Morgunblaðið - 08.11.1945, Síða 16

Morgunblaðið - 08.11.1945, Síða 16
VEÐURUTLITIÐ. Faxaflói Vestan og síðan suðvestan-gola, — Súld. — almcnnt umræðuefni í heimin- um. — Grein um það á bls. 9. Fimmtudagur 8. nóvember 1945. Ceðbiluð kona hverfur SÍÐASTLIÐINN sunnudag hvarf að heiman frá sjer geðbil uð kona, Hrefna Eggertsdóttir, tii heimilis Engjabæ við Holta- veg í Sogamýri, 52 ára. Rannsóknarlögreglan tilkynti hvarf konunnar í gærkvöldi. — Henni tókst að strjúka að heim an um kl. 16.30 um daginn. — Síðan hefir ekkert til hennar spurst, þrátt fyrir eftirgrenslan. Hrefna Eggertsdóttir er í með allagi há, nokkuð feitlagin, — breiðleit, með rauðlitan hörunds lit. — Hún er með stutt, dökkt hár. Hún er klædd grænni kápu, úr taui, með rauða hekl aða hettu með bryddingum á höfðinu. Hún var á brúnum skóm. Fljótt álitið, er konan eðlileg í framkomu. — Hún hefir verið geðbiluð s. 1. 3 ár, og hefir oft gert tilraun til þess að strjúka að heiman frá sjer. En heima- fólki jafnan tekist að koma í veg fyrir það, þar til nú. Hafi einhver orðið var við ferðir'konunnar, er hann vin- samlega beðinn að tilkynna það rannsóknarlögreglunni hið allra fyrsta. irkíýlskiSlogar á Parísarráðstefmmn] ðonnar Gunnarsson byrjar úfgáfu tímarils GUNNAR GUNNARSSON rithöfundur hefir ákveðið að gefa út rit, sem hann ætlar að nefna „Arbók ’45“. I þessu riti verða greinar og kvæði eftir Gunnar sjálfan. Ýmislegt, sem annars hefði glatast", sagði Gunnar við blaðamenn, er þeir hittu hann og Ragnar Jónsson forstjóra í gær, í tilefni af fyrir- lestri Gunnars um Jónas Hall- grímsson, sem sagt er frá á öðr um stað hjer í blaðinu. Gunnar hefir hugsað sjer að gefa þetta rit út árlega eftirleið is og selja það ódýrt. Hann mun safna í það ýmislegu, sem hann ritar, eða á í fórum sínum. — „Maður skrifar líka ýmislegt, sem annars væri ógert látið, ef maður á einhversstaðar inni fyrir það“, sagði skáldið. Fyrsta heftið, sem væntan- lega kemur út fyrir jól og verð ur 15—20 arkir í líku broti og Arbók Ferðafjelagsins. Fyrsta greinin í ritinu verður um Jón as Hallgrímsson, þá verða þar tvö kvæði, grein um Dani, grein urn Halldór Kiljan Laxness og fleira. ÞESSIR FJÓRIR MENN cru allir verklýðsleiðtogar. Myndin var tekin á alþjóðaverklýðs- ráðstefnunni í París fyrir skömmu. Mennirnir eru þessir (talið frá vinstri): Leon Jouhoux, forseti frönsku verklýðsfjelaganna, Sidney Hillman, Bandaríkjamaður, Sir Walter Citrine, for seti bresku verklýðsfjelaganna og Michael Tarasov, fulltrúi Rússa. Varðarfundurinn í kvöld Kynnið ykkur flótta kommúnista frá lýð- ræðinu og um hvað verður barist Van Acker í Londor London í gærkvöldi. ACHILLE VAN ACKER, for sætisráðherra Belgíu, kom með flugvjel frá Brússel til London í dag. — Talið er, að erindi hans sje að eiga viðræður við fulltrúa bresku stjórnarinnar um innflutning kola til Belgíu frá Ruhr. — Reuter. í kvöld kl. 8Ý2 hefst fundur í Varðarfjelaginu. Hann verður í Listamanna- skálanum við Kirkjustræti. Kosningabaráttan er nú hafin. Kommúnistarnir eru byrjaðir á hinum hatröm- ustu árásum til að hnekkja yfirráðum Sjálfstæðismanna í bænum. Aðal-tromp komm únista átti að vera, að æsku- lýðurinn væri þeirra meg- in. Sjálfstæðisflokkurinn væri „úreltur“ flokkur. Þetta tromp kommúnista er nú úr sögunni. Meðal æsku- mannanna í Háskólanum biðu kommúnistar hinn herfilegasta ósigur. Þeir og Framsóknar- menn töpuðu en Sjálfstæðis- menn fengu einir hreinan meirihluta í Stúdentaráðinu. Þetta er merki þess hvert straumurinn liggur. Hið sama kom fram á æsku- lýðsfundinum á mánudaginn. Kommúnista-sellurnar höfðu smalað öllu ungviði sínu, og landsþing „Æskulýðsfylkingar innar“ hvaðan æfa af landinu mætti með pomp og pragt. En ungir Reykvíkingar sýndu, að þeir vildu ekkert hafa með þenn an lýð að gera. Minnast menn þess ekki að hafa lengi sjeð menn fara sneypulegri för en kommúnistar fóru á þessum fundi. Nú reynir á hina eldri menn og reykvíska borgara í heild. Ólíklegt er, að þeir láti sitt eftir liggja. V.ilja þeir l'áta kommúnista rífa það niður, sem Reykvíkingar hafa vérið að byggja upp í marga ára- tugi? Áreiðanlega ekki. En úrslit-bæjarstjórnarkosn- inganna ráða ekki aðeins ör- lögum bæjarins, heldur einnig miklu um stjórnmál landsins í heild. Skrif Þjóðviljans síð- ustu vikurnar sýna hinsvegar, að kommúnistar stefna ekki einungis að einræði kommún- ismans hjer á landi, heldur vilja þeir blanda hinum fjar- lægustu heimsatburðum inn í deilur manna og láta þá ráða afstöðu manna í hinum ólíkustu málum hjer á Iandi. Nauðsynlegt er, að menn geri sjer ljóst, hvert kommúnistar stefna með þessu. Aldrei fyr hefir verið meiri nauðsyn, að menn sjeu vel á verði gegn ráðabruggi þeirra en einmitt nú. Um öll þessi mál verður rætt á Varðarfundinum í kvöld, þar sem þeir Jóhann Hafstein og Bjarni Benediktsson flytja framsöguræður. Allir Sjálfstæðismenn, sem því geta við komið, þurfa að mæta á fundinum. Sjálfstæðismenn komið sem flestir og mætið stundvíslega. Iveir íslenskir sjómenn drukna vi5 Ameríkustrendur ÞÆR SORGARFREGNIR hafa borist hingað, að þann 21. október s. 1. hafi tveir íslendingar druknað er skipið, sem þeir voru á, fórst eftir árekstur. Menn þessir hjetu Bjarni Eiríkur Kristbjarnarson frá Suðureyri og Jón Björn Einarsson frá Sel- látrum á Breiðafirði. Skipið, sem þeir voru á, hjet Nespog. Ekki hafa borist nánari fregn ir af slysi þessu, eða neitt um hvernig eða hvar það vildi til. LONDON: Vegna eldiviðar- skorts verður slökkt á öllum götuljósum í borginni Scheffi- eld á miðnætti, nema ljósum á aðalgötunum. Aðstoðarlán lil síldarútvegs- manna 1945 MEIRIHLUTI sjávarútvegs- nefndar Nd. (stjórnarliðar) flytur að beiðni atvinnumála- ráðherra frv. um aðstoðarlán til síldarútvegsmanna 1945. Er ríkisstjórninni hjer heimilað að taka 4 milj. kr. lán eða ábyrgj- ast jafnháa upphæð. Útgerðar- menn og fyrirtæki þeirra ís- lenskra skipa, sem stunduðu síldveiðar með herpinót sum- arið 1945, geta sótt um lán samkv. ákvæðum þessara laga, og eftir nánar tilteknum regl- um. Lánin veitast til 5 ára með 3 % vöxtum. Frumvarp þetta var samið af nefnd þeirri, sem atvinnumála- ráðherra skipaði á s. 1. sumri til þess að gera tillögur um aðstoð þeim útvegsmönnum til handa, er verst urðu úti á síld- veiðunum. Niðurjöfnunamefnd Akureyrar Akureyrarbær kaupir málverk af Oddi Björnssyni Akureyri, miðvikudag. Frá frjettaritara vorum. Á Bæjarstjórnarfundi í gær- dag vor kosin niðurjöfnunar- nefnd. Kosningu hlutu: Dr. Kristinn Guðmundsson, Tómas Björnsson, Áskell Snorrason, Halld. Friðjónsson og bæjarstj., sem er sjálfkjörinn, allir endur kosnir. Varamenn voru kosnir: Brynjólfur Sveinsson, Erlingur Friðjónsson, Eyjólfur Árnason og Jakob O. Pjetursson. Á sama fundi var samþykkt að kaupa málverk, sem Frey- móður Jóhannsson hefir málað af Oddi sál. Björnssyni, prent- meistara, fyrir kr. 5000,00, og verði málverkið geymt á sínum tíma í hinni fyrirhuguðu bóka safnabyggingu bæjarins. (Matt- híasarbókhlöðu). — Maður slasasí Frá frjettaritara vorum. á Siglufirði, miðvkud. í GÆKMORGUN vildi það slys til, að Friðgeir Ólafsson, vegaverkstjóri, var undir jarð ýtu og fótbrotnaði. Var verið að vinna með ýtuna er hún rann af stað. Fór hún yf ir báða fætur hans. — Önnur pípan í vinstri fæti brotnaði, en á hægri fæti marðist hann mjög mikið. Friðgeir var fluttur á sjúkra- börum í sjúkrahúsið. Leyniblöð finnst. LONDON: Fyrir nokkru bár ust þær fregnir frá Oslo, að þar hefðu fundist eintök af nasista blaðinu Fritt Folk, sem prentað hefði verið leynilega. Talið er, að það sje prentað einhversstað ar úti á landsbyggðinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.