Morgunblaðið - 19.03.1946, Page 8

Morgunblaðið - 19.03.1946, Page 8
8 morgunblaðib Þriðjudagur 19. marz 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frj ettaritstj óri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Gistihúsið FYRIR nokkru var að tilhlutan samgöngumálaráðherra borið fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um byggingu gisti húss í Reykjavík. Þetta frumvarp hefir verið mikið rætt í neðri deild að undanförnu og er nú útlit fyrir, að öfl sjeu að verki í þinginu (og utan?), sem vilja eyðileggja málið. Tilefni þess, að þetta frumvarp um byggingu gistihúss í Reykjavík er fram komið á Alþingi er, að þrír aðilar, samgöngumálaráðherrann, borgarstjórinn í Reykjavík og stjórn Eimskipafjelags íslands ræddu þetta nauðsynjamál innbyrðis og athuguðu hvað hægt væri að gera, til þess að hrinda því í framkvæmd. Þeir komu sjer saman um að byggja í sameiningu vandað gistihús í Reykjavík, sem uppfylti allar helstu kröfur. Skyldi framlag hvers aðila vera fimm miljónir króna, þannig að allur stofnkostnáður yrði 15 milj. kr. Þetta fullkomna gistihús skyldi fyrst og fremst reist með tilliti til erlendra ferðamanna, sem til landsins koma. Ekki getur verið neinn ágreiningur um það, að brýn þörf sje á slíku gistihúsi hjer í bænum. Spurningin er að- eins sú, hvort einstaklingarnir myndu ekki leysa þetta verkefni og því óþarft að ríki og bær færu að blanda sjer i þessar framkvæmdir. Samgöngumálaráðherra vjek nokkuð að þessu í þing- ræðu á dögunum. Hann kvaðst hafa kynt sjer þetta atriði sjerstaklega og fullyrti, að einstaklingar myndu ekki fá- anlegir til að ráðast í byggingu jafn fullkomins gistihúss og hjer væri um að ræða, án mjög rífleg styrks. Taldi því ráðherra að öllu leyti heppilegra, að þessir opinberu aðil- ar stæðu að byggingu gistihússins. Hvað sem þessu líður, er bygging fullkomins gistihúss í Reykjavík svo aðkallandi, að framkvæmdir þola alls ekki bið. Sjeu einstaklingar tilbúnir að reisa jafn full- komið gistihús og hjer er stefnt að, eða jafnvel byrjaðir undirbúning, ættu þeir að gera það heyrim kunnugt. Því að það getur vitaskuld ekki verið neitt keppikefli fyrir þá opinberu aðila, sem hjer eru að verki, að fara í kapp- hlaup við einstaklinga í þessu máli. Aðalatriðið fyrir þá er vitaskuld hitt, að fullkotnið gistihús verði reist hjer nú þegar. Aðeins vitneskja um jafn fulkomið gistihús og hjer er stefnt að, gæti hindrað framgang þessa máls. — Annað ekki. ÚR DAGLEGA LÍFINU Kjötnppbætur. UNDANFARNA DAGA hafa bæjarbúar verið að keppast við að sækja kjötuppbótina sína, eftir stafrófsröð, og nú geta þeir, sem framarlega eru 1 stafrófinu og ekki höfðu tæki- færi til að sækja sína uppbót, vitjað hennar á Tollstjóraskrif- stofuna. Það hafa verið meiri lætin að sækja krónurnar. Tollstjóra- skrifstofan hefir verið sett á annan endann. En afgreiðslan hefir gengið vel og greiðlega fyrir sig, því greitt er með ávísunum á Landsbankann og fólk hefir yfirleitt ekki þurft að bíða lengi eftir afgreiðslu. • Hvað kostar dilka- kjötið? ÞAÐ ER- VAFALAUST í sambandi við uppbótargreiðsl- urnar að kjötverslanirnar í bænum hafa undanfarna daga verið að auglýsa dilkakjöt og sýna hvað dilkakjötið kostar raunverulega. Eins og er greiða menn kr. 9,80 fyrir kjöt í heilum skrokk- um, 10,85 fyrir súpukjöt og 12,00 krónur fyrir kjöt í lær- um. En frá þessu verði má draga endurgreiðsluna, sem nemur kr. 4,35 á kíló, þannig að kjötverðið er ekki nema kr. 5,45 í heilum skrokkum, 6,50 fyrir súpukjöt og læri kr. 7,65. Á þessu má sjá, að ailkakjöt er hreint ekki svo dýr matur, miðað við margt annað. • ísland eða Island? SJÁIÐ ÞIÐ nokkurn mun á þessum tveimur orðum. Mun- urinn er aðeins sá, að komman er yfir í-inu í öðru orðinu en ekki hinu. Munurinn er líka sá, að annað orðið er íslenska orðið fyrir landið okkar, en hitt er danska. Á flestum frímerkjum, sem gefin hafa verið út undanfarin ár er notaður danski ritháttur- inn, það vantar kommuna yfir’ í-ið. Þetta er slæmt meðal ann- ars vegna þess að enskumæl- andi þjóðir myndu telja að orðið þýddi eyja. Þetta þarf póststjórnin að athuga næst þegar prentuð verða frímerki. Það má ekki gleyma kommunni yfir í-inu. • Hættulegar hjólatíkur. HJER Á DÖGUNUM var á það minnst, að ekki dygði að hafa sendisveinahjólin nýju ó- skrásett. Þetta væru vjelknúin farartæki, sem heyrðu undir bifreiðalögin alveg eins og t. d. bifhjól. Síðan þetta var ritað, í vik- unni sem leið, hefir komið í ljós, að þessar nýju hjólatíkur eru hin hættulegustu verkfæri í höndum unglinganna, sem stjórna þeim. Það er afleitt að þau skuli ekki vera merkt, því þegar piltarnir, sem með þau fara, hafa gert einhverja skömm af sjer þjóta þeir í burtu, eins og byssubrendir og engin leið er að hafa hendur í hári þeirra. ÖII hjól merkt. í ÞESSU SAMBANDI má minna á að fyrir nokkrum ár- um var um það rætt að nauð- syn bæri til að hafa öll reiðhjól merkt með einkennisbókstöf- um. Það myndi m. a. koma í veg fyrir hina tíðu og leiðu reiðhjólaþjófnaði, sem um eitt skeið voru svo algengir hjer í bænum og eru það vafalaust ennþá. Væri ekki einmitt tímabært að taka það mál upp á ný, núna fyrir sumarið? „Furðuleg van- þekking á Islandi". NÝLEGA FJEKK jeg brjef frá Bandaríkjamanni, sem kom hingað til íslands fyrir ári síð- an í stutta heimsókn. Hann var þá háttsettur foringi í hernum og var hjer á eftirlitsferð, en nú er hann tekinn við sínu gamla starfi aftur, en hann er ritstjóri við víðlesið blað þarna vestra. í b'rjefinu segir hann m. a.: „ .. Jeg hefi talað við fjölda manns um ísland og það er al- veg furðulegt hve vanþekking- in á Islandi er mikil hjer í Bandaríkjunum. Flestir verða forviða er jeg segi þeim frá á hve háu menningarstigi Islend- ingar standa, bókmenntaafrek- um þjóðarinnar og áhuga fyrir listum og bókmenntum ....“. Gamla sagan, aftur og aftur. En við erum sennilega ekkert upp á það komnir, íslendingar, að hafa neitt fyrir því að reyna að útbreiða þekkingu á okkur meðal annara þjóða, eða höfum nóg að gera við að skammast innbyrðis. Þörf samgöngubót. FRJETTIN, sem Morgun- blaðið birti á sunnudaginn um að skoskt flugfjelag væri í þann veginn að hefja fastar flug- ferðir milli Reykjavíkur og Prestwick í Skotlandi mun hafa vakið mikla eftirtekt. Þetta verður þörf samgöngubót fyrir okkur og fyrir þá, sem vilja koma í heimsókn til íslands. Flugvjelarnar fara tvær ferð ir fram og aftur í viku hverri og flytja 22 farþega í hvert sinn. Það fylgdi sögunni að far- gjaldið ætti að vera sanngjarnt. Ferðin hjeðan til Skotlands á að taka 3Ú2 klukkustund. Frá Prestwick eru reglu- bundnar flugferðir til allra helstu borga í Bretlandi og til og frá meginlandinu. .............................. •■■■*' I BRJEF SENT MORGUNBLAÐINU Hinn auiiræni friSur Tímaliðið á Alþingi hefir verið að reyna að bregða fæti fyrir gistihúss-málið. Ekki á þeim grundvelli, að aðrir sjeu að vinna verkið, heldur segja þeir, að ekki sje meiri þörf að byggja gistihús í Reykjavík en annarsstaðar á land- inu. Slík röksemdafærsla er vitaskuld markleysa. Vonbrigði „ÞAÐ verður ljóta áfallið hjá Tímaliðinu, ef svo skyldi fara, sem nú eru góðar horfur á, að allt dilkakjötið frá síðastliðnu hausti seljist innanlands“, varð bónda einum af Norðurlandi að orði á dögunum, er hann ræddi við rit- stjórn blaðsins. Og bóndinn bætti við: „Jeg veit satt að segja ekki, hvernig Tímaliðið fer að í kosningabaráttunni í vor, ef þessi verður útkoman“. Þessi norðlenski bóndi hafði fylgst með ræðum og skrif- um Tímamanna um kjötsöluna frá því í haust. Hann var ekki í vafa um, að heitasta ósk Tímamanna var, að út- koman á kjötsölunni yrði sú, að hlutur bænda yrði miklu verri en að undanförnu. Þeir höfðu margsinnis sagt það, Tímamenn, að kjötneyslan í landinu myndi minka stórum, vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar, svo að flytja yrði mikið kjötmagn út og selja þar lágu verði. Myndi því allt verð- jöfnunargjaldið fara í uppbætur á þetta kjöt. Þetta var spá Tímámanna, eða rjettara sagt — þetta var ósk þeirra. Svo átti að nota þetta til árása á ríkis- stjórnina. En nú eru góðar horfur á, að allt kjötið seljist innanlands, og bændur fái hæjra verð en nokkru sinni fyrr! Þetta verða Tímaliðinu mikil vonbrigði. Herra ritstjóri! Með undrun hefi jeg lesið ýmsar greinar kommúnista undanfarna daga. Þeir þykjast vera miklir friðarvinir, og taka þátt í heimspólitíkinni, eins og hún er í dag. í þeirra augum heldur einræðisstjórnin í austri friðarblysinu hæst á lofti. Austanmenn heimta frið. Það vantar ekki. Manni sýnist ó- neitanlega að sá friður, sem þeir eiga við, sje: Friður til þess að gera alt sem þeim sýn- ist. Friður komst á í Eystra- saltslöndunum eftir að komm- únistar tóku þar við stjórninni. Innanvið eitt prósent af kjós- endum þar voru kommúnistar. Innrásarherirnir að austan voru fljótir til að koma þar á hinu austræna lýðræði, sem Þjóðviljinn lofar svo mjög. Þar ráða kommúnistar einir. Allir, sem reyna að mögla gegn harð stjórninni eða líklegir eru til þess að reyna það einhvern- tíma, eru settir í Steininn, eða fluttir úr landi eða hverfa af sjónarsviðinu á einhvern hátt. Svona er hinn austræni frið- ur í framkvæmd, sem hinn ís- lenski Þjóðvilji dásamar mest. ★ En jafnframt þykjast Þjóð- viljamenn vera hinar harðvít- ugustu sjálfstæðishetjur. Eng- inn sje þeim meiri í því efni. Nafn blaðs þeirra, sem minnir á æfi og starf Skúla heitins Thoroddsen á að vera eins- konar stimpill á frelsisást kommúnistanna, eins konar vörumerki, sem sanni hin ó- brigðulu gæði vörunnar. Furðu leg vanþekking og einkennilegt vanmat á skoðunum og lyndis- einkennum Skúla, þegar því er haldið fram, að hann myndi hafa verið því hliðhollur að hið „austræna lýðræði“ færð- ist yfir landið og breytti hjer frelsi þjóðarinnar í dimftia nótt kommúnistiskrar kúgunar. ★ Ekki líður á löngu, uns öll þjóðin lærir það og skilur, að fylgi við lýðræðið „austræna“ og frelsisást þjóða, íslendinga, sem annara, er með öllu ósam- rýmanlegt Að þeir menn, er fylgja hinum austræna mál- stað, þeir virði sjálfstæði ís- lensku þjóðarinnar, sem ann- ara þjóða, vettugi. ★ Hr. ritstjóri! Að þessu sinni greip jeg penna í hönd til þess að benda á síðustu sönnun sem fram hefir komið um hið rjetta innræti Þjóðviljamanna. Dag eftir dag flytja þeir greinar til þess að afsaka fram- ferði Rúss í Iran. Þegar Tass- frjettastofan segir, að það sje tilbúningur einn, að Rússar sjeu að flytja þangað lið, þá er Þjóðviljinn látinn segja hið sama. Því lesendur Þjóðviljans eiga að vera steyptir í sama mótinu eins og lesendur Is- vestia og Pravda í Moskvu er trúa því einu sem þar stendur, án nokkurs tillits til staðreyndanna. Ef stjórninni í Moskva þóknast að láta blöð sín segja þeim 180 miljónum manna, er hún hefir í greip sinni innan landmæra Rúss- lands, að engar rússneskar hersveitir sjeu í Iran, þá á það að gilda sem sannleikur fyrir þessar 180 miljónir — og alla þá utan Rússaveldis, sem blóð- langar til að komast í þessa sömu „austrænu“ greip. ★ En þegar ekki dugar lengur að halda því , fram, að rúss- nesku hersveitirnar sjeu farn- ar frá Iran, þá er skift um tón í Moskva. Og sama daginn er skift um tón hjerna við Skóla- Framh. á bls. 8. .--.iíiwssasah

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.