja henni í utanför- inni. Péslsendingar haia efcfci fafisl alvarlega ÞRÁTT fyrir verkfall það, sem nú er hjá Eimskipafjelag- inu og Ríkisskip, hafa enn ekki orðið alvarlegar-tafir ái póstsendingum út um land. —■; Il,jál]>ar það mikið að vegir skuli erin vera færir bifreið- um til Norðurlands. — Ilins- vegar eru reglubundar ferðic liíla frá Akureyri til Austur- lands hættar, en þangað fór nú um helgina bátur með póst og annan flutning. Háiíðlegur afmæiis- fagnaður fyrir Kjarval % SEXTUGSAFMÆLI Jóhann- esar Sveinssonar Kjarvals, list- málara, 15. okt. s. 1. varð hon- um hin mesta hátíðarstund, því að fjöldi fólks, af öllum stjett- um og stigum keptist við að sýna honum virðingu og vin- áttu, enda mun nú enginn uppi listamanna þessa lands, er eigi eins óskorðaða hylli almennings og hann. Var þá og gott að sækja hann heim og „fult hús“ hafði hann þann hluta dags, er hann veitti gestum viðtöku. M. a. vottaði Skaftfellingafjelagið í Reykjavík honum þá mestu viðurkenningu, sem það ræður yfir, og kjörði hann heiðurfje- laga sinn, er það fjelaginu sómi. Síðastliðinn föstudag 19. okt. hjeldu nokkrir vinir Kjarvals og velunnarar honum miðdeg- isveislu að Hótel Borg og var þar saman komið á annað hundr að manns. Var hófið bæði göf- ugt og skemtilegt, og ljek heið- ursgesturinn sjálfur við hvern sinn fingur. — Gísli Sveinsson, sýslujnaður Skaftfellinga stýrðí samsætinu og bauð hann lista- manninn og boðsgesti vel- kcrmna. Undir borðum flutti Gísli Sveinsson síðan aðalræð- una, fyrir minni Kjarvals við mikinn fögnuð samkvæmis- manna, en eftir það tókú, auk heiðursgestsins aðrir til máls og hyltu hann og sögðu frá ýms um minnisstæðum atburðum úr lífs- og listamannasögu hans. Þessir töluðu: Guðbrandur Magnússon, forstjóri, Ásgeir Bjarnþórsson, listmálari, Vil- hjálmur Þ. Gíslason, skólastjóri (las árnaðaróskir og merkileg ljóð, sem borist höfðu afmælis- barninu), Sigurjón Pjetursson, Álafossi, Kjairtan Ólafsson, múr ari, Ríkarður Jór.sson, mynd- hcggvari, Jóhann Fr. Kristjáns- s.on, múrarmeistari, Steinþór Guðmundsson, kennari og Sig- urður Baldvinsson póstrneistari (flutti dýr sljettubönd). ( Eftir að borð voru upp tekin, skemtu menn sjer ásamt lista- manninum við gleðskap og dans, og lauk þessu ánægjulega hófi eigi fyr en langt var kom- ið á nótt fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.