Morgunblaðið - 13.02.1946, Qupperneq 7
Miðvikudagur 13. febr. 1946
M0B6UNBLÍBIB
7
IIMNRASARFYRIRÆTLAIM
ÞJOfiV LRJA
í bækistöðvum Þjóðverja í
St. Germain, skammt fvrir
utan París, sátu háttsettir
foringjar þýska hersins og
grúfðu sig yfir landabrjef af
suð-austur og suður Eng-
landi, auk þess sem þeir
rannsökuðu myndir af
strandlengjunni, vegum og
öflugum varnarvirkjum. —
Skýrslur njósnara þeirra
voru sendar þeim jafnóðum
og þær bárust, og frá Berlín
kom stöðugur straumur fyr-
irskipana frá aðalbækistöðv
um þýska hersins og sjálf-
um leiðtoganum. Þetta var í
ágústmánuði og miklir hitar
voru.
Þetta voru taugaæsandi
dagar fyrir þýsku herfor-
ingjana, sem sátu innan um
aragrúa af landabrjefum og
skjölum á skrifstofum sín-
um. — Sumir hinna vngri
hefðu ekkert haft á móti því
að vera í París og njóta gerfi
gleðinnar þar, en þessi höf-
uðborg franska lýðveldisins
hafði verið tekin herskyldi
tveimur mánuðum áður.
En þess var enginn kost-
ur. Þetta var í ágúst 1940,
og lagt hafði verið fyrir þá,
að skipuleggja hina fyrir-
huguðu innrás í Bretland.
Innrásaráætlunin.
HITLER hafði fyrirskipað
að hinn voldugi þýski her,
sem sigurvíman var ekki
enn runnin af, eftir sigrana
á vesturvígstöðvunum,
skyldi leggja til atlögu við
breska heimsveldið. Fyrst
yrði loftflotinn þýski að
verða einvaldur yfir syðri
hluta Englands, en að því
loknu skyldu innrásarher-
irnir fara yfir sundið. Þetta
virtist allt svo auðvelt.
Þrjátíu og níu herfylki
höfðu verið kjörin til inn-
rásarinnar. Kjörin til að nið
urlægja Bretland, sem nú
var með afbrigðum veikt fyr
ir, eftir fall Frakklands og
liðflutningana frá Dunkirk.
— Von Rundstedt hvæsti
reyndar af reiði, ef nokkur
gerðis svo djarfur að minn-
as á Dunkirk. Hann hjelt
því fram, að hann hefði get-
að rutt sjer braut til strand-
arinnar og gersigrað heri
Breta þar, ef Hitler hefði
ekki skipað svo fyrir, að
skriðdrekadeildir hans
sneru sjer að hertöku Par-
ísar.
Og nú krafðist hann
hefndar fyrir þessi von-
brigði. Sem æðsti maður inn
rásarherjanna hafði hann
tuttugu og tvö herfylki til
umráða, til að ljúka því ætl-
unarverki, sem honum var
falið. En sautján herfylki
voru höfð til vara.
I ráði var að lenda á
strandlengjunni, sem teygði
sig frá Margate og næstum
því til Portsmouth. — Þetta
var verkefni „A“-deildarinn
ar. Sextándi herinn í þess-
ari deild skyldi sigla frá Os-
tend, Dunkirk, Calais og
Boulogne og sækja fram á
ströndinni milli Margate og
Hastings. Níundi herinn átti
að leggja upp frá Dieppe, Le
Havre og Caen, og hefja árás
Það þykir nú líkiegt, að þeir hefðu
orðið sigursælir og tekist að brjóta
undir sig allt Bretland
sína á svæðinu milli Brigh-
ton og Portsmouth.
Flugvjelaherdeildir skyldu
lenda rjett norðan við Rom-
ney mýraflákana, á Beac-
hy Head og South Downs
að baki Brighton. Eftir að
herirnir tveir í ,,A“-deild-
inni höfðu náð saman, var
ætlunin að „B“-deildin, en
í henni var sjötti herinn, er
stækkaður hafði verið, sigldi
frá Cherbourg og færi á
land í Weymouth.
Mikill liðsafli Þjóðverja.
SAMKVÆMT skjölum, er
Bretar komust yfir eftir ó-
sigur Þýskalands, voru í inn
rásarhernum 11 fótgöngu-
liðssveitir og tvær fjallaher-
sveitir, ásamt sex skriðdreka
sveitum og tveim vjelaher-
sveitum og einni skriðdreka-
sveit, sem skipaðar voru S.
S.-mönnum.
,,Á“ sveitin átti fyrst að
ná á vald sitt landssvæði og
mynda víglínu, sem náði frá
Portsmouth norð-austur til
Alderr.hot og Guildford og
þaðan í austur gegnum Leat
herhead og síðan norðaust-
ur aftur til Tilbury.
Aðalherina bresku átti að
gersigra í suð-austur hluta
landsins og í syðri hluta
Lundúna. Að því loknu
sk^ddu vjelaherdeildir Þjóð-
verja sveigja vestur fyrir
borgina, sækja norður eftir
til Colchester í austri og að
mynni Severn í vestri og
loks sækja þaðan og leggja
undir sig allt Bretland.
Að áliti Rundstedt, var
áætlunin ágæt og gat ekki
brugðist.
September hófst og þýski
loftflotinn herti sóknina og
prömmum og skipum var
safnað saman í höfnum frá
Ostend til Cherbourg. — Á
Sheldt-fljótinu, alla leið til
Antverpen, biðu hollenskir
flutningaprammar hlaðnir
hermönnum. Margar innrás
aræfingar voru haldnar við
strendur Belgíu, og ein af
þessum æfingum var ónáð-
uð á óvæntan hátt af flug-
liði Breta. Hundruð Þjóð-
verja Ijetu lífið í þessari
árás á innrásarskipin.
September var úrslita-
mánuðurinn og á herskri^
stofunum í Whitehall var
unnið dag og nótt. Hraðboð-
ar fóru stöðugt rnilli Down-
ing Street nr. 10 og aðal-
bækistöðva breska hersins.
Churchill flutti hverja
hvatnin^aræðuna á fætur
annari, en vitað var á hærri
stöðum, að aðeins örfáar
herdeildir voru til varnar ó-
vininum. Vitað er nú, að
Bretar höfðu aðeins 150
skriðdreka til umráða um
þesar mundir, og þeir voru
næstum undantekningar-
laust ljelegri en hinir þýsku.
Sannast að segja voru það
vart fleiri en sex ýierdeildir,
sem hægt var að beita gegn
inrásarherjunum, en óvin-
urinn hafði til umráða tutt-
ugu og tvær herdeilair og
seytján til vara. Voru þann-
ig meira en fimm Þjóðverj-
ar á móti hverjum bresk-
um hermanni.
Varnaráætlanir brcska
hersins.
YFIRMENN breska hers-
ins gerðu sjer það Ijóst, að
það munai sarna og sjálfs-
morð, að fara gegn Þjóð-
verjum strax á strandlengj-
unni. Ógerningur var að
verja hina löngu strand-
lengju, svo kæmi að nokk-
uru gagni. — Þjóðverjar
mundu geta kornist í land —
forustumenn bresku herj-
anna voru sammála um það
— en revnt 'mundi af öllum
mætti að stöðva þá, er þeir
hæfu sókn sína inn í landið.
Vjelaherdeilair skyldu gera
árásir á veikustu punkta
þýsku víglínunnar, og með
því að koma upp sterkum
vörnum 1 borgum eins og
Ashford og Canterburv, þar
sem berjast skyldi til síðasta
manns, átti að reyna að
hefta framgöngu þýsku herj
anna.
Nokkrar langar en lítil-
fjörlegar skriðdrekagryfjur
voru grafnar til varnar
Lundúna. Ein gryfjan mynd
aði línu í kringum suður og
vesturhluta borgarinna/. —
Önnur var grafin á hæðun-
um að baki Dorking og Rei-
gate, frá Kent í vesturátt
til Guildford. En breskir
hermenn vita nú af eigin
reynd, hversu þýðingarlaus
ar svona gryfjur eru, til að
verjast vel skipulögðum
skriðdrekaárásum. Þ’að er
oft hægt að gera þær gagns-
lausar á einni klukkustund.
Verkfræðingadeildirnar
voru sendar til að koma fyr-
ir jarðsprengjum í þeim
götum, sem lágu eftir strönd
inni og inn í landið í áttina
til Lundúna. Sprengiefni var
komið fyrir undir brúm og
jarðsprengjur settar í jörðu,
þar sem líklegast þótti að
Þióðverjar mundu sækja
fram. En þesar varnarráð-
st.afanir voru hvergi nægi-
legar.
Öll þessi vandamál voru
næstum nægileg til þess að
hver meðal hershöfðingi
hefði gefist upp, en þó var
vöntunin á byssum og öðr-
um útbúnaði verst. Nokkrar
gamlar byssur voru teknar
i í notkun, en mikið vantaði
i samt á. Herinn einan vant-
aði 146.000 riffla og 10.000
Ijettar vjelbvssur.
!
Innrásin hefði líklega tekist.
1 BRSKRUR liðsforingi í
herráðinu, sem vel fylgdist
með því, sem var að gerast,
kemst þannig að orði: „Jafia
vel nú gera sárafáir sjar
Ijóst, hversu veikir við vor-
um fyrir. Það var stórkost-
3eg vöntun á öllum útbún-
aði. Jeg mun aldrei gleyma
þeim erfiðleikum,. sem það
olli okkur, að reyna að kom-
ast yfir fleiri bvssur. Stuncl-
urri fengum við fallbyssur,
sem á vantaði hlaupin eða
hjólin. Ef þýski herinn hefði
h*fið hina fyrirhuguðu inn-
rás, mundi þeim að öllum
líkindum hafa tekist það“.
' í bresku og kanadis’ku
herbúðunum í suðurhluta
, Englands bar á sama tauga-
æsingi og jafnan er áber-
andi, áður en stórorustur eru
háðar Allir bjuggust við því
þá og þegar, að tilkvnning-
iin bærist þeim um land-
jgöngu Þjóðverja. Herflokk-
! ar voru oft sendir út af ör'k-
|
inni, aðeins til að snúa aft-
ur eftir nokkra daga. Þetta
var gert til þess, að reyna
að villa njósnurum óvinar-
ins sýnir, og láta þá halda,
að meira herlið væri í suður
Englandi en raun var á.
Ög svo voru það flugu-
fregnirnar, sem komu-öllu
á annan endann, þar til þær
höfðu verið kveðnar niður.
Við fvlgdumst með loft-
orustunum, sem háðar voru
yfir Kent og svðri hjeruðum
landsms, og er dró að sept-
emberlokum, höfðum við
sigrað í þeirri orustu. Hinnt
fámenni breski flugher
hafði komið í veg fyrir áætl
anir Þjóðverja um einveldi
í loftinu er innrásin hæfist.
Og herráð óvinarins í St.
Germain og Berlín gátu ekki
breytt hernaðaráætluninni
nógu fljótt, til að yfirbuga
þessa óvæntu hindrun.
Loftflota Þjóðverja hafði
mistekist ætlunarverk sitt,
og innrásarflotarnir sigldu
aldrei frá Ostend og Calais,
Le Havre og Caen.
Hinir örsmáu herir Breta-
veldis háðu aldrei þá orustu,
sem héfði orðið harðsnúin og
ákveðin barátta gegn ofur-
efli liðs.
JapanÉiir hershöiS-
í!í|3 teadyr IéS
Þýskir hermenn á hersýningu.
London í gæskvöldi.
HERRJETTUR í Manilla hef-
ir nú kveðið upp dóm í máli
Homa hershöfðingja, yfii’manns"
japönsku herjanna í Filipseyj-
um. Hershöfðinginn var dæmd-
ur til dauða.
Homa var meðal annars bor-
inn þeim sökum, að hann hafi
átt sök á dauðagöngunni svo-
nefndu á Batan, en við það
lækifæri lét mikill fjöldi amer-
ískra og filipiskra herfanga
lífið.
Er dómurinn hafði verið
kveðinn upp, ávarpaði Homá
rjettirin á ensku og þakkaði fyr-
ir þá góðu meðferð, sem hann
hefði sætt meðan á rjettarhöld-
unum stóð*