Morgunblaðið - 19.03.1946, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.03.1946, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 19. marz 1946 ffiOBÖUNBLA»IÖ 5. Vinnutími og eftirvinna obinberra starfsmanna ákveðið með reglugerð Vinnutími 35-48 klsf. á viku. FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefir nýlega gefið út reglugerð um vinnutíma starfsmanna ríkis og ríkisfyrirtækja. Er reglugerð þessi gefin út samkvæmt fyrirmælum í lögum um laun starfs- manna ríkisins. Helstu ákvæði reglugerðarinnar eru: Vinnutíminn. Vikulegur vinnutími starfs- fólks hjá ríki og ríkisstofnun- um skal vera, sem hjer segir: I. í skrifstofum, teiknistof- um, við rannsóknarstörf, söfn- in og önnur hliðstæð störf 35 V2 klst. Daglegur starfstími skal vera frá kl. 9—12 og kl. 13—17, með % klst. kaffihlje eða frá kl. 13 ■—16% ef kaffihljei er slept. Á laugardögum er vinnutími að- eins til kl. 12. Afgreiðslu og við talstími skal ekki vera undir 4 klst. á dag (2 klst. á laugar- dögum), yfirleitt á tímanum frá kl. 10—Í2 og kl. 13 V2— 15V2. II. Við önnur innistörf en þau sem talin eru undir I. tölulið, svo sem birgðavörslu, verkstæð isvinnu, vöruafgreiðslu og fram leiðslu hjá ríkiseinkasölu, skal vinnutíminn vera 45 klst. á viku. Daglegur vinnutími skal vera á tímanum frá kl. 8—12 og frá kl. 13—18 alla virka daga, nema laugardaga frá kl. 8—12, með tveim 15 mín. kaffihljeum á staðnum, á laugardögum ein- ar 15 mín. III. Vinnutími loftskeyta- manna og veðurfræðinga skal vera 36 klst. á viku. IV. Vinnutími lögregluþjóna, tollvarða, verkstjóra við úti- vinnu, ráðsmanna, ráðskvenna og hjúkrunarkvenna skal vera 48 klst. á viku. Vinnutími annara starfs- manna skal vera hinn sami og verið hefir, þar til öðru vísi kann að verða ákveðið. Vaktaskifti. Þeir starfsmenn' sem vinna vaktir á sunnudögum eiga rjett á hvíldardegi 1 sömu viku til jafnlengdar og aukafrídaga skulu þeir, sem vinna i vöktum fá bætta með jafnmörgum or- lofsdögum. Þar sem vaktavinna er unn- in skal helgidagavarðskrá sam in fyrir eigi skemri tíma en 1 mánuð í senn og helgidaga- vinna skiftast sem jafnast nið- ur á starfsmenn. Skyldur starfsmanna. Skylt er starfsmönnum að mæta stundvíslega til starfa, hvort heldur að morgni eða eft ir hlje og skulu skrifstofustjór- ar og aðrir yfirmenn starfanna fylgjást með því. -— Sjerhver Btarfsmaður er skyldur til að yinna án endurgjalds eftirvinnu ér svarar að minsta kosti til þess tíma er hann hefir van- rækt starfið og yfirvinna verð- ur því aðeins greidd að hlutað- eigandi starfsmaður hafi áður Bkilað fullum vinnustundafjölda á mánuði hverjum samkvæmt 1. gr. reglugerðar þessarar. Nú sýnir starfsmaður ítrek- aða óstundvísi og vanrækslu í starfi sínu og lætur ekki skip- ast við áminningar yfirmanna sinna og varðar það brottvikn- ing úr starfinu um stundarsak- ir eða fyrir fullt og allt ef mikl ar sakir eru. Yfirvinna. Ef óhjákvæmileg nauðsyn krefur skal starfsmönnum skylt að vinna eftirvinnu, gegn yfir- vinnugreiðslu Á yfirvinnu aðra en þá, sem um getur í 4. gr. skal greitt 50%—100% álag, er ákveðið skal með hliðsjón af fastalaunum starfsmannsins, miðað við 1800 klst. órlegan vinnutíma. AðaHundur Jarð- rækfarfjel, Reykja- víkur AÐALFUNDUR Jarðræktar- fjelags Reykjavíkur var hald- inn á sunnudaginn var. For- maður fjelagsins er Einar Ól- afsson, Lækjarhvammi. Hann hefir haft á iiendi formensku fjelagsins í þrjú ár og var end- urkosinn. Hann gerði grein fyrir störf- um fjelagsins síðastliðið ár. •— Hefir fjelagið haft mikil jarð- ræktarstörf með höndum. Það á tvær dráttarvjelar og fylgir jarðýta annari þeirra, ásamt. öðrum jarðyrkjuverkfærum. Á síðastliðnnu ári var mikil eftirspurn eftir að fá brotið iand :il nýræktar. Var unnið með vjelum Ijelagsins innan lögsagnarumdæmis Reykjavík- ur, en auk þess allfnikið á Bessa stöðum. Brotiu hafa verið garð lönd fyrir nýja smágarða í bæj arlandi m. a. 1 Fossvogi. Jarðræktarfj elag Reykjavík- ur er nú nálægt 60 ára gamalt. Eru fjelagsmenn þess nú rúm- lega 150 að töiu. t stjórn, ásamt Einari Ólafssyni eru Kristófer Grímsson og Tryggvi Guð- mundsson bústjóri á Kleppi. Lv, SipíSur seldur ÓSKAR HALLDÓRSSON, út gerðarmaður hefir selt línuveið arann Sigríður til Grundar- fjarðar. Kaupendur eru nýstofnað hlutafjelag þar, er nefnist h.f. Sigríður. Hinir nýju eigendur hafa tekið við skipinu og nota það til fiskflutninga. Hjerna í Reykjavík keyptu þeir fisk í skipið til útflutnings. Kveðjuhl|6mleikar Guðmundu Elías- dóftur SÖNGKONAN Guðmunda Elíasdóttir heldur kveðju- hljómleika n.k. fimtud., en hún er nú á förum til Dan- merkur til frekara söngnáms hjá frú Dóru Sigurðsson. — Hyggst frúin að leggja stund á óperusöngnám, en óráðið er hvar hún nemur annar- staðar en hjá frú Sigurðsson. Á söngskrá á kveðjuhljóm- leikunum syngur frúin meðal annars Aríur eftir Hándel og Mozart, úr Brúðkaupi Figaros og síðan 3 Norðurlandalög, þar á meðal Solveigs Sang eftir Grieg. Ennfremur syng- ur hún lög úr óperunni Drot og Marsk, og einnig íslensk lög. Kveðjuhljómleikar þessir eru algjörlega á vegum frúar- innar sjálfrar, en áður hefir hún haft tvo hljómleika á vegum Tónlistarfjelagsins, auk þess, sem hún söng í Mess ías eftir Hándel. Frúin segir að dvölin hjer hafi verið sjer sjerstaklega ánægjuleg. Hún hefir í hyggju að koma hingað aftur í sum- arleyfi sínu í sumar, en mað- ur hennar og dóttir verða hjer eftir. Á FUNDI bæjarráðs, var samþykkt að tilnefna.í sumar- dvalarnefnd, af hálfu bæjar- ins, Harald Árnason, storkaup- mann og Katrínu. Pálsdóttur, bæjarfulltrúa. Þá var þess óskað á fundinum að ríkis- stjórnin og Rauði Kross íslands tilnefni fulltrúa í .nefndina. Yfirlýiing í TÍMANUM 17. þ. m. birtist grein með fyrirsögninni: „Fyr- ir luktum dyrum“, eftlr Flilm- ar Stefánsson bankastjóra. Vegna þess að grein bessi er full af dylgium um lokaða fundi á Alþingi, þar sem rædd sjeu utanríkismál, þykir mjer rjett að lýsa því yfir, að á þessu ári (1946), hefir enginn lok- aður fundur verið á Alþingi, nema aðalfundur Þjóðvinafje- lagsins og fundur í Þingmanna- sambandi Norðurlanda, sem hvor um sig stóð í fáar mín- útur. Alþingi 18. mars 1946. Jón Pálmason, forseti sameinaðs Alþingis. Fjárhagsóællun Hafnarfjarðar: Útsvörin í Hafnafirði hækka um rúmlega 37/o frá í fyrra Hafa rúmlega !5 faldasf frá því árið 1939 Frá irjettaritara Mbl. í Hafnarfirði. SÍÐASTLIÐINN þriðjudag var fjárhagsáætlun Hafnar- fjarðar fyrir áiið 1946 lögð fyr- ir bæjarstjórnina til annarrar umræðu. Hafði hún verið rædd í bæjarráði, og þar gerðar nokkrar breytingar á henni, frá fyrri umræðu. og var hún þannig samþykkt óbreytt við aðra umræðu. Tekjuliðirnir skiptast þannig: Tekjur.af fasteignum ................... Fasteignaskattur ....................... Vatnsveitan ............................ Holræsagjald ........................... Þáttaka Hafnarsj. og Rafveitu í stj. kaupst Endurgreiddur fátækrastyrkur............ Elliheimilið ........................... Ráðhúsið ............................... Ýmsar tekjur og endurgreiðslur.......... Stríðsgróðaskattur ..................... Útsvör ................................. 1945 1946 kr. 55.000 55.000 — 60.000 60.000 — 85.000 35.000 — 20.000 20.000 — 10.000 10.000 — 25.000 25.000 — 100.000 100.000 — 60.000 — 110.000 110.000 — 700.000 1.100.000 —2 358.000 3.243.500 Samtals kr. 3.523.000 4.868.500 Eins og sjá má af þessu yfir- liti, eru tekjuliðirnir flestir á- ætlaðir þeir sömu og í fyrra, að undanskildum stríðsgróða- skatti, sem á að hækka úr 700.000.00 í 1.100.000.00 eða um 400.000.00 kr., og útsvör- um sem voru 1945 kr. 2.358.0C0 en eru nú áætluð 3.243.500 kr. og samsvarar það hækkun er nemur meir en 37%. Tekjur af rekstri Ráðhússins áætiað- ar kr. 60.000.00. Gjaldaliðir skiptast þannig: 1. Stjórn kaupstaðarins kr. 1945 181.850 1948 276.800 2. Mentamál: a. Barnaskólinn 185.900 205.800 b. Flensbprgarskólinn — 143.700 211.000 c. íþróttamál: Leikfjel. Hafnarf: o.fl. — 202.4Ö0 330.400 d. Bókasafnið — 19.500 47.000 3. Heilbrigðismál — 24.050 81.900 4. Eldvarnir — 60.500 57.600 5. Löggæsla — 133.500 135.000 6. Alþýðutryggingar 0. fl — 335.000 580.000 7. Framfærslumál — 366.100 403.000 8. Vextir og afborganir lána — 18.000 17.000 9. Til vega, holræsa og vatnsveitu ..... — 500.000 1.000.000 10. Sorp og salerpahreinsun "..... — 45.000 75.000 11. Götulýsing — 17.500 18.000 12. Fasteignir bæjarins — 30.000 30.000 13. Hellisgerði — 10.000 20.000 14. Barnaskólabygging • — 200.000 300.000 15. Hafnargerðin — 400.000 400.000 16. Óviss gjöld — 100.000 130.000 17. Krísuvík — 200.000 300.000 18. Húsmæðraskóli — 50.000 50.000 19. Til bygginga elliheimilis, fæðingar- deildar og sóttvarnardeildar ....:. — 100.000 '200.000 20. Tekjuafgangur — 200.ÖOQ Samtals kr. 3.523.000 4.868.500 ÞEGAR HUNDURINN VAKNAÐI. NEW YORK: — Varðhund- ur, sem gæta átti byggingar einnar í New York, svaf með- an innbrotsþjófar voru að stela þar. Þegar lögreglan kom, vaknaði hann og rjeðist þegar á lögreglumenina. Happdrætti Háskóla íslands. Athygli'skal vakin á auglýs- ingu happdrættisins í dag. I dag er síðasti söludagur og allra síðustu forvöð að endur- nýja, því að cngir miðar verða afgreiddir á morgun. Það er því nauðsynlegt að endurnýja í dag, ef menn vilja halda mið- um sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.