Morgunblaðið - 13.02.1946, Síða 10

Morgunblaðið - 13.02.1946, Síða 10
10 MORGDNBLAÐIB Miðvikudagur 13. febr. 1946 AST í MEIIMUM £h ir CJaijlor CJa lclwe // ■miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiuiiiiiiiiiimiiiimiiiimiiiiiiiiiiwiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimniii iiiMiMmiiiiiiiirniiiiiiinnii 16. dagur „Ungfrú Maxwell er ekki komin niður ennþá“, svaraði Alfreð. „Hún hlýtur að koma á hverri stundu“. Hann sneri sjer að Dóróteu. „Viltu fara og gá að ....“. Rjett í þessu birtist Amalía á loftskörinni. Hún lagði af stað niður þrepin, hægt og þóttalega. Gestirnir litu upp, með kurteisisbros á vör. En brosið stirðnaði brátt á andlit- um þeirra. Dauðaþögn varð í anddyrinu. ★ Amalía var klædd í rauðan kjól, sem var ósæmilega fleg- inn á þeirra tíma vísu. Hvítar, ávalar axlir hennar voru alveg naktar, bolurinn fjell þjett að grönnu mitti hennar, pilsið var í ótal rykkingum og fellingum. Gimsteinarnir glóðu í hrafn- svörtu hárinu. Hún var föl 1 andliti, augun djúp og dimm- blá, varirnar eins rauðar og kjóllinn. Á hendleggjum henn- ar og höndum blikuðu einnig gimsteinar. Skrautgripir móður minnar, hugsaði Jerome. Hann hafði einkennilega suðu fyrir eyrun- um og hjarta hans lamdist um. Nú var hún komin niður í anddyrið. Hún staðnæmdist rjett fyrir neðan stigann. Sum- ar af konunum földu andlit sín á bak við blævængina. Karl- mennirnir störðu á hana, frá sjer numdir af hrifningu. Alfreð rankaði við sjer. Hann hafði staðið eins og bergnum- inn og gónt á heitmey sína, ná- fölur í andliti. Nú gekk hann til hennar og tók utan um hönd hennar. Hann sagði stillilega: „Amalía, ástin mín — þetta eru gestir okkar“. Og síðan hófst kynningarathöfnin. Amalía var fyllilega róleg. Hún heilsaði hverjum gesti með því að kinka kurteislega kolli. Þegar röðin kom að frú Kings- ley, brosti hún í fyrsta sinn. „Jæja!“ hvein í frú Kingsley. Hún lyfti loníettunum og at- hugaði Amalíu vandlega. „Þetta er þá fegurðardrósin okkar. Alfreð, þú mátt vera hreykin. Þetta er falleg stúlka — og mætti segja mjer, að hún vissi, hvað hún vildi“. Hún horfði hvast á Amalíu. „Mjer geðjast vel að þjer, góða mín — jafnvel þó að þú sjert sauma kona eða eitthvað þess háttar. — Þú mátt kyssa mig ef þú vilt“, bætti hún við. Amalía beygði sig áfram og kysti gömlu konuna, sem klapp aði henni ástúðlega á kinnina. „Heyrðu mig, heillin — teiknaðirðu sjálf fyrirmyndina að þessum kjól, sem þú ert í?“ „Já“, svaraði Amalía, og bros hennar breikkaði. „En jeg er ekki saumakona. Jeg er kennari, frú“. „Það . skiftir engu máli“, sagði gamla konan. „Mjer geðj ast vel að þjer, barnið gott“, endurtók hún og tók um hönd Amalíu. Svo fnæsti hún. „En hvernig í ósköpunum stendur á því, að þú giftist Alfreð, þeg- ar þú átt kost á því að krækja í Jerome? Tveir dálaglegir þorparar í einni sæng! Þú ert þorpari, elskan — er það ekki? Jú, mjer skjátlast aldrei“. Hún leit ávítunaraug- um á Jerome. „Viltu gjöra svo vel að leysa frá skjóðunni. Af hverju kvænist þú ekki þess- ari fallegu konu? Enn er það ekki of seint“. Jerome hneigði sig. „Fallega konan hefir ekki beðið mín ennþá“. Hann sneri sjer að Amalíu. „Hafið þjer gert það?“ Amalía horfði kuldalega á hann. „Nei — það held jeg ekki. Mjer hefir víst alveg sjest yfir það. Jeg vona, að þjer fyr- irgefið mjer“. Gamla konan hló. Hún tók undir handleggi þeirra og leiddi þau af stað með sjer“. Við skulum koma til pabba gamla“. ★ Amalía vann glæsilegan sig- ur þetta kvöld, svo að ekki si° meira sagt. Ef hún vissi þa sjálf, ljet hún það ekki uppi. Róleg og stilt sveif hún um dansgólfið í faðmi hrifinna karl manna. Konurnar voru ekki eins hrifnar af henni. Augna- ráðið, sem þær sendu henni, var alt annað en blíðlegt. Tvær stúlkur sátu hjá frú Kingsley og töluðu saman. „Jeg verð nú að segja, að þessi kjóll, sem hún er í, er mjög hneykslanlegur“, sagði önnur. „Axlirnar eru alveg naktar — jeg er viss um, að karlmenn- irnir eru í hreinustu vandræð- um“. „Án efa“, sagði Mehetabel þurrlega. „Þeir eru í svo mikl- um vandræðum, að þeir geta ekki losnað nógu fljótt við ykk ur, til þess að komast í enn meiri vandræði“. „Hún hefir dansað aðeins einu sinni við Alfreð Lindsey“, sagði hin. „Það er mjög — und arlegt. En það er haft fyrir satt, að hún kunni enga manna siði“. „Engin kona þarf að hugsa um mannasiði, sem hefir ann- að eins andlit og annan eins vöxt“, sagði Mehetabel. ^Hún þarf fremur á lífverði að halda“. Stúlkurnar tvær sátu sitt hvoru megin við hana. Það voru dætur Tayntors hershöfð- ingja. Gömlu konunni þótti vænt um þær, á sinn hátt. Eldri systirin, Sally, var smávaxin, dökkhærð, með spjekoppa í rósrauðum kinnunum. Hún var mjög greindarleg á svipinn. Hún var dutlungafull, kát og fjörug, og piltarnir voru mjög hrifnir af henni. Það hafði aldrei komið fyrir hana áður, að þeir, sem höfðu beðið um dans, kæmu ekki á tilsettum tíma. Jósefína systir hennar var hávaxnari. Hún var 'ljós yfir- litum, bjarthærð, með blá, blíðleg augu. Mörgum fanst hún laglegri en systir hennar. Frú Kingsley fanst hún leiðin- leg, þó að henni þætti vænna um hana en hina margfróðu Sally. Jósefína var aðeins nítján ára, Sally tveimur ár- um eldri. Báðar voru ólofaðar. Sally hataði Riversend og þai" var enginn karlmaður, sem henni fanst sjer samboðinn. Jósefína hafði átt sínar vonir. Þær voru nú orðnar að engu — og það var Amalíu að kenna. Enginn vissi um hina leyndu ást, sem Jósefína bar í brjósti til Alfreðs. Hún var nær tutt- ugu árum yngri en hann, en frá bernsku hafði hún litið á hann sem ímynd alls þess besta, sem einn mann gat prýtt. Hann þurfti oft að heimsækja hershöfðingjann í erindum bankans, þar eð gamli maður- inn harðneitaði að stíga sínum fæti inn í þá stofnun. Sally fanst hann drepleiðinlegur, og þegar hún neyddist til þess að vera nálægt honum, var hún vön að kvelja hann með tví- ræðum orðum, svo að allir nær staddir skemtu sjer á hans kostnað. En Jósefína var ánægð með að sitja með sauma sína úti í horni og hlusta á samræð- ur þeirra Alfreðs og föður síns. Annað veifið lyfti hún höfð- inu og leit á gestinn, og örlít- ill roði litaði vanga hennar. Þessi þögla tilbeiðsla hafði ekki farið framhjá Alfreð. En, sagði hann við sjálfan sig, hún er svo ung, að hún gæti hæg- lega verið dóttir mín. Samt sem áður er ekki hægt að segja um, hvernig farið hefði, ef Amalía hefði ekki skorist í leikinn. Jósefína hataði Amalíu á- kaft og ofsalega, þó að hún veigraði sjer við því að viður- kenna það fyrir sjálfri sjer. En það, sem hún þorði varla að hugsa, sögðu konurnar, sem stóðu umhverfis hana, upphátt. Það gat ekki hjá því farið, að Amalía yrði vör við hin hat- ursþrungnu augnatillit, sem kynsystur hennar sendu henni. En henni stóð hjartanlega á sama. Hún fyrirleit þessar heimsku stássmeyjar. Hún skemti sjer dásamlega, þang- að til Jerome kom til hennar og bað um dans. Hún gat ekki neitað honum. Það hefði vald- ið hneyksli. Þau dönsuðu vel. Amalía dansaði vel, en hún var eins og stirðnuð, meðan Jerome dans- aði við hana. Hann reyndi að draga hana að sjer — en hún streittist á móti. „Jeg verð að tala við þig“, hvíslaði Jerome. Amalía brosti örlítið, en svar aði engu. Hann horfði á hvítar axlir hennar og hvelfdan barminn. „Komdu með mjer. í kvöld. Við förum til New York“. „Er þetta bónorð, herra minn?“ Hann hló. „Að nokkru leyti“. „Mjög óvenjulegt bónorð“, sagði hún. Brosið var alt í einu horfið af andliti hennar. „Af hverju ættum við að lifa í New York, með leyfi að spyrja?“ Hann hleypti brúnum. „Af hverju? Jeg geri ráð fyrir, að við myndum lifa af því sama, sem jeg hefi gert hingað til“. „Peningum föður þíns“. Hún þagnaði. „Jeg leyfi mjer að ef- ast um, að faðir þinn myndi halda áfram að senda þjer pen- inga. Þú yrðir að vinna, herra minn,' og jeg efast um, að þinn veikbygði líkami þyldi það“. Kauphöllin er miðstöð verðbrjefa- viðskiftanna. Sími 1710. Stríðsherrann á Mars 2) renfffaóaga Eftir Edgar Rice Burrougha. 136. og hár hans og skegg risu af reiði, hefði jeg vel getað ímyndað mjer að margur bardagamaðurinn hefði orðið talsvert skelkaður. Hann öskraði og rjeðist að mjer með brugðnu sverði, en hvort hann var vígfimur maður eða ekki, komst jeg aldrei að raun um, því með Dejah Thoris að baki mjer, var jeg ekki lengur venjulegur maður, jeg var berserkur, og enginn maður hefði þá getað staðið mjer snúning. Jeg sagði lágt og fast: Fyrir prinsessuna af Helium! og rak sverð mitt beint gegnum hjarta konungsins í Okar, og meðan aðalsmenn hans horfðu fölir og skelkaðir á, valt hann niður hásætisþrep sín dauður. Andartak ríkti alger þögn í salnum. Svo rjeðust hinir fimmtíu aðalsmenn að mjer. — Við börðumst af mikilli grimmd, en jeg stóð betur að vígi, þar sem þeir áttu upp þrepin að sækja, og þar sem jeg barðist fyrir dýrðlega konu af dýrðlegri ætt, fyrir mína miklu ást og fyrir móð- ur sonar míns. Og fyrir aftan mig heyrði jeg hina kæru rödd konu minnar hefjast í silfurskærum söng. Hún söng ljóðið, sem konurnar í Helium syngja, þegar eiginmenn þeirra halda út í stríð. i Þetta eitt var nægilegt til þess að færa mjer sigur, þótt liðsmunur hefði verið enn meiri og vissulega trúi jeg því, að jeg hefði ráðið niðurlögum allra þessara aðalsmanna, sem í salnum voru, ef við hefðum ekki verið truflaðir. Grimmúðlegur og harður var bardaginn, því aðals- mennirnir rjeðust hvað eftir annað upp þrepin, en hnigu hver eftir annan fyrir sverði mínu, sem virtist vera orðið töfrum gætt, eftir viðureignina við Solan. Tveir sóttu að mjer með ákafa, s.vo jeg gat ekki litið við, er jeg heyrði hreyfingu að baki mjer, og tók eftir því, að hersöngur kvennanna var hættur. Ætlaði Dejah Thoris að fara að berjast við hlið mjer? Hetjuleg dóttir hetjulegs heims! Það myndi hafa líkst henni að þrífa sverð og berjast við hlið mjer, því kon- „Já“, sagði gamli maðurinn við gestinn, „jeg er hreykinn af dætrum mínum og jeg vildi gjarnan sjá til þess, að þær yrðu hamingjusamar í hjóna- bandinu. Nú, og úr því jeg á svolítið af peningum, mundi jeg sjá fyrir því, að þær færu ekki alveg auralausar í hjóna- bandið. Það er þá fyrst hún María, tuttugu og fimm ára gömul og hin fríðasta. Jeg ætla að gefa henni þúsund krónur, þegar hún giftir sig. Svo kem- ur Elsa, sem er 35 ára. Henni gef jeg 3000 krónur, og sá, sem tekur Gunnu mína, en hún er fertug, fær 5000 með henni“. Gesturinn, sem var ungur maður að norðan, ruggaði sjer og spurði: „Þú átt ekki eina um fimt- ugt, er það?“ ★ Tveir líftryggingamenn, ann ar enskur, hinn amerískur, voru að tala um tryggingar 1 löndum sínum. „Við borgum tryggingarupp hæðina strax“, sagði Bretinn. „Ef maður, sem trygður hefði verið hjá okkur, andaðist í kvöld“, bætti hann við, mundi ekkja hans fá peningana í póstinum á morgun“. „Þú segir ekki?“ sagði Banda ríkjapiaðurinn. „En hlustaðu nú. Skrifstofur okkar eru á sjöttu hæð í 69 hæða húsi. Einn af viðskiftavinum okkar fjell út um glugga á fertugustu hæð um daginn — og við rjettum honum tryggingarupphæðina um leið og hann fór fram hjá glugganum okkar“. 'k Rakarinn brosti drýginda- lega, um leið og Jón kom inn, blikkaði svo hina viðskiftavin- ina og sagði ertnislega: „Það hlýtur að vera þjer til töluverðra óþæginda, Jón minn, þetta stam þitt“. „N-nei, nei, fle-fle-flestir h-h-hafa eitthvað einkennilegt vi-vi-við sig. H-h-hvað er þa- það í þínu t-t-tilfelli?“ „Ja, sannast að segja, Jón minn, veit jeg ekki til þess, að jeg hafi nokkur sjerstök ein- kenni“. „M-m-með hvorri he-hend- inni hrærirðu í bo-bo-bo-boll- anum?“ „Auðvitað þeirri hægri“. „Jæja! þa-þa-það er þá þ-þitt einkenni. Flestir no-no- no-nota te-teskeið“. Ef Loftur getur það ekki — þá hver?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.