Morgunblaðið - 26.03.1946, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 26. mars 1946
MORGUNBLAÐIÐ
^9 jj rótl a ó í (f ci ^11]
orf
u n
í> íci S 5 i
nó
«|@,<^<§x^<§x$<$X§x$X§X^<$h§k§X$X§x^<§x§x$x§x£<$><$<^<$X$><$X§X$x$x$X§X$-4
X$*§><$><$><§X§X$xSx§X$X^<$><$><$x$><§x§><$X$X$h§X$X§x^<$x$x$x£<$x§X§><$h$><$><!Í
>•__
I.R.R. vill stofnun Frjálsíþrótta
sambands og endurskoðun
á íþróttalögunum
r
Hnefaleikamót fer fram
á föstudagskvöld
Þátlfakendur verSa um 20, þar af 10 nýir
HNEFALEIKASKÓLI Þorsteins Gíslasonar og Knattspyrnu-
íjelag Reykjavíkur efna til hnefaleikamóts n. k. föstudagskvöld.
Þáttjakendur í mótinu verða 18 til 20, þar af verða nýir hnefa-
leikamenn einir 10. — Mótið fer fram í Íþróítahúsi Í.B.R. við
Hálogaland og mun hefjast kl. 8.30. Keppt verður í 7 þyngdar-
EINS OG AÐUR hefir verið
getið um hjer í blaðinu fór 4.
órsþing íþróttaráðs Reykja-
víkur fram dagana 21. febrúar
og 7. mars s. 1. — Þingið sátu
18 fulltrúar frá 4 frjálsíþrótta-
fjelögum, Ármanni, ÍR og KR
með 5 hvort og Umf. R. með 3
fulltrúa.
Áður en gengið var til dag-
skrár tilkynnti Gunnar Stein-
dórsson, form. ráðsins, að þann
sama dag hefði sjer borist ný-
staðfestar reglur frá Í.S.Í. um
sjerráð. Bar hann það undir
þingið, hvort það teldi sjer
fært að starfa eftir þeim eða
gömlu reglunum. Samþykti
þingið að fara eftir þeim gömlu,
enda hefði verið boðað til
þingsins eftir þeim. — Forseti
þingsins var kosinn Guðmund-
ur Sigurjónsson, en þingritar-
ar Páll Halldórsson og Ingólf-
ur Steinsson.
Skýrsla formanns.
Því næst gaf formaður ráðs-
ins, Gunnar Steindórsson, ít-
arlega skýrslu um starfsemi
ráðsins s. 1. ár og lá hún jafn-
framt frammi á þinginu- fjöl-
rituð. — Alls fóru fram 12
íþróttamót eða keppnir innan
umdætnis ráðsins, en auk þess
skólamót og innanfjelagsmót
allra ’fjelaganna. Ráðið hjelt
dómaranámskeið í maí-mán-
uði. 17 nýir dómarar voru út-
skrifaðir.
Þá gat formaður þess, að í
rauninni hefði ráðið verið
starfsreglnalaust allt starfs-
tímabilið, þar sem í. S. í. hafði
aldrei svarað eða staðfest þær
starfsreglur, er ársþingið 1944
hafði samþykkt, en gömlu
starfsreglurnar voru hinsvegar
ekki nothæfar vegna núverandi
laga I.' S. I. Samkvæmt tillögu
síðasta ársþings hafði ráðið
m. a. samið reglugerð um af-
reksmerki í frjálsíþróttum og
sent hana í. S. í. til staðfest-
ingar, en einnig árangurslaust.
Þá hafði ráðið og í samráði við
kennarana, samið reglugerð
fyrir dómarapróf og sent hana
til Í.S.Í., en fengið til baka allt
aðra reglugerð, staðfesta. Þessa
nýju reglugerð hafi ráðið hins
vegar alls ekki talið sig geta
farið eftir. Hefði Í.S.Í. þá fall-
ist á að skipa nefnd með þrem-
ur fulltrúum frá hvorum aðila
til þess að samræma þessar
tvær reglugerðir, en sú nefnd
hefði ekki enn lokið störfum.
•— Vænti formaður þess, að
næsta ráð þyrfti ekki að starfa
við þau skilyrði að fá t. d. eng-
ar reglur til þess að starfa eft-
ir.
Alls voru á starfsárinu sett
18 íslandsmet og 19 drengja-
met innan umdæmisins. Þá
hefðu tveir íslenskir íþrótta-
menn í fyrsta sinn verið teknir
í afrekaskrá erlends íþróttá-
málgagns (Amateur Athlete).
Það voru Gunnar Huseby, KR,
sem var viðurkendur bezti
kúluvarpari heimsins sl. 1. ár
utan Bandaríkjanna og Skúli
Guðmundsson, KR, sem var 11.
í röðinni í hástökki.
Ársskýrsla formanns og
reikningar ráðsins voru sam-
þyktir samhljóða.
Reglur Í.S.Í. um sjerráð
Um hinar nýju reglur Í.S.Í.
fyrir sjerráð urðu alllangar
umræður. Var samþykt að
skipa milliþinganefnd, er
skyldi sernja nýjar Síarfsregl-
ur fyrir ráðið með hliðsjón af
tillögum ársþingsins 1944 og
hinum nýju sjerráðsreglum í.
S. í. Þá skyldi nefndin og reyna
að hafa samband við stjórn
Í.S.Í. í nefndina voru tilnefnd-
ir Jóh. Bernhard (Í.R.R.), og
Guðm. Sigurjónsson (Á),
Brynj. Ingólfsson (KR), Sig-
urpáll Jónsson (ÍR) og Stefán
Runólfsson (Umf.R.) (Tveir
þeir síðustu gátu sökum anna
ekki tekið þátt í störfum nefnd
arinnar).
Framhaldsf undurinn.
Á framhaldsfundi þingsins,
7. mars, skilaði nefndin áliti.
Jóh. Bernhard, formaður henn
ar, hafði framsögu og lagði
fram nýtt fjölritað uppkast að
starfsreglum fyrir ráðið, sem
nefndin hafði samið. Gat hann
þess að stjórn Í.S.Í. hefði yfir-
leitt fallist á breytingartillögur
nefndarinnar við sjerráðsregl-
urnar. Eftir nokkrar umræður
samþykkti þingið hinar nýju
starfsreglur með nokkrum smá-
vægilegum breytingum.
Stjórnarkosning
Formannskosning fór þann-
ig, að Guðmundur Sigurjóns-
son frá Ármanni var kosinn
með öllum þorra atkvæða, en
2 seðlar voru auðir. Fjelögin
tilnefndu síðan fulltrúa í
stjórn. Frá Ármanni er það
Ástvaldur Jónsson, Ingólfur
Steinsson frá ÍR, Páll Hall-
dórsson frá KR og Daníel Ein-
arsson frá Umf. R.
Ályktanir þingsins.
Verða hjer eftir taldar þær
tillögur, sem samþykktar voru
á þinginu.
„Ársþing Í.R.R. samþykkir
að fela stjórn ráðsins að hefja
nú þegar undirhúning að stofn
un Frjálsíþróttasambands ís-
lands (F.Í.S.Í.), og ef mögu-
Iegt er að reyna að stofna það
á þessu ári (1946)“.
„Ársþing Í.R.R. Skorar á
stjórn Í.S.Í. að hcita sjer fyrir
því, að Alþingi endurskoði
íþróttalögin, sem samþ. voru á
Alþingi 1940“.
„Ársþing Í.R.R. skorar á
vallarstjórn að útvega fyrir
næsta sumar öll nauðsynleg í-
þróttatæki og áhöld við frjáls-
íþróttamót".
„Ársþing Í.R.R. skorar á
stjórn Í.S.Í. að nema þegar
burtu úr leikreglum viðauka-
ákvæði um klútrásmerki (sbr.
áskorun síðasta ársþings Í.S.Í.“.
„Ársþing Í.R.R. skorar á
hið nýja ráð að beita sjer-fyrir
því, að dómarar og starfsmenn
frjálsíþróttamóta verði hjer
eftir einkennisklæddir, t. d. í
hvítum jökkum, svo auðveldara
verði að halda uppi reglu á
vellinum“.
„Ársþing Í.R.R. skorar á
stjórn Í.S.Í. að staðfesta sem
allra fyrst reglugerð þá um
afreksmerki í frjálsíþróttum,
sem ráðið sendi stjórninni s.l.
haust“.
„Ársþing Í.R.R. 1946 skorar
á hið nýja ráð a® festa kaup
á, a. m. k., 10 fyrsta flokks
skeiðklukkum, er eingöngu
verði notaður á opinberum
frjálsíþróttamótum hjer í höf-
uðstaðnum“.
„Ársþing Í.R.R. skorar á
stjórn Í.S.Í. að hraða afgreiðslu
á þeim tillögum, sem samþykt-
ar voru á ársþingi Í.R.R. 1944
og sendar voru Í.S.Í.“.
„Ársþing Í.R.R. leyfir sjer að
beina þeirri áskorun til stjórn
ar íþróttavallar Reykavíkur,
að hún láti gera, þegar á kom-
andi vori, dómarapall fyrir
hlaupdómara í líkingu við
þann, er segir fyrir um í al-
þjóðareglum í frjálsíþróttum“.
„Ársþing Í.R.R. skorar á
Ársþing Í.B.R. að hlutast til
um, að hingað verði boðið er-
lendum frjálsiþróttamönnum
(t. d. sænskum) á sumri kom-
anda. Væri mjög æskilegt að
efnt yrði til borgakepni milli
Reykjavíkur og t. d. Stokk-
hólms eða einh'verrar annarr-
ar borgar“.
„Ársþing Í.R.R. skorar á
íþróttavallarstjórn að opna í-
þróttavöllinn í Reykjavík til
notkunar fyrir íþróttamenn
eigi síðar en 15. apríl n.k.“.
„Um leið og Ársþing Í.R.R.,
haldið 7. mars 1946, lýsir van-
þóknun sinni á hinni óreglu-
legu útkomu íþróttablaðsins,
mælist það til, að þær gagn-
rýningar um frjálsíþróttir, sem
birtast í íþróttablaðinu sjeu
frumsamdar en ekki prentaðar
orðrjettar upp úr dagblöðun-
um í Reykjavík —• og mótmæl
ir þeim orðum ritstjóra áður-
nefnds blaðs, í næst síðasta tölu
blaði, að of miklu rúmi sje
Framhald á bls. 12
flokkum.
Þórir B. Þórðarson
Bergsteinn Jónsson
Halldór Björnsson
Haegg og Ander-
son sviptir keppn-
isrjetti
Þá hefir sænska íþrótta-
sambandiö kveðið upp
dóm sinn yfir þeim Gund
er Hiigg og Arne Anders-
son og fleiri sænskum
íþróttamönnum fyrir at-
vinnumenku.
Þeir Andersson og Hagg
voru sviptir rjetti æfilangt
til þess að keppa sem á-
hugamenn.
Bamtan-vigt. Fyrsti leikur
mótsins er keppni í bamtan-
vigt. Keppa þeir Jón Norðfjörð
og Óskar Guðmundsson. Jón
hefir barist r.okkrum sinnum
áður opinberlega, en Óskar er
nýr hnefaleikamaður.
Fjaður-vigt. Þá fer fram
keppni í Fjaður-vigt. Þar eig-
ast við Torfi ólafsson og ,Lúð-
vík Einarsson. Torfi hefir oft
barist opinberlega. Lúðvík er
hinsvegar nýr.
Ljett-vigt. í þessum þyngdar
flokki eigast við tveir nýir
hnefaleikarar, Gísli Sigurðsson
og Rafn Sigurðsson. — Þeir
eru báðir taldir vera mjög ef»i
legir hnefaleikamenn.
Veltir-vigt. í þessum flokki
eru 4 keppendur. — Fyrst eig-
ast við Aðalsteinn Sigurðsson.
Hann hefir keppt oft áður, og
nú síðast í íslandsmótinu í júní
s. 1. Við hann keppir Guðmund
ur Halldórsson. Síðari keppnin
er á milli tveggja nýrra hnefa-
leikmanna; þeir Birgir Þorvalds
son og Pjetur Jónsson. Er búist
við að þeir sýni harðan og
skemmtilegan leik.
Milii-vigt. í þessum flokki
keppa einnig 4 menn. Fyrst
þeir Gunnar Petersen op Arnar
Jörgensen. Þeir hafa báði*
keppt opinberiega. Síðari leik-
ur er á milli Karls Gunnlaugs-
sonar, sem oft hefir sýnt góða
leiki, og Egiis Valgeirssonar,
sem ekki hefir keppt áður opin
berlega. Þetta verður án efa
harður leikur.
Ljettþunga-vigt. I þessum
flokki eigast við Ingólfur Ólafs
son og Tryggvi Halldórsson,
Hann hefir eKki keppt opin-
berlega áður Ingólfur keppti
við Englending einn í vetur og
sigraði hann á stigum. Það er
talið að þessi leikur verði harð-
ur.
Næstsíðasti leikur mótsins er
sýningaleikur milli Halldórs
Björnssonar og meirstara í
ljettþungavigt innan breska
flughersins hjer, Vince King,
frá London.
Þunga-vigt. Síðasti leikur
mótsins er á milli Bergsteins
Jónssonar og Þóris B. Þórðar-
sonar. Þeir eru báðir nýir
hnefaleikamenn. Þeir eru í all-
góðri æfingu. Það er talið, að
þetta verði mest spennandi leik
ur mótsins.
Þorsteinn Gíslason, hnefa-
leikakennari er framkvæmdar-
stjóri mótsins.