Morgunblaðið - 08.11.1945, Page 8

Morgunblaðið - 08.11.1945, Page 8
8 M.ORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 8. nóv. 1945. mratstiUðUjb' Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Ola Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Neyðarköll Tímans S í Ð A N núverandi ríkisstjórn var mynduð og Tíma- menn hrökluðust út í urðir hrakspádóma og hrunstefnu- snúninga, hefir liðinu að vonum verið órótt í skapi. Van- traust og ásakanir kjósendanna hefir verið sem þrotlaus íossaniður í eyrum foringjanna og þegar stjórnarliðar hafa gripið til þess að láta högg sannleikans dynja á hin- um hrjáðu pólitísku verkfallsmönnum, þá hefir ópunum ekki linnt. Mest hefir þó á þeim borið, sem háfa verið send gegnum hljóðpípu Tímans út á landsbygðina. Hæstu ópin hafa verið gerð að forsætisráðherranum og núverandi forseta Alþingis. Gegn forsætisráðherra hefir þjóðin öll verið beðin líknar viku eftir viku og mánuð eftir mánuð. Gegn íorseta Alþingis hefir neyðarköllum Tímans verið stefnt til bænda og einkum til Austur-Húnvetninga. Þeir hafa verið þrábeðnir og grátbændir æ ofan í æ um þá líkn að 1áka Jón Pálmason af Alþingi ef verða mætti að hinn hrjáði hrunstefnuflokkur ætti frekar voíi til að komast aftur inn á brautir valda og virðingar. Þá hefir og nokkrum neyðarávörpum verið stefnt til Norður-ísfirðinga, Eyfirðinga og Árnesinga og þeir beðn- ir þeirrar líknar, að taka Sigurð Bjarnason, Garðar Þor- steinsson og Eirík Einarsson burt úr þingsalnum. ★ í síðasta Tíma er blásið hátt í hljóðpípu neyðarhrópanna og nú eru Suður-Þingeyingar beðnir ásjár á mjög aum- ingjalegan hátt. Þeir eru grátbeðnir um að losa hinn hrjáða lýð við aðalstofnada Framsóknarflokksins, leið- toga um 30 ára skeið, dómsmálaráðherra í tveim ríkis- stjórnum með meiru, sjálfan Jónas Jónsson; þann mann- inn, sem að rjettu lagi má telja föður og fóstra þess flokks hðs, sem vilst hefir út á refilstigu ófrjórrar og fávís- iegrar andstöðu gegn miklum meiri hluta þjóðarinnar. Nú er Jónasi gefin sú dauðasynd að sök, að hann sje í iandbúnaðarmálum kominn á sömu skoðun og hinir voða- legu menn Pjetur Magnússon fjármálaráðherra og Jón Pálmason. Þess vegna á Jónas að vera útlægur ger, óal- andi og óferjandi öllum bjargráðum. Liggur við að Þing- eyingar sjeu beðnir að úthýsa honum hvar sem hann kynni að koma í hjeraðið. ★ Að Jónas skuli hafa leyft sjer það, án þess að fá leyfi Þingeyinga, að hafa sjálfur skoðun á því, hvort bænda- stjettinm sje hollara að hafa sín stjettasamtök frjáls og óháð, eða bundin flokksviðjum Tímaliðsins, er eftir Tím- anum að dæma blátt áfram voðalegt ábyrgðarleysi. Þetta dæmi er kjósendum Framsóknarflokksins út á landsbygðinni mjög holl lexía til umhugsunar. Þegar reyndasti leiðtogi flokksins sjálfs er tekinn þvílíkum tök- um, af klíku þeirri sem ræður yfir blöðum flokksins, þá er ekki nein furða þó óhróðri, lygum, uppnefnum og öf- ugmælum, sje ausið yfir þá menn í andstæðingahóp, sem leyfa sjer að benda alþjóð á þann sannleika, hvernig starf- semin sje hjá liðinu, eða vinna að því, að taka völd og vegtyllur af þeim foringjum, sem því stjórna. ★ Öll ósköpin sem á ganga nú hjá Tímamönnum eru beint eða óbeint bundin við hin svonefndu „stjettasamtök bænda“. Þessum mönnum er orðið að fullu ijóst, að þeir hafa tapað trausti og fylgi fyrir fult og alt hjá öllum öðr- um stjettum en bændastjettinni. Þess vegna ganga þeir berserksgang til að telja bændum trú um, að það sje eitt- hvert bjargræði að vera í Framsóknarflokknum. Til þess var leikurinn gerður með því að koma í veg fyrir óháð bændasamtök á þeim grundvelli en Búnaðarsamband Suð urlands lagði. Þess vegna eru bændurnir í Búnaðarráði svívirtir með uppnefnum og upplognum ásökunum, og þess vegna er hrópað á hjálp bænda til að riðja af got- unni öllum bændafulltrúum sem fylgja stefnu sinni af- dráttarlaust, hvað sem Tímahyskið segir eða gerir. 'JílverjL ólripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Kvöulatvik á Hótel Borg. ÞAÐ ER MARGT, sem skeður í daglega lífinu í bænum, sem ekki kemur fyrir almennings- sjónir. í fyrradag kom til mín ungur maður og bar sig illa. Sagðist hafa orðið fyrir furðu- legu atviki á Hótel Borg um helg ina. Hann sagði mjer sína sögu og síðan bar jeg söguna undir hinn aðilann. Fer sagan hjer á eftir í báðum útgáfum og geta lesend ur sjálfir myndað sjer skoðun um málið eftir að hafa lesið sög una frá báðum sjónarmiðum. — Saga unga mannsins er á þessa leið: • Snöggklæddi maður- inn á Borg. UNGUR arkitekt, sem nýlega er kominn heim frá Norðurlönd- um, brá sjer inn á Hótel Borg á laugardagskvöldið. Hann hafði boðið stúlku með sjer í kvik- myndahús, en þeim leiddist að sjá kvikmyndina og fóru út í hljeinu. Þeim datt í hug, að þar sem enn væri skamt liðið á kvöld ið, væri kannske gaman að fara inn á besta veitingahús bæjarins og fá sjer hressingu. Þegar þangað kom var þeim sagt, að það ætti að vera dans- leikur í salarkynnum veitinga- hússins, er byrjaði kl. 11. Þá yrðu allir gestir að vera komnir út, nema þeir vildu kaupa sig inn á dansleikinn. En ef þau yrðu farin út á tilteknum tíma, þá gætu þau fengið einhverja hress ingu. Ekki var þó um að ræða að fá annan mat svona seint en smurt brauð. Ljet unga parið þetta gott heita. Er þau höfðu setið þarna stund arkorn, kom maður nokkur inn í veitingasalinn, snöggklæddur. Arkitektinn ungi þóttist þekkja þarna sjálfan veitingamanninn, og þar sem honum fanst þetta einkennilegur búningur á gest- gjafanum, gekk hann til hans. • Slær í hart. ARKITEKTINN bað manninn snöggklædda að tala við sig eins lega. Spurði hann að því, hvort ekki væri rjett skilið, að hann væri húsráðandi hjer. Sá snögg- klæddi kvað það vera. Arkitekt- inn spurði hann þá að því, hvort honum þætti ekki óviðeigandi að koma þannig til fara inn í veit- ingasali. I slíkum búningi gætu menn leyft sjer að ganga innan veggja svefnherbergis síns, en ekki í veitingasal, þar sem gest- ir væru fyrir. Snöggklæddi maðurinn brást reiður við. Sagðist ráða hjer hús um og ennfremur klæðnaði sín- um. Það væri sitt einkamál, sem þessum manni kæmi ekki við. Vill reka arkitektinn út. AÐ SVO KOMNU kallaði hús- ráðandi fyrir sig yfirþjóninn og bað hann reka mann þenna út og stúlkuna, sem væri í fylgd með honum. Yfirþjónninn kvaðst ekki geta rekið gest veitingahússins út. Espaðist liúsbóndinn við þau til- svör og spurði yfirþjóninn, hvort hann ætlaði sjer að taka málstað gestsins gegn sjer. Yfirþjónninn kvað svo vera. Skömmu síðar fór arkitektinn ungi og stúlkan, sem með hon- um var. Datt nú víst engum 1 hug, að framhald yrði á þessari sögu. Arkitektinn missir borgar (a) -r jettindi. ÞAÐ SKEÐI heldur ekki neitt markvert í máli þessu fyrr en síðari hluta mánudagsins, að arkitektinn ungi kemur inn í Hótel Borg til þess að fá sjer eftirmiðdagskaffi. — í fylgd með honum var sama stúlkan sem á laugardagskvöldið. Virtist honum sem þjónarnir, sem stóðu fram við dyr, vera allkyndugir á svipinn, en datt í fyrstu ekki í i hug, að það stæði neitt í sam- bandi við sig. En þá kemur til hans þjónn og skýrir honum frá því, að þjónum sje bannað að veita honum vott eða þurt á Borginni. Var þjónninn alllengi að koma þessum skilaboðum frá sjer og var vandræðalegur. Bætti samt við að lokum, að skipunin um að hann fái ekki veitingar sje komin frá húsbónd anum og þar við sitji, þar til. hann hafi beðið húsbóndann af- sökunar á'því, sem skeði á laug- ardagskvöldið milli þeirra. Þannig misti arkitektinn sín borgar (a) -r j ettindi. • Var búið að loka veitingasölunum. ÞESSA • SÖGU bar jeg undir hóteleiganda í gær. Hans frásögn var með nokkrum öðrum hætti og í aðalatriðunum á þessa leið: ,,Það var búið að loka veit- ingasölunum er þessi ungi mað- ur kom. Hann hafði einhvern- veginn komist framhjá dyraverði og fyrir góðmensku þjónanna fjekk hann smurt brauð og á- fengi, sem hann bað um, með því skilyrði, að hann væri far- inn klukkan 11. „Jeg hafði aldrei sjeð þenna pilt. Jeg átti erindi niður á skrif- stofu og við yfirþjóninn. Þegar jeg var að ganga upp stigann, greip þessi maður í mig og sneri mjer við. Rjeðist hann að mjer með óbótaskömmum. Jeg bað hann að bíða andartak, þar til jeg hefði tíma til að tala við hann, en við það var ekki kom- andi. Þá sagði jeg honum, að jeg væri hjer í mínum eigin húsum og jeg teldi hann ekki hafa neinn rjett til þess að ráðast að mjer með skömmum á mínu eigin heimili. Bað jeg skrifstofustúlkuna að hringja á lögregluna til þess að taka manninn út, því það var ekki hægt að skýra framferði hans með öðru en því, að hann hefði fengið „einum of mikið“. í því bar að yfirþjóninn. Hann sagði, að maður þessi sæti við borð inni í sal og ljet jeg gott heita að maðurinn færi aftur inn til að týgja sig af stað. Hann var farinn skömmu áður en lögregl- an kom. e Fær ekki „serverað". ÞANNIG stendur þetta mál nú. Veitingamaðurinn telur, að arkitektinn hafi brotið það af sjer, að ekki sje hægt að veita honum í salarkynnum veitinga- hússins. Arkitektinn telur hins- vegar, að hann hafi haft fult leyfi til að láta óánægju sína í ljós vegna klæðnaðar veitingamanns- ins. Hvað út af þessu kann að spinnast er ekki gott að segja — en svona getur það gengið til í daglega lífinu. ■ .•■■■^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■afc/itoffntrMa ■■■■■■«■■■■■■■■■■■ ■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■*-*■;■ BRJEF SEND MORGUNBLAÐINU í ■ ■■■■«■■■ aiupfia BifreiðasBysið \ ¥afnsdaEshó!um í FRÁSÖGN yðar um bifreiða- slys 24. f. m., er löggæslubifreið- inni R-1212 hvolfdi norður við Vatnsdalshóla, er það haft eftir Birni Bl. Jónssyni löggæslu- manni, að orsök slyssins hafi ver ið „hvarf mikið í veginum og hefir verið þar s.l. tvö ár“. Þar sem mjer var kunnugt um, að hjer var algerlega rangt skýrt frá, bað jeg sýslumanninn á Blönduósi þann sama dag að fara á staðinn og rannsaka ástand vegarins. Barst mjer nýlega svohljóð- andi skýrsla sýslumanns: „Út af fyrirspurn yðar í síma í dag, herra vegamálastjóri, varð andi ástand Húnvetningabraut- ar, þar sem bifreið ók út af henni á laugardaginn var (um kvöld- ið í ljósaskiftunum) skamt fyrir sunnan Sveinsstaði, hefi jeg at- hugað vegsummerki. Get jeg ekki fundið neitt athugavert við veg- inn annað en það, að á ytri (vest ur) kanti mjúkrar beygju fyrirj sunnan slysstaðinn, hefir ekist saman nokkuð breið rönd af lausri möl. Hefir bifreiðin nálega um leið og hún kom í beygjuna, ca. 55 m. fyrir sunnan slysstað- inn, sveigt út af hinum troðnu hjólförum og komist út í iausu mölina á kantinum, og hefir vinstra hjól runnið í mölinni á blá vegbrún sem næst 20 metra. | Þá hefir bíllinn verið sveigður inn á veginn aftur (þ. e. náðst inn á veginn aftur) og hefir runnið skáhalt yfir hann um | leið, svo að nú rennur hægra hjól I sem næst 18 metra utan í hægri vegkanti. Þá er bílnum enn kipt inn á veginn með þeim árangri, I ,að hann fer aftur skáhalt yfir veginn og út af honum, í línu, j sem myndar sem næst 45 gráðu horn við vegbrún, en þar er veg- , urinn orðinn beinn. í beygjunni hallast vegurinn nokkuð inn að miðdepli hennar,! sem veldur því, að varla eða ekki þarf að hreyfa stýri bifreiðar á 45 km. ökuhraða. Slöður er ekk- ert í veginn og engin hoia, sem hægt er að kalla því nafni, en í hjólfarinu hægra megin, nokkr- um metrum fyrir norðan þann stað, er bílhjólin bíta sig fyrst í lausu mölina, er hin ljósleita, harða húð hjólfarsins slitin af á ca. 30 cm. kafla og hefir við Ijós, og þá alveg sjerstaklega á ljósa- skiftunum, vel getað sýnst vera hola eða hvarf í veginn, þó svo sje ekki í raun og veru. Jeg get því ekki sjeð, að á- standi vegarins verði á nokkurn hátt kent um framanáminst slys. Vegurinn getur varla betri ver- ið en hann er á þessum kafla. Hitt er svo aftur annað mál, sem allir menn skilja og vita, sem ekið hafa þíl nokkuð að ráði, að ef hjól bifreiðar bíta í lausa- möl á vegbrún, og ferð bifreiðar nálgast leyfðan hámarkshraða, Framh. á bls. 12,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.