Morgunblaðið - 08.11.1945, Síða 4

Morgunblaðið - 08.11.1945, Síða 4
4 M0RGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 8. nóv. 1945. Bækur frá SL áÍLo (tspren támiÍju l.p. — ^3ími 6381 Mmælishóf Erlings Pálssonar yfirlögregluþjóns Lykíar himnaríkis eftir A. J. Cronin. — Aðeins nokkur eintök eru eftir af þessari vinsælu bók. Tryggið yður eintak í tíma. Kvikmynd hef- ir verið gerð eftir þessari sögu. Hún getur ef til vill orðið jólamynd í ár. Munið Lyklar himnaríkis. Ennfremur er enn eftir af eldri bókum: Katrín, saga frá Álandseyjum. Hrífandi og skemtileg bók, ógleymanleg öllum, sem les- ið hafa. Hótei Berlín 1943 eftir Vicki Baum. York liðþjálfi eftir Sam. K. Cowan. — Bókin um hetju- dáðir amerískra hermanna í síðustu heimsstyrjöld. ★ Bók ungu stúlknanna í ár verður: Rósa eftir hina heimsfrægu skáldkonu Louise M. Alcott, sem þegar er orðin kunn hjer á landi fyrir ágætar sögur handa ungum stúlkum. Ennfremur má minna á þessar bækur, sem enn fást í bóka- búðum: Yngismeyjar eftir Louise M. Alcott. Tilhugalíf eftir sama höf. Veróníka eftir Joh. Spyri. Ramóna eftir Helen Hunt- Jackson. ★ Ekki má gleyma yngstu lesend- unum, en handa þeim er hægt að mæla með þessum bókum: Einu sinni var í—II. Úrval af æfintýrum með ágætum myndum, innbundin, 1 skemti legum búningi. Æfiníýrabókin með myndum, sem börnin eiga að lita sjálf. tdtli svarti Sambó, sem er orð- in kunningi allra jmgstu les- enda þessa lands. Gosi eftir Walt Disney. Þetta er ein allra vinsælasta barna bók, sem hefir komið út hjer á landi, enda sniðin sjerstak- lega fyrir yngstu lesendurna. Litla músin og stóra músin, eða Rökkurstundir II, eftir Sig. Árnason. Fyrsta hefti þessa flokks, Rökkurstundir I, náði mikilli hylli yngstu lesend- anna og ekki þarf að efa, að þetta hefti verði síður þ^gið. ★ Vinsælustu drengjabækurnar verða altaf þessar sígildu bækur: Æfintýri Stikilberja-Finns eft- ir Mark Twain, sem er ný- útkomin. Sagan af Tuma litla, eftir sama höfund. Jón miðskipsmaður e. Marryat. Hjartabani eftir Cooper. Indí- ánasaga með mörgum mynd- um, mjög spennandi frá upp- hafi til enda. Róbinson Krúsó. Hrói höttur. Gúlliver í Putalandi. Gúlíiver í Risalandi. ★ En jólabók drengjanna í ár verður: Jakob Ærlegur, gefinn út í smekklegri útgáfu með mörg- um myndum. SIÐASTLIÐIÐ laugardags- kvöld hjelt lögreglan Erlingi Pálssyni yfirlögregluþjóni sam- sæti á Hótel Röðli, í tilefni af 50 ára afmæli hans, með þátt'- töku ýmsra annara góðra vina hans utan lögreglunnar. Sam- sætið hófst kl. 7 s.d. með borð- haldi og var húsið þjettskipað. Sveinn Sæmundsson yfirlög- regluþjónn setti hófið, en veislustjóri var Benedikt Sveinsson fyrv. Alþingisforseti. Margar fjörugar og snjallar ræður voru fluttar undir borð- um. Ræðumenn voru þessir: Agn- ar Kofoed-Hansen lögreglu- stjóri, sem færði Erlingi að gjöf frá lögreglustjóraembætt- inu vandaða víkingsstyttu úr eir, áletraða með rúnaletri, og þakkaði honum vel unnin störf í þágu lögreglunnar. Guðbjörn Hansson yfirvarð- stjóri, sem tilkynti, að lögregl- an hefði falið Ríkarði Jónssyni listamanni að gera brjóstlíkan af Erlingi, og ennfremur að Lögreglufjelag Reykjavíkur hefði kjörið Erling sem fyrsta heiðursfjelaga sinn, en það gæti þeim einum hlotnast, sem hefði unnið frábær störf í þágu fjelagsins. Bjarni Benediktsson borgar- stjóri, sem þakkaði Erlingi fyr ir gott og mikið starf í þarfir bæjarfjelagsins, og ósjerplægna baráttu fyrir íþróttamálefnum landsins. Jónas Jónsson alþingismaður hjelt einnig snjalla ræðu. Þá talaði Benedikt G. Waage forseti í. S. í. og afhenti Er- lingi fyrir hönd stjórnar I.S.I. og framkvæmdastjóra, fagurt olíumálverk frá Þingvöllum. Ennfremur tilkynti hann, að stjórn Í.S.Í. hefði kjörið Erling heiðursfjelaga sambandsins. — Ennfremur færði forseti I.S.I. hamingjuóskir frá Sigurði Greipssyni í Haukadal og las upp eftir hann frumort kvæði til Erlings. Guðmundur Kr. Guðmunds- son skrifstofustjóri flutti ræðu og færði afmælisbarninu að gjöf frá 33 íþróttamönnum og íþróttafrömuðum ljósprentaða útgáfu af Flateyjarbók (Al- þingishátíðarútgáfu Einars Munksgaards). Lárus Salómonsson lögreglu- þjónn flutti frumort kvæði og færði Erlingi að gjöf dýrmæta bók. Þá flutti Jósep Húnfjorð skáld mjög skemtilega ræðu og frumort kvæði. Einnig kvað hann sljettubandavísu til Er- lings eftir Lárus Salómonsson. Þá mælti Ingólfur Þorsteins- son yfirvarðstjóri fyrir minni konu Erlings, frú Sigríðar Sigurðardóttur, Einnig flutti Sveinn Sæmundsson yfirlög- regluþjónn snjalt ávarp til Er- lings. Þá flutti Guðlaugur Jónsson lögregluþjónn snjalla ræðu. — Þá talaði Þórður Guðmundsson formaður Sundfjel. Ægis og færði honum að gjöf fagra bók frá fjelaginu. Einnig töluðu: Jón D. Jóns- son sundkennari, er færði Er- lingi fagran silfurbikar frá 12 sundgörpum í Ægi, Jón Ingi Guðmundsson sundstjóri K. R., sem færði honum mynd af sundknattleiksflokki Olympíu- faranna 1936, Stefán Runólfs- son formaður U.M.F.R., er færði honum fagran borðlampa, og Jón Pálsson sundkennari. Fjölmörg heillaskeyti bárust Erl. og voru nokkur þeirra í ljóðum. Mesta athygli vakti skeyti frá Jóhannesi Kjarval listmálara; var það teikning af Lómagnúp og Oræfajökli, var það látið ganga með borðum fram og þótti handbragðið lofa meistarann. Að lokum þakkaði Erlingur með snjallri ræðu gjafir og þá vinsemd og þann heiður, er honum hefði verið sýndur. Kl. 2 um nóttina, er borðhaldi og ræðum var lokið, söng tvö- faldur kvartett úr karlakór lögreglunnar nokkur lög. Að því búnu var stiginn dans fram á morgun. Fór hófið alt mjög virðulega fram og skemtu menn sjer hið besta. Ennfremur heimsóttu Erling þann.dag margir vinir hans, og færðu honum ýmsar gjafir. M. a. málverk af Þingvöllum eft- ir Matthías Sigfússon, frá Tryggva Ofeigssyni útgerðar- manni, borðlampi, útskorinn af Guðmundi Kristjánssyni, frá Jóni Þorsteinssyni íþróttafröm- uð, íslenskur fálki eftir Guð- mund Einarsson, frá starfsfólki skrifstofu lögreglustjóra, flagg stöng úr silfri með silkifána Ármanns, frá Glímufjel. Ár- mann, myndastytta eftir Ás- mund Sveinsson, frá Marteini Gíslasyni og víkingaskip frá Guðmundi Einarssyni lista- manni. Alt listaverk mikil. Ennfremur mjög dýrmætar bækur frá Jónatan Hallvarðs- syni hæstarjettardómara, Gúst av A. Jónssyni skrifstofustjóra, Steingrími Pálssyni forstöðum. og Einari Kristjánssyni. Einn- ig bárust honum fjölmargar körfur með fögrum blómum. Þá heimsótti dr. Helgi Tóm- asson -skátaforingi íslands Er- ling og afhenti honum frá Bandalagi ísl. skáta heiðurs- merki skáta fyrir borgara. Veislugestur. Zukov lætur gera fjármuni upptæka í BERLÍNARÚTVARPINU hefir verið sagt frá því, að Zu- kov marskálkur hafi látið skip- un út ganga um það, að upp- tækar skuli gera allar eignir, sem áður tilheyrðu þýska rík- inu eða yfirvöldunum á her- námssvæði Rússa. Þá fyrirskipaði hann, að upp tækt skyldi gert alt, sem átt hefðu embættismenn eða fjelög, sem nú væru leyst upp, hverju nafni sem nefudust. Þá var og upptækt gert alt fje, sem ríki eða þegnar ríkja áttu, sem bar- ist höfðu með Þjóðverjum. — « Allar þessar eignir verða not- aðar handa rússneska hernum á hernámssvæðinu. — Reuter. Þingfrjettir Á FUNDI Nd. í gær var frv. til raforkulaga til 1. umr. Frsm. iðnaðarnefndar, Sig- urður Thoroddsen, fylgdi frv. úr hlaði. Skýrði hann frá að- draganda málsins og sagði síð- an í stórum dráttum frá inni- haldi frumvarpsins, að það hef ir birst hjer í blaðinu áður. Jörundur Brynjólfsson lýsti ánægju sinni yfiy þvi að rík- isfetjórnin tæki að sjer forystu þessara mála. Samgöngumála- ráðherra, Emil Jónsson, sagði að frv. væri borið fram sern samkomulagsgrundvöllur. Hann benti á, að mjög væri nauðsyn- legt og þýðingarmikið að afgr. mól þetta á þessu þingi, því að nú þegar væru byrjaðar miklar framkvæmdir, m. a. væri á þessu ári verið að leggja raf- magnsveitu um allan Reykja- nesskaga og ákveðið væri að hefja framkvæmdir til raflagn ingu til Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar. Einnig væri í und irbúningi að leggja línu til Húsavíkur frá Laxárvirkjun- inni. Umr. var frestað. Onnur mál á dagskrá voru: 1. Frv. um heimild fyrir rík- isstjórnina til að selja Búða- hreppi landspildu úr Kjapp- eyrarlandi. Vísað til 3. umr. með þeirri breytingu, að „náma rjettindi skuli vera undanskil in“. 2. Frv. um veitingu ríkis- borgararjettar. Vísað til 3. umr. 3. Frv. um kaup á nýjum strandferðaskipum. Vísað til 3. umr. Að afloknum fundi var ann- ar fundur haldinn og var eitt mál á dagskrá: Frv. um káup á nýjum strandferðaskipum. Afgr. með 23 samhlj. atkvæð- um til Ed. Ný þingmál Æskulýðshöll í Reykjavík. Bjarni Benediktsson flytur frumvarp um æskulýðshöll í Reykjavík, er byggja skuli í sameiningu af ríkissjóði og Reykjavíkurborg. — Skal þriggja manna nefnd standa fyrir byggingunni og tilnefnir hvor aðili einn mann, en full- trúaráð æskuiýðsfjelaganna í Reykjavík þann þriðja. Frv. samhljóða þessu. var flutt á síð- asta þingi og afgreitt frá Ed. En málið dagaði uppi 1 Nd. Lækkun kaups og afurðaverðs. Jónas Jónsson flytur svohlj. þingsályktunartill. í Sþ.: „Alþingi ályktar að kjósa nú þegar með hlutfallskosningu 4 menn til að gera í samráði við ríkisstjórnina tillögur, um, hversu lækka skuli hlutfalls- lega með lagasetningu verka- kaup, laun starfsmanna hjá ríki, bæjarfjelögum og einstök um fyrirtækjum svo og verð á íslenskum afurðum á innlend um markaði". Kærðir fyrir samvinnu LONDON: Fimm breskir stríðsfangar, majór, kapteinn og þrír óbreyttir hermenn, sem verið hafa fangar Japana, hafa verið ákærðir fyrir samvinnu við þá. Eru þeir nú á leið heim til Bretlands. iiimiiiHiiumHiiHiiiiiinimiuuiiiiiiiiiiiuiuiuinuiiiD —< =3 1 Þakpappi | | EinangrunarpappiJ 1 Veggflísar | I Múrhúðunarnet 1 = =3 § , i = Byggxngavoruverslun 5 Isleifs Jónssonar 1 Aðalstræti 9. Reykjavík. i iTllllllllllll.1111111111.Illllllllllll.Illllllllllllll Ef Loftur >?etur það ekki — bi hver? ii iii .... miniiiinin 1 Harmonikur = Píanóharmonikur og = s Hnappaharmonikur, ný- 'jj§ komnar. I Versl. Rín | Njálsgötu 23. ~.7iiii.iiiiiiiiiiiiiimaiHnHnamMMiiiBnHnanMiniia LISTEBLINE RAKKREM iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiuuiiiiiiii I Svissnesk % kven og herra armbands- 1 úr í miklu úrvali ávalt § fyrirliggjandi í skraut- § gripaverslun minni á § Laugaveg 10, gengið inn frá Bergstaðastræti. | GOTTSVEINN ODDSSON úrsmiður. iíiiiiiiiimuimiiimiiiimiiimniiiiiiiiuiimiiimiiimu HEST AÐ AlíGLYSA í *lOKíííTNRLAf)INU. iiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiuuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiri) = Nýjar, amerískar gler- = | augnaumgjörðir nýkomn- I | ar. — Afgreiðum flest = jj gleraugnarecept. @ j§ Augun þjer hvílið § með gleraugum frá 1 Týli h.f. | Gleraugnavcrslun = Austurstræti 20. = iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiim

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.