Morgunblaðið - 27.11.1945, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.11.1945, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 27. nóv. 1945 iOEÖUNBLAÐIÐ 5 7 íslendingar og 1 Norðmaður sæmdir Fálkaorðunni Morgunblaðinu hefir bor- ist eltirfarandi frá orðu- nefnd: ÞANN,15. þ. m. sæmdi forseti Islands eftirgreinda menn hinni íslensku fálkaorðu: Friðrik J. Rafnar vígslubisk- up, sem um langan tíma hefir þjónað næst stærsta söfnuði landsins, stórriddarakrossi hinn ar íslensku fálkaorðu. Þann 15. f. m. sæmdi forseti íslands frú Rannveigu Schmidt, sem um þó nokkurn tíma starf aði í þjónustu íslands í sendi- ráði íslands í Kaupmannahöfn og nú mörg undanfarin ár hef- ir unnið að því að auka þekk- ingu á íslandi í Ameríku, ridd- arakrossi hinnar íslensku fálka orðu. Þá sæmdi foffeeti Islands 2. þ. m. Sigvard Friid riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. — Sigvard Friid hefir verið blaða fulltrúi hjer á landi undanfar- in ár, en ljet af því starfi nú fyrir skömmu, er<*hann fluttist til Noregs. Hann hefir jafnan unnið að því að efla góða sam- vinnu meðal Islepdinga og Norð manna ekki síður á atvinnu- málasviðinu en öðrum sviðum. Þessir Menn voru sæmdir riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu: Guðrún Gísladóttir ljósmóðir á Akranesi, sem hefir í meira en hálfa öld gegnt því starfi af hinni mestu ósjerhlífni. Soffía Skúladóttir á Kiðja- hergi, sem gegnt hefir hús- freyjustörfum í meira en 60 ár af slíkum myndarskap, að til fyrirmyndar er. Bjarni Jónsson bóndi í Meiri Tungu og Hjörleifur Jónsson bóndi í Skarðshlíð, sem unnið hafa að málefnum sýslunnar og í þágu hins opinbera í um það bil 50 ár af miklum dugnaði. Halldór Sigurðsson skipstjóri á ísafirði, sem hefir í meira en 40 ár verið formaður við fisk- veiðar og má telja með fremstu fiskimönnum hinnar íslensku sjómannastjettar. Jón Sumarliðason bóndi að Breiðabólstað í Dalasýslu, hann hefir í langan tíma unnið að hagsmunamálum sýslu sinnar af hinni mestu prýði. Prestskosningin: 66,2 prósenf kjés- enda greiddu aikv. < í GÆR fór fram prestkosn- ing í Dómkirkjusöfnuðinum sjer í Reykjavík. Alls neyttu atkvæðisrjettar síns 5599 kjós- endur af 8495, sem voru á kjör- skrá. Kosningaþátttakan er því um 66.2%. Eins og kunnugt er voru frambjóðendur 4. Til þess að kosningin verði lögmæt þarf einhver frambjóðandinn að fá helming greiddra atkvæða, eða 2800. Kærufrestur vegna kosn- irigarinnar verður útrunninn n.k. fimtudag', og er gert ráð fyíir, að talning fari þá þegar fram. Viðskifðarái hættir að úthluta bifreiðum VIÐSKIFTARÁÐIÐ hefir ný- lega lokið við að ráðstafa þeim bifreiðum, sem fluttar verða hingað til lands frá Englandi til næstu áramóta. En eftir það munu bílainnflytjendur sjálfir annast, hverjir hljóta þær bif- reiðar, sem inn kunná að verða fluttar. Er líklegt, að innflutn- ingur bifreiða frá Englandi verði rýmkaður nokkuð frá því, sem verið hefir. I sumar úthlutaði viðskifta- ráðið innflutningsleyfum á smá bílum, sem talið var að fluttir myndu verða frá Englandi. En síðar skall hafnarverkfallið á í Bretlandi og tafðist þá flutning ur hinna væntanlegu bíla hing- að til lands. Við það bættist loks það, að breskar bifreiðaverk- smiðjur gátu ekki afgreitt eins mikið og búist var við. Nú er vitað, hve margir bíl- ar fást hingað frá Bretlandi til áramóta og hefir þeim öllum verið ráðstafað með innflutn- ingsleyfum. En nú hefir fjár- málaráðuneytið ákveðið, að við skiftaráð skuli ekki fjalla um, hverjir fá bifreiðarnar frá bif- reiðainnflytjendunum, frekar en orðið er. Úlvarpsumræðum- ar í gærkvöldi ÚTVARPSUMRÆÐUR fóru fram á Alþingi í gærkvöldi og var það 3. umr. í N.d. um frv. ríkisstjórnarinnar um verðlagn- ingu landbúnaðarafurða o. fl. Ræðumenn af hálfu flokkanna voru í fyrri umferð: Ásgeir Ás- geirsson, Ásmundur Sigurðsson, Jón Pálmason, Bjarni Ásgeirs- son. Og í síðari umferð: Ásgr. Ásgeirsson, Brynjólfur Bjarna- son, Pjetur Magnússon og Ey- steinn Jónsson. íslending slepp! úr haldi SAMKVÆMT símskeyti frá sendiráðinu í Kaupmannahöfn, var Hinrik Guðmundsson lát- inn laus s.l. laugardag. Hinrik Guðmundsson var einn hinna 5 farþega, sem kyrrsettir voru, þegar Esja fór heim í júlí mánuði s.l. sumar. Breska herliðiS í DanmÖrku mun hafa afhent Hinrik dönsku lögreglunni, en hún Ijet hann strax lausan. ( Frjett frá ríkis- stjórninni). Árni Helgason ræð- ismaður kom í gær- kvöidi 1 GÆRKVÖLDI kom hing- að til lands loftleiðis frá Bandaríkjunum, Árni Helga- son, ræðismaður Islands í Chigago. — Ilann mun dvelja hjer úm það bil mánaðar- tíma. — Árni heldur til hjá Oddi ívarssyni, pósthúsinu í Hafnarfirði. LONDON: — Flugfjelag eitt mun bráðlega hefja beinar flug fefðir milli London og New York. Fargjáldið mun verða sheldur lægra en er nú á far- þegaskipum milli þessara staða. prófkosning um framboðs- lista Sjálfstæðis manna BLAÐINU hefir borist til birtingar brjef frá Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún snýr sjer til allra Sjálf- stæðismanna í Reykjavík um þátttöku í nýrri prófkosningu um val rnanna á framboðslista flokkgins við bæjarstjórnar- kosningarnar. Þessi prófkosning, sem nú er efnt til, er framhald fyrri prófkosningarinnar, sem fram fór nú fyrir skömmu. Úrslit þeirrar kosningar eru lögð til grundvallar undirbúningi og reglum við þessa kosningu. Nú á að velja 10 menn og kjörnefndin leggur fram lista 48 manna til að velja á milli. Fer brjef kjörnefndar hjer á eftir, en í því eru* reglur þær, sem framfylgt verður við prófkosninguna: Reykjavík 25. nóv. ’45. Sjálfstæðismenn, — konur og karlar. Eins og yður mun kunnugt, hefir nú þegar farið fram ein prófkosning meðal Sjálfstæðis- manna í Rvík, um val manna á framboðslista flokksins við 1 hönd farandi bæjarstjórnar- kosningar. Var þátttaka í kosn- ingunni takmörkuð við meðliði Sjálfstæðisfjelaganna og þá, er innrituðu sig í fjelögin. — Fór prófkosning þessi fram að til- hlutun kjörnefndar flokksins, sem vinnur að því að gera fram boðslistann úr garði. Mæltist þessi nýbreytini mjög vel fyr- ir meðal flokksmanna og var sinnt af fullri alvöru. Kjörnefndin hefir nú ákveð- ið að efna á ný til annarar próf kosningar um framboðslistann. Þessi prófkosning, sem nú er stofnað til, er ekki endurtekn- ing á þeirri fyrri, heldur fram- hald hennar, að nokkru leyti með öðrum reglum og víðtæk- ari þátttöku. Eftirfarandi reglur verða að þessu sinni við hafðar — Reglur — 1. Kosningin verður að nokk- uru leyti bundin. Kosið skal um menn á meðfylgjandi nafnalista sem kjörnefnd hefir útbúið. — Kjörnefndin hefir, er hún tók saman þennan nafnalista, stuðst við það, hverjir hlutu flest at- kvæði í fyrstu prófkosningunni en þó er val manna nokkru rýnira. Sjerhverjum er þó heim ilt að bæta við listann nýjum nöfnum, ef menn óska. 2. Kosnir skulu að þessu sinni aðeins 10 í stað 15 í fyrri kosningunni. Með þessum hætti þrengist kosningin, atkvæði dreifast síður og fram koma að líkindum ákveðnari ábending- ar. 3. Kosning skal fara þanpig fram, að merkt er með krossi — X — fyrir framan nöfn þeirra á listanum, sem viðkom andi óskar að kjósa. Að þessu sinni fer engin röðun fram inn byrðis milli þeirra, sem kosnir eru — aðeins krossað við 10 nöfn eða færri, sem einnig er jafn heimilt. 4. Nafnalistann ber svo, þeg- að hefír verið við nöfnin, sem kosin eru, að setja í meðfylgj- í andi umslag, merkt — „AT- Bygð á úrslitum fyrri prófkosninga mm Ollum SjáKsfæðismönnum beímil báttiaka KVÆÐI“. — Þetta umslag skal setja lokað inn í annað með- fylgjandi umslag, merkt — „Til kjörnefndar Sjálfstæðisflokks- ins, Thorvaldsensstræti 2“, og endursenda gögnin þannig. 5. Þess ber vel að gæta, að skylt er að rita nafn sitt og heimilisfang aftan á ytra um- slagið — til kjörnefndarinnar — en atkvæðaseðlunum verður safnað sjerstaklega saman áður en talning hefst og kosningin eins og áður fullkomlega leyni- leg. 6. Ollum Sjálfstæðismönnum í Reykjavík — konum og körl- um — er heimilt að taka þátt í þessari prófkosningu, hvort sem þeir eru skráðir meðlimir Sjálfstæðisfjelaganna eða ekki. Kjörgögn eru send til meðlima Sjálfstæðisfjelaganna. Aðrir Sjálfstæðismenn eru vinsam- legast beðnir að vitja þeirra í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, Thorvaldsensstræti 2. 7. Kosningin stendur yfir frá mánudeginum 26. nóv. til laug ardagsins 1. des., en skal vera lokið að kvöldi þess dags. Þegar þesari kosningu lýkur, hafa farið fram tvennar próf- kosningar til ábendingar fyrir kjörnefnd um val manna á framboðslista Sjálfstæðisflokks ins. Sú fyrri alveg óbundin og meðal meðlima Sjálfstæðisfje- laganna. Sú síðari að nokkru leyti bundin við meðfylgjandi nafnalista, en með frjálsri þátt töku allra Sjálfstæðismanna. Kjörnefndin beinir þeirri ein dregnu áskorun til Sjálfstæð- ismanna í Reykjavík, að þeir sinni þessari prófkosningu af fylstu kostgæfni. Kjörnefndin hefir viljað gera það, sem í hennar valdi stend- ur til þess að hafa ráð sem flestra Sjálfstæðismanna við mannaval á framboðslistarin og treystir því, að það muni vel gefast. Virðingarfylst, Kjörnefnd Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Flóttamenn í Svíþjóð Framh. af 1. síðti. hvílir djúp sorg vegna þessara atburða. Mótmælaalda um allt land. Mótmælum hefir rignt yfir yfir sænsku stjórnina, síðan hún kunngerði, að mennirnir yrðu framseldir. Fjöldagöngur hafa verið farnar í Stokkhólmi og var þjóðsöngur Lettlands sunginn fyrir utan konungs- höllina, segir Stockholms Tidn ingen. Harðar umræður á þingi. Einhverjar hörðustu umræð- ur, sem lengi hafa orðið í rík- isþingi Svía, fóru fram um þetta mál, og var ráðist ákaflega að utanríkisráðherranum fyrir stefnu hans í þessu máli. Eng- inn mælti honum bót, nema fulltrúi kommúnista. Það hefir komið fram, að Rússar ætli að kæra alla flótta mennina fyrir landráð, og var I það tekið fram á þingi. Utan- I ríkisráðherrann sagðist „treysta á miskunnsemi Rús^a“, og var óspart gert gys að þeim orðum hans. Einnig var hann minnt- ur á orð sem hann hafði sjálf- ur skrifað um hælisrjett flótta manna. Var það skoðun þing- manna, að það að -afhenda flóttamennina, væri safna og senda þá út í opinn dauðsnn. ' Óvirðulegt og hneykslandi. Þingmenn notuðu ákaflega Sterk orð til þess að lýsa sorg sinni og gremju yfir aðferðum stjórnarinnar í þessu máli. Þeir neituðu alveg að trúa á „misk- unnsemi Rússa“. — Þingmenn kváðu það niðurlægingu fyrir Svía, að afhenda fólk, sem ekk ert hefði annað til saka unnið, en að berjast fyrir föðurland sitt, sögðu að Svíar brytu með þessu reglu sína um það, að skjóta skjólshúsi yfir flótta- fólk. Einn þingmaður tók tvö dæmi: Hann benti á það, að árið 1893 hefðu Svíar neitað að afhenda Rússum pólska menn, sem gerðu uppreisn gegn keisarastjórninni, og árið 1919 hefðu þeir ekki afhent Finnum rauðliða þaðan, sem flýðu yíir landamærin. Kveðja til konungs. Hinir 167 fangar hafa sent Gústaf Svíakonungi kveðju, sem endar þannig: „Við biðjum Yðar Hátign að reyna að sjá svo um, að okkur verði, samkvæmt lýðræðislegum erfðavenjum Svía, veittur hælisrjettur hjer í landinu“. Elsu Sigfúss fagnaö í Hafnarfirði ELSA SIGFÚSS hjelt kirkju hljómleika í Hafnarfirði síðastl. sunnudag við ágæta aðsókn. Þeir dr. Páll ísólfsson, dr. Ed- elstein, Þorvaldur Steingríms- son og Óskar Cortes aðstoðuðu listakonuna. Að söngskemtuninni lokinni kvaddi sr, Garðar Þorsteinsson, til máls og bauð söngkonuna Vélkomna til la'ndsins, þakkaði henni komuna til Hafnarfjarð- ar og bað fólk hylla hana með því að rísa úr síetum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.