Morgunblaðið - 04.12.1945, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.12.1945, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. des. 1945. ———■■ - - ■ - - - ■■ .. - - - - - .. ... - 8 K U G G 1 IM IM - - Eftir Thelma Strabel « ■ ............... .......—— - " ——————— 16. dagur „Jú, jú“. Svo bætti hún við, í því skyni að reyna að vera gamansöm: „Það er engin hætta á því, að neinn nemi mig á brott frá þjer“. Alan var risinn á fætur og farinn af stað á eftir Warms- ley. Nú hneri hann höfðinu leiftursnögt við, eins og þessi saklausu orð hennar hefðu ver- ið baneitruð ör, sem hefði stungið í hnakka hans. Hann varð skyndilega eldrauður í andliti. Hann starði á hana andartak, en snerist svo á hæl og hjelt áfram. Þegar mennirnir tveir voru farnir, greip Pála töskuna sína og fór fram í snyrtiherbergið. ★ Stúlkan, sem hafði staðnæmst til þess að tala við þau áðan, sat við eitt snyrtiborðið. Pála settist við hlið hennar, og stúlk an kinkaði kolli, og brosti vin- gjarnlega. Meðan Pála var að greiða sjer tók hún eftir því, að stúlk- an virti hana fyrir sjer. I hlið- arspeglinum sá hún andlit hennar, bogadregnar auga- brýnnar, há kinnbeinin og rauðar, fagurskapaðar varirn- ar. En munnsvipurinn var óá- nægjulegur. „Auðug — spilt af of miklu eftirlæti — en vel greind“, hugsaði Pála með sjer. „Er langt síðan þjer komuð hingað til San Francisco, frú Gárroway?“ spurði stúlkan. „Nei — rúmlega klukku- stund“, svaraði Pála brosandi. „Jeg vona, að yður getist vel að borginni“. „Já, mjer líst prýðilega á hana“, svaraði Pála. „Það hefir að minsta kosti aldrei verið eins fjörugt hjer og núna“. Stúlkan tók varalit upp úr tösku sinni og hóf að mála varir sínar með mikilli gaumgæfni. Pála staldraði við. Hún vissi, að stúlkan ætlaði að segja eitt- hvað meira við hana. Hún var aðeins að bræða það við sig, hvernig hún ætti að koma orð- um að því. Það var auðsjeð á henni, að hún var ekki vön að rasa um ráð fram. Loks sagði hún: „Hafið þið ekki frjett neitt frá Mikael?“ Pála var einnig á verði. „Nei, við frjettum heldur lítið af hon- um“, svaraði hún. „Honum er lítið gefið um brjefaskriftir — og Alan raunar líka“. Og nú ætlaði hún að reyna að komast að dálitlu. „Jeg geri ráð fyrir, að vinir hans hjer í San Francisco frjetti eins mikið af honum og við“. „Það hefir enginn þeirra frjett neitt af honum, síðan iiann fór. En hann átti fáa kunn ingja hjer, og flestir — að minsta kosti karlmennirnir — eru komnir í herinn“. „Maður gæti nú samt haldið, að hann skrifaði einhverjum hjer nokkrar línur annað veif- ið“, sagði Pála þrákelknislega. „Já — er það ekki? Ef til vill veit hann, að ýmsir hjer hafa verið illmálgir í hans garð, og er of stórlátur til þess að neita róginum“. | „Ef eitthvað ljótt hefir verið sagt um hann, er jeg viss um, að það er ekki satt“, sagði Pála ákveðin. Svo bætti hún við, eft ir’ dálítið hik: „Jeg hlakka til þess að hitta hann. Einhvern veginn á jeg erfitt með að gera mjer í hugarlund, hvernig hann er“. „Já, jeg trúi því“, ansaði stúlkan þurrlega. Augu hennar — en það voru þess konar augu, sem myndu verða hörku- legri og kænskulegri með aldr- inum — urðu alt í einu angur- vær. „Það er eiginlega ekki hægt að segja, að hann sje lag- legur“, sagði hún hægt. . Þetta var dálítið hjákátlegt. Þarna sátu þær, og reyndu, á nútíma rósamáli, að veiða eins mikið hvor upp úr annarri bg unt var, án þessað láta í ljós grunsamlega mikinn áhuga. „Jeg held, að þeir hljóti að vera mjög ólíkir, Alan og hann“, sagði Pála. „Já“. Stúlkan stakk vara- litnum niður í töskuna og lok- aði henni með dálitlum smelli. „Jeg var farin að halda, að hann væri dáinn“, sagði hún því næst snögt. — „Jeg á auð- vitað við Mikael“. „Við hljótum að frjetta það undir eins, ef eitthvað kemur fyrir hann“, ansaði Pála. „En jeg myndi ekki frjetta neitt“. Stúlkan, sem Alan hafði kallað Sylviu, horfði fast á spegilmynd Pálu. Svo sagði hún hægt og lagði áherslu á orðin, eins og hún ætlaðist til þess, að Pála legði sjer þau á minnið: „Nei — Mikael gæti verið dá- inn, án þess að jeg hefði hug- mynd um það. Það myndi ekki vera nein ástæða til þess að segja mjer frá því“. Pála vissi ekki, hvað segja skyldi. Hún Ijet augu sín hvíla andartak á andliti stúlkunnar og leit síðan á sína eigin speg- ilmynd. Það kom dálítið fát á hana. Grunur hennar var nú orðinn að vissu. Sylvia Bruton var svo lík henni, að vel hefði mátt halda, að þær væru tví- burasystur. Sama breiða enn- ið — andlitsbyggingin svipuð. Hálsinn og axlirnar mjög líkt, — já, og nef þeirra beggja dá- lítið uppbrett að framan! Og augabrýnnar! Nákvæmlega eins — bogadregnar, sjerkennilegar í laginu! Þetta var stórfurðu- legt! Pála var gripin undarleg- um æsingi. Var það vegna þessa, sem Warmsley hafði orðið svo undr andi, þegar hann sá hana í fyrsta sinn? Hún þóttist alt í einu sannfærð um, að það hefði einhverja dularfulla þýðingu, hve þær voru líkar. . Hún sneri sjer að sessunaut sínum og sagði áköf: „Hafið þjer tekið eftir því, hvað við erum líkar, ungfrú Burton?“ „Nei, jeg hefi ekki tekið eft- ir því“. Sylvia Burton reis á fætur. „Við gætum nærri því verið tvíburasystur", hjelt Pála á- fram. „Takið þjer eftir auga- brúnunum mínum og ....“. „Þjer hafið mist vasaklútinn yðar, frú Garroway. Hann liggur þarna við hliðina á stóln um“. Pála beygði sig niður, til þess að taka vasaklútinn upp, og þegar hún rjetti aftur úr sjer, var stúlkan farin. Hún sat kyrr drykklanga stund og horfði á andlit sitt í speglinum. Henni var undar- lega innanbrjósts. Þetta andlit var aðeins eftirlíking af öðru andliti, sem var reyndara og veraldarvanara.... Sylvia Burton og Alan höfðu verið eitthvað óeðlilega þving- uð, þegar þau hittust. Hvað var það, sem hún hafði sagt um Mexíkó? Já — húsið. Einkenni legt, að hún skyldi hafa búið þar á undan þeim. Setið á sömu veggsvölunum, lesið sömu bæk urnar.... Nótnaheftið! Það hafði þá ekki verið tilviljun! Það hafði verið skilið þarna eftir af á- settu ráði, annaðhvort af ein- hverjum dutlungum eða ill- girni, til þess að minna Alan á Mikael bróður hans. ★ Það var nokkrum dögum síð- ar, sem Pála fór að skoða bú- garðinn, þar sem Mikael hafði búið. Það virtist fyrst í stað að- eins tilviljun, að hún skyldi fara þangað. En síðar, þegar hún fór að hugsa um ferðalagið, datt henni í hug, að ef til vill hefði það hreint ekki verið nein til- viljun. Sannleikurinn væri kannske sá, að síðan hún heyrði Alan tala um búgarðinn og segja frá því, sem þeim bræðr- Unum fór á milli þar, hefði hún verið gagntekin brennandi for- vitni eftir að sjá staðinn með eigin augum. Og stundum fanst henni jafnvel eins og það hefðu verið forlögin, er rjeðu því, að hún fór þangað. Alan hafði farið til Portland, og ætlaði að dvelja þar í fjóra eða fimm daga. Pála eyddi tveim dögum í að skoða borg- ina, fara í búðir o. s. frv. En á laugardaginn var henni far- ið að leiðast einveran, langaði til þess að fara eitthvað út úr borginni. Svo mundi hún alt í einu eftir búgarðinum. Hún vissi, að ekki var búið að selja hann, svo að Alan hlaut að hafa umráð yfir honum. Það væri gaman að bregða sjer þangað og dvelja þar í, ró og næði yfir helgina. Hún hringdi til Warmsley. IÞETTA 1 s er bókii,, sem menn lesa | 1 sjer til ánægju, frá upphafi 1 til erida. i S Bókaúigáfan Heimdallur. = iiiiiiiimiiiiimii'.imiimiiiiiiíiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii Stríðsherrann á Mars 2) rengfaóaga Eftir Edgar Bice Burroufks. 84. eins og fyrir sunnan fjöllin, og byrgðu þeir útsýnið við og við. Eftir að hafa haldið áfram nokkrar klukkustundir, koraura við framundan einu þessara steinbákna og sáum að þaðan hallaði niður í dalverpi eitt. Rjett framundan okkur sáum við sex menn, harðleita, svartskeggjaða, með hörundslit, eins og börkinn á þrosk- uðu gulaidin. „Gulu Marsbúarnir“, sagði Thuvan Dihn, eins og hann ætti enn bágt með að trúa því, að þeir væru til, þótt hann sæi þá fyrir augunum á sjer, ætti erfitt með að taka þeirri staðreynd, að einmitt sá þjóðflokkur, sem við bjuggumst við að hitta, væri í raun og veru til. Við drógum okkur í hlje bdk við stein einn mikinn, til þess að fylgjast með ferðum þessa litla hóps, sem stóð í þyrpingu við annan stein og sneri baki að okkur. Einn þeirra var stöðugt að gægjast fyrir rönd steins- ins, eins og hann hefði gætur á einhverjum, sem væri að nálgast hann úr hinni áttinni. Bráðlega kom það í Ijós, sem hann hafði gætur á, og við sáum að það var annar gulur maður. Allir voru í fötum úr loðskinni, hinir sex í svart- og gulröndóttu fkinni af orluk, en sá sem nálgaðist var klæddur gulhvítu skinni af apt. Gulu mennirnir voru vopnaðir tveim sverðum, og höfðu stutts'kept spjót á bakinu, en litla skildi á báðum hand- leggjum, ekki stærri en diska, og sneri hola hliðin að andstæðingnum. Þeir virtust ekki mikils virði í bardaga, en síðar átti jeg að sjá hve geisi fimlega menn þessir notuðu þá til varnar. Annað sverðanna, sem hermennirnir báru, vakti þegar athygli mína. Jeg kallaði það sverð, en á enda hins hár- beitta blaðs var hvass og boginn krókur, eins og á krók- stjaka. Hitt sverðið var þvínær jafn langt, mitt á milli lang- sverðs míns og rýtings að lengd. Það var beint og tví- eggjað. I viðbót við þessi vopn bar hver maður rýting við belti sjer. Þegar hvítklæddi maðurinn nálgaðist, gripu hinir sverð Lítil og góðleg kona kom á fund geðveikralæknis. Hann spurði hana vingjarnlega, hvern ig á því stæði, að fjölskylda hennar vildi koma henui á hæli. „Segið mjer nú alveg eins og er“, sagði hann, „hvað gengur að yður“. „Það er bara það . . bara það, að mjer þykja svo góðar pönnu kökur“. „Er það alt og sumt? — Mjer þykir sjálfum pönnukökur mjög góðar“. „Þjer segið ekki satt, læknir,“ skríkti í henni um leið og hún klappaði saman höndunum af ánægju. „Þjei<%megið til með að heimsækja mig einhvern dag- inn. .. Jeg á margar töskur full ar af þeim“. til baka. Blað okkar er altaf fyrst með frjettirnar. ★ Það var bjartsýnn maður, sem’ fann upp gufuvjelina, en raun- sæismaður, sem setti á hana ör- yggisventil. . ★ Bostonbúi var að sýna Eng- lendingi það markverðasta í borg sinni og sýndi honum að lokum minnismerkið á vígvelli þeim, sem þekktur er undir nafninu Bunker Hill. „Hjerna fjell Warren höfuðs- maður“, sagði Bostonbúinn. Englendingurinn horfði alvar legur á Hina háu steinsúlu. „Langt fall! Hann hefir auð- vitað dáið?“ ★ ★ Frjettablað nokkurt birti and látsfregn Jóns Jónssonar og komst að raun um, að fregnin var á misskilningi byggð. Næsta dag kom eftirfarandi í blaðinu: I gær birtum við fyrstir blaða idánarfregn Jóns Jónssonar. í dag berum við fyrstir fregnina „Heyrðu, Hoskins, kokkurinn var að segja mjer, að þú hafir verið mjög drukkinn í nótt og verið að burðast við að velta tunnu upp kjallaratröppurnar. Er þetta satt?“ „Já, lávarður minn“. „Og hvar var jeg, meðan þessu fór fram?“ „í tunnunrii, lávarður minn“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.