Morgunblaðið - 01.11.1945, Side 10

Morgunblaðið - 01.11.1945, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 1. nóv. 1945 •> JÓNATAN SCRIVENER Stríðsherrann á Mars 2), 'rencjfasacja Eftir Edgar Rice Burroughs. 58. Og jeg lagði mig allan fram þenna dag, til þess að hafa áhrif á Kaolbúa, því jeg vildi vinna vináttu þeirra og inngöngu í borg þeirra. Ekki varð jeg heldur fyrir von- brigðum. Allan daginn var barist. Leikurinn barst afturábak og áfram á þjóðveginum, en aldrei var hætta á að óvinirnir næðu inngöngu í borgina. Stundum varð hlje svo jeg gat talað við hina rauðu menn, sem jeg barðist með, og eitt sinn lagði jeddakinn sjálfur, Kulan Tith, hönd sína á öxl mjer og spurði um nafn mitt. „Jeg er Dojar Sojat“, svaraði jeg, því jeg mundi alt í einu eftir að Tars Tarkas hafði gefið mjer það nafn mörgum árum áður. Voru þetta eftirnöfn tveggja fyrstu hermannanna, sem jeg hafði fellt á Mars, og er þetta siður þar á hnetti. „Þú ert kappi mikill, Dojar Sojat“, sagði höfðinginn, ,,og þegar þessi dagur er liðinn, skal jeg ræða við þig aftur í hásætissal mínum“. En er hjer var komið, lentum við aftur í orustunni, og vorum skildir að, en nú hafði jeg fengið ósk mína uppfylta, og gekk nú berserksgang, og eigi leið á löngu, uns grænu mennirnir höfðu fengið nóg af leiknum, og hófu þeir nú undanhald inn í skóginn og munu þaðan hafa haldið til heimkynna sinna á hinum fyrverandi hafsbotnum. Ekki komst jeg að því, fyr en orustan var um garð gengin, hvers vegna hin rauða herfylking hafi lagt út úr' borginni þenna dag. Svo virtist sem Kulan Tith byggist við heimsókn frá voldugum Jeddak, er átti heima fyrir noran Kaol. Var það eini bandamaður Kaolmanna, sem nokkuð kvað að, og sú hafði verið ósk Kulan Tith, að mæta gesti sínum hjer um bil dagleið frá borginni. En nú var hergöngu hins fagnandi liðs frestað þar til morguninn eftir, og var þá aftur lagt af stað frá Kaol. 65. dagur „Þú hlýtur því að skilja“, tók hann aftur til máls, ,,að jeg hefi ekki ráð á því að bíða. Jeg verð að fá þessa menn til þess að hjálpa mjer — þegar í stað. Það er aðeins viljinn, sem ræð ur!“ hrópaði hann. „Jeg verð að sigrast á þessari bjánalegu hrifningu á Francescu! Jeg verð að vera kaldur og róleg- ur! Fjandinn hirði það alt sam- an! Jeg er ekki eins og Middle- ton! Annars er engin ástæða til þess að örvænta strax. Franc- esca hefir enn enga hugmynd um, að jeg sje ástfanginn af henni. Hún heldur, að jeg sje ekki í borginni". Þjóðsöngurinn var leikinn einhversstaðar í fjarska. Jeg vissi ekki, hvort jeg átti að segja eitthvað eða þegja. Þegar menn trúa öðrum fyrir raunum sínum og erfiðleikum, flýta þeir sjer venjulega að benda á einhverja örugga leið út úr ógöngunum. Þeir vilja fá samþykki — ekki gagnrýni. Ri- vers var engin undantekning frá þeirri reglu. Auk þess varð jeg annað hvort að segja hon- um allt af Ijetta eða ekki neitt. Átti jeg að segja honum, að að- staða hans væri vonlaus? — Að Francesca vissi fullvel um til- finningar hans í hennar garð og hefði ekki lengur minnsta á- huga á honum? „Scriv gæti hjálpað mjer úr þessari klípu“, sagði hann hægt. „Hann skilur lífsskoðanir ungu kynslóðarinnar. Hann ef nauða líkur mjer“, bætti hann við. — „Jeg vildi óska, að hann færi að koma heim“. Hann kveikti sjer í vindlingi. Andartaki síðar reis hann á fæt ur, hrakti á brott alla alvarlega þanka og heilabrot, varð aftur sá glaðværi, ljettúðugi Rivers, sem jeg kannaðist við. Breyting in var svo óvænt, snögg og al- gjör að jeg gat ekki annað en látið mjer detta í hug, að hann hlyti allt í einu að hafa sjeð ein hverja leið út úr ófærunni. Við gengum í áttina til Picca- dilly. Það var eins og Rivers svifi áfram. Jeg átti fullt í fangi með að fylgja honum eftir. — Hann óð elginn í sífellu. Engin vandamál voru til framar — það var ekki mikill vandi að lifa á þessari jörðu, ef menn aðeins kunnu rjettu tökin — en mannanna börn voru bara því miður svo ósköp fávís og lieimsk, nema ef vera skyldi Ri vers. Tilveran var til þess eins að skemmta honum. Hann ætl- laði að gera allt, sem honum sýndist, hvenær sem honum sýndist. Lífsreglur hans voru einfaldar: bera aldrei vii'ðingu fyrir neinu, á himni nje jörðu, viðurkenna aldrei, að til hefði verið — eða til myndi verða — mikilvægari mannvera en hann sjálfur. Þessar svonefndu hetjudáðir — þessi afreksverk snillinganna, sem sýknt og heil- agt var verið að tönglast á — það var ekki annað en hjóm. Hann, Rivers, gat samið Jeikrit á borð við Shakespeare eða hljómkviðu á borð við Beet- hoven, ef hann kærði sig um. Aðdáun, í hvaða mynd sem hún birtist, var ætíð tákn vanmátt- arkenndar. Hann, Rivers, var brautryðjandi. Já, brautryðj- andi nýrrar stefnu. Menn og konur voru í þann veginn að öðlast álgjört frelsi, og þegar svo væri komið, væri fólkið orð ið nákvæmlega einS og hann. Mannkynssagan, heimspeki, trú arbrögð — það var allt þvætt- ingur, einskonar deyfilyf, sem aumingjar og vesalingar höfðu fundið upp til þess að hressa sig á. Hann, Rivers þurfti ekki á neinum deyfilyfjum að halda. Hann var nógu sterkur til þess að horfast í augu við hið hrylli lega og skelfilega mannlíf. — Hann óttaðist ekkert og vonað- ist ekki eftir neinu — hann var aðeins hann sjálfur. Og til þess að sanna, hvað hann væri öðr- um mönnum miklu fremri ætl- aði hann að berjast gegn þeirri firru, sem þeir trúðu á, fótum- troða guði þeirra, ráðast á sið- venjur þeirra. Og aldrei, hvem ig sem á stæði, skyldi hann láta um sig spyrjast, að hann hefði unnið. Aldrei handtak. Heims- styrjöldin hafði verið mikil blessun, því að hún hafði gert mönnum af hans sauðahúsi kleift að koma fram á sjónar- sviðið. Annars hafði veröldin orðið að bíða þeirra í heila öld, að minnsta kosti. Hann sagði, að menn af gamla skólanum litu svo á, að hið mesta öng- þveiti væri hvarvetna ríkjandi. En það væri vitanlega rugl og þvættingur. I raun rjettri væri ríkjandi betra skipulag, en þeir gætu gert sjer í hugarlund að til væri. Það var vitanlega erf- itt, að vera brautryðjandi. En maður varð að sætta sig við það. Mikilvægasti þátturinn í siðakerfi hinnar nýju kynslóð- ar var sá, að neita að þjást. — Hann, Rivers, hafði aldrei þjáðst, og ætlaði aldrei að þjást. Loks þagnaði hann, leit á mig eins og goðumborinn mað- ur á venjulega, óbreytta mann- skepnu, og spurði, hvort jeg gæti lánað sjer tíu pund. — Jeg flýtti mjer að segja já. Hann benti mjer á, að hin glæsilega framtíð, sem biði hans, ætti að vera mjer nægileg trygging. En jeg gerði nú ekki ráð fyrir, að sjá þessi tíu pund framar. Þegar við kvöddumst, rjetti hann mjer nafnspjald sitt. — „Hjerna er heimilisfang mitt“, sagði hann. „Jeg fer huldu höfði fyrst Um sinn. Ef Scriv skrifar eða kemur aftur, þá hó- arðu í mig“. Hann veifaði höndinni og hvarf í mannþröngina. Jeg gekk í hægðum mínum heimleiðis. Fiðrildið barðist hetjulega, en engu að síður var það fast í netinu. II. Bifreiðin þaut eftir þjóðveg- inum gegnum nóttina. — Ann- að veifið sást bregða fyrir trje eða húsi. En aðeins andartak. Svo gleypti náttmyrkrið alt á ■ ný. Pálína stýrði bifreiðinni með þeirri nákvæmni og vandvirkni, sem einkenndi allar hennar gjörðir. Loks vorum við tvö ein sam- an. Þótt jeg hefði hitt hana oft undanfarna tvo mánuði, hafði faðir hennar oftast verið með okkur. Hann hafði verið hálf lasinn, og þar eð kona háns var ekki heima reyndum við að stytta honum stundir. En nú var hann orðinn heldur hress- ari, og var farinn til konu sinn- ar. Það var Pálína, sem hafði stungið upp á því, að við fær- um í þetta næturferðalag út í sveitina, og jeg gat mjer þess til að það væri til þess að fagna fengnu frelsi. Hún var hattlaus, og jeg dáðist enn einu sinni að gullnum lokkunum og hve vel hún bar höfuðið. Steikjandi hiti hafði verið all an daginn og enn var molla í loftinu, þótt liðið væri að mið- nætti. Það var ekkert tungls- ljós og engar stjörnur. Við komum að litlu þorpi og Pálína stöðvaði bílinn. — Við stigum út og gengum spölkorn þegjandi. Svo beygðum við af veginum og inn á örmjóan stíg, sem lá inn í skóginn. Grafar- þögn hvíldi yfir öllu. Það var svo dimt, að jeg gat varla greint Pálínu, sem gekk rjett á undan mjer. „Það er eilífðartími síðan jeg hefi verið með þjer einni“, sagði jeg loks. „Jeg hefi ekki verið eins heppinn og hinir“. „Faðir minn kærði sig ekk- ert um þá“, svaraði hún. „Það var öðru máli að gegna, þegar hann vissi, að jeg ætlaði að hitta þig. Það er dálítið sem mig langar til þess að spyrja þig um“, hjelt hún áfram. „Hefirðu sjeð Middleton?“ Jeg sagði henni frá því, að hann hefði komið heim til mín eitt kvöldið, rjett sem snöggv- ast — og hvernig hann hefði móðgað Francescu. Hún spurði áfjáð hvaða dag það hefði ver- ið og hvort jeg hefði sjeð hann síðan. „Nei — jeg hefi ekki sjeð hann síðan. Og jeg hygg, að jeg muni ekki sjá hann fyrst um sinn“. Þögn. Svo sagði hún: „Hann kom beina leið frá mjer — vissirðu það?“ „Nei. Jeg gat þess til, að hann hefði ætlað að segja mjer eitt- hvað, en jeg hafði enga hug- mynd um, hvað það væri“. Við rákumst á brotið trje og hún settist niður. Þessi einmanalegi staður, náttmyrkrið, kyrrðin — alt hjálpaðist að því að skapa það hugboð, að þetta væri aðeins draumur. Mjer fannst eins og á næsta andartaki myndi rödd hennar þagna og jeg vakna einn í bókaherberginu. 8EST AÐ AÖGLYSA i 1HORGUNBLA0INIL Fyrsta alþjóðaverkalýðsráð- stefnan var haldin í Washing- ton árið 1919. ★ Gyðingur nokkur stóð við miðasöluop kvikmyndahúss og ætlaði að kaupa aðgöngumiða að mynd, sem hjet „Furðuverk". Næsti maður á undan honum var Skoti. Gyðingurinn heyrði, að Skotinn bað um tvo miða uppi, og þegar stúlkan sagði, að það fengjust engir mjfer þar nema í stúku, keypti Skotinn þá. Gyðingurinn smeygði sjer hægt úr úr röðinni, og heyrðist muldra: — Þá vil jeg heldur spara peningana mína — jeg hefi þeg ar sjeð furðuverk“. ★ Magnína gamla Sigurjóns- dóttir hafði alla sína tíð verið sjeður kvenmaður og sparsöm úr hófi fram. Hún notaði sama hattinn í fjölda ár, jafnvel svo lengi, að nágrannakonur hennar ákváðu að skjóta saman í nýj- an hatt handa henni. Ein úr þeirra hópi var send til Magn- ínu til þess að fá álit hennar um, hvort hann ætti heldur að vera úr stráum eða silki. — Nú, sagði hún, fyrst þið [viljið endilega vera að gefa mjer hatt, þá held jeg að það fari betur á því, að hann sje úr stráum, því að þegar jeg hefi ekki lengur not fyrir hann, get ur hann þó alltaf orðið væn tugga fyrir hana kussu mína. ★ Bílstjóri nokkur var fyrir því óláni að aka ofan á hænu bónda nokkurs fyrir vestan. — Hann stöðvaði bílinn og bauð bónd- anum að greiða honum skað- ann. —7 Eigum við ekki að segja að jeg borgi þjer 5 krónur, sagði bílstjórinn. Ertu ekki ánægður með það. — Við skulum heldur hafa það 10, sagði bóndi ákveðinn. Það eru nefnilega þannig mál með vexti, að gamli haninn var mjög hrifinn af þessari hænu. Nú, þegar hann verður þess var ,að hún er dauð, má búast við, að hann spryngi af harmi. ★ Gyðingur nokkur leitaði lækn inga til augnlæknis. — Þjer reynið mikið á aug- un, sagði læknirinn. — Hvers- konar Ijós lesið þjer við á kvöldin? — Jeg nota sjálflýsandi vekj araklukkuna mína.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.