Morgunblaðið - 23.02.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.02.1946, Blaðsíða 1
V 16 síður i3. ÉLrgang-ur. 45. tbl. — Laugardagur 23. febrúar 1946 Isafoldarprentsmiðja h.f. Kaupdeilan í Hafnar- firði leyst HSíf fjelst á miðlunartillögu ríkisstjómarinnar SAMKOMULAG náðist í vinnudeilunni í Hafnarfirði snemma í gærmorgun, og höfðu þá deiluaðilar verið á fundum með sátta- semjara ríkisins alla nóttina. Verkfalli Hlífar lauk því á há- degi í gær. Það var í höfuðatriðum miðl- unartillaga ríkisstjórnarinnar, sem samkomulag náðist um. Fá hafnifirskir verkamenn um 6% hækkun á grunnkaupi í al- mennri vinnu, þ. e. tímakaupið hækkar úr kr. 2.40 í kr. 2.55. — Eftir- og næturvinnutaxti hinn sami og áður, þ. e. 50% og 100% hækkun dagtaxta. — Að öðru leyti var samningyrinn ó- breyttur í öllum aðalatriðum. Svo sem kunnugt er, feldf Dagsbrúnarfjmdurinn í fyrra- kvöld að verða við þeim tilmæl- um ríkisstjórnarinnar að fresta verkfallinu til sunnudagskvöld, meðan verið væri að reyna að ná samkomulagi. Þrátt fyrir vitneskjuna um þetta, hjeldu Hafnfirðingarnir áfram samningatilraunum. Og þeir voru að alla nóttina, uns samkomulag náðist um miðlT unartillögu ríkisstjórnarinnar. Samúðarverkföll boðuð. Stjórn Vinnuveitendafjelags íslands barst í gær tilkynning um samúðarverkföll frá 1. mars vegna Dagsbrúnardeilunnar, frá verklýðsfjelögum á eftirtöldum stöðum: Sandgerði, Borgarnesi, Stykk ishólmi, Patreksfirði, ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Húsavík, Fáskrúðsfirði. Ljetu sum fjelögin þess getið í tilkynningunni, að þetta væri gert samkvæmt ósk stjórnar Al- | þýðusambands íslands. \ Hefir stjórn Alþýðusam- ( bandsins því bersýnilega verið j að vinna að því að undanförnu — og það löngu áður en til verk falls koma hjá Dagsbrún, að fá fjelögin út á landi til þess að boða samúðarverkföll. Ólíklegt er, að verklýðsfje- lögin út á landi kunni stjórn Alþýðusambandsins þakkir fyr- ir þessarar aðgerðir, er þau fá vitneskju um alla málavexti, þ. á. m. afskifti ríkisstjórnarinnar af deilunni. IVIiklar æsingar kínverskra stúdenta gegn Rússum Kröfugöflgur og {jöldafundir í (hungklng Chungking í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgunbl. frá Reuter. Eftir Doon Campbell. STÚDENTAR frá mörgum skólum hafa skipulagt miklar hóp- göngur, sem fram eiga að fara á morgun í námunda við bústað rússnesku sendisveitarinnar í borginni, til þess að mótmæla drætti þeim, sem orðinn er á þvi, að Rússar fari með her sinn frá Mansjúríu. Kröfugöngurnar verða farnar á sama tíma og haldið verður hátíðlegt 28 ára afmæli Rauða hersins í sendisveitar- bústaðnum. í dag fóru 30.000 stúdentar í mótmælagöngur gegn Rússum, og hefir aldrei annað eins gengið á hjer í borginni, síðan Japanar gáfust upp. INDVERSKU S JÓLIÐ ARNIRIÞANN VEG AÐ GEFAST UPP Mótmfblasendingar. Stúdentar við Þjóðháskólann kínverska hafa sent mótmæla- skjöl til rússneska sendiráðsins, og einnig til sendiráðs Breta og Bandaríkjamanna, þar sem því er mótmælt, að leynisamningar voru gerðir á Yaltaráðstefnunni og þeim fram íylgt. Einnig hafa stúdentarnir skorað á kínversku stjórnina að slaka ekki hið minsta til við Rússa. Áflog og uppsteytur. Áflog byrjuðu í dag í kjallara blaðábyggingar einnar og bár- ust upp um alla bygginguna og meira að segja upp á þak. Hús- ið varð því nær ónýtt. Enn- fremur var grjóti kastað og slösuðust nokkrir menn. Hundr að prófesorar komu í hópgöngu stúdentanna, og söng allur skar Framh. á 2. síðu Fallið frá ákæru gegn Knuf Hamsun OSLÓ í gær. HINN OPINBERl norski á- kærandi hefir tilkynt, að hann muni ekki krefjast málshöfð- unar gegn Knut Hamsun, rit- höfundinum fræga, en hann var liðsmaður Quislings sem kunn- ugt er. Ákærandi ríkisins tekur fram, að hann muni ekki krefj ast málshöfðunar gegn Hamsun vegna aldurs hans, en hann er nú 87 ára og vegn þess sjeu engar líkur til, að hann fái tækifæri til að endurtaka þjóð- hættulega' starfsemi sína. Læknir, sem fenginn var til að skoða Hamsun, segir að hann sje við góða andlega heilsu. Miklar óeirðir í Bombay í gær LONDON í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá REUTER. HORFUR eru nú taldar sæmilegar á því, að indversku sjólið- arnir, sem uppreisn gerðu á herskipum í Bombay og Karaehi og í landstöðvum í og við þessar borgir, gefist upp á morgun, og hverfi aftur að skyldustörfum sínum. Hafa leiðtogar þeirra hvatt þá til þessa, og einnig leiðtogar úr Kongressflokknum. í Bombay urðu ákafar óeirðir í dag, og varð herlið að skjóta á múginn, sem kveikti í byggingum og rændi. Herlið er nú á verði á göt- unum, og umferðabann í borginni. Er þar tiltölulega kyrt. Rússar fengu dóm- ana þyngda Stokkhólmi í gærkvöldi. FRJETTARITARAR í Hels- ingfors telja, að dómar þeirra Finna, sem ákærðir voru fyr- ir „styrjaidarábyrgð", hafi ver ið mildari í upphafi, en Rúss- ar hafi knúið það fram, að þeir væru þyngdir. Er talið að Ryti, fyhrum forseti hafi upphaflega verið dæmdur í 8 ára fangelsi í stað 10 síðar, en Tanner í 3 ára fangelsi, en ekki 4V2 árs, eins og opinbert var gert. Mikill mannfjöldi var fyrir utan dómhúsið, er hinum dæmdu var ekið burtu, og tóku menn ofan, er þem var ekið framhjá.-— Yfirleitt eru menn í Finnlandi mjög þykkjuþung- ir vegna dómanna og telja rjett arhöld þessi mikinn harmleik. samn- Rússa London í gærkvöldi. FREGNIR, sem Eric Down- town, frjettaritari vor í Moskva símar þaðan í kvöld, herma, að enda þótt engar opinberar fregnir fari af samningaumleit unum Pers'a og Rússa í Moskva, sjeu líkur til þess, að viðræður fari mjög vinsamlega fram. — Persneska sendinefndin hitti Stalin í gærkvöldi og var Mo- lotov viðstaddur. Er talið, að fundur þess ’ hafi verið hinn þýðingarmesti fyrir frafljtíðar- sambúð Persa og Rússa. Ann- að, sem skoðað er til marks um hve vel gangi er það, að í kvöld heldur Molotov yeislu til heið- urs forsætisráðherra Persa í Spiritnovka-höllinni. — Reuter. Brelar mélmæla árásum Egypla London í gærkvöldi.^ BRESKI sendiherrann í Ca- iro bar í dag fram mótmæli bresku stjórnarinnar gegn æs- ingum þeim, sem hafðar hafa verið í frammi í garð Breta undanfarna daga. — í æsing- unum og' viðureignunum 1 gær fjellu 11 menn, en 180 særðust, er ráðist var á breskar herbúð- Forsætisráðherra Egypta lagði í gær svar sitt við mótmælun- um fyrir stjórn sína, og var það samþykt. Verður það afhent sendiherra Breta í Cairo í kvöld. — Herlið er á götunum í Cairo í kvöld. Tjón hefir orð- ið mjög mikið í borginni. DREPNIR í ÆTTARVÍGUM. LONDON: — Þrír Arabar fjellu nýlega i skærum, sem urðu milli tveggja ættflokka Araba, er búa í þorpi einu nærri Nablus í norðurhluta Gyðinga- lands. Bardaginn um Hindoustan. Uppreisnarmenn höfðu á valdi sínu fallbyssubátinn Hin- doustan, og lá hann úti á höfn- inni í Karachi. Breskum fall- hlífasveitum var skipað að ná. skipinu á sitt vald. Skoruðu þær á uppreisn'armenn að gefast upp. -Þeir svöruðu ekki áskor- uninni, og var hafin skothríð á skipið. Skipsmenn skutu á móti af fallbyssum, en brátt voru þær eyðilagðar af skothríð fallhlífaliðsins, og kveikt í skipinu. Gáfust þá skipsmenn upp. Höfðu allmargir þeirra fallið. — Bresk herskip eru nú á leið til Bombay og Karachi. Kveikt í breskum banka. Mikill múgur Indverja rjeð- ist inn í Evrópumannahverfið í Bombay. Voru kornskemmur stjórnarinnar brotnar upp og korninu dreyft út um stræti og eyðilagt. Kveikt var í breskum banka. Herlið skarst í leikinn og varð allmikill bardagi. Alls er talið að 30 menn hafi beðið bana 1 róstunum, en um 500 særst. Leiðtogar Indverja hafa hvatt til þess að hætta uppþotum, sumir, en talið er að kommún- istar og aðrir róttækir vinstri menn rói að óeirðunum. Jinnah, leiðtogi • Múhameðs- manna hefir boðist til að mikla málum. Javamenn óánægð- ir með Hllögur Hollendinga London í gærkvöldi. CHARIR, forsætisráðherra stjórnar þjóðernissinna á Java hefirTátið svo um mælt, að yf- irleitt sjeu allir Javabúar óá- nægðir með samveldistilboð Hollendinga. — Charir rædcli í dag við fulltrúa Breta á Java, Sir Archiþald Clark Kerr. —- Til nokkurra átaka Jiefir kom- ið sumsstaðar á Java í dag, og' var skotið á hollenskar her- sveitir. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.