Morgunblaðið - 27.11.1945, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.11.1945, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLÁÐIÐ Þriðjudagur 27. nóv. 1945 — Milli hais og heiða. Framhald af bls. 4. við vöídum. Hvert einasta atriði sem stefnt hefir til minkandi velgengni þjóðarinnar hefir valdið miklilli gleði hjá þessum undarlega hóp og er kjósendum þeirra út á landsbygðinni fyrir löngu farið að blöskra. Nýlega var sú gleðifrjett . birt innan breiðra ramma á fremstu síðu Tímans, að verslunarjöfnuður þjóðarinnar við útlönd hefði orð ið mjög óhagstæður. Ef að tog- ari selur illa, þá reka þeir Tíma- menn upp gleðihlátur og ekki síður ef skip ferst eins og þegar vjelskipið Haukur sökk. Ef ein- hverstaðar á landinu er stofnað til verkfalls, þá er það mikil gleðifrjett í herbúðum Tímans. Þá var það ekki lítill hvalreki fyrir hið Tímalega kattareðli, að síldveiðin skyldi bregðast á síðasta sumri. Á öllum sviðum skín það 1 gegn, að þessum mönnum þykja það mikil tíðindi og góð ef hagsmunir þjóðarinn- ar bíða hnekki, aðeins ef von er til að ríkisstjórninni geti staf- eð eitthvert áfall af. Örðugleik- ar eru betri en ekki neitt. Sveinbjörn og Mörður. Þegar rætt var um tillögu Sig- fúsar Sigurhjartarsonar um að bæta 20 togurum við þá 3Ó sem búið er að semja um kaup á, þá kastaðist nokkuð í kekki milli stjórnarliða á Alþingi. Við at- kvæðagreiðslu tók Sveinbjörn Högnason sjer í munn orð Marð- ar Valgarðssonar og sagði: „Hjer eigast þeir einir við, að jeg hirði aldrei hvorum betur vegnar" og greiði ekki atkvæði. ' ótti þingmönnum vel á þessu fara. Frá Bílduda! Framhald af bls. 11. til Reykjavíkur með fjölskyldu sinni og tók við kennslustörf- um við Lauganesskóla. — Jens og konu hans, Margrjeti Guð- mundsdóttur, bárust góðar gjaf ir við burtför sína, Jens frá gömlum nemendum og vinum og Margrjeti frá kvenfjelaginu „Framsókn“. í ágúst átti Gísli Jóhannsson skipasmiður 62. ára aldursaf- mæli og 40 ára starfs^afmæli. — Höfðu þá átt á 4. hundrað bátar alt frá skektum til 18 smál. vjel báta, verið smíðaðir í bátasmíða stöð hans og fjöldi viðgerða á bátum og skipum farið þar fram. , Hinn 12. september var að til hlutan Sig. Birkis söngmála- stjóra þjóðkirkjunnar stofnaður Kirkjukór Bíldudalssóknar með 27 fjelögum. Stjórn kórsins skipa: Formaður: Jón J. Maron, verzlm. Gjaldkeri: Auður H. ísfeld, frú. — Meðstjórnendur: Böðvar Pálsson, kaupfjel.stj. og ungfrú Guðný Guðmundsdóttir. Söngstjóri: Ólafur P. Jóns- son, hjeraðslæknir. Organisti: Sæmundur Pjetursson. — Kór þessi hjelt fyrstu opinberu hljómleika 16. september við mjög góðar undirtektir áheyr- enda. Að áliðnu sumri fluttust hingað: Sverrir Matthíasson, sjerfræðingur í niðursuðu og mun hann annast yfirstjórn Niðursuðuverksmiðjunnar h.f. Sverrir kom hingað frá Þýska- landi, þar sem hann hafði dva’l ið meiri hluta stríðsáranna. Kristján Halldórsson kenn- ari, sem annast skólastjórn barnaskólans, og ungfrú Jakob- ína Jónsdóttir, sem verður ann- ar kennari við skólann. Vjelstjórðfjeíag Islands Almennur fundur verður haldinn í kv-öld, 27. nóv. kl. 20 í Oddfellowhúsinu uppi. STJÓRNIN. Best að auglýsa í Morgunblaðinu Ársrft Breiðfirðingafjelagsins FJÓRÐI árgangur ársrits Breiðfirðingafjelagsins er ný- lega kominn út. Flytur hann að vanda all-fjölbreytt efni 1 bundnu og óbundnu máli Með tilliti til þess. hvað blaðaút- gáfa með takmarkaðan kaup- endafjölda er miklum erfið- leikum háð, hlýtur það að vera fyrir sjerstakan dugnað fje- lagsins, og þá einkum þeirra, sem að blaðinu vinna, hversu vel útgáfa þess gengur. Síðan „Breiðfirðingur“ var stofnaður er ekki langur tími. En það hefur greinilega komið í ljós, hversu vænta má af honum í framtíðinni, verði haldið áfram á sömu braut og hingað til, og reynt að bæta úr þeim göllum, sem byrjunarörðugleikar hafa valdið. Að þessu sinni hefst ritið á minningargrein eftir ritstjór- ann um Jón frá Ljárskógum. Er eðlilegt og sjálfsagt að hans sje þarna minnst, sökum þess, hversu ágætur stuðnÍQgsmaður hann var fjelaginu. og vann að eflingu þess meðan kraftar leyfðu. Næst er erindi eftir Valdemar Björnsson, sjóliðsfor- ingja, sem hann flutti á út- varpskvöldi Breiðfirðingafje- lagsins í fyrra. Þat er drepið á margt, gamalt og nýtt, bæði „austan hafs og vestan“, á mjög skemmtilegan hátt. Þá er löng férðasaga eftir Guðmund Thoroddsen, prófessor. Er óþarfi að lýsa frásögnum Guð- mundar um ferðalög, svo mjög sem þær eru kunnar. — Hann hefur nú eignast Klakkeyjar á Breiðafirði, og segir þarna frá för sinni þangað vestur og dvöl í eyjunum. Eftir Hreiðar E. Geirdal er athyglisverð grein um æskubygð hans við Breiða- fjörð. Ber hún með sjer, að höf. er vel kunnugur fornsögunum, og sýnir hann með ljósum rök- um, hvernig nafnabreytingar einstakra staða geta orðið til. Pjetur Jónsson frá Stökkum, sá gamli fræðimaður, skrifar um Björn Þórðarson á Reyk- hólum, hinn kunna athafna -og dugnaðarmann. Segir þar frá heimili hans, búskaparháttum og ýmsu fleiru. Þá er „kvöld- rabb“ við þau Brokeyjarhjónin, frú Kristjönu og Vigfús Hjalta lín, eftir Kristján Helgason kennara. Þau hafa búið í Brok- ey um 50 ár og hafa frá mörgu að segja. í ritinu er lag eftir Gunnar Sigurgeirsson, söngstjóra, við verðlaunakvæði Jóhannesar úr Kötlum, í tilefni lýðveldishá- tíðarinnar 1944. Kvæði eru eft ir Olínu og Herdísi Andrjes- dætur, Hreiðar E. Geirdal, Kristján Guðlaugsson, ritstjóra og lausavísur eftir Snæbjörn G. Jónsson. Enn fremur hrakn- ingsríma, ort af Jóni Guð- mundssyni fyrir hundrað ár- um, allvel kveðin. Þá eru og í ritinu sagnaþætt- ir eftir ritstjórann, og Guðrúnu Jónsdóttur frá Keisbakka. Sagt er frá Söngför Breiðfirðinga- kórsins um Breiðafjörð á s.l. vori, birt viðtal við ritara Breið firðingafjelagsins, Sigurð Hólm stein frá Flatey o. fl. Margar ágætar myndir prýða ritið. Með þessu hefti er reg- istur yfir efni þeirra árganga, sem út hafa komið af Breið- firðingi, nauðsynlegt fyrir þá, er láta binda heftin saman í eina bók. Ritstjóri Breiðfirðings er Jón Sigtryggsson cand. phil. — Er auðsjeð að hann hefur unnið að ritinu með sjerstakri alúð og vandvirkni, ber m. a. ytri frágangur þess skýran vott um það. — Framkvæmdastjóri og afgreiðslumaður bess er Magn- ús Þorláksson, símamaður. S. Bridgekepnln ÁTTUNDA umferð fór þann- ig: Sveit Stefáns Þ. Guðmunds- soonar vann sveit Sveinbjörns Angantýssonar, sveit Guðlaugs Guðmundssonar vann sveit Jens Pjeturssonar, svejt Jóhanns Jó- hannssonar vann sveit Jóns Ingi- marssonar og sveit Gunnars Möller vann sveit Ragnars Jó- hannessonar. Staðan er nú þannig í stigum: Gunnar Möller 14 stig, Gunnar Vi<5ar, Guðmundur Ó. og Stefán Þ. hafa 10 stig hvor, Gunngeir og Jóhann hafa 8 stig hvor, Guð- laugur og Sveinbjörn hafa 6 stig hvor, Jens hefir 4 stig og Jón og Ragnar hafa 2 stig hvor. Næst verður spilað á Röðli í kvöld, kl. 8 e. h. BEST AÐ AUGLYSA I MORGUNBLAÐINU —Löggæslu- maður Framhald á bls. 11 rjettilega að engu væri um að kenna öðru en ógætilegum akstri. Þótti Björn vaxa af þessari hreinskilni. „Því hver er drengur er við gengur“. En Adam var ekki lengi i Paradís. Þegar til höfuðborg- arinnar kom reynir löggæslu- maðurinn að klóra sig frá ábyrgðinni, en keyrir þá aftur út af, og þá svo illa, að á- verki sá er hann hlaut við þann kollhnýs reynist enn verri en skrámurnar áður. Slys eru altaf hryggileg, jafnvel þó ekki sjeu meiri en í tunræddu tilfelli. í öllurn menningarlöndum eru margs- konar öryggisráðstafanir gerð ar til að koma í veg fyrir um- ferðaslys. — Bifreiðaslys eru að vonum alltíð hjer á landi, og stafa af ýmsum orsökum og þar á meðal ógætilegum og of hröðum akstri. Þó ís- lenskir bifreiðastjórar sjeu yfirleitt öruggir og gætnir menn, sem treysta má fylli- lega, fyrirfinnast altaf nokkr- ir, sem ekki gæta hófs í akstri og halda ekki settar reglur. Og því kostar þjóðfjelagið> löggæslumenn er sendir eru á vegi út. En fyrsta skilyrði fyrir að sú gæsla komi að notum er að löggæslumenn- irnir s.jálfir virði lögin og haldi þau. Með þökk fyrir birtinguna. Blönduósi, 1. nóv. 1945 Stgr. Davíðsson. 25 ára hjúskaparafmæli eiga í dag frú Sigríður Kristjánsdóttir og Sigurður Flóventsson lyfja- fræðingur, Aðalstræti 63, Akur- eyri. % EXCTPCKO MtP/IUTCERO Esja Pantaðir farmiðar óskast sóttir fyrir hádegi í dag. Efiir Roherl Siorm PLENTVi BL)T IT'5- BETTER THAM MOLDIMó 1N $0A1E 'öTUFF/JUó( FOR DRAFT EVA&ION ! TRUCK— BUT WHAT'f m CATCH? 15 IT A DAN6ER0U5 > a job? Jm. Franki: Jæja, þú veist að jeg hefi strokið úr hernum. Og hvað er uppástunga þín? — Glámur: Þú sagðist gjarna vilja vinna þjer inn laglegan skilding. Og því ekki að vinna fyrir mig?— Franki: Getur vel verjð, Hvað iætur þú vjnna^. •—Glámur: Ja, jeg hefi vörubifreiðaakstur, og jeg þarf nú að láta gera svólítið, sem aðeihs góður bílstjóri getur gert. — Franki: Já, jeg get ekið bíl. En hvað, á að gera. Er þetta hættulegt. — Glámur: Víst er það. En það er betra en að^íotna í einhverri smá- skítlegri fangaholu fyrir liðhlaup!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.