Morgunblaðið - 13.02.1946, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 13. febr. 1946
Leikijeiag Tempiara:
TENGDAMA
eftir Kristín u Sigfúsdóttur
Leikstjóri: Soffía Guðla ugsdóttir
LEIKFJELAG TEMPL-
ARA hefir undanfarin ár
haidið uppi leiksýningum
hjer í bæ við góðan orðstýr.
Að vísu hefir það ekki getað
staðist samanburð um leik-
sýningar við þau fjelög hjer,
er mest hafa látið til sín
taka á því sviði, enda orðið
við að búa þrengri kost en
þau, bæði um húsakynni og
útbúnað allan, auk þess sem
fjelagíð af eðlilegum ástæð-
um hefir ekki átt á að skipa
jafn þjálfuðum leikurum og
hin fjelögin. Hafa flestir, ef
ekki allir, sem leikið hafa
undanfarið á vegum Leikfje-
lags Templara, verið nýgræð
ingar í listinni, enda þótt
margir þeirra hafi reynst lið
tækir vel og sumir sýnt furðu
góð tilþrif.
Á sunnudaginn var hafði
fjelagið frumsýningu á sjón-
leiknum Tengdamamma, eft-
ir hina góðkunnu og merku
skáldkonu, Kristínu Sigfús-
dóttur. Er leikrit þetta kom
fyrst út, árið 1923, vakti það
mikla athygli og jafnvel
furðu, að íslensk sveitakona
skyldi gefa sjer tóm til þess,
í önnum og erfiði daglegs
lífs, að setjast á skáldabekk-
inn, og þó sjerstaklega, velja
sjer.það skáldskaparform, —
leikritið, — sem jafnan hef-
ir þótt vandfarnast með, og
líkur voru til að hún hefði
haft minni kynni af, en öðr-
um greinum skáldskapar. En
þetta gerði nú frú Kristín og
tókst það með fullri sæmd.
Að vísu eru ýmsir ágallar á
leikritinu, sem eðlilegt er,
svo sem hversu deilan milli
gömlu húsfreyjunnar og
hinnar ungu hefst, svo og
síðasti þátturinn, en margt
er vel sag't <í leikritinu og vel
athugað og ber það órækt
vitni um gáfur höfundarins
og víðsýni,* eins og reyndar
seinni ritverk hennar hafa
staðfest.
Frú Soffía Guðlaugsdóttir
setti leikritið á svið og hafði
leikstjórnina á hendi. Hefir
frúnni tekist hvorttveggja
prýðilega. Get jeg óhikað full
yrt að jeg hefi aldrei sjeð
jafn góðan leik, nje áferðar-
betri sýningu í Góðtemplara-
húsinu, en að þessu sinni. Þó
vií jeg geta þess, að mjer þyk
ir „nýji tíminn“ í gerfi þeirra
Guðjóns Einarssonar og
Finnborgar Örnólfsdóttur, ó-
þarflega skrautlegur. Hann í
fötum eftir nýjustu tísku frá
Ameríku, en hún í fínum
kjól með ísaumuðum perlum
og' með stásssvuntu, í öllum
sveita-önnunum. Spjátrungs-
háttur, en ekki framfarir, og
missir því marks.
Leikendur fara allir vel
með hlutverk sín og sumir
á^ætlega. Frú Soffía Guð-
Soffía Guðlaugsdóttir, Guðjón Einarsson, Finnbogi Örnólfsson
laugsdóttir leikur Björgu,
ekkjuna á Heiði. Er gerfi
hennar ágætt og leikurinn
góður yfirleitt, en þessi söng
tónn, sem hún hefir tamið
sjer og viroist vera orðinn
henni óviðráðanlegur,, er
þreytandi og fram úr hófi ó-
eðlilegur. — Bestur þykir
mjer leikur frú Kristjönu
Benediktsdóttur, er fer með
hlutverk Þuru, vinnukonu.
Hún talar skýrt og greini-
lega, með sjerstaklega eðli-
legum áherslum og virðist
njóta sín til fulls á sviðinu,
enda mundi ?ún sóma sjer
ágætlega í þessu hlutverki á
dóttir og Svein vinnumann,
Loftur Magnússon. Ingibjörg
fór vel með hlutverk sitt,
einkum í fyrstu þáttunum,
en virtist missa á því tökin
er á leið. Loftur hefir slæm-
ar áherslur og óeðlilegar og
nokkuð þunglamalegar hreyf
ingar- Si£ýíður Jónsdóttir
fór með hlutverk Signýjar,
aðkomu konu. Var leikur
hennar nokkuð losaralegur,
en ekki óskemtilegur, og
minti ekki lítið á Gróu á
Leiti í „Piltur og Stúlka“.
Leiksviðsútbúnað önnuð-
ust þeir Finnur Kristinson og
Sigfús Halldórsson og virðist
þeim hafa farist það vel úr
hendi eftir atvikum.
Að leikslokum klöppuðu
áhorfendur leikendum óspart
lof í lófa og sviðið fyltist á
svipstundu af blómvöndum
og dýrindis blómakörfum,
sem leikendur voru vel að
komnir.
Sigurður Grímsson.
Kristjana Benediktsdóttir, sem
Þura vinnukona.
hvaða leiksviði sem væri-
Finnur Sigurjónsson ljek Jón
gamla ráðsmann vel og
skemtilega og var gerfið á-
gætt. Guðjón Einarsson Ijek
Ara, son Bjargar á Heiði og
Finnborg Örnólfsdottir, Ástu,
konu hans. Fóru þau bæði
mjög vel með hlutverk sín,
einkum þykir mjer frúin
hafa viðfeldna rödd, — en
henni hættir um of við að
horfa fram eða upp í rjáfur,
þegar hún talar. Sjera Guð-
mund prest í Dal, ljek Ingi-
mar Jóhannesson, að ýmsu
leyti laglega, en var of stirð-
ur í hreyfingum. B.ósa, fóst-
urdóttur Bjargar á Heiði,
ljek Ingibjörg Guðmunds-
ísiendingarfarauian
án farareyris
UNDANFARIÐ hafa tölu-
verð brögð orðið að því að ís-
lendingar færu utan í mjög
vafasömum erindum og að því
er virðist án nokkurs farar-
eyris. Hafa margir þeirra síð-
an snúið sjer til sendiráða ís-
lands erlendis og farið fram á
fjárstyrk eða lán.
Utanríkisráðuneytið vill hjer
með brýna það fyrir þeim, sem
svipað kann að vera ástatt um,
að sendiráðin hafa ekki heimild
til að ráðstafa fje ríkisins á
slíkan hátt.
Þeir sem utan fara án þess
að hafa til þess nægilegt fje,
taka því á sig allmikla áhættu
og geta orðið fyrir margvísleg-
um óþægindum.
(Frjettatilk. frá utanríkis-
ráðuneytinu).
Iþróffafjelagsins
FINNAR FA LAN.
LONDON: Bandaríkjamenn
hafa veitt Finnum lán, sem
nemur tæpum níu miljónum
dollara.
Frá frjettaritara vorum
í Ólafsfirði.
ÍÞRÓTTAF.JEL Sameining í
Ólafsfirði hjelt aðalfund sinn
nýlega. Stjórnin var að mestu
endurkosin, en hana skipa nú
Stefán B. Ólafsson, form., Brynj
ólfur Sveinsson, Guðmundur
Þorsteinsson, Anna Gunnlaugs-
dóttir, Asgrímur Hartmannsson,
Sigvaldi Þorleifsson og Gunn-
laugur Magnússon.
Á s. 1. ári lauk fjelagið við
byggingu sundlaugar þeirrar er
verið hefir í smíðum undan-
farin 3 ár, en laug þessi er hin
vandaðasta og kostaði um 300.-
000,00 kr. Fjelagið fjekk styrk
frá íþróttasjóði til byggingar-
innar og einnig frá bænum og
ýmsum öðrum. ' Mjög margir
fjelagsmenn og aðrir hafa lært
að synda síðan laugin var tek-
in í notkun. Á árinu hafði fjel-
agið skíðanámskeið og var Guð
mundur Guðmundsson kenn-
ari, ennfremur knattspyrnu-
handknattleiks námskeið og
voru þátttakendur rösklega
100, kennari var Axel Andrjes-
son, sendikennari Í.S.Í. Á síð-
asta aðalfundi lofaði fjelagið að
leggja fram kr. 25 þús., sem
hlutafje' í samkomu- og kvik-
myndahús hjer á staðnum og
hefir nú að mestu greitt þessa
upphæð. í sumar gerir stjórn
fjelagsins sjer von um að unnt
verði að hefja vinnu við íþrótta
völl fyrir fjelagið.
Vilja fresta
kosningum
London í gærkveldi:
SENDINEFND frá EAM-
flokkunum svonefndu, sam-
steypu vinstri manna á Grikk-
landi, gekk í dag á fund for-
sætisráðherra Grikkja, Sofulis,
og fór þess á leit við hann, að
kosningum þeim, gem standa
fyrir dyrum í landinu, yrði frest
að um óákveðinn tíma. — Sem
rök færðu þeir það, að ástand-
ið í landinu væri nú þannig, að
óverjandi væri að láta kosning
ar fram fara. Ekki er vitað um
undirtektir stjórnarinnar.
— Reuter.
Bók á rússnesku
um
NÝLEGA er út komin í
Moskva bók um „Skandinav-
isku löndin“. Bókin er rúm-
lega 200 bls. að stærð og eru
í henni greinar um Svíþjóð,
Noreg, Danmörku og ísland.
Utgefandi er ríkis-vísindastofn-
unin „Sovjet-alfræðibókin“, og
hafa starfsmenn alfræðibókar-
innar undirbúið útgáfuna. í
sama flokki hafa áður komið
út 4 bækur, svipaðar, um Banda
ríkin, Kyrrahafslönd, breska
heimsveldið og löndin fyrir
botni Miðjarðarhafs.
(Frjettatilkynning frá ríkis-
stjórninni).
Mið-Evrópusöfnun
R. K. í.
SÍÐASTLIÐJNN laugardag
bárust aðalskrifstofu R. K. í.
kr. 7.265,20 til Mið-Evrópu-
söfnunarinnar. — Fara gjafirn-
ar hjer á eftir:
Vinnuflokkur í Haga krónur
740.00, S. S. 50,00, Þorkell
Sveinsson 200,00, Ó Ð. 50,00,
J. N. J. 50,00, Þór. Þ. 300,00,
Ljósmóðir 50,00, Ólafur Vil-
hjálmsson, Hafnarfirði 100,00,
Starfsmenn Kaupfjelags Árnes-
inga 1.205,20, Saumaklúbbur
60,00, J. L. 100,00, N. N. 10,00,
Hulda Þorsteinsdóttir, Bergstr.
64, kr. 20.00, Viddy, Ingólfur,
Jóhanna 30,00, G. Þ. 25,00, S. S.
20,00' E. H. 10,00, O. H. 50,00,
H. E. 5,00, G. J. 50,00, 3 systur,
150,00, Ragna og Lilla 100,00,
N. N. 20,00, Kristmundur 3,00,
H. B. Halldórsson 2,00, Kristín
Klingbeil 5,00, Jóhanna Dan-
íelsdóttir 5,00, A. B. Magnús-
son 10,00, N. N. 50,00, S. M.
5,00, H. K. 5,00, Þórey Guð-
mundsdóttir 20,00, Versl. Foss-
vogur, Fossvogi 30,00, Kristján
50,00, Jónas 5,00, Fjölnir Björns
son, Blómvallagata 11, 20,00,
Hörður Agnarsson 10,00, Sig-
ríður Siggeirsdóttif, Laugavegi
19, 50,00, M. Skúlason, Þver-
götu 2, 50,00, N. N. 10,00, S. S.
20,00, M. Ólafs 50,00, N. M.
10,00, K. B. 100,00, Starfsstúlk
ur í Hljóðfærahúsinu 30,00,
Jónas V. Jónsson 5,00, N. N.
10,00, Litla Blómabúðin 500,00,
N. N. 10,00, A. B. 50,00, Birna
og Þorv. Reinhold 100,00, D.
Beck 5,00, Davíð Benediktsson,
Öldugata 32 20,00, Kristín Mein
holt 100,00, H. H., Njálsgata 84
25,00, Axel Hedskind 100.00,
H. Magnússon, Bárugata 27,
50,00, B. H., Víðimel 5,00, H. G.
5,00, N. N. 30,00, Húsgangur
15,00, S. G. 100,00, Ástráður
og Lilja 100,00, Starfsfólk við
Loftleiðir h.f. 1.450,00, E. M.
50,00, H. Þ. ,og R. S. 400,00,
Síra Ragnar Ófeigsson, Fells-
múla 150,00, Síra Ófeigur Vig-
fússon, Fellsmúla 150,00, Þor-
grímur Stefánsson, Felismúla,
200,00. — Kærar þakkir —■
Rauði Kross íslands.
Ekkert samkomuiag
um aðsetur sam-
einuðu þjóðanna
London í gærkveldi.
Á ÞINGINU í London var í
dag rætt um aðsetursstað stofn
unar hinna sameinuðu þjóða,
og fjekst ekkert samkomulag
fremur en fyrr. Veldur þetta
all-miklum áhyggjum.
Aðalritari bandalagsins, —•
Trygve Lie — ljet þess getið,
að þetta ástand væri ákaflega
erfitt fyrir sig, þar sem honum
væri örðugt að ráða bandalag-
inu starfsmenn, fyrr en hægt
væri að'gefa þéim einhverja
hugmynd um, hvar þeir ættu
að búa og starfa. Frábað hann
sjer ábyrgðina á því að gera
slíkt, og sagði að þetta væri eig
inlega ekki hægt, fyrr en staður
inn væri fyllilega ákveðinn. —•
Ekkert er enn vitað, hvernig
þessu máli reiðir af, nje hve-
nær samkomulag næst um það.
•— Reuter.