Morgunblaðið - 19.02.1946, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 19.02.1946, Qupperneq 12
VEÐURUTLITIÐ. Faxaflói: CARUSO, söngvarinn heims- Vesían rok. — Jeljaveður. Þriðjudagur 19. febrúar 1946 frægi. — Sjá grein á bls, 7. Aðalfimdur Blaða- mannafjelags fslands AÐALFUNDUR Biaðamanna fjelags íslands var haldinn s.l. sunnudag. og gaf fráfarandi stjórn skýrslu um störfin á síð- asta stjórnartímabili, en stjórn Menningarsjóðs fjelagsins gaf skýrslu um hann. Síðan var gengið til stjórnar- kosninga, og var Hersteinn Pálsson kosinn formaður, en meðstjórnendur voru kjörnir I þessir: Jens Benediktsson, Jón Magnússon, Jón Helgason o^ Jón Bjarnason. Stjórn Menningársjóðs var' endurkosin, en í henni eru Jón Kjartansson, Jón H. Guð- j mundsson og Sigfús Sigurhjart- j arson. Meðlimir í fjelaginu eru nú 47 að tölu. Annað kvöld verður hið vinsæla leikrit Skálholt sýnt í 25. skifti. — Síðan Leikfjelag Reykjavíkur sýntli Gullna hliðið, hefir ekki verið jafn ör aðsókn að nokkurri lciksýningu fjelags- ins og þessari. Og viðtökur leikhúsgesta hafa verið að sama skapi góðar, sem aðsóknin hefir verið mikil. — Myndin hjcr Fertugada Austfirð- ingamótið haldfð si. laugardag HIÐ ÁRLEGA Austfirðinga- mót var haldið að Hótel Borg sJ. laugardag. Haukur Eyjólfs- son, formaður fjelagsins, setti hófið og stjórnaði því. Gat hann þess, að þetta væri fert- ugasta Austfirðingamótið. sem haldið væri hjer í Reykjavík. Jón Hermannsson úrsmiður, sem er einn af brautryðjendum Austfirðingamótsins, skýrði frá sögum þess í stórum dráttum. Frá því það var fyrst haldið, héfír það farið fram árlega, að undanskildu einu ári, er það fjell niður. Jón Hermannsson er fyrsti og eini heiðursfjelagi Austfirðingafjelagsins í Rvík. Þá las Jón Ólafsson lögfræð- ingur upp kvæði, er Jón Ólafs- son, ritstjóri og skáld, orkti í tilefni fyrsta Austfirðingamóts ins- — Næst söng barnakórinn Sólskinsdeildin undir stjórn Guðjóns Bjarriasonar. Hafði kórínn boðist til þess að syngja á Austfirðingamótinu í þakk- lætisskyni fyrir framúrskar- andi móttökur, sem hann fjekk í för um Austurland s.l. sum- ar. — Valdimar Björnsson, blaðafulltrúi, flutti minni Aust urlands, Ragnar Stefánsson, majór, söng einsöng og dr. Sig- urður Þórarinsson flutti minni kvenna. Var þeim öllum tekið með miklum fögnuði sam- kvæmisgesta. — Þá flutti Eenedikt Gíslason frá Hofteigi frumsamið kvæði og áður en staðið var upp frá borðum mint ist Haukur Eyjólfsson fóstur- jarðarinnar. — Að lokum var dans stiginn fram eftir nóttu. Var höfið hið ánægjulegasta og fór vel fram. LÍTILL GRÓÐI New York: Þjófur einn í Portland bauðst kurteislega til þess að halda á tösku fyrir kónu eina, hljóp svo burt með hana. Ekki varð honum um sel, er hann opnaði töskuna og fann í henni dauðan hund. að ofan er af þeim Regínu Þórðardóttur í hlutverki Ragnheiðar og Þorsteini O. Stephensen, sem leikur Brynjólf biskup. Aukið eifirlil með byggingar fram- kvæmdum ríkisins JÓN PÁLMASON flytur frv. um byggingareftirlit ríkisins og var til 1. umr. í Nd. í gær. Með frv. er lagt til að kom- ið verði á fót stofnun, er nefn- „Byggingareftirlit ríkisins“, á hún að hafa eftirlit með bygg- ingarframkvæmdum ríkisins, gera kostnaðaráætlanir og hafa eftirlit með, að allar slíkar bygg ingar sjeu vel og haganlega gerðar og eigi til þeirra eytt meira fje en þórf krefur. Einnig skal byggingaeftirlitið hafa eft- irlit með viðhaldi húseigna rík- isins, hvar sem er á landinu, svo og öllum breytingum, sem gerðar verða á þeim. Flm. kvað frrv. þetta flutt vegna þess, að eftirlit með bygg ingarframkvæmdum ríkisins væri allsendis ófullnægjandi og jafnvel væri í sumum tilfellum ekkert eftirlit. Eysteinn Jónsson gagnrýndi frumvarpið og taldi það van- traust á húsameistara ríkisins. Flm.' skírskotaði til greinar- gerðar, þar sem ætlast er til að húsameistari ríkisins teikni áfram húsin, sem hingað til, en byggingareftirlitið hafi eftirlit með framkvæmdum. — Leiða mætti rriörg rök að því, að eytt hefði verið rríiklu fje að óþörfu, vegna ófullnægjandi eftirlits. Þetta frv. miðaði að því, að bæta úr þeirri aðkallandi þörf að koma í veg fyrir að miklu fje sje kastað á glæ vegria þekk ingar- og eftjrlitsleysis. Frv. var að lokinni umræðu vísað til allsherjarnefndar. Skólafrumvörpin um fræðslu barna og um gagnfræðanáiri voru og til umræðu og fóru bæði áfram, hið fyrra til Ed. en hið síðara til 3. umræðu með þeim breytingum, sem menta- málanefnd hafði gert á þeim. Veðurafhuganir sendar úl kl. 6 árd. KLUKKAN 6 fyrir hádegi í dag og framvegis á sama tíma, sendir loftskeytastöðin veður- fregnir, á mæltu máli, á 1087 bylgjulengd. Eru það athuganir er gerðar hafa verið í 8 veður- athugunarstöðvum kl. 5 síðdeg- is. Stöðvarnar eru þessar: Reykjavík (flugvöllurinn), Hell issandur, Horn, Akureyri, Dala tangi, Hólar í Hornafifði, Stór- höfði í Vestmannaeyjum og flugvöllurinn á Reykjanesi. Aðaifundur Iðju AÐALFUNDUR Iðju, fjelags verksmiðjufólks, var haldinn á sunnudag. Formaður fjelagsins gaf skýrslu fjelagsstjórnar fyr ir síðasta starfsár. — Þá gerði gjaldkeri grein fyrir fjárhag fjelagsins. Að þessu loknu fór fram kosning stjórnar. Formað ur Björn Bjarnason var endur kosinn. Varaformaður Pjetur Lárusson, Halldór Pjetursson ritari og Guðlaug Vilhjálms- dóttir gjaldkeri. — Meðstjórn- endur voru kosin þau Guðrún Sveinsdóttir, Arngrímur Ingi- mundarson o'g Ingibjörg Jóns- dóttir. Breiar senda mafvæli III ÞýsSta- lands London í gærkveldi: UNDANFARNAR 3 vikur hafa Bretar sent eftirtaldar matvör- ur til Þýskalands: 14 þúsund smálestir hveitis, 18.000 smál. af rúgi og 2300 smálestir af öðr- um matvælum. Munu Bretar halda þessum sendingum áfram því skortur er afskaplegur hvar vetna í Þýskalandi. — Reuter. Rannsókn á beislun gufuorkunnar Borað eftir gufu, heitu og köldu vatni og jarðlög rannsökuð SÍÐAN í fyrravor hefir starfað deild við rafmagnseftirlit ríkisins, sem haft hefir jarðboranir með höndum. Hefir aðallega verið borað eftir heitu vatni, kælivatni fyrir frystihús og gufu og ennfremur hafa jarðlög verið rannsökuð. Rannsóknarráðið annaðist jarðboranir áður. Blaðamönnum var í gær boð ið að kynna sjer þeesar böran- ir. Fóru þeir í fylgd með þeim Gunnari Böðvarssyni verkfræð ingi, Svavari Hermannssyni efnafræðingi og Agnari Guð- mundssyni yfirverkstjóra, að Reykjakoti, Selfossi og Sogi. Jarðboranadeild rafmagns- eftirlitsins hefir alls 6 bora til umráða, og er unnið með þeim öllum að staðaldri. 5 þeirra eru nú hjer sunnan lands, en einn norðan. Eru 2 þeirra höggborar, en hinir snúningsborar með1 demantsflisum á endunum. Hafa þeir reynst ágætlega. — Borað hefir Verið fyrir heitu vatni í Mosfellsdalnum, Hvera gerði, í Laugardælum, austur í Hreppum og við Akureyri. En í Krísuvík og í Reykjakoti við Hveragerði hefir verið borað eftir gufu. — Hefir sel Menta- skólans í Reykjavík í Reykja- koti verið hitað upp frá gufu- hver og ennfremur nokkur gróðurhús, sem þar eru. Ætlun in er að virkja þennan hver og verður fengin til þess túrbína á næsta vori. Að vísu lítil, 40 kw., en góð sem tilraunavirkj- un. Beislun gufuorkunnar. Gunnar Böðvarsson kvað þá, sem að þessu ynnu, hafa mest- an áhuga á gufuborununum og rannsókn á skilyrðum til virkj unar gufuhvera. Hann kvað það myndi miklum mun ódýr- ara, ef sú virkjun tækist, en virkjun fallvatna. T. d-. ef tæk- ist að virkja hverina á Henglin um, Krísuvík og víðar, t. d. á Vestfjörðum. Kvað hann það myndi borga sig að kosta miklu til rannsókna í þessum efnum. Á Italíu hefir gufuorkan ver ið beisluð. Árið 1938 fjekst 66 þús..kw. orka frá gufuhverum, eða um tíundi af allri orku- vinslu þar á landi. Hitaveita á Selfossi. í Laugardælum við Selfoss hefir ein hola, 75 m. djúp, ver- ið boruð. Hefir verið dælt úr henni 6 sek.lítr. af 76 stiga heitu vatni. Er gert ráð fyrir, að það vatn verði notað fyrir hitaveitu á Selfossi. Vegna þess, hve flatt er þarna, er nauðsyn- legt að dæla yatninu upp, en annars gerist þess ekki þörf, þar sem skilyrði eru betri. — Einn sek.lítri af 90 stiga heitu vatni mun á einu ári gilda 25 —30 þús. kr., ef miðað er við núverandi kolaverð. — Gunn- ar gerin annars ráð fyrir, að víðast hvar á landinu muni hægt að fá heitt vatn, ef borað er nógu djúpt. Borað eftir köldu vatni. Eins og áður er getið, hefir verið borað eftir köldu vatni, aðallega kælivatni fyrir frysti- hús. Þannig hafa 9 holur verið boraðar í Keflavík og 5 í Sand- gerði, og verið er að bora eina holu hjerna inni á Kirkjusandi fyrir frystihús Valdimars Þórð arsonar. í Sandgerði var einnig' borað eftir neysluvatni fyrir íbúa þorpsins, en eins og kunn ugt er, hefir verið erfitt að fá neysluvatn á Reykjanesi. . Vestmannaeyjar fá sennilcga vatn. Þá hefir verið ákveðið að bora eftir neysluvatni í Vest- mannaeyjum, en þar er nú ekk ert vatn að fá nema rigningar- vatn. Eru þeir fjelagar í litlum vafa um, að það takist að ná þar í vatn. Yrði það að sjálf- sögðu til stórbóta fyrir eyjar- búa. Gert er ráð fyrir, að byrj- að verði að bora þar eftir hálf- an annan mánuð. Rannsókn jarðvegs. Þá er nú unnið að því nieð tveimur demantsborum að rann saka jarðlögin við Sog með fyr irhugaða viðbótarvirkjun þar fyrir augum. Halldór Stefánssðn endurkosinn for- maður Á SUNNUDAGINN var hald- inn aðalfundur í Rithöfunda- fjelagi Íslands. — Við kosningu stjórnar, var Halldór Stefáns- son endurkosinn formaður þess. Snorri Hjartarson ritari, einnig endurkosinn. Þá^var Sigurður Grímsson kosinn gjaldkeri. —• Hann var kosinn í stað Lárusar Sigurbjörnssonar, er baðst und- an endurkosningu. Meðstjórn- endur voru kosnir þeir Halldór Kiljan Laxness og Sigurður Þórarinsson, er var kosinn í stað Magnúsar Ásgeirssonar. — Hann baðst undan endurkosn- ingu. Fulltrúar fjelagsins í full- trúaráð Bandalags íslenskra listamanna voru allir endur- kosnir, en þeir eru: Halldór Stef ánsson, Halldór Kiljan Lax- ness, Sigurður Nordal, Tómas Guðmundsson og Magnús Ás- geirsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.