Morgunblaðið - 30.01.1946, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.01.1946, Blaðsíða 6
6 M0R6CNBUT) í» Miðvikudagur 30. jan. 1946 Utg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Fr'amkv.srj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglvsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjaid: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók ,Áhlaupið sem mistókst' KOMMÚNISTAR eru niðurlútir eftir bæjarstjórnar- kosningarnar. Fer það að vonum. Oft verður lítið úr því högginu sem hátt er reitt. Forystugrein Þjóðviijans í gær er spegilmynd af því, hvernig flokksmönnum blaðsins er innanbrjósts. Upphaf greinarinnar er svohljóðandi: „Áhlaupið á höfuðvígi ,.,íhaldsins“, bæjarstjórnina í Reykjavík, hefir mistekist“. Síðan segir að „peningavald- inu“ — í Reykjavík, með hinu „stóra og útbreidda Morg- unblaði, hafi tekist að halda þessu vígi“. Síðan segir, að „Sósíalistaflokkurinn hafi gert hið „snarpa“ áhlaup, sem mistókst, „með of litlu liði, og of litlum áróðursvopnum“. Þarna segir Þjóðviljinn satt. Liðið reyndist of fáment er á kjörstað kom. En ætla mætti, að 12 Þjóðviljasíður af áróðursgreinum á dag^ætti að vera nægileg orðmælgi fyrir kjördag. Og ekki vár annað sýnilegt, en Kommún- istar hefðu sæmilega skipulagt klapplið á kjósendaíund- um. Eða hvernig var með 100 unglingana, sjálfboðalið- ana, sem Þjóðviljinn auglýsti eftir til starfa? Komu þeir aldrei? Auglýsingin birtist að vísu rjett um sama leyti og fjelagsmönnum í fjelagi ungra Sjálfstæðismanna fjölg- aði að jafnaði um nokkuð á 2. hundrað á dag. En eftir ennverandi kjósendatölu Kommúnistaflokksins að dæma, ætti flokksstjórnin þó að geta fundið 100 unga menn, er starfa vildu fyrir flokkinn, þegar mikið reið á. Síðar í forystugreininni segir: „Sósíalistaflokkurinn einbeitti áhlaupinu á „íhaldið11, en skeytti lítt um Al- þýðuflokkurinn og Framsókn. „í skjóli þessarar einbeit- ingar hefir Alþýðuflokkurinn getað staðið í stað, og Fram sóknarflokkurinn getað fengið nokkra, er að líkindum hafa kosið Sósíalistaflokkinn í þingkosingum, til þess að kjósa sig“, segir Þjóðviljinn. Fylgismönnum Sjálfstæðisflokksins fjölgaði við þess- ar kosningar um hálft fjórða þúsund frá síðusíu kosn- ingum eða nánar tilgreint um 3541. * Þessi varð árangurinn af þeirri „einbeiting áhlaupsins“ sem Þjóðviljinn talar um. Þeim mun „einbeittari“ sem Kommúnistar berjast gegn einhverjum stjórnmálaflokki, þeim mun örar vex fylgi flokksins. — Því flokkarnir, sem Kommúnistar ljetu í friði, fengu ekki aukið atkvæða- magn sitt nema um nokkur hundruð hver. Enn segir ritstjóri Þjóðviljans, að úrslit kosninganna feli í sjer lærdóm fyrir verkalýðshreyfinguna. En af öðr- um umælum blaðsins sýnist þar átt við það, að Alþýðu- flokkurinn ætli að gera svo vel og ganga óskiftur í Komm- únistaflokkinn. Þetta hefir einu sinni verið reynt. í janúar 1938. Þá hafði Alþýðuflokkurinn og Kommún- istar sarneiginlegan framboðslista við bæjarstjórnarkosn- ingarnar. Þetta varð til þess að Sjálfstæðisflokkurinn fjekk 9 bæjarfulltrúa kosna, en hafði áður átta. Það er vandlifað fyrir stjórnmálaflok eins og Komm- únistaflokkinn. Ef hann einbeitir sjer í baráttunni gegn einhverjum flokki, eins og ritstjóri Þjóðviljans rjettilega lýsir, þá verða úrslitin þau, að einmitt sá flokkur, sem Kommúnistar beinast gegn, fær meiri fylgisaukningu en dæmi eru til í íslenskri stjórnmálasögu. Og fái Kommúnistar Alþýðuflokkinn í lið með sjer, eins og þeir féngu hjer 1938, þá fá hinir „sameinuðu“ flokkar hina herfilegustu útreið. Lærdómurinn af hinum nýafstöðnu bæjarstjórnar- kosningum er þessi í stuttu máli: Alda Komrnúnismans er hnígandi. Vonir Kommúnistanna um fylgi hjer í Reykja vík voru í engu samræmi við veruleikann. Fjöldi kjós- enda, sem á tírnabili hefir hallast að Kommúnistum, er nú horfinn frá þeim. Flótti er brostinn í liðið. Foringjar Kommúnista eru orðnir ósammála um það, hvaða stefnu þeir eigi að taka. Og þá er ekki á öðru von en fylgið hrvnji af þeim. Víívsrji ilrijar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Nýr svipur á dag- lcga lífið. UNDANFARIÐ hefir daglega lífið hjá okkur snúist eingöngu um bæjarmálin og kosningarn- ar. Blöðin hafa naumast haft rúm i'yrir frjettir annarsstaðar frá og sum alls ekki. Nú þegar kosningahitabylgjan er liðin 'ijá, koma ný umræðuefni. Daglega lííi5! fær aftur sinn gamla svip. Blöðin fara að segja rá markverðustu frjettum ut- an lands og innan. Veðráttan í Danmörku, síldareftirspurn í Svíþjóð, hungursneyð í Þýska- !andi og hvað eina ber aftur í góma. Ef að kunnur, erlerid- ir stjórnmálamaður bregður 'jer milli landa, er fylgst með ferðum hans og haft eftir það sem hann kann að segja. En stjórnmálin gleymast vafa laust ekki alveg. Það er ekki angt til næstu kosninga og þá roma ný umræðuefni, þann- 'g er altaf einhver tilbreyting á ferðinni. o Nýungar. ÞAÐ ÉR víst langt frá því að við gerum okkur fyllilega ijóst, á hve mikilli öld fram- :’ara og tækni við lifum. Fáir menn skilja þýðingu atomork- unnar fyrir mannkynið. Hina 4ásamlegu uppfindingu Radar, eða raföldusjána, eins og hún hefir stundum verið nefnd, veit almenningur lítið um ennþá. Á iögunum barst frjett um, að vísindamerm i Bandaríkjunum 'iefðu verið að virða fyrir sjer iunglið með radartækjum, og nú ætla þeir að fara að kort- leggja tunglið og fleiri himin- hnetti. Með radar geta skip siglt í myrkri og þoku án þess að þurfa að óttast blindsker og boða. Flugvjelar geta lent í ivarta myrkri á flugvöllum og fleira er hægt að gera með að- stoð radars, sem fyrir nokkrum árum hefði þótt hlægilegt að minnast á. o Þægindi. EN NÝUNGARNAR eru ekki alla'r eingöngu til dundurs fyr- ir vísindamenn og spekinga. Húsmæður framtíðarinnar munu njóta góðs af mörgum merkilegum nýungum, sem komu á styrjaldarárunum. í framtíðinni verður ljós í híbýl- um manna með þeim þarflega eiginleika, að það drepur alla gerla. Menn þurfa ekki annaö en að skrúfa ljósaperu í lampa- stæði í baðherberginu sínu til að fá sjer sólbað. Uppþvottur á matarílátum verður. með öðr um hætti en áður tiðkaðist. Ó- hrein matarílát verða sett inn í þartilgerðan skáp, sem þvær og þurkar leirinn og hnífapör- in. Sorpílát verða óþörf, því úrgangi öllum frá heimilum verður eytt með því að þrýsta á rafmagnshnapp. Sumar af þessum uppfinding um eiga langt í land til að verða að almenningseign, en aðrar koma á markaðinn á þessu ári. Já, við sem nú lifum, erum uppi á merkilegasta tímabili mannkynsins, en maðurinn er svo fljótur að venjast nýung- um, að við tökum varla eftir framförunum, eða teljum þær eðlilegar og sjálfsagðar. Vandamál. DAGLEGA LÍFINU hafa borist nokkur brjef viðvíkjandi Islendingum, sem teknir hafa verið höndum erlendis fyrir samvinnu, eða grun um sam- vinnu við Þjóðverja á styrjald arárunum. Brjef þessi eru á þá leið flest, að íslensk yfirvöld muni ekki fylgjast nógu vel með þessu fólki og veita því að- stoð. Þegar hafa íslenskir menn verið dæmdir fyrir samvinnu við Þjóðverja á styrjaldarár- unum og verða þeir að þola sömu hegningu og annara þjóða menn, sem lögðu lag sitt við nasista. Er ekki hægt að sjá, að íslensk yfirvöld geti breytt þar neinu um. Það eru sömu reglur sem gilda í þessu efni sem svo mörgum öðrum, og menn verða að taka afleiðingunum af gerð- um sínum. Sje það hinsvegar svo, að menn hafi verið teknir fastir og sje haldið saklausum í fang- elsi, ber að gera alt sem hægt er til að sanna sakleysi þeirra. Alls munu nú 9 íslendingar vera í haldi í Danmörku. Þeir, sem til þekkja, fullyrða að minsta kosti, að sumir þessara manna sjeu hafðir fyrir rangri sök. o Ofsóknir. ÞVÍ MIÐUR hefir það sann- ast, að í leitinni að sökudólg- um frá styrjaldarárunum hafa margir menn verið teknir fast- ir, sem ekkert höfðu af sjer gert. Það er ávalt hætta á slíku á óróatímum. Mennirnir eru ekki betri en það, að til eru mannskepnur, sem nota sjer á- standið til að koma fram hefnd um á persónulegum óvinum. Mætti nefna mörg slík dæmi. Slíkar ofsóknir hafa átt sjer stað í Danmörku, en Norðmenn virðast hafa kunnað að sigla fram hjá þessari villu að mestu. Þegar einn af kunnustu mönn um andstöðuhreyfingarinnar í Noregi kom til Danmerkur í haust og blaðamenn spurðu hann að því, hvernig honum litist á ástandið og „hreinsun- ina“ í Danmörku, svaraði hann því, að sjer virtist sem Danir legðu áherslu á að hegna þeim, sem minst hefðu af sjer brotið, en stórglæpamennirnir Slyppu. Jeg hefi ekki aðstöðu til að dæma um, hvort þessi ummæli eru á rökum reist, en fleiri hafa viljað halda því fram. o Þorrinn og kosn- ingabaráttan. DAGINN EFTIR að þorri byrjaði birti jeg brot úr gam- alli þorravísu, en fór skakt með vísuna. Það hefði verið næst að halda, að þessi litla yfirsjón hefði ekki staðið upp úr kosn- ingamoldviðrinu, en það fór á annan veg. Á kosningadaginn var gefið út blað hjer í bænum, þar sem gert var gys að því, að rangt skyldi vera farið með vísubrotið. Eins og lesendur muna ef til vill, stóð hjer: ,,.... þorra- dægrin verða o. s. frv.“, en átti auðvitað að vera „þorra- dægrin þykja löng ....“. Jæja, aldrei fór það þó svo, að við gætum ekki lagLeitt- hvað til kosningabardagans hjer í dálkunum. Huimni wtwofew■>t-r f ««(»»>* >■ * * * mvnHiMl UWMObO A ALÞJOÐA VELTVANGI „Winnie" (hurchill hvííir sig WISTON CHURCHILL dvel ur nú vestur á Floridaströnd í Bandaríkjunum sjer til hvíld- ar og heilsubótar. Én áður en Iiann fór vestur fyrir nokkrum dögum var gesíkvæmt á heim- ili hans í litlu húsi skamt frá Albert Hall í London. — Meðal gesía var hertoginn af Windsor. Á hafnarbakkanum í Sout- hamton var einnig mannmargt til að fylgja „Winnie“ til skips. Mannfjöldinn hylti Churchill ákaft svo að það gaf lítið eftir fagnaðarlátunum, sem ávalt voru þar sem hann sýndi sig á styrjaldarárunum. Churchiil hefir verið kvefað- ur allan vetur og sól og sumar á Florida mun vafalaust koma sjer vel fyrir hann. En för hans til Bandaríkjanna nú, er þing- ið var nýkomið saman, kom af stað orðrómi um að hann væri ; að hætta afskiptum af opin- berum málum og að hann myndi hafa í hyggju að setjast í helgan stein. Menn bollalögðu I um það hver myndi taka við í af honum sem formaður íhalds 1 flokksins. Góðvinur hans, Ant- | hony Eden, tók við af Churchill sem formaður hinnar konung- j legu andstöðu í þir.ginu. Bea- : verbrook lávarður fór ekki dult J með andúð sína á Eden. Og það j voru fleiri, sem vildu erfa for- i mannssætið af Churchill ef það : skyldi verða laust. Churchill virtist ekki skifta sjer neitt af þessari togstreitu. Eftir kosningaósigurinn mikla í júlí í sumar hefir hann tekið lífinu með ró. Hann hefir hvílt sig og skrifað lítið. Mest þykir honum gaman að ræða um or- ustuna um Bretland og kemur þá fyrir að honum vöknar um augu. Hvort Churchill var á sveita setri sínu í Chartwell eða í Lon don var hann í rúminu til há- degis. Hann tók á móti gest- um frá kl. 11 í svefnherbergi sínu. Hann er jafnan í kínversk um slopp og yfir rúm hans var borð og símarnir, vindlarnir, úrin, pennar og blýantar alt í kringum rúmið. Þriðja hvern dag fór hann í flugforingjabúning sinn, sem er orðinn nokkuð snjáður á oln- bogunum. Síðari hluta dags dvaldi hann lengst af í skrif- stofu sinni og þar bar mest á ritverkum Winstons Churchill í mörgum útgáfum og mismun andi tungumálum. Winnie var eins hamingjusam ur með lífið og nokkur forsæt- Framhald ó 8. líSu,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.