Morgunblaðið - 23.02.1946, Síða 2

Morgunblaðið - 23.02.1946, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 23. febrúar 194Q Dómur norskra blaða um leik Öldu Möller í „Ósigrinum“ NÝLEGA VAR þess getið hjer í blaðinu að frú Alda Möller, sem leíkur sem gestur við Þjóðleikhúsið í Osló, Gabrielle í „Ned- erlaget“, eftir Nordal Grieg, hafi fengið góða dóma fyrir leik sinn yfirleitt. Nú hafa borist hingað til lands nokkur norsk blöð, þar sem birtir eru leikdómar um leikinn og fer hjer á eftir þýðing úr nokkrum norskum blöðum, þar sem sagt er frá leik frú Öldu. „Verdens gang“ segir: „ís- lenska leikkonan Alda Möller, fór með hlutverk Gabrielle Langvin, sem gestur, og það er furðulegt hve vel henni tókst upp þrát fyrir erfiðleika, sem málið olli henni. En margar leikonur leikhússins hefðu einn ið getað leikið þetta hlutverk vel“. Dómurinn er eftir Hans Hei'oerg. „Norges Handeis og Sjöfarts- ttdende“: „Ein persóna kemst óbrotin genum ósigurinn, hin góða sál leikritsins, sem er sköp uð af anda Grieg sjálfs. — Það er hin ljúfa, yndislega Ga- brielle, með sinn trúfasta konu- hug. fyltan af góðmensku og meöaumkun og af trú. Jáfnvel þegar búið er að stilla henni upp við vegginn, þekkir hún eitt örugt ráð gegn ógnun- um í öllu stríði og kúgun: — Ó.sáttfýsi mannsandans við ó- rjettinn. Með nákvæmum og næmum innileik túlkaði hinn íslenski gestur, Alda Möller, hug og fas Gabriellu“. í Morgenbladet skrifar Carl Fredrik Engelstad: „Hina ungu kenslukonu Gabrielle Langevin ljek hinn íslenski gestur leik- hússins, Alda Möller fallega og innilega, en rjeði varla við að gera persónuna eins mikla, eins og hún var hugsuð frá höfund- arins hendi“. I „Friheten“ skrifar Gidske Anderson: Hlutverk kennslu- konunnar, Gabrielle, ljek ís- lenski gesturinn, leikonan Alda Möller. Gabrielle er ekki heil- steypt hlutverk, hún virkar upp stilt og heldur lagleg um of, en hún getur orðið að þýðingar mestu persónu leiksins, ef rjett er á 'hlutverkinu haldið. Alda Moller gerði nokkru af persón- unni skil, en alls ekki öllu. — En það er nokkuð mikils ætl- ast af leikkonu, sem leikur á erlendu máli, áð hún gefi hlut- verkinu þá snild, sem það út- heimtir. Leikur hennar var hinsvegar svo sannur og hreinn að hún fylti algerlega út í hlut- verk sitt“. Fjölmennur Anglia- fundur AN GLÍUFUNDURINN í Tjarnarcafé í fyrrakvöld var- mjög fjölsóttur. Einar Pjeturs- son stórkaupmaður, formaður Anglia setti fundinn og kynti ræðumenn, en þeir voru tveir: Ivar Guðmundsson ritstjóri sagði frá komu Breta hingað til Reykjavíkur 10. maí 1940. Rakti hann atburði dagsins. Var erindi hans bæði fróðlegt og skemtilegt, og var gerður að því góðúr rómur. H. C. G. Sawyer flugliðsfor- ingi flutti erindi um breska tónskáldið Henry Purchell, sem talinn er vera eitt mesta tón- skáld Breta og hafði meðal ann ars mikil áhrif á Hándel. Ljek flugliðsforinginn nokkrar hljóm plötum með verkum Purchells og útskýrði þau. Mun hljóm- lístarunnendum hafa verið mik ill fengur að hlusta á þetta er- indi flugliðsforingjans, sem hef ir mikla þekkingu á efni því, sem hann ræddi um. Að ræðuhöldum loknum Ýar stiginn dans til klukkan 1 eins og venja er til á Angliafundum. Minningarathöfn um skipverjana á Geir í Keflavík í dag MINNINGARGUÐSÞ JÓN - USTA verður haldin í Kefla- víkurkirkju í dag og hefst kl. 3, um þá, sem fórust með vjel- bátnum Geir í ofviðrinu a dög- unum. Með bátnum fórust 5 manns: Guðmundur Kr. Guðmundsson skipstjóri, Páll Sigurðsson vjel stjóri, Kristinn Ragnarsson há- seti, Ólafur Guðmundsson há- seti og Maríus Þorsteinsson há- seti frá Isafirði. Síra Eiríkur Brynjólfsson að Utskálum messar. *HmH’*H*4***H* ♦!♦♦*♦♦!« tó. I GóBfteppi Ensk gólfteppi væntanleg með næsta skipi. Stærðir frá 2x3 m. til 3x4 m. Þeir, sem vildu y r^panta hjá mjer teppi, gjöri svo vel og hringið í síma 2744. f I i Jón Sívertsen ♦> •:< 5: 1 * A Af írskum æftun ÞETTA er ný kvikmynda- stjarna af írskum ættum, Peggy Cummings að nafni. Hún er ný- komin frá London til Holly- wood, þar 9fem verið er nú að reyna hana í aðalhlutverki í kvikmynd af bókinni, Forever Amber. Sænskur Mk- myndaleföangur ti! S.-Afríku , STOKKHÓLMI: Bráðlega leggur sænskur kvikmynda- tökuflokkur undir forystu Tor- sten Lillienkrone af stað til Suður-Afríku. Á að taka þar fimm stuttar myndir, og verða það frjettamyndir frá ýmsum sviðum þjóðlífsins þar syðra, frá ■ demantanámuvinnu, frá Krúger-þjóðgarðinum og Vict- oria-fossunum. Einnig verður starfsemi sænskra trúboða í Kongo kvikmynduð. — (SIP). Kolaframleiðsla Breia eykst London í gærkvöldi. TILKYNT hefir verið hjer í borg, að kolaframleiðsla í Bret landi hafi orðið allmikið meiri í janúarmánuði s.l., en hún var í desember. — Þykja þetta góð tíðindi. Nokkuð er enn um það, að menn mæti illa til vinnu, en verkamönnum í nám unum- hefir fjölgað töluvert á síðustu vikum. — Reuter. — Chunyking Pramh. af 1. síða. inn: „Skilið aftur norðaustur- hjeruðunum“, en þetta er ætt,- jarðarsöngur, sem áður var sunginn gegn Japönum. Stjórn- in segir ekkert um mál þessi. Stúdentar í allmörgum skól- um hafa þegar gert verkfall. — Stúdentarnir báru spjöld á göngunni í dag, þar sem sagt var að allt stæði kyrt í Man- sjúríu, ekki væri hægt að plægja, ekki versla og ekki læra. Er þetta árangurinn af 11 ára baráttu gegn Japönum?, var síðan spurt. Miðunarsföð á Garðskaga HIN MIKLU sjóslys, sem urðu við Garðskaga fyrir r.okkr um dögum síðan, hafa vakið menn til umhugsunar um, hvort ekki væri mannlegum :mætti fært að draga þar nokk- úð úr. Skipstjórar úr Keflavík, ;Garði og Sandgerði hafa nú þegar sent ríklsstjórninni á- skorun um að setja á stofn og starfrækja miðunarstöð á Garð- skaga, því þeir telja, að á þann .hátt rnegi leiðbeina bátum mik ið og draga úr þeirri hættu, sem þar er sjófarendum falin. Síðan 1943 hafa 7 bátar farist á þessum slóðum og með þeim 59 menn. Þessir bátar eru: Þormóður, Ársæll, Hjörtur Pjetursson, Óðinn, Magni, Ald- an og Geir. Reyndir sjómenn telja, að miðunarstöð og sam- band við land hefði getað orð- ið þessum bátum að miklu liði og ef til vill getað komið í veg fyrir hin hörmulegu slys. Auk þessa hafa margir bátar fengið hættuleg áföll á þessum söniu slóðum, þar á meðal Ægir, Ein- ir, Faxi og Hilmir. Þetta, að fá miðunarstöð á Garðskaga, er gamalt áhugamál sjómanna og mun það vera með því fyrsta, sem þessu máli var hreyft, er Snorri Þorsteinsson skrifaði um þetta all ítarlega grein í blaðið ísland árið 1934, síðan hefir þetta öðru hvoru verið á dagskrá hjá sjómönn- um og atburðir síðustu daga hafa gefið kröfunni um mið- unarstöð nýjan þrótt. Jafnframt áskorun skipstjóranna um mið unarstöð fylgdi krafa um rann sókn á starfsemi veðurstofunn- ar og er talið, að það sje ekki að ástæðulausu. Fundur í fjelagi útgerðar- manna í Keflavík, sem haldinn var síðastliðinn sunnudag, sam þykti einnig einróma að senda ríkisstjórninni áskorun um að starfrækja miðunarstöð á Garð skaga og að skipaskoðun rík- isins tæki upp í reglugerð sína, að svokallaður bárufleygur væri lögboðið öryggistæki 1 fiskibátum. Á sama fundi var einnig kosin nefnd til að eiga viðræður við stjórn Landsíma íslands og fá lagfæringar á hinni mjög svo ljelegu starf- rækslu og aðbúnað á talstöðva leigu til fiskibáta. En aðbún- aður þeirra mála hefir verið mjög ljelegur og rekinn með fullkomnu einokunar sniði. Það er full alvara fiskimanna hjer syðra að láta Landsímanum ekki haldast uppi með það leng ur að draga úr notagildi þessa öryggistæki með framkomu sinni. Vonandi sjer ríkisstjórnin sjer fært að standa með sjó- mönnum í þessum sjálfsögðu kröfum um aukið öryggi, og er þessum málum og lausn þeirra fylgt með miklum áhuga hjer um slóðir. Helgi. SPARIÐ MATVÆLIN. LONDON: — Gandhi hefir nýlega í ræðu skorað á alla Indverja að spara matvæli sem mest: „Verið nískir á matinn“, sagði hann. Hann lýsti því yf- ir, að hann efaðist ekki um, að hvergi þyrfti að vera neyð í heiminum, ef viðskiftin væru eins og þau ættu að vera. Fari3 á skíðum fyrir 4100 árum STOKKHÓLMI: Sænskur bóndi fann nýlega nærri Vil- helmina á Lapplandi, fund, sem hefir vakið óskipta athygli! sænskra fornfræðinga. Um met- er undir yfirborði jarðar í mýri einni, fann hann leyfar af skíði, sem reyndist vera frá tímabilinu milli 1500 og 1200 fyrir Krist. Fundur þessi er ekki sjer- staklega merkilegur vegna þess hve gamalt skíðið er, því fyrir 10 árum fannst í Svíþjóð skíði, Sem er frá því 2000 árum fyrir Krists burð, — en fund- urinn er merkilegur vegna hins, að skíðið sem fannst á dögun- um er einskonar milliliður milli skíða þeirra, sem Lappar hafa notað allt til þessa dags, og hinna norðurskandinavisku skíða, er notuð voru fyrir 4000 árum. Geta má þess að skíði þau, sem Lappar notuðu í fyrndlnni, voru gjörólík þeim, sem nú tíðkast. Annað skíðið var langt, og notað til þess að renna sjer á, en hitt, sem notað var til að ýta skíðamanninum áfram, var stutt og breitt. Það var oft þakið hreindýraskinni, til þess að taka betur við sjer í snjón- um. — (SIP). -___^ ^ ^____ Ólöglegt sð gepa bensín í heitri- húsum VEGNA verkfallsins hafa margir bílaeigendur gripið til þess ráðs að safna að sjer ben- sínbirgðum og geyma þær heima hjá sjer. Jón Sigurðsson slökkviliðsstjóri skýrði Morg- unblaðinu frá því í gær að ben- síngeymsla í heimahúsum, eða nálægt mannabústöðum, geti verið hættuleg, þar sem af ben- síni getur stafað hin mesta eld- hætta. Mesta magn, sem menn mega hafa heima hjá sjer af bénsíni, eru 200 grömm. Þess er vænst að menn fari eftir þessu og ef þeir vilja geyma bensín, að hafa það þá einhversstaðar fjarri mannabú- stöðum, helst á víðavangi. Nauðsynleg er, að slökkvi- liðið viti hvar bensínbirgðir eru geymdar, þar sem það getur verið hættulegt ef slökkviliðið veit ekki af bensínbirgðum, ef eldsvoði verður einhversstaðar í námunda við þær. . Mallaby fjell í bardaga LONDON: — Það hefir nú komið á daginn, að breski hers höfðinginn Mallaby, sem ljet lífið í Batavia í haust og var talinn hafa verið myrtur af Javabúum, fjell í bardaga. —• Mallaby var að reyna að koma ró á lýðinn á torgi einu í borg- inni, og hafc^i reynt að fá hina innfæddu menn til þess að hætfa að skjóta. — Tókst hon- um þetta, en rjett á eftir byrj- uðu ólæti aftur. Ukust þau fljótt og skipaði Mallaby þá hermönnum sínum að skjóta, og tókst þá bardagi. í þessari viðureign fjell Mallaby.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.