Morgunblaðið - 08.11.1945, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.11.1945, Qupperneq 2
M0RGUNJ3LAÐIÐ Fimmtudagur 8. uóv. 1945. Ábyrgðarleysi andstæðinganna í bæjarmálum Sjaldan hafa andstæðing- ar Sjálfstæðismanna opin- berað eins alvöruleysi sitt í afskiftum af bæjarmálefn- um, eins og á síðasta bæjar- stjórnarfundi. Steinþór krefst leigu af bröggunum. A þessum fundi lágu til úr- skurðar þeir langhæstu reikn- ingar um meðferð bæjarsjóðs Reykjavíkur, sem fyrir hafa legið. Þeir hefðu að sjálfsögðu getað gefið tilefni til margs- konar aðfinninga og athuga- semda um sfjórn bæjarmálefn- anna, ef andstæðingarnir hefðu haft þær frkm að færa. Á dag- inn' kom, að svo var ekki. Hin eina raunverulegá at- hugasemd, sem fram kom, var frá fulltrúa sósíalistanna, Stein þóri Guðmundssyni, um það, að láðst hefði að innheimta húsaleigu af íbúum bragganna. Hann sá ofsjónum yfir, að þessu sama fólki, sem sósíal- istarnir annars þykjast láta sjer svo ant um, var gefinn kostur á að verja afgangsfje sínu annaðhvort til umbóta á bröggunum sjálfum, eða á ann- an veg sjer til hagsbóta, í stað þess að bærinn tæki af þeim leigu fyrir þetta mjög ófullnægj andi húsnæði. Sigfús greiddi atkvæði með óburðinum. Önnur málefnaleg athuga- semd um stjórn bæjarins kom þarna ekki fram. í stað þess þá eyddu andstæðingarnir fund artímanum í umræður um til- lögur Alþ)'ðuflokksins varð- andi húsnæðismálin. Um til- lögur, sem Sigfús Sigurhjart- arson lýsti á þann veg, að þær væru allar um það efni, sem flutningsmennirnir sjálfir ým- ist vissu að verið væri að fram- kvæma, eða að þegar væri framkomin eða í undirbúningi frumvörp á Alþingi um hið sama efni. Þannig. að hinn eini tilgangur tillögumanna, að dómi Sigfúsar, var sá að geta sagt, að þeir væru tillögumenn að því, sem þegar væri ákveð- ið, að gert yrði. Um þetta töluðu þeir með miklum spekingssvip fram og aftur, Alþýðuflokksmenn og sósíalistar, og þóttust vera að vinna bæjarfjelaginu ákaflega mikið gagn. Ekki síst þeim verst settu innan bæjarins. Sigfús Sigurhjartarson, sem í öðru orðinu gerði hið mesta gabb að þessum tillögum, taldi þær auglýsingar og glamur, og kallaði þær í blaði sínu óburð og öðrum fleiri ónefnum, hann var í hinu orðin hinn gramasti yfir því, að Sjálfstæðismenn vildu ekki ljá slíkum tillögum liðisinni. Síðan birti hann svívirðingar um Sjálfstæðis- menn fyrir það, að þeir hafi rjett upp átta hendur í bæjar- stjórninni, til þess að koma í veg fyrir það, sem hann sjálf- ur kallar glamur, óburð og öðr- um ámóta nöfnum. Jón Axel heimsækir Sigfús í skýjaborginni. I þsasu kemur einmitt fram Framkoma þeirra á síðasta bæjarstjórnar- íundi Heimdallar-fundurínn í gær- kvöldi oy nýjir meðlimir afstöðumunurinn. Sjálfstæðis- menn eru því andvígir að sam- þykkja á bæjaafetjórnarfund- um einskisverðar auglýsinga- tillögur. Þeir telja, að með því sje í raun og veru verið að hafa hin viðkvæmustu og erfiðustu mál að háði og spotti. Það sje verið að leika sjer með neyð manna og vandræði. Verkefnið sje þvei't á móti hitt, að reyna að finna raunveruleg úrræði. Að vinna að framkvæmdum og aðgerðum, en ekki skrumi og skjalli. En sósíalistarnir, sem sjálfir lýstu tillögunum sem skrumi og hjegóma, eru hinir grömustu yfir því, að Sjálfstæðismenn skyldu ekki taka þátt í þessum gráa leik. Gremja sósíalistanna er eðlileg. Leikaraskapurinn er þeirra líf og yndi. Skrumtil- lögur Alþýðuflokksins voru eingöngu eftirhermur loftkast- alatillagna Sigfúsar frá því nokkrum fundum áður. Jón Axel hafði brugðið sjer upp í skýjaborgina til Sigfúsar. Þar sátu þeir svo nokkra stund og skattyrtust. Brugðu hvor öðrum um vammir og skamm- ir. En braggabúarnir voru vissu lega engu nær. Það er áreiðanlega frá Sjálf- stæðismönnum, frá fram- kvæmdamönnunum í bæjarfje- laginu, sem braggabúar og aðr- ir vænta sjer aðstoðar. Al- menningur veit, að það eru Sjálfstæðismenn, sem verða að hrinda fram málunum, ef um- bætur eiga að fást, en ekki skýjaborgamennirnir í hvorum flokknum sem þeir nú telja sig, Sósíalista- eða Alþýðuflokk. HEIMDALLUR, fjel. ungra| Sjálfstæðismanna, hjelt fund í Kaupþingssalnum í gærkveldi. Gunnar Thoroddsen, próf. hjelt framsöguræðu um stjórn- arskrármálið, ítarlegt og fróð- legt erindi, þar sem hann rakti fyrst hinar ýmsu breytingar, j sem orðið hefðu á stjórnarskrám Islands frá því að íslendingar 1 fengu stjórnarskrána 1874 og þar til þeir sjálfir settu lýð- j veldisstjórnarskrána 1944. — Fór ræðumaður þessu næst nokkrum orðum um störf stjórn arskrárnefndanna. En höfuðat- riði ræðunnar fjölluðu um ýms ar þær breytingar, sem til mála kæmu að gera á stjórnarskránni Var ræðu frummælanda sjer staklega vel tekið. Auk Gunn- ars töluðu á fundinum þeir, Gísli Sveinsson alþm., form. milliþinganefndar, um stjórnar skrána, Jóhann Hafstein, fram- kvæmdastjóri og Sigurður Bjarnason alþm., frá Vigur. Á fundinum kom enn einu sinni greinilega fram áhugi reykvískrar æsku fyrir málefn um Sjálfstæðisstefnunnar. Hafa 80 nýir fjelagar gengið í Heim- dall síðan vetrarstarfsemin hófst. Var ennfremur á fundinum ræðumönnum Hsimdallar 4 æskulýðsfundinum um bæjar- málefni í Listamannaskálanum mánudaginn var, þökkuð hin, ágæta frammistaða. Kom fram almennur áhugi fyrir fleiri slík um sameiginlegum æskulýðs- fundum, svo að Heimdallur hefði oftar tækifæri til að sýna jafn áberandi yfirburði síng málstaðar. Skoðanakönnun meðal þiisunda Reykvíkinga um framboðslista Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar Öllum ffokksmönnum er gefinn kosfur á þáttlöku SAMKVÆMT reglugjörð Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfjelaganna i Reykjavik, sem er tengiliður allra sjálfstæðisfjelaganna í bæn- um, — hefir nýlega verið kosin kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins hjer í Reykjavík til þess að stilla upp framboðslista Sjálfstæð- isflokksins við í hönd farandi bæjarstjórnarkosningar í janúar næstkomandi. Kjörnefndin er þegar tekin til starfa og hefir ráðist í að efna til einskonar prófkosningar meðal Sjálfstæðis- manna í Reykjavík um það, hverjir skyldu helst vera í kjöri fyrir hönd flokksins við væntanlegar bæjarstjórn- arkosningar. Öllum meðlimum Sjálfstæð- isfjelaganna í bænum — Varð- ar — Heimdallar -— Hvatar og Óðins, — hefir verið ritað brjef, þar sem þeir eru beðnir að gera tillögur sínar á þar til gerðum kjörgögnum og senda kjörnefndinni aftur um hæl á skrifstofu hennar í Thor- valdsensstræti 2. Fjöldi Sjálfstæðisflokks- manna í bænum hefir ekki ver- ið beint fjelagsbundinn í neinu hinna fjögurra fjelaga, en kjör nefndin taldi samt að hún gæti naumast komið við öðrum starfsaðferðum en takmarka útsendingu brjefanna við með- limi fjelaganna. En jafnframt hefir verið á- kvæðið að feefa hvaða flokks- manni sem óskar þess, kost á kosningu, ef hann innritar sig í eitthvert Sjálfstæðisfjelag- anna. Innritun fer fram í skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins í Thorvaldsensstræti 2, og eru þar afhcnt öll gögn til þátttöku. Menn verða að gæta þess, að gert er ráð fyrir að þessi próf- kosning standi yfir mjög skamman tíma og atkvæði eiga að vera komin afíur til kjör- nefndar fyrir hádegi á laug- ardag í skrifstofuna í Thor- valdsensstræti 2. Ef mistök hafa orðið á því að meðlimir fjelaganna fengju send kjörgögn, eru þeir vin- samlega beðnir að vitja þeirra í skrifstofu flokksins. Hjer hefir verið horfið að mjög, viðfeldinni og lýðræðis- legri aðferð við það að gera úr ‘ garði framboðslista Sjálf- Sjálfstæðisflokknum var helst til þess trúandi að brydda upp á svo frjálslegum starfs- aðferðum sem bvggja á sam- ráði fjöldans, — fólksins sjálfs. Er þess að vænta að mikla þýðingu geti haft, að flokks- menn bregðist við þessari ný- breytni af alhug og sinni þess- ari prófkosningu af fylstu kostgæfni. því að taka þátt í þessari próf- stæðismanna við kosningarnar. 3 íslenskir fulllrúar á æskulýðsþinglmi ALÞJÓÐA æskulýðsþingið vrar sett 29. októbér með við- höfn í Albert llall í London. Fulltrúar allra þjóða, sem þátt taka í þingi gengu inn í salinn undir þjóðfána sín- um. Síðan flutti breski ráð- herrann, Sir Stafford Cripps, ávarpsorð. Daginn eftir áttu fulltrúar Norðurlanda raeð sjer undirbúningsfund, en hinn 31, október hófust al* menn fundarhöld. með fram- söguræðum fulltrúa: Bret- iands, Kína, Frakklands, Bandaríkjanna, Sovjetríkj- anna og Júgóslavíu. Fulltrú- ar íslands á þinginu eru: P.jetur Eggerz, sendiráðsrit- ari,. Björn Th. Björnsson, list- fræðingur og Kristinn Gunn- arsson, viðskiptafræðingur. (Frá ríkisstjórniniii). 15.500 skip fóru um Reykjavíkurhöfn 1940-1944 ÞAÐ VITA allir, að skipa- ferðir um Reykjavíkurhöfn voru gríðarlega miklar styrj- aldarárin, en samt má búast við að menn verði forviða er þeir heyra, að það voru hvorki meira nje minna en 15.500 skip, fóru um höfnina á fjórum ár- um, 1940—1944. Af þessum skipafjölda voru 7500 erlend skip, samtals um 3 miljónir smálestir. Smálestatal an var raunverulega hærri, því smálestatala herskipa, sem hing að komu er ekki talin með, en herskip eru talin með í skipa- fjöldanum. íslensku skipin, sem komu í höfnina þessi fjögur ár voru samtals 8000, en smálestatala þeirra var ekki nema 1,1 milj. og má af því sjá hve íslensku skipin hafa verið miklu minni. Sigurður Bjarnason alþingis- maður sagði frá þessum tölum í erindi um daginn og veginn, sem hann flutti í útvarpið á mánudagskvöldið. *■— Útvarpið og beimsfriðurimt Á SÍÐASTA fundi Varð- arfjelagsins voru samþykt mótmæli. gegn hlutdrægni útvarpsins. Síðan hefir það gerst, að hinum seka fyrir lesara, Birni Franzsyni, hefir ekki verið falið að halda fyrirlestrum ^§ínum áfram. Þessa sjálfsögðu ráðstöf un útvarpsráðs, sem Magn ús Jónsson, prófessor beitti sjer fyrir, kallar Þjóðvilj- inn nýlega „stríðsyfirlýs- ingu“ gegn Sovjetríkjun- um. Minna mátti nú ckki gagn gera. Líklegt er, að þessi mál beri í tal á Varðarfundi í kvöld. Munu þéir Sjálf- stæðismenn áreiðanlega vera margir, sem fýsir að vita, hvort forystumönn- um flokksins er kunnugt um nokkra þá atburði, sem rjettlæta slík gífuryrði Þjóðviljans. Sjálfstæðis- menn munu því fjölmenna á Varðarfundinn í kvöld. "+!i /

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.