Morgunblaðið - 08.11.1945, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 8. nóv. 1945.
MOEGUNBLAÐIÐ
5
Kvikmyndaieikkonan hjelt loforð sitt
KVIKMYNDALEIKKONAN JOAN LESLIE lofaöi því einu
sinni í brjefi, að hún skyldi syngja fyrir hann einan þegar hann
kæmi heim úr styrjöldinni. Þegar Don P. Saucke, liðþjálfi, lá
Særður í sjúkrahúsi í París í fyrra, skrifaði hann Joan Leslie
og sagði henni að söngur hennar í Rapsody in Blue hefði hjálpað
til að gera sig heilan heilsu. — Myndin hjer að ofan var tekin
er Joan er að syngja fyrir iiðþjálfann í sönghöll einni í Holly-
Wood.
Getur hlutleysi samrýmst þátttöku
í fjelagsskap sameinuðu þjóð-
j anna. — Afstaða Svisslendinga
London í gærkveldi.
STJÓRNMÁLAMENN ræða nú mikið um það, hvort hlut-
leysisstefna Svisslendinga, sem þeir eru sagðir ætla að halda,
geti samrýmst því að þeir gangi í hóp hinna sameinuðu þjóða.
Utanríkisráðherra Svisslend-
inga flutti nýlega ræðu í Basel,
þar sem hann lýsti yfir, að Sviss
lendingar vildu halda fast við
hina fornu hlutleysisstefnu sína.
Talið er þó, að Svisslendingar
tnuni sækja um upptöku í fje-
lagsskap hinna sameinuðu
þjóða. Vilja Svisslendingar þó
ekki gerast meðlimir án vissra
skilyrða. Hið forna Þjóðabanda
lag, sem Svisslendingar voru
ög í, leystu þá frá þeirri skyldu
að hafa her. — Breskir stjórn-
málamenn álíta að varla komi
til greina, að Svisslendingar fái
slík hlunnindi í samtökum
hinna sameinuðu þjóða.
Fjórða grein sáttmála hinna
Sameinuðu þjóða, leyfir upp-
töku þeirra ríkja í sambandið,
sem skuldbinda sig til þess að
uppfylla allan sáttmálann. —
Sumt af þesssum skyldum er
hent á í 43. grein: Skyldur til
þess að leggja til herafla. —
Skyldur til þess að láta í tje
hernaðarbækistöðvar í landi
sínu, ef herja þarf á árásarríki.
Það er auðsætt, að það væri
ekki samrýmanlegt hlutleysi
Svisslands að uppfylla fyrr-
greind skilyrði. Ef Svisslending
ar sæktu um að verða meðlimir
hinna sameinuðu þjóða, með
skilyrðum þeim að viðurkend
yrðu viss atriði í hlutleysi
þeirra, þá þyrfti auðsýnilega
, að breita sáttmálanum að ein-
hverju leyti. — Líklega verður
útkljáð um þetta mál, áður en
fyrsta allsherjarsamkunda
Hinna sameinuðu þjóða kemur
saman. — Reuter.
Japönsk stóriðju-
fyrirtæbi leyst upp
London í gærkveldi:
MacArthur hefir sent Jap-
ansstjórn skarpyrta áminningu
vegna þess að honum þykir hún
heldur seint í því að leysa upp
hina miklu iðn- og auðhringa
landsins, Mitsui, Mitsubishi og
fleiri. — Hefir Japansstjórn og
fengið skipun um það, að hætta
þegar diplomatisku sambandi
við hlutlaus lönd, og skal her-
stjórn bandamanna í Japan
vera milliliður milli þessara
aðila. — Reuter.
Frjettir frá í. S. í.
Gjöf til í. S. í.
Rauði kross íslands hefir gef
ið í. S. í. 800 ullarábreiður.
Hefir þeim verið ráðstafað til
íþróttaheimila í. S. í. og skíða-
skála víðsvegar á landinu.
Lagfæring á húsa-
leigulögunum
BJARNI Benediktsson flytur
frv. um breyting á húsaleigu-
lögunum, þess efnis, að vísi-
töluhækkun á húsaleigu sje
heimil þótt húsaleigunefnd hafi
ekki staðfest leigumálann eða
ekki hafi verið gerður skrif-
legur leigumáli, ef húsaleigu-
nefnd staðfestir leigumálann
síðar eða grunnleiguupphæðin
er hófleg að hennar dómi.
í greinargerð segir:
Samkvæmt 11. gr. húsaleigu
laganna er skylt að senda húsa
leigunefndum til staðfestingar
alla leigumála um húsnæði,
sem gerðir eru eftir 14. maí
1940. Nú er það kunnugt, að
margir leigumálar eru til frá
fyrri tíma, bæði skriflegir og
munnlegir, og það er líka kunn
ugt, að oft er látið undan fall-
ast að leita yngri leigumálum
staðfestingar, og eiga þar venju
lega báðir sök, leigusali og
leigutaki.
Eftir þessum leigumálum er
yfirleitt krafist hækkunar sam
kvæmt húsaleiguvísitölu, og
greiða leigutakar hana venju-
lega mótmælalaust. Þó hefir
orðið ágreiningur út af þessu,
og er nýlegai failinn hæsta-
rjettardómur í slíku deilumáli.
Urslit málsins voru þau, að
leigusali var dæmdur til að
endurgreiða leigutaka vísitölu-
upphæð, er hann hafði inn-
heimt eftir óstaðfestum leigu-
mála. En leigumála um sama
húsnæði staðfesti húsaleigu-
nefnd síðar með hærri grunn-
leigu.
Þar sem það er vitað, að mik
ill fjöldi eðlilegra leigumála um
húsnæði hefir ekki verið stað-
festur af húsaleigunefndum,
mundi það valda óeðlilegri og
ranglátri röskun á viðskiftum
manna, ef ákvæði það, er áð-
urnefndur dómur byggjst á,
væri látið standa óbreytt. Inn-
heimtur sem þessar hafa staðið
yfir árum saman og nema því
talsverðum fjárhæðum. Til þess
hefir ekki heldur verið ætlast,
að eðlilega húsaleiguupphæð
mætti ekki hækka sem svaraði
viðhaldskostnaði, en leigusálar
munu alment ekki hafa gert
sjer ljóst, að vanræksla þeirra
á að leita leigumálum staðfest-
ingar gæti haft þessar afleið-
ingar.
Frv. þetta er flutt til að bæta
úr þeim ágalla húsaleigulag-
anna, sem þarna virðist hafa
komið í ljós.
Herliði fjölgað
í Gyðingalandi
London í gærkveldi:
I DAG kom til borgarinnar
Háifa í Gyðingalandi 14 þús.
smálesta herflutningaskip, hlað
ið hermönnum. — Samgöngu-
bann hefir verið sett á í borg-
um Gyðingalands, frá sólarlagi
til sólaruppkomu, og eru her-
menn á verði á götum. — Lítið
hefir verið um óeirðir s. 1. sól-
arhring. — Herskip eru á veiði
við ströndina, til þess að hindra,
að Gyðingum verði smyglað á
land. — Gort lávarður, sem var
landsstjóri í Gyðingalandi, er
nú kominn til Bretlands. Mun
hann þegar leggjast í sjúkiehús
þar. — Reuter. •
Viðhafna útgáfa af kvæðum
Jónasar Hallgrímssonar komin
Gunnar Gunnarsson flylur fyrirlestur
um skáldið á sunnudag
í DAG KEMUR ÚT VIÐHAFNARÚTGÁFA af kvæðum Jón-
esar Hallgrímssonar, í tilefni aldarártíðar skáldsins. Tómas
Guðmundsson skáld gefur bókina út á vegum Helgafellsútgáf-
unnar. Er þetta einhver fallegasta bók, sem gefin hefir verið
út hjer á landi og samboðin minningu Jónasar. Má telja víst
að bók þessi verði talinn merkisviðburður í íslenskri bóka-
útgáfu.
ílit Brefa á ræðu
ioiotovs
London í gærkvöldi. Eftir
st j órnmálaf regnritara
REUTERS
ÞAÐ er gefið mál, að vanda-
málin í sambúð þjóðanna hafa
ekki breyst, og auðsætt að and-
stætt bjartsýnislegum frjettum
frá Washington, seyi bárust
fyrir helgina; hefir hið erfiða
vandamál um samstarf banda-
manna í Austur-Asíu ekki ver
ið leyst enn. Þetta kemur
glögt fram af fregninni um
það, að Austur-Asíu ráðstefn-
an kom saman í gær í Was-
hington, án þess Rússar væru
þar viðstaddir. Það er nú talið
víst í hópi stjórnmálamanna
hjer í London, að Sovjetstjórn-
in ætlar að reyna að koma í
gegn, að einhverskonar fjór-
veldaráð stjórni í Japan, og
munu Rússar setja þetta skil-
yrði fyrir allri samvinnu aust-
ur þar.
Ummæli Molotovs um vfirráð
in yfir atómorkunni eru hjer
álitin hafa verið viðhöfð, til
þess að gefa stjórnum' Breta
og Bandaríkjamanna opinbera
aðvörun um þær mundir, sem
Truman og Attlee eru að byrja
viðræður sínar.
Áður hefir afstaða Rússa til
atómsprengjunnar aðeins kom-
ið fram r blöðum og útvarpi.
Sú skoðun Rússa er óbreytt,
að erfiðleikarnir í sambúð stór
veldanna, einnig þeirra, sem
bera ábyrgð á því, að utanrík-
isráðherrafundurinn í London
fór út um þúfur, sjeu þannig
að vel sje hægt úr að bæta. —-
Þetta hafa talsmenn Sovjet-
rússa altaf verið að segja, síð-
an fundurinn fór út um þúf-
ur. Yfirleitt er skoðun manna
hjer í London á ræðu Molotovs
sú, að Rússar sjeu hálf smeyk-
ir um afstöðu annara ríkja til
sín, en vilji ekki að svo komnu
slá neitt af þeim kröfum, sem
þeir hafa fram sett áður.
Danska prinsessan
þakkar gjatir
K.höfn. í gær. Einkaskeyti til
Morgunblaðsins.
INGRID krónprinsessa þakk
! aði á mánudag í útvarpsræðu.
[ Dönum erlendis, íslendingum
og Færeyingum fyrir fatnaðar-
gjafir. Verður byrjað að út-
hluta fatnaðinum á morgun. —
Berlingske Tidende og Polite-
sögninni: „Krónprinsessan þakk
í formála fyrir bókinni seg-
ir útgefandi, að hann hafi
tekið með í bók þessa flest
alt, sem vitað er að Jónas ijet
eftir sig í bundnu máli á ís-
lensku, en um leshátt kvæð-
anna er farið eftir útgáfur pró
fessors Matthíasar Þórðarsonar.
I formála segir Tómas enn-
fremur: „Jeg hefi freistað þess,
eins og lesendurnir munu sjá,
að flokka ljóðin eftir efni, en
vitanlega getur slík röðun alt-
af orkað tvímælis. Þá hefi jeg
talið mjer skylt að færa rit-
hátt kvæðanna, þar sem því
var við komið, til lögboðinnar
stafsetningar, en einatt gert
það með vondri samvisku“.
Litniyndir af málverkum.
Viðhafnarútgáfa þessi er
bundin í alskinn. Er bandið hið
fegursta. Hefir yfirleitt ekkert
verið til sparað til þess að gera
þessa bók sem glæsilegasta út-
lits, um efnið er óþarfi að ræða,
þar sem eru öll kvæði Jónasar
Hallgrímssonar.
Jón Engilberts listmálari hef-
ir gert 46 teikningar í bókina,
en auk þess 7 málverk, eitt mál
verk fyrir hvern kafla. Hafa
þessi málverk verið litprentuð
í Englandi, en ekki er komið
nema sýnishorn af litprentun-
inni ennþá. Þeir. sem kaupa
bókina, fá þessi málverk síðar
og er þeim ætiaður staður í
bókinni, en ekki er ólíklegt að
margir kjósi heldur að ramma
þau inn þegar þau koma. Mál-
verkin eru táknræn fyrir kafla
bókarinnar, t. d. heitir eitt
„Sáuð þið hana systur fhína“,
annað „ísland, farsældar frón“,
„Stóð jeg út 1 tunglsljósi“, o. s.
frv.
Annað bindi að ári.
í ráði er að gefa út annað
bindi af verkum Jónasar og
verða í því bindi helstu verk
skáldsins í lausu máli. í þeirri
útgáfu hefir Tómas Guðmunds
son hugsað sjer að skrifa inn-
gang, sem mun fjalla um skáld-
skapareinkenni Jónasar, málfar
hans og gamanstíl.
Fyrirlestur um Jónas.
Á sunnudaginn kemur kl.
1,30 flytur Gunnar Gunnars-
son skáld fyrirlestur um Jónas
Hallgrímsson á vegum Helga-
fellsútgáfunnar. Gunnar Gunn-
arsson mun nú vera á förum úr
bænum, austur að búi sínu.
Dönum erlendis“..
Póll.
Ferðir byrja afíur
LONDON: Áætlunarferðir
skipa milli Esbjerg og Harwich
í Englandi, sem niðri hafa legið
á stríðsárunumm, munu byrja
aftur í þessum mánuði seint.