Morgunblaðið - 23.02.1946, Síða 12
32
MORÖUNBLAÐIÐ
Laugardagur 23. febrúar 1946
Jóhairn Asmundsson
í DAG er sextugur Jóhann
Ásmundsson Vesturgötu 22 hjer
í bæ.
Hann er fæddúr 23. febr.
1886, að Melstað í Miðfirði í
Vestur-Húnavatnssýslu, sonur
hjónanna Margrjetar M. Bjarna
dóttur og Ásmundar Jónssonar,
er hann bróðir Friðriks Á.
Brekkan rithöf. og þeirra syst-
kina. — Ungur fluttist Jóhann
með foreldrum sínum frá Mel-
stað að Brekkulæk í sömu
sveit, er hann þar síðan ólst
upp, og er oft kendur við á með
al gamalla sveitunga hans. Jói
frá Brekkulæk, eins og hann
var oft nefndur, er þeim hug-
stæður og yljar minningar
þeirra, þá rakin eru spjöld lið-
ins tíma.
Ungan að árum, kallaði þörf
heimilisins og vaxtarþrá hins
tápmikla unglings, hann í vík
ing, 15 ára drengur kvaddi
frændur og vini, slóst í för með
vermönnum, gekk suður hálsa
og heiðar og sefn leið lá til
Suðurnesja. Voru slíkar ferðir
oft svaðilfarir á meðal fullorð-
inna, þrautreyndra karlmanna,
hvað þá unglings.
Þótt sjómenskan í ýmsum
greinum gæfist honum vel, stóð
hugur hans þó meira til mennta,
og aukins fróðfeiks, en það sem
verið hafði upp á að bjóða, enda
kjarni hans sjálfs meira runn-
inn í sambandi við gróanda
íslenskrar náttúru. Hann var
barn sveitarinnar. Gekk hann
á Búnaðarskólann á Hvanneyri
og gerðist búfræðingur að ment
un, hvarf síðan heim til átthag
anna um skeið, vann þá á ýms
um stöðum, meðal annars við
plægingar og fl., er að jarðrækt
laut.
Á þessum árum dvaldi hann
oft á Bjargi, hjá þeim hjónum
Xngibjörgu og Karli, er hann
síðar tók þeirri tryggð við, að
hann taldi þar sitt annað heim-
ili. Fyrir hönd Karls á Bjargi
og fjölskyldu hans vil jeg sjer
staklega við þetta tækifæri,
flytja honum innilegustu þakk-
ir, fyrir órofa tryggð hans og
sextugur
vináttu um runnið æviskeið,
veitta bæði heimili hans og eigi
síst þeim frændsystkkynunum,
Ólöfu og Karli, sem áttu hann
síðan ávalt að, sem vin og
hjálparmann, og hans ágæta
heimili sem athvarf í þeirra
löngu veikindum.
Þótt Jóhann yndi hag sínum
vel í sveitinni og framtíðar-
draumar hans fljettuðust um
batnandi búnaðarháttu og vax-
andi sveitamenning, þá spunnu
atvik og afleiðin örlagaþræði
hans á þann veg, að búseta
hans varð meir í kaupstað en
í sveit. Hjer í bæ hefir Jóhann
verið mætur borgari um mörg
undanfarin ár og nú síðast
starfsmaður á skrifstofum
Reykjavíkurbæjar. — Hann er
kvæntur Hildi Jóhannesdóttur,
hinni mætustu konu, hafa þau
hjón komið upp þremur börn-
um, sem öll eru hin mannvæn-
legustu. — Jóhann Ásmunds-
sori er hægur maður, tryggur og
vinfastur, yfirlætislaus og
greindur vel, fróður um ýmsa
hluti. Þótt skólaganga hans ha.""
ekki verið meiri en tveir vetur
á Búnaðarskóla, hefir hann
numið hin hagnýtustu fræði og
lífssannindi, í öðrum stærri
skóla, ef mætti svo segja, skóla
reynslunnar, og sjálfsmenntun-
ar.
Þeim, sem átt hafa því láni
að fagna, að kynnast þessum
mæta manni, minnast hans nú
á þessum tímamótum í æfi
hans, sem eins hins ágætasta
samferðamanns og gjörhuguls
meðbróðurs. — Því vil jeg mega
shgja, fyrir hönd allra þeirra,
sem meta drengskap og dáð: —
Lifðu heill, Jóhann!
Frændur og vinir minnast
þín í dag, með einlægri ósk
um bjarta framtíð, og þeir megi
njóta ennþá mannkosta þinna
um mörg ókomin ár, því:
Fram til meiri fremdarverka
friðarblys þín loga skær.
Allt hið háa, stóra, sterka
þig styðji jafnan, vinur kær.
Arinbjörn Árnason.
Sexlugur: Ámi
Jónsson, Eskifirði
I DAG á Árni Jónsson, kaup
maður og fyrrum útgerðarmað
ur á Eskifirði, sextugsafmæli.
Um langt skeið hefir hann
dvalið á Eskifirði, starfað þar
og stritað, háð baráttu við ægi
og margháttaða erfðleika, sigið
á og sigrað. Kjarkurinn og
þrautseigjan eru hans aðals-
merki.
Eins og svo margra annarra
hefir líf hans ekki altaf verið
baðað rósum, og á langri leið er
ekki altaf veðprblíða og sól og
sumar. Þar er sambland af
frosti og funa, erfiði og átök-
um. I þeim glímum eru oft mik
ilsverðir sigrar háðir í kyrþey.
Það er svo margt sem fer fram
hjá fjöldanum.
Árni er ekki að æðrast þó á
bátinn gefi í stormum æfinnar,
brosir og segir brandara, og veit
ist ljett að horfa fram.
Þó ýmsir vilji tengja nafn
hans við hæglæti og seinagang
þá stafar það mest af því, hve
lítið þeir þekkja til. — Máske
er það hans gjörhyggli á hverj
um hlut sem því veldur, en að
..thuguðu máli ér Árni enginn
eftirbátur framfaramannanna
er svo eru nefndir og niðurstöð
ur hans oft bjargfastari en
flysjungsháttur sumra þeirra
er framfaranafn bera. — En
hvað um það. Árni er drengur
góður og vill sveitar sinnar og
lands gagn af heilum hug. Mál
efnum sjómannanna er hann
altaf fús að ljá hjálpandi hönd.
Hann er ekki hvarflandi í
skoðunum, málin hugsuð og nið
urstöðunum fylgt eftir af ósjer
plægni Trúnaðarstörfum hefir
hann gegnt og er nú fulltrúi
Sjálfstæðismanna í skólanefnd,
og varafulltrúi í hreppsnefnd.
Óska jeg honum alls góðs á
komandi tímum, og munu marg
ir vinir hans undir þá ósk taka.
Á. H.
Happdrætti Háskóla íslands.
Athygli skal vakin á því, að
dráttur í 2. flokki happdrætt-
isins fer fram á mánudag, en
þann dag verða engir miðar af-
greiddir.
IMinningarorð um
Guðmund Kr. Guðmundsson
skipstjóra
SJÓRINN TÓK hann eins og
svo marga aðra vaska drengi.
Alla sína æfi var Guðmundur
búinn að beita sjóinn fangbrögð
um, og altaf borið glæsilegan
sigur úr býtum, og svo vel, að
hann var þektur um alt land
fyrir sjerstakan dugnað og at-
orku. Okkur, sem í landi bið-
um fanst það sjerstaklega ótrú-
legt að nokkuð gæti verið að
hjá honum Guðmundi Kr., við
áttum bágt með að sætta okkur
við að þessi lífsglaði, þróttmikli
maður hefði tapað orustunni og
vildum ekki trúa því fyr en flak
úr bátnum hans bar að landi.
Ef til vill hefði Guðmundur
sjálfur kosið sjer þennan enda
á æfi sinni, en bara ekki svona
fljótt. Hann átti svo mikið þrek
og átti svo margt eftir a<> gera
og til hans stóðu svo miklar
vonir — nú verðum við að láta
okkur nægja minninguna um
manninn, um sjómanninn og
hinn glaða og reifa vin í vina-
hópi. Við horfum með söknuði
út á hafið þar sem skipstjórinn
og drengjasveit hans hafa geng
ið til hinstn hvíldar hjá stjett-
arbræðrum sínum, og við skilj-
um betur alvöru og þýðingu
þess starfs sem sjómennirnir
inna af hendi.
Guðmundur Kr. var sjómað-
ur, Hann var búinn að stunda
allar aðferðir íslenskra veiða og
ávalt með dugnaði afburða-
mannsins, hvort sem hann vann
fyrir sjálfan sig eða aðra og
jafnan þóttu ráð hans góð og
hans álit mikils virði. Guð-
mundur var óvæginn og djarfur
maður, hvort sem hann átti
skifti við sjó eða menn, en
drenglund var yfirskrift allra
hans gerða og góðvild til manna
og málefna komst alltaf að
þrátt fyrir erfiði og annir hins
daglega lífs. Fjelagslíf sjettar-
innar ljet Guðmundur mikið til
sín taka og var hann formaður
skipstjórafjelagsins hjer og
naut þar mikils álits og trausts.
Það er ekki hól um látinn
mann, þó sagt sje um Guðmund
að hann hafi verið fyrirmyndar
heimilisfaðir, einstakur höfðr
ingi, enda átti hann þar sam-
hentan samverkamann, þar sem
kona hans, Ingibjörg Benedikts
dóttir, er. Höfðingslund Guð-
mundar fjekk vel að njóta sín
við hennar hlið og í sameiningu
tókst þeim að skapa eitt hið
mesta fyrirmyndarheimili hjer
um slóðir. Við tökum innilegan
þátt í sorg og missi þessa heim-
ilis.
Guðmundur lætur eftir sig 2
uppkomna syni og unga dóttur.
Synir hans báðir hafa tekið upp
merki föður síns, þeir eru báð-
ir skipstjórar, annar nú þegár
á sínum eigin bát, en hinn ný-
lokið námi.
í þakklátri miningu verður
nafn Guðmundar Kr. Guð-
mundssonar geymt meðal okk-
ar Keflvíkinga. Við vottum hon
um og drengjunum, sem fylgdu
honum yfir takmörk þessa lífs,
þakljlæti og virðingu. Við biðj-
um heimilum þeirra og vinum
allrar blessunar — við vildum
svo gjarnan bæta þeim missir
«þeirra og sorg, en þar munu
önnur öfl máttugri en við menn
irnir. H.
er slðasti söludagur í 2. £3. Muniðuð endurnýju
HMPPDRÆTTMÐ
OKAV/'OREAAigR';
7~. FOUR... Five VOlTÆ r\ &TART BLAZINÖ
60T Five MQRE $EC0ND& ^
P'TO 6TART BLAZINÖ AWAV ^®
, AT TH05F CQPZj FRANKIEÍ \ M
lN A RAPlD EXCHANöE OF 6H0T$/ FRANKIE FALLO TOi
ONE KNEE ..."DREAMER" 5NOOT& TWE LIQhiT CUTa~
zmmmfflMrnMmmmmmmemmmtsi*** : */a
FíRlNö !!i A FOö OF EA10TI0N
FRANKlE HI& MAR\<
Copr. 1943, King Fcaturo Syndxa>.c. lor. Vt'orKl rml.tj rcscfvcrf
Glámur: Fjórar ... fimm ... nú eru aðeins eftir
fimm sekúndur, til þess að ákveða þig að byrja að
skjóta á lögreglumennina .. . Franki: Jæja, Glámur,
jeg skal byrja að skjóta . . . en ekki á lögregluna ...
Franki skýtur nú á Glám, en hittir ekki. Glámur
hittir Franka, hann fellur á knje, Glámur skýtur
ljósaperuna sundur.