Morgunblaðið - 13.02.1946, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 13.02.1946, Qupperneq 6
6 MOBGDNELAÐIÐ Miðvikudagur 13. febr. 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: Jsr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. f lausasðlu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Varðarfjelagið LANDSMÁLAFJELAGIÐ Vörður, fjölmennasta stjórn- fnálafjelagið á landinu, er 20 ára í dag. Þau 20 ár, sem Varðarfjelagið hefir starfað, hefir það verið öflugt vígi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans í bæjar- og landsmálum. Það hefir jafnan verið vett- vangur fyrir hinni málefnalegu baráttu flokksins hjer í höfuðborginni. Ekkert stórmál hefir verið á dagskrá hjá þjóðinni síðustu 20 árin, að ekki hafi það verið ítarlega rætt í Varðarfjelaginu á fyrsta stigi þess. Hjer eru eigi tök á að rekja gang þeirra mála, en minna má á nokkur. ★ Þegar baráttan stóð um kjördæmamálið, ljet Varðar- fjelagið það mjög til sín taka. Voru margir fundir haldnir um málið og stóð Varðarfjelagið jafnan fast á þeirri kröfu, að leiðrjett yrði það hróplega misrjetti, sem hjer ríkti í skjóli Framsóknarvaldsins. Tókst að lokum að fá viðunandi lausn í því máli. Að sjálfsögðu ljet Varðarfjelagið sjálfstæðismálið mjög til -sín taka, enda hafði Sjálfstæðisflokkurinn jafnan for- ustuna í því máli. Varðarfjelagið gerði jafnan fylstu kröfu í sjálfstæðismálinu og hopaði þar aldrei. Snemma setti fjelagið stofnun lýðveldisins á stefnuskrá sína. Nú er þetta mál komið í höfn. ★ Af stærri bæjarmálum, sem Varðarfjelagið ljet mjög tli sín taka má nefna virkjun Sogsins og Hitaveituna. Stein- grímur Jónsson rafmagnsstjórá flutti ítarlegt erindi um hina fyrirhuguðu virkjun Sogsins á fundi í Varðarfjelag- inu í mars 1929. Síðar var þetta stórmál oft rætt á fund- um fjelagsins og mjög ýtt á framkvæmdir. En þá var Framsóknar-afturhaldið alls ráðandi í landinu. Það tafði framkvæmdir eftir mætti; m. a. var það notað serh átylla fyrir þingrofinu fræga 1931, að sótt hafði verið um ríkisábyrgð fyrir þessari fyrstu stórvirkjun á land- inu. En þrátt fyrir þungan andróður andstæðinganna tókst að koma þessu máli áfram. Eftir að andstaðan var brotin á bak aftur og fyrsti sigurinn var unninn, var hafist handa um stórfelda stækkun virkjunarinnar. Og nú er í undirbúningi ný stórfeld virkjun við Sogið, hin stærsta sem ráðist hefir verið í hjer á landi. Og enn eru Framsóknarmenn á Alþingi að reyna að bregða fæti fyrir þetta mál. En nú eru þeir, sem betur fer valdalausir þar. Svipuð varð þróunarsaga Hitaveitunnar. Sjálfstæðis- menn tóku hana á sína arma og börðust fyrir fram- gangi hennar. Þar var einnig oft harðri andstöðu að mæta, einkum frá Alþýðuflokknum, sem var þá aðal- andstöðuflokkurinn í bæjarstjórn Reykjavíkur. En þetta nytjamál er nú einnig komið í höfn og undirbúningur hafinn að nýjum framkvæmdum. ★ Varðarfjelagið ljet skipulagsmál Sjálfstæðisflokksins snemma til sín taka og vann ötullega að framgangi þeirra. Má óefað fullyrða, að það sje fyrst og fremst verk Varðarfjelagsins, að góð skipan komst á flokks- starfsemina. Það beitti sjer, í samráði við ílokksstjórn- ina, fyrir stofnun stjórnmálafjelaga víðsvegar um land. Upp úr þessu myndaðist svo það flokksskipulag, sem nú er ráðandi í Sjálfstæðisflokknum. Á meðan Varðarfjelagið var eina stjórnmálafjelagið hjer í bænum innan vjebanda Sjálfstæðisflokksins, kom það í hlut þess að undirbúa allar kosningar í bænum, m. a. að ákveða framboð við bæjarstjórnarkosningar og til Alþingis. Eftir að stjórnmálafjelögunum fjölgaði, urðu þau að sjálfsögðu einnig virkir þátttakendur í þessu starfi. En þeíta, að ákveða framboð, er eitt af þýðingarmestu störfum stjórnmálafjelaga. Er það því mjög áríðandi, að sem flestir Sjálfstæðismenn sjeu skráð- ir í fjelögin, svo að þeir geti látið þessi mál til sín taka. Allir Sjálfstæðismenn árna Varðarfjelaginu heilla á Af særri bæjarmálum, sem Varðarfjelagið ljet mjög til \Jilverji ólrijar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Fyrirmyndir fjöidans. ÞAÐ HEFIR komið fyrir nokkrum sinnum, að mjer hafa borist brjef um alþingismenn og aðra fyrirmenn þjóðarinnar. Það skeikar varla, að ef einhver háttsettur maður gerir eitthvað af sjer, þá er komið um það brjef. Jafnvel þó að það sje ekki nema að einhver höfðinginn „lyfti sjer á kreik“, þá er tekið eftir því. Menn í ábyrgðarmikl um stöðum eru fyrirmyndir fjöldans. Almenningur, almúg inn, eða hvað menn vilja nú kalla okkur, fiöldann í landinu, tekur þessa menn sjer til fyrir- myndar. Það, sem höfðingjarnir hafast að, hinir telja sjer leyf- ist það, stendur einhversstaðar. Það er því ekki lítilsvert, að forustumenn hverrar þjóðar sjeu prúðmenni í allri fram- komu. Þeir geta skapað tískuna á hverjum tíma og gera það. Þessar hugleiðingar stafa af brjefi, sem mjer barst í gær frá ungum manni, sem fór í heim- sókn í Alþingi Islendinga, og jeg held að það skaði ekki að birta kafla úr þessu brjefi. • Ungur maður á Alþingi. „KÆRI VÍKVERJI“, segir brjefritari. „Jeg er ungur mað ur, 25 ára, og er talsvert áhuga samur um þjóðfjelagsmál. Jeg brá mjer á'dögunum inn í Al- þingi til að vera viðstaddur þingfund í efri deild, hins mjög svo umdeilda Alþingis okkar. Fundur hófst kl. 13.30 og voru þá mættir í salnum rúm- lega helmingur þingmanna. Þeir, sem komu of seint, virt- ust ekki skammast sín neitt fyr ir það. Þeir reyndu ekki að læð ast í sæti sín svo lítið bar á. Einn hinna stundvísu þing- manna var byrjaður að halda ræðu á meðan eftirleguþing- menn voru að tínast inn. Sum- ir skeltu á eftir sjer hurðinni. Einn snýtti sjer svo hraustlega, um leið og^hann kom inn, að það tók undir í veggjum hinn- ar gömlu byggingar við Aust- urvöll. Ekki var áhuginn mik- ill fyrir því, sem ræðumaður var að segja, því það heyrðist hærra í pískrinu og jafnvel hlátrasköllum, en ræðumanni sjálfum. Varð fyrir von- brigðum. UNGI MAÐURINN, sem fór til að kynna sjer starfshætti á Alþingi íslendinga, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum. „Jeg tel slíkt virðingarleysi fyrir æðstu stofnun þjóðarinnar, sem hinir útvöldu fulltrúar lgnds- manna sýndu á þessum fundi, algjörlega óþolandi“, segir brjefritari, ,,og síst til að auka virðingu borgaranna fyrir hinu háa Alþingi“. „Við íslendingar erum mikl- ir stáss og gleðimenn, en við er um einnig mjög viðkvæmir fyr ir allir gagnrýni og þolum hana illa, sjerstaklega ef hún kemur utanað frá. En væri ekki nær fyrir okkur að athuga fram- 'komu okkar, bæði háttsettra og lágt settra, áður en við förum að hneykslast á ummælum um okkur“. • Útlendingurinn í Alþingi. „ÞAÐ VILDI svo til, að í för með mjer þetta umrædda skifti var erlendur maður, kunningi minn, sem hafði reynst mjer vel í framandi' landi, er jeg var þar gestur. Hajm hafði heyrt talað um og lesið um hið 1000 ára gamla þing Islendinga og hafði beðið mig að koma með sjer einhverntíma á Alþingi til að vera viðstaddur þing- fund ' á þessu frægasta þingi heimsins“. „Jeg verð að segja það alveg eins og er, að jeg roðnaði hvað eftir annað meðan á þingfundi stóð, fyrir framkomu þing- mannanna okkar. Jeg tók eft- ir því, að hinn útlendi vinur minn misti brátt áhuga sinn fyrir þinginu, sem hann hafði haft áður en jeg álpaðist með hann þangað“. „Það vill svo til, að jeg hefi fengið tækifæri til að vera við- staddur þingfundi hjá tveimur stórþjóðum, þar sem tala þing- manna og áhorfenda er mörg- um sinnum meiri en hjer hjá okkur. En framkoma þing- manna á þeim þingum var ólík því, sem hjer tíðkast.“ • Áhorfendur síst betri. AÐ LOKUM getur brjefrit- ari um áhorfendur og telur, að þeir eigi einnig sök á því, hve virðingarsnautt er yfir funduiri Alþingis. „Þingmenn voru svo sem ekki einir um hávaðann og ó- lætin í þinginu þenna dag. Inn á áhorfendapall komu tveir aldraðir menn, sem töluðu svo hátt saman, að það heyrðist varla til ræðumanna. Skal jeg svo ekki hafa þenna skapvonskupistil minn lengri að þessu sinni, Víkverji sæll, en jeg gat ekki stilt mig að skrifa hann. — Þinn einlægur A. M.“ Slettur. GÖTURNAR eru óvenjulega blautar eftir hlákuna í fyrri- nótt (kanske verður komið frost, þegar þjer lesið þetta) og þá láta þær ekki standa á sjer bansettar sletturnar frá bílunum. Bílstjórunum dettur ekki í hug að taka nokkurt tillit til gangandi fólks. Bifreiðastjórar, sem þeysa í loftinu yfir polla og aur á götunni, eyðileggja verðmæti fyrir tugi króna ár- lega, en samt er ekkert gert til þess að koma í veg fyrir þenna ófögnuð. Sumir menn hafa reynt að kæra, en það hefir ekki borið árangur nema endrum og eins. Þeir sem hafa orðið fyrir skemdum á fatnaði vegna aur- sletna, segja að lögreglunni sje illa við slík mál. Hún telji sig hafa öðru mikilsverðara að sinna. En ef menn gerðu sjer að reglu að kæra dónana, Sem sletta, held jeg áð lögreglan neyddist til að taka þessi mál fastari tökum og væri það vel. OtfMVtnantWWmtn«■ ** mvm«nmmVflmsra■ ■ ■ a%mS'nKi*w s*:* > * A ALÞJOÐA VETTVANGI J s « ■ ■ ■ ■ ■ a a « ■ ■ 9 • » & h !S CJS s 8 Vtt « ■ B ■ «r R ft c Hormuleg aðbúð þýskra barna ENDA ÞÓTT Rauða Krossi íslands hafi að undanförnu bor ist mikið af upplýsingum um ástandið í Þýskalandi, bæði í skýrslum frá erlendum Rauða Kross-fjelögum, opinberum greinarg. hernámsyfirvald- anna í Þýskalandi, erlendum blöðum og frásögnum einstakra manna, sem þar hafa dvalið, er erfitt áð gera sjer glögga heildarmynd af líðan og hög- um fólksins. — F’lestar borgir landsins eru mjög illa leiknar af loftárásum cg bardögum, margar í rústum að verulegu leyti. Húsnæðisvandræðin eru hræðileg, miljónir manna verða að haíast við í óhæfum vistarverum, í þrengslum, kulda og við skort á öllum sviðum. Matarskammturinn er alls staðar naumur, en þó rnis- jafn eftir hernámssvæðum og jafnvel innan þeirra, eftir hjer- uðum og borgum. Breytist þetta og eftir því hvað fyrir hendi er af matvælum hverju sinni. Alvarlegast er ástandið í stór borgunum, enda eru eyðilegg- ingarnar þar langrsestar. Skárst hefir afkoman verið í sveitum landsins. Þó hafa nú einnig mikil vandræði steðjað að þeim, ! vegna hins látlausa aðstreymis I flóttafólks. — Á fjölmörgum ' sveitabýlum eru flóttamennirn- ir nú jafnmargir, eða fleiri, en Jieimilisfólkið, sem fyrir var. Ægilegast af öllu ömprlegu er þó hlutskifti barnanna, sem ekkert annað hafa til saka unn* ið en að fæðast í þenna heim. — Skal nú getið nokkurra einstakra atriða og fyrst talin sú borgin, sem flestum íslend- ingum er kunnust af þýskum stórborgum, Hamborg. — Skal þess þó jafnframt getið, að þar er ástandið betra en í flestum öðrum af stórborgum Þýska- lands. — í byrjun ófriðarins voru nálega 1700000 íbúar í Ham- borg. Á stríðsárunum varð borgin fyrir miklum . loftárás- um, einkum sumarið 1943. Hálf borgin er talin gjöreydd. Tala íbúanna nú er þó aðeins 14 minni en áður var. Af þessu er auðsætt, að þjettbýli manna, eða þrengslin, eru nú mjög mikil. Samkvæmt frásögn í sviss- neska blaðinu Neue Zúricher Zeitung þann 11. október s.l. hefir ungbarnadauði i Hamborg vaxið úr 4,6% árið 1938 í ca. 13,1% á fyrra helmingi ársins 1945. Dánartala barna á aldrin- um 2—5 ára, hefir líka þre- faldast. Berklaveiki meðal unglinga á aldrinum 17—18 ára, er einnig þrefalt almennari en áður var. I barnaspítala einum, þar sem 270 börn voru, höfðu 97 þeirra bráða lungnaberkla. — Var al- gerlega vonlaust um bata margra þeirra. (Frá Rsuða Krossi íslands).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.