Morgunblaðið - 10.03.1946, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók
33. árgangur. 57. tbl. — Sunnudagur 10. marz 1946 Ísaícldarprentsmiðja h.f.
Bretar og Frakkar flytja
heri sína frd Libanon
Þrjátíu og þrír menn
ÞVÍ HEFIR vcrið lýst yfir opinberlega í Helsingfors, að
Juno Paasikivi hafi verið kosinn forseti finska lýðveldisins.
Paasikivi tekur við af Mannerheim marskálki, en eins og
kunnugt er, var hann yfirmaður finska hersins í styrjöldinni
gegn Rússum. — Reuter.
Uppsteytur gep
Rússum í Peipsng
London í gærkvöldi.
ALLMIKILL uppsteytur varð
í kínversku borginni Peiping í
gær, er stúdentar fóru fylktu
liði um götur borgarinnar í mót
mæláskyni við setu Rússa í
Manchúríu. Voru í þessum hópi
margir stúdentar, sem flúið
hafa frá Manchúríu suður á
bóginn. Kröfðust stúdentar þess
að Rússar stæðu við loforð sín
um að fara með herina úr
Manchúríu. — Reuter.
— Reuter.
I
London í gærkvöldi.
í NÓTT sem leið kviknaði í
vjelarúmi hins stóra, breska
flugvjelaskips Victorious, þar
sem það lá í höfn í Bretlandi.
Varð eldurinn allmagnaður, en
skipshöfninni og verkamönn-
um úr landi tókst að slökkva
hann, áður en tjón var orðið
mjög mikið. — Talið er, að eld
urinn hafi kviknað vegna bil-
ana á vjelahluta í skipinu.
London í gærkvöldi.
LUNDÚNABÚAR hafa und-
anfarna viku verið að skila
vopnum til lögreglunnar, en
innanríkisráðherrann gaf ný-
lega út skipun um, að allir, sem
ekki hefðu leyfi til þess að eiga
skotvopn, skyldu skila þeim og
sleppa við refsingu fyrir að
eiga þau. Hefir verið skilað
vjelbyssum, fleiri þúsund
skammbyssum, 900 rifflum, en
sumir hafa komið með eld-
sprengjur og handsprengjur.
—• Lögreglan telur þetta góð-
ar undirtektir.
,er
pallur hrynur
London í gærkvöldi.
ÆGILEGT SLYS varð í borg-
inni Bolton í Bretlandi í dag,
er áhorfendapallur á knatt-
spyrnuvelli borgarinnar hrundi.
Palíurinn var þjettskipaður á-
horfendum, er þetta skeði, og
ljetu þrjátíu og þrír menn líf-
ið, en mikill mannfjöldi særð-
ist meira og minna.
Lögregla og slökkvilið borg-
arinnar var hvatt á vettvang,
til að halda uppi röð og reglu
og aðstoða við að bjarga þeim
særðu úr rústunum. Þá var og
gefin út tilkynning, þar sem
skorað var á lækna og hjúkr-
unarlið að ljá aðstoð sína.
Skæruliðar hand-
tebnir í Palesfínu
NÍU breskir fallhlífaher-
menn handtóku í dag þrjá
menn, sem grunaðir eru um að
hafa átt þátttöku í árásum
þeim, sem undanfarið hafa átt
sjer stað í Palestínu. Einn hinna
handteknu var í einkennisbún-
ingi, og í herbifréið, sem hann
ók, fundust töluverðar birgðir
af skotvopnum, skotfærum gg
hermannafötum. — Reuter.
Spánverjar bjarga
flugmönnum
London í gærkvöldi.
HALIFAX sprengjuflugvjel
bresk, sem var á ferð frá Gi-
braltar til Bretlands, hrapaði í
sjó niður út af Spánarströndum
í gær. Var áhöfnin mjög nauðu
lega stödd, þar sem flugmenn-
irnir átta urðu að varpa sjer í
sjóinn í fallhlífum sínum, en
Spánverjar urðu þeirra varir,
sendu út báta og björguðu þeim
öllum. Voru þeir fluttir á land
í bænum San Rocque.
— Reuter.
Samningar Breta og
tgypta endurskoðaðir
Egyplar munu krefjasi þess
aö Brefar fari með her
sinn úr landinu
Cario í gærkvöldi.
SAMNINGAUMLEITANIR munu bráðlega hefjast milli Eg-
ypta og Breta í sambandi við veru breskra hersveita í landinu
og hefir Ahmed Pasha lýst yfir því, að Egyptar setjist að samn-
ingaborðinu ,,án allra takmarkana".
Killard lávarður, sem til þessa
hefir verið sendiherra bresku
stjórnarinnar i Cairo, en er nú
á förum til Singapore, hefir í
sambandi við þetta látið í Ijós
þá skoðun sína, að hann telji
miklar líkur til þess, að þess-
um tveim vinaþjóðum takist
að komast að samkomulagi. —
Sagði hann að Bretar óskuðu
þess eindregið, að Egyptar
fengju algert sjálfstæði, eins
fljótt og auðið væri, og að Bret-
ar mundu ekki hafa her lengur
í landinu en hagsmunir beggja
þjóða krefðust.
Killard ljet þó í ljós nokkrar
áhyggjur vegna þess, að þjóð-
ernissinnar Egyptalands hafa
ekki fengið sæti í samninga-
nefndinni. Hefir borið á ailmik-
illi óánægju út af þessu í Ca-
iro, en þar hófu stúdentar verk-
fall á ný í dag, í mótmælaskyni
við þessa ákvörðun stjórnar-
innar.
Flutningunum verður
lokið í Mars 1947
PARÍS í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgun-
blaðsins frá REUTER.
TALSMAÐUR franska utanríkisráðuneytisins hefir lýst því
yfir að það hafi orðið að samkomulagi, að Bretar og Frakkar
flytji heri sína frá Libanon. Þetta er árangurinn af samkomu-
lagstilraunum, sem farið hafa fram í París að undanförnu milli
Breta og Frakka. í yfirlýsingunni segir, að Bretar hafi skuld-
bundið sig til að hafa flutt allt lið sitt brott úr iandinu eigi síðar
en í júní í ár, en Frakkar munu ljúka við flutninginn á liði
sínu í lok marsmánaðar 1947.
Grískir ráðherrar
segja af sjer
Aþenu í gærkvöldi.
GEORGES KAFANDARIS,
vara-forsætisráðherra
Grikklands, hefir tilkynt
opinherlega, að hann muni
segja af sjer ásamt fjór-
um öðrum ráðherrum, og
að flokkur hans, Þjóð-
veldisflokkurinn, muni
ekki taka þátt í kosning-
um þeim, sem fram eiga
að fara í lok þessa mán-
aðar. Þessi ákvörðun Ka-
fandaris mun standa í
sambandi við orðsendingu
Breta til grísku stjórnar-
innar, þess efnis, að þeir
sjeu því mótfallnir, að hin
um fyrirhuguðu þingkosn
ingum sje frestað.
Verjandi Gðrlngs
kallar ný vilni
VERJANDI Dönitz aðmíráls,
hefir farið fram á það í rjett-
inum í Nurnberg, að skjöl og
skýrslur leyniþjónustunnar og
breska flotamálaráðuneytisins
verði lögð fram í rjettinum. —
Verjandi Görings hefir leitt
fram annað vitni til varnar hon
um, en gert er ráð fyrir því,
að Göring sjálfur fái tækifæri
til að svára til saka, n.k. mið-
vikudag.
Þriðja vitnið, sem verjandi
hans mun kalla, verður sonur
von Brauchitsch hershöfðingja.
Samkvæmt góðum heimildum
er álitið, að hann muni bera
það í rjettinum, að Göring, sem
yfirmaður þýska flughersins,
hafi þrjóskast við að verða við
þeirri skipun Hitlers, að bresk-
ir flugmenn yrðu afhentir
þýsku leyniþjónustunni til yfir-
heyrslu. x
Bretar lána skip.
Bretar hafa lofað að ljá
Frökkum skip til herflutninga
þessara, auk þess sem þeir
munu aðstoða þá á annan hátt,
en sendiherra Libanon í París,
hefir verið falið að láta stjórn
sína vita um þessar ákvarð-
anir.
Talið er víst að stjórnarvöld-
in í Libanon muni ljá alla að-
stoð sína, til þess að þessir her-
flutningar geti farið fram á sem
auðveldastan hátt, og hefir
franska stjórnin tilkynt. að að
hennar áliti geti allar franskar
herdeildir verið horfnar burt úr
landinu, ef stjórnarvöldin þar
sýni nægan samvinnuhug.
I
Frakkar fara sjóleiðina.
Megin ástæoan fyrir því, að
Frakkar hafa talið sig þurfa
lengri tíma til þessara herflutn-
inga en Bretar, er sú, að þeir
munu þurfa að flyjt allt herlið
sitt sjóleiðis, en vegalengdin
frá Beirut til Marseilles er um
1900 mílur. Þá munu Frakkar
og hafa verið búnir að búa bet-
ur um sig þarna en Bretar og
þarnast því meiri tíma til að
flytja burtu hergögn sín og önn
ur tæki.
í nauðungarvinnu
hjá Rússum
London í gærkvöldi.
ÞÝSKUR embættismaður hef
ir lýst því yfir opinberlega, að
Rússar hafi fyrir alllöngu síð-
an flutt töluverðan hluta íbú-
anna í Königsberg brott til
nauðungarvinnu. Fólk þetta er
nú notað til margskonar starfa
í Úral.
Þá hefir mótmælum og verið
hreyft gegn því, að Tjekkar
noti nú 10.000 Þjóðverja, sem
ekki hafi verið í lierþjónustu,
til þrælkunarvinnu í borginni
Saaz í Bæhéimi. — Reuter.