Morgunblaðið - 23.02.1946, Page 16
VEÐURUTLITIÐ. Faxaflói:
Vaxandi NA- og N-átt. Úr-
komulaust að mestu.
FARÞEGAFLUG framtíðar-
innar. — Sjá grein á bls. S.
Laugardagur 23. febrúar 1946
Heimdellingar opna
fjelagsheimili
Ætla að kma upp glæsi-
legum úliskemlisiað
HEIMDALLUR, fjelag ungra Sjálfstæðismanna opnar fyrir
hádegi í dag fjelagsheimili að Njálsgöiu 112, par sem áður var
Hótel Leó. — Lúðvík Hjálmtýsson, formaður Heimdallar skýrði
bíaðinu frá þessu í gær.
tí t iskemtistaöur.
Það er hugmynd okkar,
raeö opnun þessa fjelagsheim
iiis, að afla fjelaginu tekna.1
Þeim verður varið til þess
að koma upp glæsilegum úti-,
skemtistað. Staðurinn verð-j
ur valinn með það fyrir aug-
um. að þar verði sundlaug,
tennis- og knattspyrnuvellir,
skrúð- og skemtigarðar. Þá
verður veitingahús og opið
svæði, sem notað yrði til
hVerskonar samkomuhalda.
— Þetta er æði kostnaðar-j
samt?
Stjórn Heimdallar hefur
rætt tekjuöflun í þessu skyni
ailýtarlega. Okkur þetti ekki
tiltækilegt, að stofna til happ
drættis. Við vorum svrn heppn
ir að komast yfir svonefnda
spilakassa, en þeir eru heið-
arlegt og skemmtilegri fjár-
öflunarleið, en margar aðrar.
Spilakassar þessir verða í fje
lagsheimilinu. Þar geta með-
lirnir Heimdallar lagt fje í
þetta fyrirtæki, allt frá 25
aurum í eina krónu. Þá verða
og seldar þar veitingar. Þá
ligigja og frammi ýmsar aðr-
ar dægradvalir, töfl, blöð og
annað. Það skal tekið fram,
að fjelagið hefir að sjálfsögðu
íengið leyfi viðkomandi yfir-
valda, fyrir þessum spilaköss-
unv Þó með því skilyrði, að
fjelagsmenn og gestir þeirra
hafi einir aðgang að þeim.
Stjórnin væntir þess. að fje-
lagþmenn sæki fjelagsheimil-
ið.
Hijámtýsson þess, ,að sl. tvo
mánuði hefðu 1000 manns
gerst fjelagar í Heimdalli. —
Þetta er tala sem talar sínu
máli.
1!01
flóa
Funda- og skemtanalíf.
— Hvað um funda- ag
skemtanalíf fjelagsins?
Vig höfum við sömu erfið-
leika að etja og önnur fjelög.
Við höfum ekki getað fengið
heppilegt húsnæði. Síðan um
kosningar hefir ein kvöld-
vaka værið haldin, og hug-
mvndin er að halda aðra n.k.
fi rnmtudagskvöld í Tjarnar-
cafe. Að sjálfsögðu lagast
þetta er hið glæsilega hús
Sjálfstæðisflokksins verður
tekið til notkunar, en það ætti
að gera orðið eftir um það bil
inánuð. !
Um fundahöld er það að!
feegja, að síðan um kosning-!
ar hefir enginn fundur verið j
haldinn. Það er þó í ráði að j
jkoma á mælskunámskeiðum
'og verða þau væntanlega
haldin í fjelagsheimilinu, þar
tli betra húsnæði hefur feng-
ist.
ATKVÆÐAGREIÐSLA fór
fram í Nd.' í gær um frv. Pjet-
urs Ottesen um bann gegn
botnvörpu- og 'dragnótaveiðum
í Faxaflóa.
Frumvarpið fer fram á að
banna Islendingum fiskveiðar
með botnvörpum og dragnótum
í Faxaflóa. Sjávarútvegsnefnd
hafði fengið málið til meðferð-
ar og lagði hún til, að frum-
varpinu yrði vísað frá á þeim
grundvelli, að ekki væri fært
að banna íslendingum botn-
vörpu- og dragnótaveiði í
Faxaflóa, fyrr en slíkt bann
næði einnig til útlendinga.
Var samþykt að vísa frv. frá
með 16:9 atkv.
Atkvgr. fór einnig fram um
frv. Jóns Pálmasonar um breyt
ingu á lögum um byggingar-
og landnámssjóð. Frv. fjallar
um að afnema kvaðir á eignar-
rjetti jarðeigna, sem felast í 30.
og 47. gr. byggingar- og land-
námslaganna í tilefni af styrk-
veitingum og lánum til bygg-
inga og nýbýlamyndunar. —
Frv. var samþ. með 17:8 atkv.
Gegn því greiddu atkv. Al-
þýðuflokksmenn, Sósíalistar og
Páll Zophóníasson.
hjer sendiherra
S VÍAR munu ætla að hafa
sendiherra hjer á Islandi frá 1.
júlí n. k., en sem kunnugt er
hafa beir hjer sendifulltrúa
eins og er, og gegnir hr. Otto
Johansson þvi starfi. í sam-
bandi við fregnir um að Jo-
hansson hefði verið skipaður
sendiherra Svia hjer á landi,
sem birtar voru í tveimur
Reykjavíkurblöðunum í gær,
átti Morgunblaðið tal við sendi
fulltrúann og spurðist fyrir' um
hvort fregnir þessar væru
rjettar.
,,Það er ekki rjett, að jeg hafi
verið skipaður sendiherra hjer
á landi. Fregnin um þetta mun
vera þannig til komin, að
sænska ríkisstjórnin hefir lagt
ltillögu fyrir Ríkisþingið um að
sendiherraembætti verði stofn-
að frá 1. júlí n.k. Var búist við
að þessi tillaga kæmi til af-
greiðslu í þinginu í byrjun
marsmánaðar, en það getur vel
verið rjett, að hún hafi nú ver-
ið samþykt.
Að sjálfsögðu er það ekki
þingið, sem veitir sendiherra-
embætti, heldur ríkisstjórnin,
og auk þes er það ekki venja,
að skipun sendiherra í erlendu
landi fer ekki fram fyrr, en
slíkt hefir verið tilkynnt við-
komandi ríkisstjórn og hún
spurð að því, hvort hún vilji
taka á móti útnefningu viðkom
andi manns.
Það hefir því, segir sænski
sendifulltrúinn ,enn ekki verið
ákvéðið hver verður útnefndur
sendiherra Svía á íslandi, þeg-
ar þar að kemur“.
Fyrsti íshski knattspyrnu-
(jáifsrinn fer utan til náms
Karl Guðmuadsson, Fram
er á iörum iil Bretlands
HINN kunni ungi knattspyrnumaður Karl Guðmundsson í
Fram, er á förum til Bretlands, til þess að gerast knattspyrnu-
þjálfari. Hann er fyrsti íslendingurinn, sem fer utan til þess
að kynna sjer þessa hlið íþróttamálanna. Karl hefir lokið prófi
við íþróttaskóla ríkisins að Laugarvatni.
Aö síðustu
gat
Lúðvíg
Mapús Einarsson
láiínn
MAGNÚS EINARSSON fyr-
yer. póstur í Vík í Mýrdal ljest
11. þ. m., og var hjartasjúk-
dómur banamein hans. Hann
verður jarðsunginn í dag frá
Víkurkirkju. Hann varð sjö-
tugur síðla á fyrra ári og var
hans þá getið hjer í blaðinu.
Magnús var einn af fyrstu
borgurum Víkurkauptúns og
varð víðkunnur fyrir ötulleik
og dugnað við ýms störf, bæði
búskap og ferðalög. Hann hafði
póstferðir á hendi all-langa
hríð, einnig var hann ullar- og
kjötmatsmaður í kauptúninu.
Kona Magnúsar, SigUrbjörg
Einarsdóttir (Hjaltasonar) lif-
ir mann sinn ásamt 5 dætrum,
öllum giftum.
Mun Magnúsár lengi minst
þar eystra.
Síðari nælurhljóm-
leikar Elsu Sigfúss
UNGFRÚ ELSA SIGFIJSS
hjelt síðari næturhljómleika
sína í Gamla Bíó í fyrrakvöld.
Húsfyllir var áheyrenda, sem
tóku söngkonunni hið besta.
Á söngskránni voru 12 Ijett
lög eða danslög. Söngur ung-
frúarinnar var með ágætum,
einkum fór hún vel með dönsku
lögin. Varð hún að endurtaka
mörg laganna og syngja auka-
lög.
Jóhannes Þorsteinsson ljek
undir á flygil af mikilli smekk
vísi. Ljek hann einnig einleik
við mikla hrifningu og ætlaði
lófatakinu aldrei að linna, svo
að hann varð að leika aukalög.
Hefir hann enn einu sinni sýnt,
að hann er jazzpíanóleikari,
sem kinnroðalaust gæti komið
fram hvar sem væri.
Uígerð frá Slykk
Frá frjettaritara vorum
í Stykkishólmi.
FJÓRIR þilfarsvjelbátar, auk
smærri vjelbáta stunda nú veið
ar í vetur frrá Stykkishólmi og
hefir afli verið sæmilegur og
stundum ágætur, þegar á sjó
hefir gefið, en gæftir hafa ver-
ið fremur tregar það sem af er.
Fjársöfnunardagur
kvennadelldar
Slysavarnafjelags-
ins
í NOKKUR undanfarin ár
hefir Kvennadeild Slysavarna-
fjelags Islands hjer í bænum
haft sumardaginn fyrstan í
góu — 1. góudag — sem fjár-
söfnunardag, og verður þeim
hætti haldið einnig nú.
Fyrir nokkrum dögum var
hjer Lblaðinu sagt nokkuð frá
starfsemi deildarinnar á liðnu
ári. Sýndi sú frásögn, að deild-
in hefir á þessu eina ári afhent
Slysavarnafjelagi íslands til
eignar tvö strandmannaskýli
með öllum útbúnaði, lagt í
kostnað við að varða veginn frá
þeirri til bygða. Þriðja skýlið er
í þann veginn að verða full-
gert. Auk þess hefir'deildin gef
ið til björgunarstöðvarinnar í
Orfirisey mjög vandaða og vel
útb'úna sjúkrabifreið, og greitt
andvirði hennar, rúmar 27.000
Þetta er ekki lítið framlag á
einu og sama árinu — nokkur
smærri framlög eru ekki talin
hjer — og þó að ekki hafi kostn
aðurinn við skýlin að öllu leyti
fallið á liðið ár, þá er þó svo,
að tekjur þess nema trauðla
gjöldum. Þessvegna er það mik
ið atriði fyrir deildina, hvern-
ig merkjasalan á sunnudaginn
tekst, og hvernig aðsókn verð-
ur að skemtunum þeim, sem
deildin heldur uppi.
Konurnar í Kvennadeild S.
V. F. I. sýna jafnan mikinn á-
huga og ósjerplægni í störfum
sínum í þágu deildarinnar og
telja ekki eftir sjer neina fyr-
irhofn, þegar tilgangurinn er
að vinna að eflingu slysavarn-
anna. Fyrir þann áhuga, ósjer-
plægni og dugnað verðskulda
þær að bæjarbúar taki vel fjár
söfnun þeirra á morgun, og það
því fremur, sem það mál, sem
fyrir verður unnið, er eitthvert
hið mest aðkallandi nauðsynja
mál vorrar þjóðar: slysavarna-
og björgunarstarfsemi, bætt
öryggi þeirra, er bera uppi
framleiðslu landsmanna — og
þar með þjóðarhaginn.-->
Karl mun dvelja í Lundún-
um, og hafa greiðan aðgang að
æfingum og þjálfun knatt-
spyrnufjelaganna þar. Mun
breska knattspyrnusambandið
algerlega sjá fyrir honum, fyrir
atbeina British Council hjer og
Þorsteins Einarssonar íþrótta-
fulltrúa. Ekki vissi Karl gjörla,
er blaðið hafði tal af honum
í gær, hve lengi hann myndi
dvelja í Bretlandi. Er það ó-
ákveðið, eins og er.
Skemtifundur Sjálfstæðisfje-
laganna í Hafnarfirði hefst kl.
8.30 í kvöld í Sjálfstæðishús-
inu.
Karl Guðmundsson.
Með þessari utanför Karls er
stórt spor stigið í þá átt, að við
eignumst sjálfir lærða knaít-
spyrnuþjálfara, eins og flestar
hinar meiri knattspyrnuþjóbir
eiga. Þar sem einn fer, munu
fleyri fylgja. Allir knattspyrnu-
unnendur óska Karli Guð-
mundssyni göðrar ferðar og
glæsilegs árangurs í þágu þess-
arar vinsælu íþróttar hjer.
Ný revýa í
siglingu
MORGUNBLAÐIÐ hefir sann
fregnað að uppsiglingu sje rev-
ýa, sem frumsýnd verður í
næstu viku. Er það Fjalaköttur-
inn, sem stendur fyrir revý-
unni, nú eins og nokkur und-
anfarin ár. Einhver leynd hvíl-
ir ýfir frjettum af revýunni, því.
forstöðumenn Fjalakattarins
hafa verið ófáanlegir til þessa,
að segja Morgunblaðinu frá
hinni fyrirhuguðu revýu. En
ekki þarf að efa að hún verður
góð, því fjalakettirnir eru, sem
kunnugt er, bráðfyndnir menn
og skemtilegir.
Meðal leikenda, verða Harald-
ur Á. Sigurðsson, Alfred And-
rjesson, Emilía Jónasdóttir og
Finnbjörg Örnólfsdóttir.