Morgunblaðið - 30.01.1946, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.01.1946, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIÐ. Faxaflói: Austan og norðaustan gola eða kaldi. — Úrkomulaust. Miðvikudagur 30. janúar 1946 ■tr ' -....- '-v O SÍÐARl GREIN um Mac Art hur •hershöfðingja er á blað-11 síðu 7. Fimm jafnir í getraun Sjá!f- stæðisflnkksins ATHUCíUÐ hafa verið svör manna við getraun þeirri, sem Sjálfstæðisflokkurinn efndi til, um það, hvað listi flokksins fengi mörg atkvæði hjer í Reykjavík. — Hjá fimm af þeim sem gátu, reyndist ekki muna nema einu atkvæði, og var sú ákvörðuri tekin, að skipta verðlaunafjenu, 3500 kr. jafnt á milli þessarra fimm, — þannig að hver fái 700 krónur. Þau fimm, sem komust næst, eru þessi: Daníel Sumarliðasom, Vífils- stöðum. 11834.' Katrín Pálsdóttir, Laugavegi 37, 11834. Lára Olafsdóttir, Hrísateig 11, 11332. Runólfur Runólfssan, Lauga- vegi 65, 11834. Sigríður Kristófersdóttir, — Bergstaðastræti 9 B., 11834. Ofangreint fólk getur vitjað verðlaunanna í skrifstofu Sjálf stæðisflokksins í Thorvaldsens- stræti 2. — Ákaflega mikill mannfjöldi sendi * ráðningar í getr^un þessari, eða milli 3 og 4 þúsund. Nýja franska sljórnin ðær frausfsyfirlýs- incju NÝJA franska stjórnin fjekk mjög góðar viðtökur, þegar hún gerði grein fyrir stefnu sinni á þjóðfulltrúasamkund- unni í París í dag. Flutti Gouin forsætisráðherra ræðu og skýrði stefnu stjórnarinnar. — I umræðunum kom fram sú skoðun flestra, að De Gaulle og meðráðherrar hans í fráfarandi stjórn bæru saman ábyrgðina á mistökum þeim, sem stjórnin Jiefði gert. — Að umræðum lokn um lýsti þjóðfulltrúasamkund- an trausti sínu á hinni nýju stjórn með 514 atkvæðum gegn 51. I ræðu sinni sagði Gauin, að Frakkar yrð uað leggja hart að sjer og spara, erfitt yrði um að hafa nóg af brauði, ýmsum öðrum fæðutegundum og víni. Hann kvað greiðsluhalli á fjár- lögum myndi verða mikill, og hætta á verðbólgu. — Þess- vegna myndi kaup og verð á nauðsynjum verða fest riú þeg- ar og bannað að hækka slíkt. Eftir kosningar ÞEGAR úrslitin í bæjar stjórnarkosningunum urðu kunn var þessi vísa kveð- 12HI Stoðvað fengu frjálsir menn flokkinn gæfusnauðan. Straumurinn liggur eigi enn úi í rauðan dauðann. Nýlega voru utanríkisráðherrar fjögurra Norðurlandanna á fundi í Kaupmannahöfn. Sjást þeir hjer saman: Frá vinstri Per Albin Hanson, forsætisráðherra Svía, sem líka var staddur í Höfn, Trygve Lie, utanríkisráðherra Norðmanna, fjelagsmálaráðherra Norðmanna, Gustav Möller og utanríkisráðherra Svía, Östen Undén. Bretar vilja Rússa á brott frá Borgund- arhólmi K.-höfn í gær. — Einka skeyti til Mbl. DA'NSKA blaðið National- tidende ritar í dag um fyrir- spurn, sem kom fram í neðri málstofu breska þingsins í gær, varðandi brottför Rússa með her sinn frá Borgundarhólmi, að danski utanríkisháðherrann muni hafa rætt þessi mál við fulltrúa Rússa. á ráðstefnunni í London. Segir blaðið að Rúss- um sje vafalaust kunnug af- staða Dana, og að ýmislegt bendi til að eitthvað gerist bráð lega í málum þessum. Er talið að Bretar óski að Rússar fari frá Borgundarhólmi um leið og breskar hersveitir fara frá öðrum hlutum Dan- merkur. Berlingske Tidende segja um þetta: „Danir óska eftir að sjálf stæði Dana sje viðurkennt með því að aðeins danskur her sje á danskri grund“. Blaðið telur að engar hagrænar ástæður sjeu þessu til fyrirstöðu, því Danir geti sjálfir ráðið fram úr málunum bæði á Borgundar- hólmi og annarsstaðar í Dan- mörku. — Páll. Skákþingið ÞEGAR er búið að tefla sex umferðir og standa leikar þann ig í Meistaraflokki: Guðmundur S. Guðmundsson 4 -vinninga (af 4), Magnús G. Jónsson 4 (af 5), Árni Snævarr 3 (af 4), Benóný Benediktsson 1 (af 4), Kristján Sylveríusson 1 (af 4), Steingrímur Guð- mundsson 0 (af 3) og Pjetur Guðmundsson 0 (af 4). I. FLOKKUR: Sigurgeir Gíslason 414 vinn- ing,' Gunnar Olafson 4, Þórður Þórðarson 3%, Jþn Ágústsson 3, Ólafur Einarsson 2% og bið- skák, 'Guðmundur Pálmason 214, Guðmundur Guðmundsson 214, Ingimundur Guðmundsson | 214. Eiríkur Bergsson 2 og bið- j skák, Maríus Guðmundsson 1. 7. umferð verður tefld í kvöld kl. 8 í húsnæði Taflfjelagsins að Hótel Heklu. Ráðið frá innfiutn- ingi Gyðinga til Patesiínu NEFND sú, sem ræðir nú Gyð ingavandamálin í London, átti fund í dag með ftokkrum mönn um, sem hafa dvalist lengi í Palestinu og nálægum löndum, og eru vel kunnugir þarna suð urfrá. Meðal þeirra var Spears hershöfðingi, sem lengi hefir verið yfirmaður breska setu- liðsins í Sýrlandi. Allir rjeðu þessir menn frá því, að flytja fleiri Gyðinga til Palestínu, „lands, sem þannig væri ástatt í, að her þyrfti til þess að halda uppi lögum og reglu. Þeir töldu einnig að Arabar í landinu myndu aldrei þola meiri innflutning Gyðinga í landið og reyna að hindra hann með valdi, ef í það færi. Jón Sen farinn tii Skemfifhig norður fyrir Horn *AMERÍSKA herstjórnin hef- ir nokkrum sinnum boðið ýms- um gestum í skemtiflug yfir landið, m. a. blaðamönnum ís- lenskum eitt sinn. í gær var farið í eitt slíkt skemtiflug og var Ólofur Thors forsætisráð- herra og frú hans í förinni, kona ameríska sendiherrans frú Ðreyfus, sendiherrann norski Andersen Rysst og frú hans, breska sendiherrafrúin, fuiltrúi Frakka M. Voillry og frú hans, k2r. Henderson ofursti, Magnús Sigurðsson bankastjóri, allmarg i<r liðsforingjar og fleira fólk, alls um 30 manns. Var flogið í 4 hreyfla milli- landa flugvjel, norður um Vest firði og Húnaflóa, síðan norður yfir hálendið, lagt af stað frá Keflavík og flogið aftur þangað. Tók ferðin alls 4 klukkustund- ir. Skygni var ekki gott yfir norðanverðum Vestfjörðum, en sæmilegt norður undir ísafjörð og aftur er komið var suður yfir jökla. — Ljetu menn hið besta yfir ferðinni. En fyrir þá útlendinga, sem voru með í för inni þótti það sjerstakur við- burður að hafa komið* norður fyrir heimskautsbaug. Þeir sem eiga heima sunnar á hnettin- um telja það fyrir sig frásagn- arvert á svipaðan hátt og að- hafa farið yfir miðjarðarlínuna. NÝLEGA er Jón Sen fiðlu- leikari farinn af landi burt og ætlar að dvelja við nám í Eng- landi um lengri tíma. Hann er mörgum hjer vel kunnur fyrir fiðluleik sinn, en hann er mjög snjall fiðluleikari og hefir stundað fiðlunám í sex ár hjá Birni Ólafssyni í Tónlistarskól- anum. Þaðan lauk hann burt- fararprófi síðastliðið vor með ágætis vitnisburði. Jón Sen er fæddur á eyjunni Kulangsu í Amoy í Kína. Fað- ir hans, Kwei Ting Sen, er j kunnur mentafrömuður og var m. a. rektor við háskólann í Amoy fyrir stríð. Móðir Jóns er frú Oddný Sen, dóttir Er- lends Björnssonar á Breiða- bólsstað á Álftanesi. Jón Sen hefir tekið mikinn þátt í ■ tónlistarlífinu hjer hin síðari árin og leikið í hljóm- sveitum Tónlistarskólans og Tónlistarfjelagsins. — Hann stundar nú nám í fiðluleik við Royal Academy of music. Mikil aðsókn að dýragarði LONDON: Á síðastliðnu ári sóttu tvær miljónir og 200 þús. manns dýragarðinn í London, og var það um hálfri annari milj. fleira en árið 1944. Eldur í gamla Hamarshúsinu. SLÖKKVILIÐIÐ var tví- vegis kallað út í gær. — t fyrra skipti að Hamarshús- inu gamla, við Norðurstíg og í seinna skiptið að áætlunar- bíl, sem annast ferðir suður í Hafnarfjörð. I g/amla Hamarshúsinu hafði komið upp eldur í geymsluplássi heildverslun- ar Sigurðar Helgasonar, sem er í norður enda hússins. — Þegar slökkviliðið kom var eldurinn orðinn talsvert magnaður, en þó tókst íljót- lega að ráða niðurlögum hans. — Vörurnar í geymslu plássinu eyðilögðust af eldi og vatni. — Skrifstofuher- bergi, sem liggja að geymslu herbergi þessu, skemdust talsvert af vatni og revk. Eldsins í áætlunarbílnum varð bílstjórinn var, er hann var á leið frá bensínstöð a > stæði áætlunarbílanna við Iðnskólann. Logaði þá sæti. það er liggur yfir bensín- geymi bílsins og geymirinn allur að utan. — Slökkvilið- inu tókst einnig fljótlega að kæfa eldinn þarna og urðu skemdir litlar. 2000 heimilislausir LONDON: í snörpum jarð- skjálfta, sem varð um áramót- in í Vestúr-Anatoliu á Tyrk- landi, urðu 2000 manns heim- ilislausir, þar sem hús þeirra hrundu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.