Morgunblaðið - 04.12.1945, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.12.1945, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. des. 1945. WEy, PETE.! THERE'6 A CAR 5TAULED ON THE TRACK! , AÍEANvJHilE , AT A CR0661NÖ 5EVERAL -MILE& AHEAD OP THE APPROACHINö TPAiM... 1T JUST AÍHlETUED! \ I VOU KNOVv’ WHAT TO \ 1 DO, V.ANDRILL" — I |j WE'LL GC UPTHE J * , TRACK! ^ / OKAV, |I "DREA/MER '/////V/// Local PREieHT NO-45 CLÆTTER'E THROU6H THE C0UNTRV5IDE.... BHi Copr 1C)4S, King Fearures Syndic’.ffc. Inc.. World ri&hf> rc-K-rvfd Vöruflutningaiestin heldur áfram ferð sinni, en á meðan koma menn í bifreið að brautarmótum nokkrum mílum fyrir framan lestina. •— Glámur: jeg heyri í lestinni. Þú veisf h’váð þú átt að gera, Api. — Apinn; Já, Glámur. — í lestinni. Lestar- stjórinn: — Það er bíll þarna þvert yfir brautina. — Hinn lestarstjórinn: Já, jeg sje hann. Eftir Robert Storm ! Byggingarmálin Framh. af bls. 2. einhliða haldið fram skyldu bæjarins til þess að leysa þessi mál. Þó að þeir hinsvegar hafi alls ekki haldið þeirri skyldu fram í þeim bæjarfjelögum, þar sem þeir höfðu vald til að koma skoðunum sínum í framkvæmd. Fyrir þrálátan málflutning borgarstjóra og annara Sjálf- stæðismanna tókst að sannfæra minnihlutann í bæjarstjórn Reykjavíkur um sanngirnis- kröfu Reykvíkinga að þessu leyti. í beinu framhaldi af þessu beitti borgarstjóri sjer fyrir, að Alþingi ákvað rann- sókn málsins.. Borgarstjóri var sannfærður um að rannsókn málsins hlyti að sannfæra ráð- herra og Alþingi um, að krafan væri rjettmæt. Sú hefir og raunin á orðið, að við þá at- hugun, er gerð var samkvæmt tillögu Bjarna Benediktssonar, hefir nú þegar mikið áunnist. í frumvarpi fjelagsmálaráð- herra, Finns Jónssonar, er við- urkennd ríkari skylda ríkisins til skifta af þessum málum heldur en áður hefir fengist. — Fyrir þetta ber vissulega að þakka Finni Jónssyni. Hitt er annað mál, að frumvarpi Finns er um sumt ábótavant og það gengur alls eigi eins langt og bæjarstjórn óskar eftir og sann girni mælir með. Alþýðublaðið langar í lofið. Sjálfstæðismenn vilja verkin. Illindi Alþýðublaðsins af þessu tilefni eru ákaflega lær- .dómsrík. Því finnst öllu máli skifta hver það er, sem flytur frumvörpin. Hver geti eignað sjer heiðurinn af því að hafa borið það frumvarp fram, sem endánlega verður samþykt. Þetta er í fullu samræmi við framkomu bæjarfulltrúa Al- þýðublaðsins í Reykjavík. Síð- ast, þegar húsnæðismálin voru þar til umræðu, fluttu þeir til- lögur um efni, sem bæjarstjórn in hafði áður afgreitt og sam- þykt svipað um, eða vitað var, að í undirbúningi voru hjá borgarstjóra, ríkisstjórn og Nýbyggingarráði. Alt var þetta gert til þess að geta eignað Al- þýðuflokknum heiðurinn af því ef eitthvað næði fram að ganga af því, sem allir þessir aðilar voru að vinna að. Slík vinnubrögð eru Sjálf- stæðismönnum með öllu ógeð- feld. Þeir leggja að sjálfsögðu mest upp úr hver árangurinn verður af starfi þeirra. Hverju góðu þeir geta komið til leið- ar. Hver verk þeir geta sýnt sem ávöxt af viðleitni sinni. Bæjarstjórn Reykjavíkur er eina sveitarstjórnin á landinu, sem svo nokkru nemur hefir tekið sjer fyrir hendur að reyna að leysa húsnæðisvandræðin með eigin byggingum. í þessu hafa Sjálfstæðismenn haft for- j ustuna og geta einir „látið verk j in tala“. Á sama hátt áttu Sjálf | stæðismenn upptökin að því, að sú heildarlöggjöf væri sett til lausnar húsnæðisvandræðunum sem nú er fram komin. — Ef sú löggjöf nær fram að ganga og efni hennar verður slíkt, að hún miðar til raunhæfra fram- kvæmda, og síðan verður af kappi unnið að framkvæmdum, þá er tilgangi Sjálfstæðismanna náð. Mannerheim líður vel. LONDON: Mannerheim for- seti Finnlands er nú á Madeira sjer til heilsubótar. Fregnir það an herma, að forsetanum líði á- gætlega eftir ástæðum, og hafi hrestst mikið. ENSKT GÓLFBON fyrirliggjandi. ^uenir ÍLöernhöpt hj. Austurstræti 10 — Símar: 3401 — 5832 — Sjómannafjel. Framh. af bls. 5. traust meðal sjómannastjettar- innar, sem atvinnurekendur hafa á seinni árum orðið að viður- kenna.og þar með gert fjelag- inu kleyft að standa í fremstu röð íslenskra verkalýðsfjelaga í hagsmunabaráttu verkalýðsins og nú síðast í farmannakaup- deilunni, enda hefir fjelagið unnið sína sigra í þeirri bar- áttu sökum þess, að það hefir staðið sem ein órjúfandi heild. Samkvæmt þessari margra ára reynslu um baráttuhæfni undir núverandi skipulagi fje- lagsins, er fundurinn andvígur þeim breytingum, sem miða að því að kljúfa fjelagið niður í smá deildir og um leið að úti- loka sjómenn frá því að vera meðlimir þess, þótt þeir hætti sjóferðum um stundarsakir eða aðra þá menn sem óska að vera áframhaldandi fjelagsmenn, þótt þeir um skeið stundi ekki sjó- mensku. Deildarskifting virðist með öllu óþörf, þar sem fullt tillit er tekið til allra starfsgreina innan fjelagsins og þær kvadd- ar til ráða í hvert sinn er þeirra sjermál liggja fyrir fjelagsstjórn eða fjelagsfundi. Með einingu fjelagsins fyrir augum og baráttuhæfni þess í hagsmunabaráttu sjómannastjett arinnar, samþykkir fundurinn að vísa tillögum þeim sem fyrir liggja á bug og skorar um leið á alla fjelagsmenn að standa vörð um einingu fjelagsins og skipulag þess og baráttumál. Minningarorð um Sigríði Sigurðardóttur - Vegirnir Framh. af bls. 5. Þrengsli, austur á Selvogsveg hjá Þverá í Ölfusi. Þarf þá ekki lengur að fara Hellisheiðarveg. Kostnaður 22.2 milj. kr. NEFNDIN áætlar kostnað við þessa vegagerð þannig: Malar- vegurinn (um Þrengsli), sem verður 8.75 m. á breidd, 7.2 milj. kr. Varanlegt slit úr stein- steypu ofan á malarveginn, 6 m. á breidd, um 15 milj. kr. Allur kostnaður því áætlaður um 22.2 milj. kr., eins og áður er getið. Ráðgert er að framkvæma þessar vegabætur í 6 árum. BEST AÐ AUGLYSA í MORGUNBLAÐINU ÞANN 22. nóv. s. 1. andaðist hjer í bænum góð kona, sem mig langar til að minnast fáum orðum, Sigríður Sigurðardótt- ir, fyrrum húsfreyja í Hjalla- nesi á Landi. Sigríður var fædd í Saurbæ í Holtum 21. mars 1862. For- eldrar hennar voru Sigurður bóndi þar Sigurðsson prests í Guttormshaga, en var dóttur- sonur Jóns prófasts Steingríms sonar í Kirkjubæjarklaustri, og Kristín Magnúsdóttir, kona hans. Kona sjera Sigurðar í Guttormshaga og amma Sig- ríðar sálugu var nafna hennar, Sigríður Jónsdóttir, systir Stein gríms biskups, þess merkilega manns. Hirði jeg eigi að rekja þær ættir frekara, en þetta næg ir til þess að sýna, að þessi kona átti skamt til merkra og góðra manna að telja, enda bar hún þess vitni,- hvar sem hún fór, að hún var grein af góðum og traustum stofni. Sigríður giftist úr foreldra- húsum Lýð bónda Árnasyni frá Skammbeinsstöðum, Árnason- ar á Galtalæk, Finnbogasonar. Byrja þau að búa í Hjallanesi á Landi og bjuggu þar allím sinn búskap, á fjórða tug ára. Efni þeirra voru í upphafi lítil, en fyrir einstaka atorku þeirra beggja, ráðdeild og ósjerplægni urðu þau að lokum vel í áln- um og komu upp 12 börnum, sem öll hafa reynst hinir nýt- ustu þegnar og bera með sæmd merki göfugra foreldra, sem nú eru bæði fallin í valinn. Jeg man gerla eftir þeim Hjallaneshjónum og börnum þeirra, alt frá uppvaxtarárum mínum þar í sveit. Um það heimili var einmælt, að þar færi saman iðni, reglusemi og góðir siðir, og aldrei heyrði jeg neinn leggja þar misjafnt orð til. Nutu þau hjón því almennra vinsælda og virðingar sveit- unga sinna. Af þeim og þeirra heimili vænti sjer hver maður góðs eins. Eftir að þau Lýður og Sig- ríður ljetu af %úskap, fluttust þau hingað til Reykjavíkur og dvöldust mörg síðustu árin á heimili Kristins, sonar síns, hjer í bæ og nutu þar ástúðar og umhyggju í ellinni. Þar and- aðist Lýður fyrir rúmum tveim ur árum á 93. aldursári, og þaðan lagði hin aldurhnigna kona hans upp í hina hinstu för, hress að heilsu og glöð í anda til síðustu stundar. Börn þeirra Hjallaneshjóna voru 12. Látnir eru tveir af bræðrunum, Árni verkstjóri, sem fórst af sprengingu á Reykjavíkurhöfn ásamt fleiri mönnum, og Steingrímur bif- reiðarstjóri hjer í bæ. Hin syst- kinin eru þessi, öll búsett í Reykjavík: Sigurður eldri, fyr bóndi í Hjallanesi, Ingiríður, kona Ólsens á Þormóðsstöðum, Jón verkstjóri við höfnina, Hatthías verkstjóri hjá h.f. Hauk, Sigurður yngri, fyr bóndi á Geldingalæk, Kristín, kona Guðmundar Jónssonar bif reiðarstjóra frá Húsgarði á Landi, Hjalti kaupmaður, Lár- us verslunarstjóri hjá Slátur- fjelagi Suðurlands, Kristinn starfsmaður hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni, og Dagbjartur verslunarmaður hjá Sláturfje- lagi Suðurlands. Nafn Sigríðar í Hjallanesi mun geymast lengi meðal niðja hennar. Hún brást aldrei hlut- verki sínu í lífinu. Hún stóð að því að byggja upp heimili, sem var til fyrirmyndar, og vann þar mikið dagsverk. Og hún bygði heimilið, sveitina sína og landið, — bygði það blessun góðrar konu. Guðni Jónsson. E£ Loftur getur það ekki — þá hver? ]

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.