Morgunblaðið - 04.12.1945, Blaðsíða 1
16 síður
32. árgangur.
273. tbl. — Þriðjudag'ur 4. desember 1945.
ísafoldarprentsmiðja h.f.
Iranssijórn þakkar
i, en
bíður efnda
London í gærkvöldi.
IRANSSTJÓRN hefir beint
orðsendingu til rússnesku
stjórnarinnar, þar sem henni er
þökkuð yfirlýsing sú, sem hún
gaf varðandi málefni Iran, með
sjerstöku tilliti til uppreisnar-
innar í Azerbaijan. Segir þar,
að Rússar hyggi engan veginn
á það að skipta sjer af innan-
ríkismálum í Iran, og muni Rúss
landsstjórn sjá svo um, að sátt-
máli þríveldanna varðándi Ir-
an verði haldinn í öllum grein-
um. — I orðsendingunni 'segist
Iransstjórn aðeins bíða eftir til-
kynningu frá Rússum um það,
hvenær iranskir starfsmenn
megi hverfa aftur til starfa
sinna í norðurhjeruðum Persíu
og hvenær hersveitir Rússa
muni hætta að banna hersveit-
um irönsku stjórnarinnar för
um landið. — Reuter.
Frá rjettarhöldun um í Núrnberg:
rásm á Tjekkóslóvakíu undir-
ólrúleim flátiskap
Ungverjum boðin þátttnke
London í gærkveldi. Einkaskeyti til
Morgunblaðsins frá Reuter.
í RJETTARHÖLDUNUM í Nurnberg í dag hjelt Alder-
man, saksóknari Bandaríkjanna, áfram ákæruræðu sinni,
sem hann fjekk ekki lokið síðastliðinn laugardag. Lagði
hann fram fjölda skjala máli sínu til stuðnings, og sýndu
þau mjög berlega, sem og annað, sem fram hefir komið
við rjettarhöldin, hve kaldrifjaður. þrjótur Hitler hefir
verið og undirförull samningsrofi. Skjölin leiddu það í
Ijós, að hann og herforingjaklíka hans hafa undirbúið
árásina á Tjekkóslovakíu af miklum fláttskap.
Beðisl afsökunar
WILHELM KEITEL
London í gærkveldi:
Forsætisráðherra stjórnar
þjóðernissinna á Java hefir beð
ið Christyson, yfirhershöfð-
ingja herliðs Breta á eynni, af-
sökunar á óeirðum þeim, sem
þar hafa geisað að undanförnu.
Segir ráðherrann, að þær hafi
stafað af misskilningi milli þjóð
ernissinna og hernámsliðsins.
Breska beitiskipið „Sussex“
skaut í dag á stöðvar þjóðernis
sinna við borgina Semarang
Gandhi þegir
á máitudögum
GANDHI dvelst enn í Cal-
cutta til að ræða við Casey land
stjóra: I dag sátu þeir á rök-
stólum í 79 mínútur, en allan
þann tíma mælti Gandhi ekki
orð, enda er hann vanur að
steinþegja alla mánudaga. Þeg-
ar hann þurfti að svara land-
stjóranum, skrifaði hann svör-
in á blað. •— Reuter.
34 menn farast
í flugslysum
London í gærkvöldi.
í GÆR hrapaði bresk far-
þegaflugvjel, sem var í reynslu
flugi. Flugmaðurinn og vjela-
maðurinn fórust. — í dag hrap
aði fjögurra hreyfla bresk flug
vjel í Trizay í Frakklandi. Hafði
elding lostið hana. 27 menn fór
ust. — Síðastliðinn laugardag
hrapáði bresk flugvjel á Almaza
flugvelli í Cairo. Sjö menn fór
ust, en einn særðist. — Þannig
hafa þrjár breskar flugvjelar
hrapað á þrem dögum og 36
menn farist í slysunum. Bresk-
ur flugmaður, sem ritar um slys
þessi í eitt Lundúnablaðanna,
kennir því um slysin, að áhafn
ir flugvjelanna hafi ekki verið
nógu vel æfðar. — Reuter.
Fjötdahandfðkur
í Japan
London í gærkveldi:
MAC ARTHUR hershöfðingi
hefir nýlega látið handtaka all-
marga háttsetta Japana, og
munu þeir verða dregnir fyrir
rjett, sakaðir um stríðsglæpi. —
Meðal þeirra eru þeir Hiranuma
og Hirota, fyrrum forsætisráð-
herra, forstjóri Mitzubitsi-flug
vjelasmiðjanna og flugvjela-
verkfræðingur sá, er gerði upp-
drættina að Zero-orustuflug-
vjelinni frægu. Þá er forstjóri
Domai frjettastofunnar einn í
hópi hinna handteknu.
Svlss viðurkennir
sjálfslæði Sýrlands
París í gærkvöldi.
RÍKISSTJÓRN Sviss hefur
viðurkent sjálfstæði Sýrlands
og Líbanon, að því, er segir í
tilkynningu, sem hjer var birt
í dag. — Viðurkenningjarskjöl-
in voru undirrituð í skrifstofum
svissnesku sendisveitarinnar í
París í morgun. Viðstaddir voru
fulltrúar allra ríkjanna þriggja.
Næturárásir á Frakka.
LONDON: Undanfarna daga
hefir verið all-mikið um nætu,r
ár'ásir á heri Frakka í Indokína.
Hafa árásarmennirnir aðallega
notað handsprengjur. Manntjón
hefir orðið nokkuð.
„Gera út af við Tjekka“.
I einu aðalskjalinu,,.sem framj
var lagt, segir, að Hitler hafi
látið svo um mælt í marsmán- I
uði 1938, að það „yrði að gera
út af við Tjekka“, því að þeir
væru „harðsvíruð þjóð og
þrjóskufull“, og þess vegna
þýddi ekki annað en að þeita
þá róttækum aðgerðum. Hins-
vegar sagði Hitler, að ekki
mætti þó brjótast svo fast um
í Tjekkóslóvakíu að iðjuverin
eyðilegðust. Þau væru Þjóð-1
verjum mjög eftirsóknarverð |
og myndu koma þeim að
miklu gagni.
„Litla, gula hænan“.
Þá kom það fram í öðru
skjali, að Hitler hafði leitað
samvinnu við Ungverja um
árásina á Tjekkóslóvakíu, eink
um hafði hann átt í makki við
Horthy flotaforingja, sem þá
var valdamesti maðurinn í Ung
verjalandi. IJngverjar voru eitt
hvað tregir til að reka rýting-
inn í Tjekka. Þá sagði Hitier
við þá, að það myndi fara fyrir
þeim eins og söguhetjunum í
sögunni af litlu, gulu hænunni:
ef þeir nentu ekkl að búa til
matinn, myndu þeir ekki held-
ur fá að borða hann.
Keitel kemur til
skjalanna.
Meðan Hitler þreyttist aldrei
á því að lýsa því vfir, að Þjóð-
verjar hugðu ekki á fleiri land-
vinninga í Evrópu, sat von Keit
el hershöfðingi með sveittan
skallann við að reyna að grafa
upp einhverja málamynda-
ástæðu til þess að ráðast inn í
Tjekkóslóvakíu. Þegar nasista-
klíkan þóttist vera búin að
finna hana, var boðanna ekki
beðið, heldur skriðdrekarnir
látnir þeysast yfir landamærin
til þess að taka herskildi þetta
land, enda hafði nasistinn Hen-
lein dyggilega greitt götu þeirra
með allskonar moldvörpustarf-
semi.
svarar gagnryni
Stokkhólmur í gærkvöldi.
PER ALBIN HANSON, for-
sætisráðherra Svía, hefir í út-
varpsræðu svarað gagnrýni
þeirri, sem sænska stjórnin hef-
ir sætt fyrir afstöðu sína í mál-
um baltnesku fanganna. I svar-
inu segir forsætisráðherrann, að
engin tök sjeu á því að veita
hermönnum athvarf í hlutlausu
landi, sem Svíþjóð. Sagði hann,
að vafalaust myndu fangarnir
sæta meðferð samkvæmt al-
þjóðalögum, er þeir hefðu verið
framseldir Rússum. — Reuter.
Breska stjérnin
— Reuter.
London í gærkvöldi.
BRESKA stjórnin kom saman
á fund síðdegis í dag til þess
að ræða væntanlega lántöku*
Breta í Bandarkjunum og þá
skilmála, sem lánið yrði veitt
með. Ekker er nánar vitað um
fundarefnið, en þess var látið
getið af hálfu stjórnarinnar, að
neðri málsstofu breska þingsins
yrði tafarlaust gert aðvart, ef
einhverjar fregnir bærust um
skilmála Bandaríkjastórnar.
— Reuter.
Undirbúnings-
London í gærkvöldi.
UNDIRBÚNINGSNEFND
bandalags hinna sameinuðu
þjóða, sem nú situr á rökstól-
um í London, hefir lýst því yf-
ir, að hún muni hraða störfum
svo sem henni er unnt. — Hefir
nefndin beint þeim tilmælum til
8 aðstoðarnefnda, að þær ljúki
störfum í þessari viku, svo að
undirbúningsnefndin geti tekið
ályktanir þeirra til athugunar
næstkomandi mánudag.
íslendingar í Höín
minnast iullveldisisr
K.höfn í gær. — Einka-
skeyti til Mbl.
Islendingafjelagið hjer í Höfn
minntist fullveldisdagsins s. 1.
laugardag með samkomu í Odd-
fellowhöllinni. — Hinn nýi for-
maður fjel. Agnar Tryggvason,
forstjóri, bauð gesti velkomna.
Jakob Möller, mælti fyrir minni
Islands. Magnús Ásgeirsson las
upp, en Haraldur Sigurðsson
ljek á slaghörpu.
Jakob Möller flutti einnig
ræðu í danska útvarpið og
færði þar bræðraþj.óðinni
dönsku kveðju íslands. — Hann
gaf í stuttu máli yfirlit yfir
sögu sjálfstæðisbaráttunnar,
sagði að ástæðan til uppsagnar
á sambandssamningnum á stríðs
árunum hefði verið sú, að Is-
lendingar hefðu ekki óskað að
óviðkomandi öfl hefðu áhrif á
þessi mál, eftir styrjaldarlokin.
Islendingar óttuðust ekki að
Danir myndu hafa neitt á móti
þessu. Danir viðurkendu 1918
sjálfsákvörðunarrjett Islands,
og Islendingar höfðu ekkert van
traust á Dönum, þar sem slíkt
geti ekki samrýmst þeirri
þræðralagstilfinningu, er kom
greinilega í ljós, þegar Dan-
mörk losnaði úr hernámsviðjun
um. Island var ófrjálst öldum
saman og' þjáðist vegna þess,
þurfti altaf frelsi. — Þessvegna
verður fullveldisdagurinn altaf
hátíðisdagur, sagði sendiherr-
ann. — Páll.
Rússarnir hrifnir
af „íshockey" *
I DAG sáu rússnesku knatt-
spyrnumennirnir, sem nú eru í
Englandi, fyrsta „íshockey“-
leikinn þar í landi. — Þeir voru
mjög hrifnir af þessum skemti-
lega leik, og að honum loknum
náðu þeir sjer í skauta og byrj-
uðu sjálfir að fást við þennan
leik. — Reuter.
Laval grafinn upp
London í gærkveldi:
FRANSKA stjórnin hefir nú
veitt leyfi til þess að lík Lavals
væri grafið upp, og hefir það
verið gert. Var það fært til graf
hvelfingar Chambrun-ættarinn
ar í Montparnasse-grafreitnum
í París og jarðsett þar, en dóttir
Lavals er gift greifanum af
Chambrun. — Kona Lavals og
dóttir hans voru viðstaddar, er
líkið var grafið upp.