Morgunblaðið - 01.11.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.11.1945, Blaðsíða 6
3 MORGUNBLAÐIÐ Fimtu&agur 1. nóv. 1945 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. I lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Dönsku kosningarnar ÚRSLIT kosninganna í Danmörku hafa vafalaust ekki komið mjög á óvart leiðandi stjórnmálamönnum þar í landi. Sama daginn, sem kosningarnar fóru fram símaði frjettaritari Morgunblaðsins í Höfn um horfurnar og hefir þar án efa stuðst við álit leiðandi stjórnmálamanna. Hann sagði, að enda þótt all-mikil óvissa ríkti um úrslitin, væri alment álitið að jafnaðarmenn myndu tapa miklu fylgi yfir til kommúnista. Hann sagði einnig, að líkur væru til, að íhaldsflokkurinn og Radikalir myndu tapa ein- hverju. Hinsvegar myndi Vinstriflokkurinn vinna á, því að það hefði sýnt sig í kosningabaráttunni, að hann væri ,.íhaldssamari” en sjálfur íhaldsflokkurinn. ★ Kosningaúrslitin hafa að fullu staðfest þessar getgátur. Jafnaðarmenn töpuðu nál. 223 þús. atkvæðum og 18 þing- sætum. Kommúnistar unnu rúml. 214 þús. atkvæði og 15 þingsæti. íhaldsmenn töpuðu 82 þús. atkvæðum og 5 þingsætum. Radikalir töpuðu rúmlega 8 þúsund atkvæð- um og 2 þingsætum. Hinsvegar hafa Vinstrimenn unnið rúmlega 103 þúsund atkvæði og 10 þingsæti. Úrslit kosninganna í Danmörku er að því leyti merki- leg, að vinstri flokkarnir (jafnaðarmenn og kommúnist- ar) hafa raunverulega tapað þrem þingsætum. — Þeir höfðu fyrir kosningarnar til samans 69 þingsæti, en hafa nú 66 þingsæti. Aftur á móti hafa borgaraflokkarnir þrír. sem fjöl- mennastir eru (Vinstriflokkurinn, íhaldsflokkurinn og Radikali flokkurinn) unnið til samans 3 þingsæti. Þessi úrslit eru mjög á annan veg en t. d. í Noregi og Englandi. ★ Buhl forsætisráðherra kendi ósigur jafnaðarmanna því, að þeir hefðu orðið að bera meginábyrgð á stjórn landsins á hernámsárunum, en það hefði verið erfitt og vanþakk- látt starf. Christmas Möller, foringi íhaldsmanna, telur atkvæða- aukningu Vinstriflokksins eiga rót sína að rekja til þess, að fyrverandi nasistar og Þjóðverjavinir hefðu kosið hann og svo afturhaldssamasti hluti íhaldsflokksins. ★ Úrslit kosninganna skera engan veginn úr um, hvernig sú stjórn muni líta út, sem nú tekur við völdum í Dan- mörku. Buhl forsætisráðherra hefir þegar lagt fram lausnar- beiðni fyrir sig og ráðuneytið. Enda þótt. Jafnaðarmanna- flokkurinn sje fjölmennasti flokkur þingsins, mun hann ekki telja sjer kleift að mynda stjórn. í kosningabarátt- unni lýstu Jafnaðarmenn því margoft yfir, að ekki kæmi til mála að þeir ynnu saman með kommúnistum. Þessir tveir flokkar hafa heldur ekki einir nægan meirihluta, til þess að mynda stjórn, þótt þeir vildu reyna að bræða sig saman. Um slíka stjórn er því alls ekki að ræða. Fregnir herma, að Buhl hafi bent á Vinstriflokkinn sem líklegastan til að mynda stjórn. Ekki er vitað, hvort flokk- urinn gerir tilraunina. Stjórn, undir forustu Vinstri- flokksins yrði vart á annan hátt en samsteypustjórn borgaraflokkanna þriggja, Vinstri-, íhalds- og Radikala. Þeir hafa samanlagt nægan meirihluta á þingi til þess að mynda stjórn, ef þeir koma sjer saman. ★ Síðustu fregnir frá Danmörku herma, að stjórnmála- leiðtogar sjeu yfirleitt vantrúaðir á, að þinginu takist að leysa þann hnút, að mynda þingræðisstjórn. Þá yrði ástandið þar svipað og.var hjá okkur haustið 1942. Það vill oft ganga erfiðlega- fyrir flokka að bræða saman hin mismunandi sjónarmið. En fari svo, að ekki takist að mynda þingræðisstjórn í Danmörku, mun sennilega horf- ið að því ráði að fela embættismannastjórn að fara með völdin til bráðabirgða, en kosningar færu fram fljótlega á ný. Víkverji ókrijar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Tvö sjónarmið. NÝLEGA heyrði jeg á tal tveggja manna. Annar var ung stúlka, trúlofuð eða gift amerísk um hermanni. Hinn maðurinn var ungur menntamaður, nýkominn frá Ameríku. Ungi maðurinn var hrifinn af því, sem hann hafði kynnst vestra og vegsamaði það mjög í alla staði. Ameríka var að hans dómi eina landið, sem lifandi var í. Það var svo sem munur en hjer. Eilíf rigning, rifrildi, höft og ófrelsi. Ef hann mætti velja mjmdi hann aldrei stíga sínum fæti á íslenska grund. Hermaðurinn, eiginmaður, eða kærasti íslensku stúlkunnar lagði ekkert til málanna, en stúlkan sagði: ' — Jeg efast ekki um, að Amer íka sje indælt land. Það verður sennilega mi(t framtíðarheimili. En hjá mjer verður Island ávalt besta land í heimi, hvað sem jeg verð gömul og hvað vel sem mjer kann að lítast á mig fyrir vestan. Það getur verið að þjer kunnið betur við yður í Ameríku en hjer á Islandi. En ]>jer ættuð þó að hafa það mikla sómatilfinningu að geta lofað einn án þess að lasta annan“. Þarna voru tvö sjónarmið. Þau þurfa engra skýringa við. • Rangfærslur í sögubókum. ÞAÐ ER merkilegt hve litla at hygli upplýsing dr. Þorkels Jó- hannessonar á háskólahátíðinni hefir vakið. Mörg dagblöðin, sem annars geta háskólahátíðarinnar, geta ekki um það, sem þar skeði merkilegast, en það var að dr. Þorkell kollvarpaði með öllu þeirri trú og staðreynd í huga flestra íslendinga, að Danir hafi ætlað sjer að flytja alla Islend- inga til jósku heiðanna eftir Móðuharðindin, skömmu fyrir aldamótin 1800. Ekki veit jeg hve lengi þessi villa hefir verið kend í skólum íslands. En það er sannast sagna furðulegt, að slíkar villur skuli hafa staðið í íslenskum kennslu- bókum og verið kenndar öllum almenningi. Vonandi að viðkom andi yfirvöld geri þegar ráðstaf anir til að leiðrjetta þessa villu og sjái til þess, að hún verði ekki kennd framar. Regla Ara fróða, um að hafa það, sem rjettara reynist, verður að nota í þessu tilfelli. En þetta atriði gefur tilefni til að spyrja, hvort ekki þurfi að endurskoða þær kennslubækur, sem nú eru kenndar í skólum landsins. Er líklegt, að fleiri slík ar villur sjeu í íslenskum sögu- bókum? • Rangar forsendur. HVERSU MARGAR ræður hafa verið fluttar á þeim forsend um, að flytja hafi átt alla íslensku þjóðina sveitaflutningi til Dan- merkur. Hversu margar ritgerð- ir um volæði og aumingjaskap íslensku þjóðarinnar hafa ekki verið skrifaðar, vegna þess, að menn trúðu, að það væri satt, að flytja hefði átt heila þjóð til ann ars lands vegna þess, að Island var ekki lífvænlegt? > Þetta er svo stórt atriði í sögu lands og þjóðar, að það má ekki láta neins ófreistað til að leið- rjetta villuna. Það er nóg efni samt í Islands- sögunni, sem við getum haft í þjóðræknis- og hvatningarræður við hátíðleg tækifæri, þó við byggjum ekki á röngum forsend um. • Unga fólkið og útvarpið. NÚ HEFIR unga fólkið fengið sinn tíma í útvarpið, eins og börn in og afmælisbörnin, dautt fólk og kirkjurækið fólk. Þessi ný- breytni hefir fengið góða dóma. Útvarpsráði hefir verið hælt á hvert reipi fyrir viðsýni og frjáls lyndi. — Guð láti gott á vita. Vitanlega á unga fólkið rjett á því, að einhver tími dagskrár- innar sje helgaður ]>ví og jeg þakka útvarpsráðinu ekki neitt. Þetta var sjálfsagður hlutur, sem átti að vera búið að gera fyrir löngu. Þessi æskulýðsþáttur fór vel af stað í fyrrakvöld. Það var eitt- hvað hressilegt yfir honum og vonandi, að þeir, sem að þættin- um standa, láti hann ekki logn- ast útaf. • Ungir listamenn. EN VONANDI er, að ekki verði allur andans kraftur, sem kemur fram í þessum þætti af er- lendum hljómplötum, þó það geti verið gott með. Við hljótum að eiga ungt hæfileika fólk, sem er þess umkomið, að skemmta jafn öldrunum -sínum með einhverju frá eigin brjósti. Hljómlistarfólk, ræðumenn, söngvarar, skopleik- arar o. s. frv. Ef rjett er á haldið, þá gæti jeg trúað því, að þessi þáttur ‘ yrði vinsæll meðal hinna fullorðnu líka. Menn vænta mikils af þess- um æskulýðsþætti. — Nú er eftir að sýna hvað æskan getur. Þeg- ar hún fær sjálf að ráða. • Verkfall og póst- afgreiðsla. ÞAÐ VAR víst um helgina, sem jeg sagði frá því, hvernig það hefði gengið, að koma póstinum upp úr honum Lagarfossi. — Það tók um 40 klukkustundir. Nú hefir Eggert Briem hjá Eim skip skýrt mjer frá hvernig á þessu sleifarlagi stóð. Vegna verk fallsins hjá Eimskip verður að hafa aðrar uppskipunaraðferðir, en venja er til. Vegna þess, að kyndarar eru ekki um borð í skip unum er engin gufa á skipskatl- inum og því ekki hægt að nota vindur skipanna. Það þurfti því að skipa upp dekklestinni með handafli og tók það langan tíma, áður en hægt var að komast að lestunum, þar sem pósturinn var geymdur. Við það bættist svo, að vörur, sem komu um borð í Gautaborg voru settar ofan á Kaupmannahafnarpóstinn. .Þetta er ástæðan fyrir seinaganginum á uppskipuninni í þetta sinn. I Á ALÞJÓÐA VETTVANGI ! Sá heppni og þeir óheppnu KARL Schwartzenberg erfði litla jörð nærri borginni Stargard í Pommern, þar sem Þjóðverjar höfðu átt heima síðan árið 1253. Honum gekk búskapurinn vel, sjerstaklega á styrjaldarárunum, og græddist drjúgum peningar. Þegar rauði herinn geistist yf- ir Pommern, missti Karl Schw- artzenberg gæsirnar sínar, hænsn in og tvær eða þrjár kýr. I júlí, þegar pólska stjórnin tók við, voru hrossin hans og peningar, sem hann átti í banka, gert upp- tækt. Hann fjekk sólarhrings frest til þess að koma sjer á burt af sinni eigin jörð. Svo lagði hann af stað ásamt konu sinni og fimm börnum sínum, tveggja— 14 ára að aldri. Þau höfðu eitt- hvað af búslóðinni með sjer á handvagni, og voru á ferðalagi í hálfan mánuð. Á einum stað varð hann að skilja eitt barnið eftir í sjú.krahúsi, veikt af skarlatssótt. Karl fór yfir Oder og í bæki- stöðvar fyrir heimilislaust fólk nærri Neuruppin á rússneska her' námssvæðinu. Vegna þess að hann var bóndi, fjekk hann út- hlutað landskika af stórjörð, sem hafði verið skipt upp skv. hinni nýjulandeignaskipan. Karl Schw arzenberg er heppinn maður. En látum oss nú segja frá þeim ó- heppnu. Það hefir yfirleitt ekki verið mikið um hamingjusamlegan endir á fjöldaflótta þeim, sem að minnstakosti 9 miljónir Þjóðverja hafa verið á frá Austur-Prúss- landi, Danzig, Slesiu, Pommern og Súdetalandinu. Sagan um þetta er hryllileg, saga um gam- alt fólk, sem svalt til bana á veg- unum, um ungar stúlkur, sem var nauðgað í járnbrautarvögnum, um börn, sem munu aldrei finna foreldra sína nje eiga nokkrar minningar frá bernsku sinni, nema um kulda og hungur og ótta við meiri kulda og enn ó- skaplegri sult. Margir af hinum brottreknu Þjóðverjum höfðu farið frá heim ilum, sem höfðu verið þýsk eins lengi og jörð Karls Schwartzen- berg. Margir höfðu komið enn lengra austanað. Þúsundum sam- an læddist þetta aumstadda fólk á næturþeli inn á hernámssvæði Breta og Bandaríkjamanna. Vest urveldin ljetu smala mestu af því saman og afhentu það aftur Rúss- um, sem hvorki gátu nje vildu fæða ]>að. En svo kemur önnur alda af Þjóðverjum, eitthvað í kringum fimm miljónir, og er þar í að minnsta kosti ein milj. frá Tjekkoslovakiu og 2 milj. frá Póllandi. Enginn veit, hvað er hægt að gera við þetta fólk, þeg ar það kemur inn fyrir þýsku landamærin. En þangað verður það samt að fara. Heimurinn hefði ekki þolað slíkt ástand fyrir 10 árum síðan, en þegar alt er á ringulreið, sljóvgast tilfinningar manna. — Enginn veit, nema það taki meira en 20 ár að koma öllu í samt lag, kannske getur það dregist enn lengur, og hve margir deyja á meðan? — (Time.) Bardossi dæmdur LONDON: Bardossi, fyrrum forsætisráðherra Ungverja- lands, sem ákærður hefir ver- ið fyrir stríðsglæpi, verður dæmdur þann 28. þ. m. í Buda- -pest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.