Morgunblaðið - 19.02.1946, Blaðsíða 7
Þriðjiidagur 19. febr. 1946
10R6DNBLÍBÍ8
7
CARUSO — Frægasti söngvari heimsins
tftir George Kent
ANNA CARUSO átti sautján
börn, sem öll dóu ung. Það át-
jánda lifði og varð einhver fræg
asti söngvari veraldarsögunnar.
Árið 1903 hjelt hann fyrstu
hljómleika sína í Ameríku í
Metropolitan óperunni í New
York. — Sautján árum seinna
söng hann síðustu aríu sína á
sama leiksviðinu. Átta mánuð-
um seinna andaðist hann. Mil-
jónir karla og kvenna um heim
allan grjetu. Rödd hans hafði
ekki aðeins verið vegsömuð,
heldur og maðurinn sjálfur.
Er Enrico Caruso var uppi
var útvarpið óþekt og hljóm-
myndirnar höfðu ekki enn kom-
ið til sögunnar. Ef þú ætlaðir
að hlusta á hann syngja, keypt-
irðu aðgöngumiða og hlustaðir
á hann í söngleikahúsinu, eða
þú trekktir upp grammófóninn
þinn og rödd hans kom út um
hljómhornið. Áheyrendahópur-
inn var lítill, ef borinn er’sam-
an við miljónir útvarpshlust-
endanna nú á dögum, og þó hef-
ir enginn söngmaður verið veg-
samaður meira, fyr nje síðar, en
Enrico Caruso.
Verkefni hans voru að mestu
leyti aríur úr frönskum og ít-
ölskum óperum — sem jafnvel
þá var álitið að væru fyrir að
eins valinn hóp hljómlistarað-
dáenda — og þó var persónu-
leiki hans svo einstakur, og svo
vel tókst honum að túlka til-
finningar sínar fyrir áheyrend-
um, að hann .heillaði áheyrend-
ur af öllum stjettum, og skildi
ekki ósjaldan við þá með tár-
vot augu. Og sjálfur varð hann
fyrir svo sterkum áhrifum, að
fyrir kom, að hann hágrjet í
búningsherbergi sínu að af-
loknum söng sínum.
Metropolitan óperan var auð-
vitað aðal-leiksvið hans, en
frægð hans var jafn mikil í öll-
um höfuðborgum heimsins, frá
Buenos Aires til Moskva. Fólk
þyrptist í kringum hann, hvar
sem hann fór. Þegar hann kom
inn í veitingahús, stóð það upp
og hyllti hann. Til þess að forð-
ast þessi fagnaðarlæti, matað-
ist hann heima hjá sjer, eða
borðaði á ódýru matsöluhúsi og
eyddi þar tímanum á eftirmið-
daginn, með því að spila á spil
við forstöðumann þess. — Hann
fjekk gjafir með hverjum pósti
— sælgæti, matvæli, skartgripi, '
saumaðar myndir af sjálfum
sjer.
Vörur báru nafn hans.
VERSLUNARVÖRUR í þús-
undatali báru nafn hans. Enn
eru til veitingahús, sem köll-
uð eru Caruso. Einhver fann
upp á því, að kalla veðhlaupa-
hest Caruso, og söngvarinn
veðjaði á hann tíu dollurum, í
hvert skifti og hesturinn tók
þátt í veðreiðum. Hann tapaði
alltaf.
Hvað fjárhag hans viðvíkur,
setti Caruso met, er aldrei hef-
ir verið slegið. Honum áskotn-
aðist þetta fje eingöngu með
söng sínum og því, sem hann
fjekk fyrir að syngja inn á
hljómplötur. Hann fór aldrei
fram á meir en 2500 dollara
fyrir söng sinn hjá Metropoli-
tan, en í Kúba fjekk hann 10
þúsund dollara fyrir eina söng-
skemtun og í Mextico 15.000 —
met, sem enn stendur óhaggað.
Fyrir að ferðast um Suður-
Ameríku í tvo mánuði fjekk
hann 250.000 dollara, og með-
an hann lifði, vann hann sjer
inn tæpar 10.000.000 dollara. —
Síðan hann andaðist fyrir 25
árum síðan, hafa greiðslur fyr-
ir hljómplötur hans stöðugt
streymt inn. Fyrir jól 1943, gaf
Victor hljómplötufyrirtækið út
18.000 möppur af Carusoplöt-
um og seldi þær á 10 dollara
hverja. Þær seldust upp á svip-
stundu.
Vinsældir hans voru að nokk
uru leyti að þakka persónuleika
hans. Hann var tilgerðarlaus og
hjartanlegur í viðmóti og fólk
tilbað hann.
Kvöid eitt, er hann var stadd
ur í Brussels, heyrði hann há-
vaða fyrir utan gluggann í bún-
ingsklefa sínum. Caruso opnaði
gluggann og sá þúsundir rauna
mæddra manna standa fyrir ut-
an, vegna þess, að þeim hafði
ekki tekist að fá aðgöngumiða
keypta. Söngleikarnir, sem í
hönd fóru, voru íburðarmiklir
og nokkrir meðlimir konungs-
fjölskyldunnar ætluðu að vera
viðstaddir. Caruso hugsaði sig
um augnablik og söng svo fyrir
fólkið á götunni ailar helstu
aríur óperunnar, sem hann átti
að syngja á leiksviðinu.
Gjafmildi hans var mikil.
DAG nokkurn, er hann var
a3 árita ávísanir fyrir meira
en 200 manns, sem hann veitti
aðstoð, sagði konan hans: „Það
getur ekki verið, að allt þetta
fólk eigi þetta skilið“. „Þetta
er satt hjá þjer, Doro“, svar-
aði hánn, „en það er ómögulegt
að segja, hvað þeirra á þetta
skilið og hvað ekki“.
Morgun einn var hann á gangi
með Bruno Zirato, einkaritara
sínum. — Þeir voru um þessar
mundir staddir í Cleveland.
„Þetta er ekki rjettmætt“, sagði
bann allt í einu. „Við komum
hingað, tökum peninga okkar
— og förum svo burt. — Við
verðum að láta eitthvað af
þeim vera eftir hjerna“. Svo
vildi til, að þeir voru í þessu
að gangá fram hja glervöru-
sýningu í verslunarglugga.
Caruso þaut inn, keypti allán
varning verslunárinnar og sendi
það til New York með þeim
fyrirmælum, að því skildi skift
á milli hinna þurfandi vina
sinna. Eftir þetta, tókst honum
ætíð einhvern veginn að skilja
eftir hluta af sönglaunum sín-
um, í borgum þeim, sem hann
hjelt hljómleika í.
Er Caruso stóð á hátindi
frægðar sinnar, var hann í
meðallagi hár, feitlaginn og far
inn að missa hárið. Hréinlæti
hans var fram úr öllu hófi.
Hann baðaði sig tvisvar á dag
og fór yfir músik sína, meðan
hann var í baðinu. Hurðin var
opin, og í fremra herberginu
spilaði sá, sem Ijek undir fyrir
hann, helstu lögin, sem hann
hafði til athugunar í augna-
blikinu. Á hverjum mórgni ljet
hann raka sig og nudda og
hreinsa neglur sínar, og enn
ljek einhver næsta sönghluW
verk hans á píanóið.
Hann gat alls ekki liðið þá,
sem ekki voru eins hreinlegir
og hann sjálfur. Hann kvart-
aði undan því, að þurfa að
leika ástarhlutverk á móti léik-
konu nokkurri: „Það er hræði-
legt,“ sagði hann, „að syngja
með fólki, sem baðar sig ekki,
en að sýna geðshræringu, þeg-
ar maður leikur á móti andfúl-
um kvennmanni, er algerlega
ómögulegt!“
Átti að vera vjelsmiður.
ENRICO fæddist í Napoli í
Ítalíu og var sonur fátæks vjel-
smiðs. Hann gekk aðeins í nokk
ur ár í skóla. Faðir hans vildi
að hann tæki upp iðn sína, og
með því að nota vöndinn öðru
hvoru, tókst honum að fá hann
til að vinna svolítið. En Caruso
vildi aðeins eitt, að verða söngv
ari. Móðir hans var þar aðal
stuðningsmaður hans.
Fyrsti reynslusöngur hans
hjá söngkennara bar ekki góð-
an árangur. Professorinn, Gugl-
ielmo Vergine hjet hann, sagði
við hann, er hann hafði lokið
söng sínum: ,,Það er eins og
að heyra hvininn í gluggun-
um, að heyra þig syngja.“ En
Caruso fjekk leyfi til að vera
þarna áfram og hlusta á kensl-
una. Um fátækt síná hafði hann
eftirfarandi að -segja konu
sinni:
„Svörtu fötin mín voru orðin
græn, svo jeg keypti flösku
af lit og litaði þau, áður en jeg
fór í skólann. Jeg bjó mjer til
skyrtubrjóst úr pappír, svo jeg
liti vel út. Jeg þurfti daglega
að ganga langa leið, til þess að
komast í skólann, og skór kost-
uðu peninga, svo jeg söng í
giftingaveislum og við jarðar-
farir, og hafði nóg upp úr þessu,
til að geta keypt mjer eina skó.
Sólarnir voru úr pappa. En jeg
var kominn hálfa leið til kenn-
arans, kom rigning. Þegar jeg
kom þangað, settist jeg hjá ofn-
inum, til að þurka þá. Þeir und-
ust upp og jeg gekk berfættur
heim.“
Að fyrsta skólamiserinu1
loknu, komu prófin, og Caruso
þrábað kennarann að leyfa sjer
að taka þátt í þeim. Signor
Vergine játaði það, að honum
hefði farið fram, en var þó
ekkert sjerlega hrifinn. Þó út-
vegaði hann Caruso einu sinni
eða tvisvar vinnu, og loks starf
við farandsöngleikahús, til að
fylla upp í skarðið, þegar aðr-
ir söngvarar voru forfallaðir af
einhverjum ástæðum.
Fyrsti sigurinn.
DAG einn komu þeir til bæj- |
ar, þar sem Caruso átti kunn- '
ineja. Þar sem hann þóttist þess
næstum viss, að hann mundi
ekki þurfa að koma fram, slóst
hann í för með þessum vinum
sínum og þeir þömbuðu saman
vín og sungu gamla ítalska
söngva.
Enrico var farinn að finna
á sjer, þegar sendiboði kom til
hans og sagði að hann ætti að
syngja, því að tenorinn hafði
loksins orðið veikur. Caruso
flýtti sjer til leikhússins. Hann
söng vel, .en forstöðumönnun-
um til leiðinda og áhorfendun-
um til ánægju, rakst hann á
meðleikendur sína, hrasaði hvað
eftir annað og kom yfirleitt
öllu í uppnám. Áhorfendur velt
ust um af hlátri og hrópuðu
„Ubriaco“, eða fyllibytta.
Forstöðumaður leikflokksins
rak Caruso strax og þættinum
var lokið, og það var niðurlút-
ur 19 ára unglingur, sem sneri
aftur til herbergis síns. Hann
hafði misnotað fyrsta tækifæri
sitt. En sendimaðurinn kom á
ný hlaupandi og sagði honum
með töluverðu handapati, að
áhorfendur hefðu klappað hinn
tenorinn niður og hrópuðu há-
stöfum á Umbriaco. Caruso
sneri aftur til söngleikahúss-
ins og vakti óhemju hrifningu.
Eftir þetta gekk honum allt
betur. Næstu tíu árin varð hann
einn af þekktustu óperusöngv-
urum Ítalíu, og söng í mörg-
um löndum Evrópu. En þá var
honum boðið að syngja hjá
Metropolitan óperunni í New
York, og kom fyrst fram í
óperunni Rigoletto.
„Góður söngvari,“ sagði Car-
uso einu sinni, „verður að hafa
mikla brjóstvidd, stóran munn,
90% minni, 10% gáfur, leggja
hart að sjer og vera tilfinninga-
næmur.“ Hann var sjálfur
gæddur þessu öllu. Brjóst hans
var ákaflega stórt og hann gat
þanið það út um níu þuml-
unga.
Caruso fylgdi ákveðnum regl
um, áður en hann gekk fram á
leiksviðið. Fyrst skolaði hann
munninn með heitu saltvatni,
síðan tók hann örlítið af sænsku
neftóbaki í nefið, til að hreinsa
nasirnar. Að því loknu fjekk
hann sjer eitt staup af wisky,
glas af vatni og loks einn fjórða
partinn af epli. í vasana stakk
hann tveimur smáglösum af
heitu saltvatni, til að nota, ef
háls hans ylli honum erfiðleik-
um meðan á söngnum stóð. Þeg-
ar það kom fyrir, sneri hann
baki í áheyrendurna, drakk
fljótlega úr öðru glasinu og
hjelt áfram söng sínum án þess
að nokkur áheyrenda hefði tek-
ið eftir þessu.
Var illa við gagnrýni.
GAGNRÝNI kom~ætíð illa
við Caruso. Þegar gagnrýnend-
ur í Boston ljetu illa yfir einni
söngskemtun hans, sór hann
þess eið, að syngja þar aldrei
aftur. Hann stóð við þetta. Þó
var hann oftast í ákaflega góðu
skapi. Hann hafði mikla ánægju
af öllu gamni, og sumar skrítl-
ur hans eru ógleymdar enn í
dag. Eitt sinn, er verið var að
sýna óperuna Tosca, beygði
Antonio Scotti sig, til þess að
taka pensil, sem lá á gólfinu
— og fann hann gat ekki hreyft
hann. Caruso hafði neglt pens-
ilinn við gólfið.
Dav'd Ewen segir frá smá-
hendingu, er kom fyrir, er
Caruso og Geraldine Farrar
sungu saman á hljómplötu lag
úr óperunni Madame Butterfly.
Þetta var erfitt og langt verk,
og Carusö brá sjer yfir á næsta
bar sjer til hressingar. Þegar
hann kom aftur og byrjaði að
syngja með Farrar, breytti hún
ljóðlínu sinni að gamni sínu og
söng, ,,Ó, þú hefir fengið. þjer
einn gráann!“ Og Caruso svar-
aði í næstu línu, „Nei — jeg
hefi fengið mjer tvo gráaf’
Hljómplötusafnarar sækjast nú
mjög eftir þessari fágætu plötu.
Einhver fallegasti þátturinn
í hinu einkennilega lífi hans
er ef til vill bundinn giftingu
hans. Hann var 45 ára gamall
og á hátindi frægðar sinnar, er
hann mætti Dorothy Park
Benjamin. Dorothy var feimin
stúlka, rúmlega tvítug og hafði
nýlokið námi í klaustursskóla.
Hann.bað hennar og hún tók
bónorði hans, þrátt fyrir mót-
stöðu hinnar þröngsýnu fjöl-
skyldu hennar.
Hamingjusamt hjónaband.
HIÐ stutta þriggja ára hjóna-
band þeirra var einstakt.
Hversu hamingjusöm þau voru,
ber bók sú með sjer, er hún
ritaði um lif hans, og þó er
þetta jafnvel enn ljósara á brjef
um þeim, sem hann skrifaði
henni. Þessi brjef eru sjerstök
í sinni röð, átakanlega falleg,
og það, að þau eru rituð á
bjagaðri ensku, eykur jafnvel á
fegurð þeirra.
Hjónin lifðu rólegu lífi í íbúð,
sem þau höfðu til umráða á
hóteli í New York. Caruso forð-
aðist það, að fara mikið út, því
honum leið illa innan um fjöl-
menni. Þau sátu því oft heima,
hann með gullspangargleraugu
að líma inn frímerki sín og
blaðaúrklippur og hún að lesa.
Oft kom það fyrir, að hann yrði
svangur, og fór að líða að mið-
nætti, en þá sendi hann eftir
brauðsneið og steikarögn. Hann
skar brauðið sundur í miðjunni,
ljet ketið á milli sneiðanna og
borðaði það þannig.
Þegar Caruso var boðið í
samkvæmi, sendi hann hús-
freyjunni ætíð brjef. og skýrði
frá því, að hann yrði að sitja
næstur konu sinni. „Segðu
henni,“ sagði hann þeim, sem
fór með brjefið, „að jeg hafi
giftst konunni minni, til þess
að geta verið henni nálægur.
Ef jeg get ekki sitið hjá henni,
kýs jeg heldur að vera héima.“
Veikist á leiksviðinu.
I desember, 1928, er Caruso
Ivar að syngja aríu í fyrsta
þætti óperunnar L’Elisir
d’Amore, sprakk æð í hálsi
hans. Hann krafðist þess, að
halda áfram, þar til þættin-
um væri lokið. Frjettaritari
New York Times skýrði þannig
frá þessu í blaði sínu:
„Hann hafði fleygt frá sjer
hinum rauðlitaða vasaklút sín-
um, og meðleikendur hans not-
uðu alslags brögð til að nálgast
hann hver á fætur öðrum og fá
honum klúta sína. Hann notaði
þá hvern á eftir öðrum, þar til
þeir voru orðnir rauðir af blóði,
en öðru hvoru sáust litlir blóð-
blettir á vörum hans.“
Kona hans sat á fremsta bekk
og grátbað hann að yfirgefa
leiksviðið.
Á aðfangadagskvöld tók hann
til starfa við Metropolitan óper-
una, en veikindi hans báru
hann á ný ofurliði. Hann gekkst
undir sjö uppskurði, en gat
aldrei sungið aftur. Um sum-
arið næsta ár sigldi hann til
Napolí. Þar andaðist hann í
Framh. á bls. 8.
i