Morgunblaðið - 26.03.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.03.1946, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 26. mars 1946 Maður finns! örendur í báf sínum SÍÐASTLIÐINN laugardags- morgun fanst maður örendur í bát sínum skammt út af Gróttu vita. Maður þessi var Jón Jónas son fyrverandi skipstjóri, til heimilis að Hverfisgötu 96 hjer í bæ. Það var A’bert Þorvarðar son, vitavörðuv í Gróttuvita, er fann hann. — Albert var að vinnu niður við sjó á laugar- dagsmorgun. Sá hann þá hvar bátur einn lá hreyfingarlaus, en maður sá er á honum var lá útyfir borðstokkinn. Enga hreyfingu sá hann á manninum. Fór hann því heim til sín og náði í sjónauka. Sá Albert þá hvar maðurinn hjekk máttlaus út yfir borðstokk bátsins. Náði hann þegar í bát sinn og reri út að bátnum. Er hann kom að honum sá hann hver maðurinn var. Albert hóf tegar lífgunartil- raunir á Jóm og hjelt. þeim áfram dálitla stund, en þær báru engan árangur. Flutti hann Jón út i bát sinn og reri til lands. Þegar þangað kom hringdi hann til slökkviliðsins og bað þá senda sjúkrabíl og kom hann skömmu síðar. — Einnig munu slökkviliðsmenn hafa gert lífgunartilraunir. Rannsóknarlögreglan skýrði blaðinu svo fró í gær, að rjett- arkrufning hafi leitt í Ijós, að Jón Jónsson hafi dáið af hjarta bilun. Sænski skíðakennarinn Nordenskjoid HandknaHieiksmót íslands Handknattleiksmót íslands li.ielt áfram í gærkvöldi. Leik ar fóru þannig, að í meistara- llokki kvenna vann Fram KR með 8:4 og Flaukar ÍR með 7: : í I. fl. karla vann FH KR með 19:9 og Fram Val með • 0:7. — í III. fl. vann A-lið Armanns B-lið Hauka með 7:3. Mótið heldur áfram í kvöld kl. 8. — Þá keppa Fram og FH í meistaraflokki kvenna — í I. fi. karla fer fram úrslita- leikurinn í A-riðli milli ÍR og "Víkings. Þá keppa og í I. fl. /irmann og Haukar. í III. fl. V01U 'J karla A-lið Ármanns og ÍR og B-lið Ármanns og FH fslendingar taka þáH i alþjóða- ðónlistarmóli AÐALFUNDUR Fjelags ísl. tónlistarmann;. var haldinn s. 1. sunnudag. Var samþykkt á fur.dinum að taka boði Alþjóða bandalagsins t;l eflingar nútíma tónlist um að taka þátt í móti, er sambandið gengst fyrir í London. Þá minntist fundurinn Inga T. Lárussonar. tónskálds, sem andaðist s. 1. sunnudagsnótt. í stjórn fjelagsins voru kosn- ir Páll Isólfsson, formaður, Helgi Pálsson. ritari og Karl O. Runólfsson, gjaldkeri. „Tivoli“ útiskemmti- stoðnr fyrir bæjorbúa opnnður í sumur HLUTAFJELAGIÐ Tivoli ætlar að koma upp hjer í Reykja- vík hinum fulkomnasta útiskemtistað, fyrir bæjarbúa. Skernti- staður þessi verður nefndur Tivoli og verður við Njarðargötu, Tivoli mun taka til starfa þegar næsta sumar, en ekki nema að litlu leyti, miðað við framtíðaráætlanir fjelagsins. Eins og áður hcfir vcrið getið um, hafa Fjallamenn og ÍR fengið hingað sænska skíðakennarann B. Nordenskjold, og mun hann kenna á vegum fjelaganna bæði að Kolviðarhóii og á Tinda- fjallajökli. Dvelur hann nú ásamt konu sinni að Kolviðarhóli. Nordenskjold er ágætur svigmaður, og er myndin hjer að ofan af honum. Skíðamóti íslands lauk s.l. sunnudag Akureyri, mánudag. Frá frjettaritara vorum. SKÍÐAMÓT ÍSLANDS hjelt áfram s. 1. sunnudag og lauk því þann aag. Var þá kept í svigi karla í A-flokki, svigi kvenna í öllum flokkum og bruni karla og kvenna í öllum ílokkum. Svigmeistari ísands í karlaflokki varð Mganús Brynjólfsson, ÍBA og í kvenflokki Helga Júníusdóttir, ÍBA. Brunmeistari íslands í karlaflokki varð Ásgrímur Stefáns- son, ÍBS. og í kvenflokki Álfheiður Jónsdóttir, ÍBA. Úrslit á sunnudag annars þessi: urðu Svig karla. A-flokkur: — 1. Magnús Brynjólfsson, ÍBA, 135,3 sek., Björgvin Júníusson, ÍBA, 137,0 sek., 3. Guðmundur Guð mundsson, ÍBA, 138,2 sek., 4. Jón Þorsteinsson, ÍBS, 142,8 sek., 5. Hreinn Ólafsson, ÍBA, 147,7 sek., 6. Ásgrímur Stefáns son, ÍBS, og 7. Eyjólfur Einars son, ÍBR. — Keppendur voru alls 12. — Besta þriggja manna sveit í A-flokki var frá ÍBA og hlaut hún silfur- bikar til eignar. í sveitinni fyrstu mennirnir í flokknum. Tími hennar var 410,5 sek. Önnur var sveit ÍBS með 165,5 sek. Svig kvenna. A-flokkur: — 1. Helga Jún- íusdóttir, ÍBA, 88,0 sek., 2. Álfheiður Jónsdóttir, ÍBA, 91, sek. og 3. Sigrún Eyjólfs- dóttir, ÍBR, 102,7 sek. B-flokkur: — 1. Jónína Nilj óníusardóttir, ÍBR, 54,3 sek., 2. Aðalheiður Rögnvaldsdótt- ir, ÍBS, 61 4 sek. og 3. Björg Finnbogadóttir, ÍBA, 64,9 sek. C-flokkur: — 1. Alfa Sigur jónsdóttir, ÍBS, 46,7 sek., 2. Hólmfríður Pjetursdóttir, M A, 52,3 sek. og 3. Ólöf Stefáns dóttir, MA, 63,0 sek. lirun kvenna. A-flokkur: — 1. Álfheiður Jónsdóttir, ÍBA, 2. Sigrún Eyjólfsdóttir, ÍBR. B-flokkur: — 1. Lovisa Jóns dóttir, ÍBA, og Aðalheiður Rögnvaldsdóttir, ÍBS, voru jafnar í 1. sæti og 3. Jónína Riljóníusardóttir, ÍBR. C-flokkur: — 1. Erla Jóns- dóttir, MA, 2. Dóra Bernharðs dóttir, ÍBA og 3. Hólmfríður Pjetursdóttir, MA. Brun karla. A-flokkur: — 1. Ásgrímur Stefánsson, ÍBS, 2:15,0 mín, 2. Magnús Brynjólfsson, ÍBA, 2:16,0 mín., 3. Björgvin Júní- usson, ÍBA, 2:21,0 mín., 4. Þór ir Jónsson, ÍBR, 2:22,0 mín. og 5. Jón Þorsteinsson, ÍBR, 2'26,0 mín. C-flokkur: — 1. Ármann Þórðarson, Sameining og Ás- geir Eyjólfsson, ÍBR, jafnir í 1. sæti á 1:59,0 mín., 3. Stefán Ólafsson, Sameining, 2:00,0 mín. Mótinu lauk með hófi að Hótel Norðurland á sunnu- dagskvöldið og voru verðlaun afhent þar, Voru þar fluttar margar ræður, kvikmyndir sýndar frá eldri landsmótum og að lokum stiginn dans. Siglfirðingar tóku ekki þátt í stökkkepninni, sem fram fór s. 1. laugardag. Neitun sína hygðu þeir á þeim grundvelli, að stökkbrautin væri of lítil (25 metra braut), en á staðn- um var til önnur stökkbraut íyrir 40 m. stökk. — Þá hafa þeir og kært göngukepnina, þar sem göngubrautin var stytt eftir að keppendur höfðu gengið 8 km. Stjórn h.f. Tivoli bauð blaða- mönnum á sinn fund á laug- ardag síðastl. að Hótel Borg. — Sigurgeir Sigurjónsson, hæstarjettarlögmaður hafði orð fyrir stjórninni. — Skýrði hann frá gang þessa máls allt frá stofnun. Það var á s. 1. sumri, að Sig- urgeir fór til Englands til þess að kynna sjer starfrækslu slíkra útiskemmtistaða, og til að festa kaup á tækjum fyrir fjelagið. Tókst honum að fá keypt hin fullkomnustu tæki þar í landi. Fyrsta sending þeirra er væntanleg til lands- ins nú alveg á næstunni. Þá þegar og samband komst á við Danmörku samdi fjelag- ið við verksmiðjur þar í landi um smíði á ýrhsum tækjum fyrir skemmtistaðinn. Tivoli verður við Njarðargötu. Fyrir alllöngu síðan var leit- að til bæjarráðs um hentuga lóð fyrir skemtistaðinn. Á fundi bæjarráðs nýlega var sam- þykt að g'efa fjelaginu kost á lóð í Vatnsmýrinni, beint á móti þar sem áður stóð Sjó- klæðagerðin. Þetta er tveggja hektara land að stærð, en fje- lagið hefir fest kaup á % hekt- ara til viðbótar, er liggur að landi því, er bærinn úthlutaði fjelaginu. Framkvæmdir hafnar fljótlega. Eins fljótt og auðið er, þegar leigusamningurinn hefir verið gerður, mun verða hafist handa um undirbúning að verkinu. Framkvæmd verksins hefir verið rædd innan fjelagsins. Á þessu sumri verið ekki hægt að koma upp nema litlum hluta skemtisvæðisins. Þeir gera ráð fyrir, að það muni taka 2 til 3 ár að koma því upp samkvæmt áætlun fjelagsins. Þá munu þeir, eftir því sem kröfur heimta, endurbæta svæðið og auka skemtitækjakost þess. Skemtisvæðið. Á sumri komanda er hug- myndin að komið verði upp svonefndu: Parísarhjóli, sem er 50 feta hátt. Það kemur hingað til landsins í næsta mánuði. Hringekjur bæði fyrir fullorðna og börn. Þá bílabraut bæði fyrir fullorðna og börn. — Fyrir fullorðna verða um 20 bílar, sem ekið er eftir spor- öskjulagaðri braut, 28 metra langri. Bílar þessir ganga fyrir rafmagni. Þá mun og verða komið upp skotbakka, þar get- ur fólk fengið 200 skot til þess að skjóta á ýmislegt dót. Loks verður svo komið upp allstór- um danspalli, 16X20 m. — Að sjálfsögðu verður þarna veit- ingasala. Nauðsynlegt er að koma upp ýmsum byggingum í sambandi við skemtisvæðið. Ekki mun það þó verða gert í sumar . — í þessum húsum verður ætlað pláss fyrir ýmsar skemtanir, kórsöng og annað. Þá ýms önn- ur hús, sem í verða tæki, sem ekki þola að vera undir beru lofti. Þegar tími vinst til verður sjerstakur hluti garðsins ætl- aður börnum. Þá er og hugmynd þeirra, að á veturna verði starfrækt skautasvell. — Ymisleg þæg- indi verða þarna fyrir fólk, bíla og reiðhjólastæði og ýmislegt annað. I miðju skemtisvæðinu verður gosbrunnur, sem ein- hver hinna íslensku listamanna mun gera. Sigurgeir Sigurgeirsson gat þess að lokum, að það væri ósk þeirra, að geta bætt nokkuð úr hinu fábreytta skemtanlaífi bæjarbúa ,sem alltaf er verið að ræða um í blöðum, með skemtisvæði þessu. — Ekki sagðist hann geta sagt um hversu mikið inngangseyrir mundi kosta, að svo stöddu. Stofnendur og stjórn. Hinn 9. febr. var h.f. Tivoli stofnað. Stofnendur voru fimm, þeir Helgi Eyjólfsson, húsa- smíðameistari, Thor R. Thors, verslunarmaður, Stefán Bjarna son, verkfræðingur, Kjartan Ásmundsson gullsmiður, og Sigurgeir Sigurjónsson, hæsta- rjettarlögmaður. — Stjórn fje- lagsins skipa Sigurgeir Sigur- jónsson, fomaður fjelagsstjórn- ar, Thor R. Thors og Helgi Eyjólfsson. — Framkvæmda- stjóri hefir verið ráðinn Stefán Bjarnason, verkfræðingur. Valur Norðdah! sýnir á um Fjöllistamaðurinn Val- ur Nordahl er nýkominn til bæjarins eftir sýningaferða- lag um Vestfirði. Sýndi hann og frú hans, ásamt harmoniku leikaranum Einari Sigvalda- syni, fjórum sinnum á ísafirði og einnig í öllum öðrum kaup túnum Vestfjarðakjálkans. — Var sýningunum vel tekið yfirleitt. Næst mun Nordahl. halda til Norðurlandsnis og Austurlands e. t. v. líka í sömu ferðinni. Verður Einar Sig- valdason harmonikuleikari í lör með Val og konu hans, en Finar vann fyrstu verðlaun í keppni harrnonikuleikara í Danmörku árin 1940 og 1941/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.