Morgunblaðið - 26.03.1946, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.03.1946, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 26. mars 1946 MORGUNBLAÐIÐ 9 ÁSTANDIÐ í AUSTURRÍKI ÞAÐ hrygði mig mjög, að geta ekki heimsótt Austur- ríki í sjö ár samfleytt, land- ið, sem jeg hafði haft svo náið samband við alia ævi mína. Mig langaði því að sækja það heim einu sinni enn. Jeg hafði þekt tvær ó- líkar Vínarborgir: — Borg æsku sinnar og keisarans gamla, með hinum undur- fögru gotnesku kirkjum, höllum og stjórnarbygging- um — borg íull gleði og feg- urðar. Og svo kannaðist jeg við aðra Vínarborg, höfuð- borg hins fátæka, litla lýð- veldis, sem komið var á fót eftir hrun gamla keisara- veldisins. Jeg fyltist hrygð, þegar jeg skömmu eftir lýðveldis- tökuna gekk í gegnum stræt in, sem jeg kannaðist svo vel við. Jeg sá of mörg merki þjáningar og skorts. Og þó var það eftirtektarvert, hve Austurríkismenn höfðu hald ið við listam og vísindum lands síns og bætt við nýj- um listgreinum, þar á meðal heillandi hljómlistarhátíð- um. Hvernig mundi Vínar- borg nú líta út, eftir ógnir og eyðileggingu styrjaldar- innar? Þessi spurning var efst í huga mínum, þegar jeg' fyrir skömmu síðan hóf göngu mína gegnum borg- ina. Frekar en allt annað, æskti jeg þess að sjá hina frægu St. Stefáns-kirkju, miðdepil borgarinnar og tákn Vínarborgar. Sjónarvottur hafði sagt mjer, að 11. apríl, meðan stóð á skothríð Þjóðverja á undanhaldi þeirra, hefði eld ur komist í þessa 700 ára gömlu kirkju og hún hefði brunnið í tvær nætur og einn dag. Það var hrvggileg sjón að sjá húsagrindurnar í kringum hina eyðilögðu kirkju. Hohe Markt og Neue Markt, hin frægu torg, voru í rústum. Mjer til hugarljettis lagði jeg leið mína um hið fræga torg Am Hof, þar sem jeg' hafði átt svo margar ánægju stundir í æsku. í dásamlega fallegri kirkiu, sem stendur við torg þetta, heyrði jeg á ný kórsönginn fallega, sem maður ætíð heyrir í Vírlar- borg. Leikhúsferð. AÐ fara í leikhús borgar- innar nú á tímum — og leik húsin eru altaf yfirfull í Vín arborg — er meira en lítið ævintýralegt Maður verð- ur að ganga í gegnum næst- um ólýstar götur, þar sem sagt er að margir hafi ver- ið rændir. Þarna eru engir leigubílar, engir strætis- vagnar og aðeins örfáir spor vagnar, en þeir eru altaf yf- irfullir. Til að byrja með eru leikhúsgestirnir ákaflega hljóðir. En það er eftirtekt- Sir George Franckenstein og breski kvenþingmaðurinn Barbara Gould skýra frá afleiðingum styrjald- arinnar í Vínarborg arvert hversu fólkið hrífst af tónlistinni og hinni góðu leiklist. Sú staðreynd, að hinn þekti hljómsveitar- stjóri óperunnar, Schneider- hahn, er klæddur þjóðbún- ingi Týróla, sýnir á áhrifa- ríkan hátt, hversu mikill fataskortur er í Austurríki. Áhugi Austurríkismanna fyrir andlegum efnum er undraverður — Menn, er vildu vekja áhuga minn á alskonar hugmyndum, heim sóttu mig daglega á Hótel Sacher. Sumir þeirra ræddu við mig um endurvakningu hljómlistahátíðahaldanna í Vín og Salzburg og báðu mig að reyna að koma því til leiðar, að hljómsveitar- stjórarnir Beecham, Boult og Sargent kæmu fram sem gestir; aðrir vildu stuðla að því, að komið yrði á fót bresk-austurrísku fjelagi; enn aðrir vildu breyta hinu fræga Theresianum í al- þjóðaskóla og þeir voru margir, sem koma vildu á skiftum á listamönnum. pró fessorum, stúdentum og bók um. Mjer til mikillar ánægju komst jeg að raun um það, að breska heimsveldið nýt- ur mikilla vinsælda í Aust- urríki og að þeir vilja koma á enn nánari samvinnu milli þjóðar sinnar og landanna í vestri. Þjóðhollusta Austurríkis- manna er mikil og meðan jeg dvaldist í landinu var jeg sjálfur vitni að tveimur dæmum um það. — Þegar kanslari Austurríkis mint- ist á það í ræðu, sem hann flutti í þinginu að Austur- ríkismenn hefðu áhuga á því, að Suður-Týról yrði aft ur sameináð Austurríki, voru undirtektir þingmanna og almenings svo góðar, að sendimenn erlendra ríkja urðu stórkostlega undrandi. Og þegar Philhármoniu- hljómsveitin Ijek hinn fræga Radetzkymars, sem er eins hrífandi og frelsissöngur Frakka, á hljómleikum, er fram fóru 1. janúar, var hrifníng áheyrenda stórkost leg. Ef ríkin fjögur, sem enn hafa herlið í landinu, vilja slá smiðshöggið á endur- frelsun þess og hjálpa því til að bygpja á rústunum, mun Austurríki á ný geta lagt fram skerf sinn til menningar veraldarinnar. Breskur kvenþingmaður segir frá. ÞAR sem jeg hafði sjeð með eigin augum framfara- viðleitni stjórnar þeirrar, er sat að völdum í Austurríki 1932, hafði jeg góða aðstöðu til að bera saman aðstæður almenings þá og nú. Bæði 1932 og s.L mánuð, heimsótti jeg sjúkrahús, barnaheimili og íbúðir í hinum ágætu verkamannabústöðuni Vín- arborgar. — Jeg komst að þeirri niðurstöðu, að allar þessar byggingar voru nauðalíkar hvor annari: hreinar, húsgögnin góð en alls staðar voðalegur kuldi. Jeg kom á heímili, þar sem gamlir vinir mínir bjuggu — faðir móðir, fjög ur börn og gömul amma. — Jeg hitti þau tvisvar. — í fyrra skiftið sat öll fjölskyld an í hóp í örsmáu eldhús- inu, vegna bess; að gasinu er hleypt á þrisvar sinnum á dag og með því að loka öllum smugum tókst að halda svolitlum hita þarna mest allan daginn. ! Faðirinn hafði fyrir all- mörgum árurn staðið framar lega í verksmiðjuhreyfing- unni og jeg hafði altaf álitið ; hann duglegan og ófeiminn.! Svo lesendurnir geta gert sjer í hugarlund, hvernig mjer varð innanbrjósts, þeg ar jeg færði þeim svo lítið af , I mat og öll f jölskyldan, þar j á meðal faðirinn, tárfeldi. | Þetta kom ott fyrir mig. — Konur og karlar, ungir og gamlir, voru þreytt og sljó vegna kuldans og hungurs- ins. * í fvrsta skifti sem jeg heimsótti áðurnefnda fjöl- skyldu, var elsta dóttirin með slæmt kvef. Svo jeg heimsótti þau aftur fjórum dögum seinna, til að færa þeim ögn af mat. Þá lá hún í rúminu í súðarherbergi og var búin að fá lungnabólgu. Hún ljest fjórum dögum seinna. Vatnsblönduð súpa gefin börnunum. I verkamannabústöðun- um hefir nver húsasam- stæða sitt eigið barnaheim- ili. Jeg kom í eitt, sem jeg hafði skoðað 1932. Jeg minn tist enn barnahlátursins og kennarans, sem hafði verið að sýna þeim eitthvað leik- fang. Jeg mundi eftir fall- egu blómunum fyrir utan gluggana. Hjer hafði mikil breyting átt sjer stað. Blóm in voru þarna ennþá, en þau höfðu aðeins slæm áhrif á mig, vegna mismunarins á þeim og hinum hungruðu manneskjum, sem s+óðu í kringum þau. Börnin voru að borða þaö, sem kallaður var miðdegismatur. — Þetta Þinghúsið í Vínarborg var vatnsblönduð súpa, sem búin var til úr soðnum, þuxk uðum baunum. Jeg bragðaði á þessu og ætlaði ekki að geta komið því niður. Það var sorglegt að horfa á börn in, en þau virtust engan á- huga hafa fyrir mat sínurn. Sama sagan endurtók sig, er jeg kom inn í fæðingardeúd ina og heilsuverndarstöðina. — Mæðurnar sátu í hóp, þreytulegar og þegjandi. — Börnin hvorki hlógu nje grjetu. — Sum þeirra lifu reyndar varla lifandi út. Næst kom jeg í stóran barnaspítala, sém jeg hafði þekt síðan 1920. Hann var svipaður núna og þá, en jeg gat ekki gleymt því, hvernig þar hafði- verið umhorfs 1932, þegar yfirhjúkrunar- konan trúði mjer hreykin fyrir því, að enginn hinna mörgu sjúklinga þjáðist af beinkröm. Horfurnar voru hryllilegar núna. Á sex mánuðum, eða til mánaðar- loka nóvember dó eitt af hverjum tveim börnum, er lögð voru í sjúkrahúsið. Ár- ið 1932 var dánartalan und- ir 2%. Hluti af sjúkrahús- inu hefir eyðilagst í styrj- öldinni, svo að ákaflega erf- itt er að flokka sjúkling- ana. Yfirlæknirinn sagði raunamæddur: — „Okkur skortir næstum allt. Vin- gjarnleg framkoma er eina meðalið okkar“. Dr. Renner, forsætisráðh. Austurríkis, er gamali vinur minn, og jeg átti langt sam- tal við hann um ástandið í landinu. Hann sagði mjer að tækin ein vantaði, til að hægt væri að láta Austur- ríkismönnum í tje hin marg víslegu þægindi, sem þeir voru aðnjótandi fyrir fimm tán ái'um síðan. En eins og hann komst að orði, hvað er hægt að gera án fæðu, lækn islyfa og flutningatækja? Munur þá og nú. ÁÐUR en gömlu stjórn- inni var steypt af stóli, fengu barnshafandi mæður og börn undir tveggja ára ekki aðeins mjólk ókeypis, heldur og þá fæðu, sem þau þörfnuðust til að halda heilsu sinni 92% barns- eigna fór fram í sjúkrahús- um, þar sem engrar þóknun- ar var krafist — þeir, sem ekki notuðu þessi sjúkrahús voru þeir etnuðu, ekki fá- tæklingarnir — Dánartala mæðra og barna var einhver hin lægsta í veröldinni. — í öllum barnaheimilum var ókeypis fæða látin í tjevþrisv ar á dag, og mun það megin orsök þess, að vart var hægt að finna glaðari og hraust- ari börn en börnin í Aust- urríki 1932. Aðal vandamál Vínarbúa í dag er flutningaeríiðleik- arnir. Engin leið er að flytja Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.