Morgunblaðið - 30.01.1946, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.01.1946, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 30. jan. 1946 MORflUNBLABIÐ 7 Douglas Mac Arthur hershöíðingi Útbreiddasta sagan um Mac Arthur var ef til vill sú, að hann brysti hugrekki, að hann birtist á innrásarstöðvunum, til þes eins að láta taka af sjer myndir, og flýtti sjer að því loknu á öruggan stað. Hann er hugrakkur. í RAUN og veru veit Mac Arthur ekki hvað það er að vera hræddur. Hugrekki hans kom fyrst 'í ljós, áður en margir þeirra, sem nú gegna herþjón- ustu, fæddust —* í Vera Cruz árið 1914, er hann fór í.njósn- arléiðangra einn síns til að baki víglínu óvinanna. — Meðan á heimsstyrjöldinni fyrri stóð, eyddi hann miklu af tíma sín- um í fremstu víglínunum, og særðist tvisvar í orustum. — Hvorki þá nje síðar, hefir'hann hirt um að nota hjálm eða marg hleyþu. Eitt sinn tók hann þátt í skotgrafaáhlaupi í Frakklandi og hafði svipu að vopni, „til þess að láta strákana sjá, að einhver frá aðalbækistöðvunum væri í fylgd með þeim“. Hann og sveit hans sneru aftur með átta herfanga. Hann stjórnaði árás á þýsk vjelbyssuvirki, og var sæmdur heiðursmerki fyrir. I fylgiskjali var svo komist að orði, að ,,a vígvellinum hafi hug rekki hans vakið meiri athygli en flest annað“. En er styrjöldin gegn Japan hófst, hafði Mac Arthur verið sæmdur fleiri heiðursmerkjum en nokkur annar liðsforingi í sögu Banda- ríkjahers — 13 amerískum og tíu frá erlendum þjóðum. Mac Arthur gekk á land með fyrstu liðssveitunum í nálega öllum innrásum þeim, sem hann stjórnaði. Hvað eftir ann- að var hann í miðri kúlnahríð- inni. Hann hefir teflt á meiri hættur en nokkur herforingi, jafn háttsettur og hann er, ætti að leyfa sjer. Fyrstu þrjár vik- urnar eftir innrásina á Leyte, meðan Japanir hjeldu uppi nær stöðugum loftárásum, sást Mac Arthur ekki leita sjer skjóls í eitt einasta skifti. Mac Arthur fór með deild fallhlífahermanna, er árás var gerð á Nadzab flugvöllinn á Nýju Guineu. Fljúgandi virki hans fór fremst og sveimaði í klukkustund lágt yfir flugvell- inum, meðan Mac Arthur fylgd- ist með hernaðaraðgerðunum. Þetta gerði hann þrátt fyrir það að hann hefir megna óbeit á að fljúga og verður að taka inn lyf, til þess að veikjast ekki. Og þó flýgur hann ætíð, er þess gerist þörf. Altaf fyrstur. MAC ARTHUR var fyrsti Bandaríkjamaðurinn, sem fór inn í Malinta jarðgöngin, eftir að hersveitir hans stigu á land á orregidor. Japanskir hermenn leyndust enn þá í jarðgöngun- um og Bandaríkjamenn voru að reyna að hrekja þá úr felustöð- um sínum, með því að kasta á þá handsprengjum. Enginn get- ur skilið það enn þann dag í dag, hvers vegna Japanir skutu ekki hershöfðingjann. Eitt sinn er Jack Turcott frjettaritari, var ásamt Mac Art hur staddur á svæðí, sem skot- hríð leyniskyttna dundi á, spurði hann hershöfðingjann, Sagan um glæsilegasía her- mann Bandaríkjanna og sig- ur hans yfir Japönum Síðari grein hvers vegna hann notaði ekki stálhjálm í stað einkennishúí- unnar, sem var áberandi í meira lagi. Mac Arthur brosti. Þú ert ekki áhyggjufullur mín vegna, er það?“ spurði hann. — ,,Það, sem þú hefir í huga, er. að ef til vill reyni einhver leyni skyttan að skjóta mig og hitti þig í staðinn". Einn af aðstoðarmönnum hershöfðingjans fór þess á leit við hann, að hann handljeki^ ekki japanskt herfang, fyrr en búið væri að ganga úr skugga um það, að það væri orðið ó- skaðlegt. Mac Arthur leit á hann langa stund og spurði með fyrirlitningarsvip: „Ætlastu til að lifa að eilífu“. Gagnrýnendur Mac Arthurs spurðu hvers vegna hann hefði ekki skilið konu sína eftir á Luzon. Var hún nokkuð betri en aðrar amerískar konur, sem eftir höfðu orðið á eyjunum? Hvers vegna hafði barnfóstrú Arthurs litla, sonar hans, verið bjargaj, í stað þess að koma einhverri af hjúkrunarkonum hersins undan? Sögurnar mögn uðust um leið og þær gengu manna á milli Sumum sög- unum fylgdi það, að Mac Art- hur hefði notað allar fáanlegar flugvjelar, til þess að bjarga húsgögnum sínum og klæðnaði konu sinnar. Og samkvæmt sum um flugufregnum átti hann að hafa tekið með sjer viský, nokk ur koffort af dýrmætum stein- um og jafnvel leikföng Arth- urs litla. Akærurnar hraktar. FRJETTARITARI nokkur var í þrjú ár að grafast fyrir um þessar sögusagnir. Hann mætti hundruðum ungra flugmanna, sem þektu, þó ekki að nafni til, flugmanna, sem stjórnað hafði einni hinna hlöðnu flugvjela. En það var aldrei hægt að finna þenan flugmann. Blaðamaður- inn komst að lokum að þeirri niðurstöðu, að Mac Arthur hefði aðeins tekið með sjer fjör ar töskur, eina handa hverjum meðlim fjölskyldu sinnar, og dýnu handa konu sinni, sem var veik við burtförina. Þegar Mac Arthur sneri aft- ur til Filipseyja, hófst gagn- rýnin á nýjan leik. Mac Arthur ljet sig þessar deilur einnig j iitlu skifta, en liðsforingi einn í Bandaríkjunum ljet hafa þetta jeftir sjer: ,,Ef fjelagsskapur j kvenmanns er Mac Arthur til Inokkurar hjálpar, leyfið henni< að dveljast þarna. Mac Arthur er ekki ungur maður. Ef til vill I þarfnast hann konu sinnar“. I Vinir hans segja að hann geti ekki án konu sinnar verið. Hann virðist ekki vita hvað hann eigi eykur andagift hans og hug- rekki. Mac Arthur eyðir öllum stundum, sem hann getur, á heimiíi sínu. í þau tvö og hálft ár, sem hann dvaldist í Ástral- íu, borðaði hershöfðinginn allar máltíðir sínar á bækistöðvum sínum, og það var konari hans, sem matreiddi fyrir hann. Hann fer aldrei í boð nje kvikmynda hýs, en til kvöld- eða miðdegis- verðar býður hann stundum einhverjum meðlima herfor- irigjaráðs síns. Hið opinbera líf Mac Arthurs hefir verið næstum eins við- hafnarlaust og einkalíf hans. Þrátt fyrir sögur þær, sem gengið hafa, hafa íverustaðir hans jafnan verið látlausir og íburðarlitlir. Hann er trúrækinn. HERSTJÓRNARTILKYNN- INGAR Mac Arthurs hafa verið töluvert gagnrýndar. Hershöfð- inginn sjálfur fer jafnan yfir þær og breytir þeim og fágar. Háfleygu orðatiltækin og tilvitn anirnar í guð, eru eftir hann. Hann er ákaflega trúaður. Því hefir verið haldið fram, að í tilkynningum hans hafi ekki ó- sjaldan verið sagt frá atburð- ar vikur áður en Manila fjell í hendur Bandaríkjamanna, báru herstjórnartilkynningarn- ar það með sjer, að ýmsir stað- ir hefðu verið teknir, meðan í raun og veru var ennþá ver- ið að berjast heiftarlega um þá. Mac Arthur til varnar, hef- ir þetta verið skýrt þannig, að í fyrsta lagi geti verið, að hjá herforingjaráði hans hafi gætt of mikillar bjartsýni í skýrslum þess til hans, og í öðru lagi, að ábyrgð hernaðarframkvæmd- anna hafi hvílt geysiþungt á herðum hans. Hann krafðist þess stöðugt af herforingjaráði sínu, að hraði sóknarinnar yrði aukinn. í ákafa sínum flutti hann aðalbækistöðvar sínar rjett upp að fremstu víglínunni. Styrjöldin við Japani. ÞEGAR Mac Arthur lýsti yf- ir þeirri ákvörðun sinni, að hrekja her Japana úr Filips- eyjum, litu margir svo á, og þó sjerstaklega yfirmenn Banda- ríkjaflotans, að fara ætti fram hjá eyjunum í hernaðaraðgerð- unum gagnvart Japönum. Við- burðirnir hafa sýnt, að skoð- j anir Mac Arthurs á þessum mál um, voru bygðar á rjettum grundvalli. Mac Arthur hafði verið and- stæður því frá upphafi, að vörnin væri gefin upp á Fil- um eða sigrum, sem ekki var ipseyjum, jafnvel eftir fall Man hægt að rjettlæta á hernaðar- ila. Hann yfirgaf Bataan nauð- legurn grundvelli. j ugur. Þegar Roosevelt forseti Það mun satt, að í allmarg- gaf horium fyrstu fyrirskipun- Krspaði 89 fe! að gera af sjer, þegar hún er Stúlkan með bækurnar a myndinni hrapaði 80 fet í lyftu, þegar flugvjel rakst á Empire State Building fyrir nokkru og sleit lyftustrengina. Nú er hún að ná sjer eftir meiðslin og heimi. 1 fjarvistum, en nærvera hennarler aftur farin að vinna við fyftu » þessari hæstu byggingu í ina um að y.firgefa eyjarnar, er sagt að hann hafi neitað því al- gerlega. Hann hafði á prjónun- um áætlun um, að skifta liði sínu í skæruflokkaa, og halda uppi baráttunni gegn Japönuin, þar til hann gæti snúið aftur með hjálp frá Bandaríkjunum. Frá Bataan til Ástralíu. UNBIRFORINGJJUM hans tókst loks að sannfæra hann um, að hann ætti að gegna fyr- irskipurium forsetans. — Þeir höfðu komist á snoðir um, að verið væri að mynda fjölmenn- an amerískan her í Ástralíu, og þóttust vissir um, að Mac Art- hur mundi verða valirin yfir- maður_hans. Tíunda mars mót- tók hann annað skeyti, ser.a færði honum skipun um, að halda til Ástralíu þegar í stað. Hann fór til Ástralíu í þeirri trú, að honum mundi falið að far með hjálparsveitir til Fil- ipseyja. En þá tók við tímabil mikilla vonbrigða. Enginri her var fyrir hendi. Hann hafði fengið fyrirskipanir um, að taka að sjer yfirstjórn í suð- vestur Kyrrahafi, en bomst brátt að raun um það, að flest- ar herstöðvar á þeim slóðum, voru undir yfirráðum ameríska flotans. Mac Arthur hafði til umráða aðeins tvær hersveitir, sem ekki var enn fullbúið að þjálfa. Þeg- ar best stóð á, gat fluglið hans beitt þremur sprengjuflugvjel- um við árásirnar á Rabaul. — Gremja Mac Arthurs óx eftir því sem á leið, og varnir suð- vestur Kyrrahafsins voru van- ræktar, meðan herir Japana nálguðust óðfluga. Mac Arthur leit svo á, að verið væri að víkja honum til hliðar af ásettu ráði, og reyndi hvað eftir annað að segja af sjer embætti sínu. Töluverðs kulda gætti í viðskiftum hans og Roosevelts, og var svo, þar til þeir mættust í Pearl Harbor, hofðu fundi saman og ákvörð- un var um það tekin, að sjá Mac Arthur fyrir nægilegum her- gögnum og vistum. Óvináíta í garð Mac Arthurs. INNAN Bandaríkjahers hefir borið á óvináttu i garð Mac Arthurs allt frá því er hann var settur yfirmaður herskól- ans, en álitið var að aðrir og ’ eldri yfirforingjar innan hers- ;ins, hefðu ótt að vera fyrir val- ; inu. Þegar Mac Arthur kom til i Ástralíu, hafði þegar verið haf- in ófrægingarherför gegn*hon- um. Ákærurnar voru margar og sumar alvarlegar. •— Yfirmenn innan flugflotans kendu hon- um um eyðileggingu þeirra fáu flugvjela, sem fyrir voru í Fil- ipseyjum, er Japanir hófu á- rásir sínar. Flestar þessar flug- vjelar voru gereyðilagðar, áður en þær fengju tækifæri til að hefj'a sig til flugs. i Mac Arthur hefir sjálfur aldrei andmælt þessum ákær- um, og það var ekki fyrr en í júní 1945, að hermálaráðuneyt- ið leyfði dagblöðunum amer- ísku að flytja þá fregn, að flug- vjelarnar á Clark flugvelli, Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.