Morgunblaðið - 26.03.1946, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.03.1946, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 26. mars 1946 — Á innlendum velivangi Framh. af bls. 6. miun alla listunnendur bæjar- ins mjög. Haldin hefir verið í Oplo mikil minningarsýning á verkum hins nýlátna norska málara Edwards Munchs, en hann var, sem kunnugt er, með al fremstu málara, sem uppi hafa verið á Norðurlöndum. — Hefur fjelagi íslenskra mynd- listamanna verið boðið, að hing að yrði sent úrval af þessum sýningarmyndum Munchs. Er búist við að sýning á myndum þessum geti komist á í septem- ber í haust. Sýninigarskálinn opnar bæj- arbúum ekki aðeins aðgang að því að kynnast íslenskri mynd- list og auka með því viðkynn- ingu milli listamannaa vorra og almennings. Með honum opn- ast leiðir til bess, að almenn- ingur kynnist listum annara þjóða. Þótt sýningarskálinn núver- andi sje ekki nema bráðabirgða hús, þá hefir-hann staðið nægi- lega lengi til þess að allir sjá, að hjeðan í frá, cerður hjer alltaf að vera fullgilt og boðlegt hús fyrir listsýningar. - Uington Framh. af bls. 7. rikjanna í síðasta stríði. Við urðum brátt frá að hverfa því Ingólfur hafði nauman tJíma vegna skólagöngu, en langaði til að líta snöggvast inn í safn- ið norðan við völlinn þar eru skepnur, sem hann segist aldrei geta skoðað nógu vel; að vísu eru þetta bara beinagrindur dýra, sem lifað hafa fyrir löngu en það hafa verið mestu myndarskepnur, nokk- urskonar tröll í dýraríkinu. Við dáðumst að því hve beinin hafa geymst vel í jörðu og hve snildarlega þau eru sett saman. „Ceratosaunis“ hefir verið stór og ljótur og mesta háska- skepna, því hann var kjötæta. „Stegosaurus“ með lítinn haus en ógnar bakhluta og nokkurs konar herklæði eftir öllum hryggnum og þriðju skepnuna má jeg til með að nefna, nfl. „Pteranodon, það er afarstórt fljúgandi kvikmdi, sem sagt er að mönnum hafi dottið í hug að hafa sem fyrirmynd fyrir flug- vjel. Jeg gat vel skilið að nafna mínum þætti gaman að skoða þessi ferlíki, íklæða þau holdi og blóði í huganum og setja þau út á leikvöll lífsins til at- hafna. Loks máttum við ekki dvelja lengur, fórum inn í næsta veitingastað til að renna þessu öllu niður með kaffisopa og hjetum því að fara aftur og )æra betur. Hafnarfjörður Framh. af bls. 11 jónsdóttir og Jónína Kristjáns- dóttir. Lokunartími sölubúða í Hafn arfirði hefir verið ákveðinn kl. 6 e. h. í stað kl. 7 e. h. á föstu- dögum og á laugardögum, kl. 1 e. h. á tímabilinu frá 1. maí til 14. sept., en annan tíma árs kl. 4 e. h. Handknatlleiksregl- urnar komnar úl 5 aðrar bækur væntan- le^ar frá Bókasjóði ÍSÍ BÓKASJÓÐUR Í.S.Í. send ir þessa dagana frá sjer al- mennar reglur Í.S.Í. um hadd. knattleik og handknattleiks- mót. Er þetta þriðja útgáfa á h andknattleiksr eglunum. Formála að reglunum ritar I'innbogi Guðmundsson, en bonum var falið að ganga frá þeim. Segir í formálanum, að teglurnar sjeu sniðnar eftir þýskum alþjóðareglum frá 1938 og í nokkrum atriðum lagaðar eftir dönskum regl- um frá 1942, en á stökum stað t r skotið inn atriðum, er bein linis snerta aðstæður hjer á iandi. — Reglurnar um hand knattleiksmót eru bygðar á reynslu þeirri, er fengist hef- ir við framkvæmd slíkra móta hjer. „Hefir þar oltið á ýmsu“, segir í formálanum, „en með íeglum þessum er reynt að koma mótaskipaninni á fast- an grundvöll“. Þá mun Bókasjóður Í.S.Í. gefa út 5 aðrar bækur á næs unni. Eru það Hnefa- leikareglur, Skíðahandbókin, Sundreglur, Knattspyrnulög- in og Leikreglur í frjálsum íþróttum. Handknatlleikantól skólanna HANDKNATTLEIKSMÓT skólanna hófst s. 1. sunnudag í íþróttahúsi ÍBR við Háloga- land. Leikar fóru sem hjer segir: í kvennaflokki vann Versl- unarskólinn Kennaraskólann með 10:6. í A-flokki karla vann Verslunarskólinn Háskól- ann með 11:9 og Menntaskól- inn Kennaraskólann með 23:9. I B-flokki karla vann Gagn- fræðaskóli Reykvíkinga Iðn- skólann með 9:3 og í C-flokki vann Flensborgarskólinn Versl unarskólann með 13:5 og Gagn fræðaskóli Reykvíkinga Menta skólann með 5:2. Mótið heldnr áfram á mið- vikudaginn kl. 2 e. h. Þá keppa Verslunarskólinn og Flensborg og Kennaraskólinn og Gagn- fræðaskólinn í kvennaflokki. í A-flokki keppa Samvinnuskól- inn og Vers’unarskólinn og Kennaraskólinn og Háskólinn. í B-flokki keppa Menntaskólinn og Verslunarskólinn og í C- flokki Menntaskólinn og Flens- borg og Gagnfræðaskólinn og Verslunarskólinn, 2 menn keppa við 50 ískák í KVÖLD fer fram að Röðli fjölkeppni í skák, þar sem tveir menn keppa við alt að 50 manns, eða 25 menn hvor. Hefst kepnin klukkan 8 og er öllum heimil þátttaka á meðan rúm leyfir og ennfremur geta áhorfendur komið. Skákmennirnir, sem tefla fjölskákirnar eru Guðmundur Ágústsson og Guðmundpr S. Guðmundsson. Æskilegt er að þeir, sem vildu taka þátt í skákinni hafi með sjer töfl. — IMiirnberg Framh. af 1. síöu. mætti sem vitni. Sagðist hann hafa farið eina ferð til London á þeim tíma, or Ribbentrop var utanríkisráðherra Þjóðverja. Bohler kvaðst hafa rætt við Churchill og komið honum á þá skoðun, að starfsemi nasista flokksins væri ekki hættuleg heimsfriðrium Hefði þetta orð- ið til þess, að Churchill hefði tekið til baka frumvarp, sem hann hefði verið búmn að leggja fyrir b’.eska þingið, þess efnis, að rannsökuð væru störf nasistáflokksins og starfsaðferð ir. — Ástandið í Ausiurríki Framh. af bls. 7. matvæli til borgarinnar úr sveitunum eoa öðrum lönd- um. Nasistar stálu eða eyði lögðu megimð af flutninga- tækjunum áður en þeir fóru. Bandamenn hafa orð- ið að taka að sjer alla flutn- inga, sem eru þó af skornum kamti, því að þá vanhagar sjálfa um flutningabíla og almeningsvagna. Þegar jeg lít til baka yfir ferð mína, er mjer einn hlut ur minnisstæðastur. Það eru fjölskyldurnar, sem farið hafa í Wienervald, til að safna sjer eldiviði. En fólk þetta gengur hægt og þreytu lega, faðirinn fremstur síð- an móðirin og börnin öll með eldiviðarknippi á bak- inu. — Öryggisráðið FramhaM af 1. eíðn eru 11 talsins Auk þeirra sátu við fundarborðið tveir gestir, þeir Trygve Lie, aðalritari bandalags Sameinuðu þjóðanna og Sobelov, aðstoðarmaður hans. — Öryggisráðinu hefir verið valinn, staður í fagurri byggingu, og eru fundirnir haldnir í stórum og veglegum sal. Fulltrúarnir sitja við skeifumyndað borð, en að baki hvers fulltrúa eru borð fyrir aðstoðarmenn þeirra og ritara. íþróttir Framh. af bls. 5. varið í blaðinu í frásagnir af frjálsíþróttamótum“. „Ársþing Í.R.R. skorar á stjórn íþróttavallarins að hefj ast nú þegar handa um lag- færingu hlaupabrautar vallar- ins svo að hún verði nothæf ekki síðar en um miðjan apríl“. „Ársþing I.R.R. skorar á stjórn ráðsins og frjálsíþrótta- fjelögin í Reykjavík, að beita sjer nú þegar fyrir því að hing að verði fengnir erlendir frjáls íþróttamenn til keppni á sumri komanda". „Ársþing Í.R.R. samþykkir að árstillag hvers ráðsfjelags til Í.R.R. fyrir árið 1946 skuli vera kr. 100,00, enda sje það bundið samþykki Í.B.R.“. „Ársþing Í.R.R., haldið 7. mars 1946, skorar á stjórn Í.S.Í. að hraða sem mest nýrri og endurbættri útgáfu af leikregl- um Í.S.Í. fyrir frjálsíþróttir“. ' 65 Valfríður Go í DAG er Valfríður Gott- skálksdóttir 65 ára. — Hún er fædd 26. mars 1881 að Bjarn- arhöfn á Snæfellsnesi. Foreldr- ar hennar voru Ingibjörg Jóns- dóttir, ættuð úr Álftafirði við Breiðafjörð og Gottskálk Gott- skálksson, ættaður úr Skaga- firði. Ekki verður ætt Valfríð- ar rakin frekar hjer, en bess vil jeg þó geta samkvæmt því, sem fróður maður hefir tjáð mjer, að föðurætt hennar er komin beint frá sjera Þorvaldi Gott- skálkssyni að Reynistað, afa myndhöggavarans mikla, Bert- els Thorvaldsen, enda eru i þess ari ætt Gottskálkar, hver af öðrum, sem margir voru hinir mestu hagleiksmenn og var fað ir Valfríðar mjög lisThagur, tegldi og skar út með vasahníf sínum ýmsa muni svo sem rúm fjalir, kistla og aska o. fl., en stundaði aðallega sjómensku. Þegar Valfiíður var 9 ára, misti hún föðvr sinn, varð það því hlutskifti hennar eins og svo margra föðurlausra barna að hverfa frá leikjum til marg- háttaðra starfa. Vann hún hjá móður sinni og öðrum við mó- tekju, eyjaheyskap og þar þá mó og hey á bakinu, oft um getu fram. Um fermingr.raldur þráði Val fríður þann eina fram, sem flestir unglingar áttu þá að- eins kost á, sem sje að flytjast til fjarlægra hjeraða, kynnast þar nýju landslagi og ókunn- ugu fólki. Til þess að fuilnægja þessari þrá sinni fluttist Val- fríður, 15 ára, austur á Bakka- fjörð, var þar í nokkur ár og kyntist þar Benjamín Guð- mundssyni, smið, frá Leifsstöð- um í Axarf(irði, sem varð eigin- maður hennar. Árið 1907 flutt- ust þau hjónin til Reykjavíkur, en árið 1911 íór Benjamín til Ameríku eftir áeggjan ættingja sinna þar. Ári síðar sendi hann konu sinni farareyri og bað hana að hafa með sjer litla frænku hennar, sem þau fóstr- uðu í nokkur ár. Fór Valfríður með litlu frænku sína, sem var aðeins á þriðja ári, til Ameríku, um England, alla leið til Moun- tain í Bandaríkjunum. Þar sem Valfríður hafði ekkert numið í enskri tungu, sýndi hún óvenju legan dugnað og kjark að leggja í svo langa ferð með barn að ferðafjelaga og komast alla þessa leið hindrunarlaust. Þau Valfríður og Benjamín undu hag sínum vel í Ameríku og hefðu sennilega búið þar til langframa, ef þau hefðu ekki orðið fyrir þeirri raun, að Benjatnín misti aðra hendina í sögunarvjel. Fluttust þau hjón in aftur heim til íslands árið 1917. Ári síðar eignuðust þau dóttur, Áslaugu, en þegar hún var aðeins 5 ára, andaðist fað- ir hennar. Af framangreindum atriðum úr ævi Valfríðar er tvent áber- andi: Þegar hiin var barn, sem þurfti á fyrirvinnu föður síns að halda, þá rændi dauðinn hana þeirri fyrirvinnu. Þegar hún var uppkomin kona og móðir, ljet dauðinn aftur til sín taka, og rændi hana hjálp eiginmannsins til þess að ala ara; r SS p /> 1 S • önn fyrir litlu dóttur þeirra. En það sannaðist á Valfríði, að þeir standa sig oft betur í baráttu við erfiðleika fullorðinsáranna, er áttu sem börn við and- streymi og jafnvel harðrjetti að stríða, heldur en hinir. sem í bernsku böðuðu í rósurfi, á- hyggjulausir í skjóli foreldra sinna. Valfríður vann nú baki brotnu árum saman, stundum var hún ef til vill búin að ljúka venjulegu dagsverki veniulegr- ar konu, þegar fólk yfirleitt kom til vinnn sinnar og með þessum sjerstaka dugnaði ól hún dóttur sína upp. Væri kom- ið á hið litla heimili Valfríðar, var ekki hægt að sjá, að hún þyrfti að vinna fyrir lífsþörf- um sínum og dóttur sinnar. ut- an heimilisins, allt var þar fág- að og nreint, aðlaðandi og vina legt. Sjálf var hún ljett í spori og syngjandi glöð á svip eins og heimasæta, sem aðeins hef- ir sjeð sólarhlið lífsins. Valfríður er fríðleikskona, vel gefin, góðhjörtuð, sjerstak- lega tónelsk. hefir ómengað yndi af söng, enda söng hún í kirkjukór vestur í Ameríku. Glaðlyndi hennar var, er og verður hið dýrmæta veganesti hennar, þó er hún alvörukona, trúhneigð og hefir sjerstakan áliuga fyrir dulrænum efnum. Hún dvelur nú hjá dóttur sinni Áslaugu og tengdasyni sínum, Gísla bróður mínum. Sem amma rifjar hún nú upp móð- urgleði sína, meðan hún heldur á lítilli nöfnu sinni, les fyrif hana fallegar barnaþulur og bænir. Fyrir hönd allra ættingja og vina Valfríðar vil jeg þakka henni liðnar stundir og óska henni til hamingju með afmæl- ið og alla framtíðina og sam- gleðjast henni í dag yfir því, að hún getur með gleði minnst liðinna ævidaga sinna, þeirrá björtu og glöðu, einnig þeirrá dimmu og sorglegu, því að í minningum slíkrar konu verða þrautir lífsins að hvíld og sorg- ir þess að sönf. Kjartan J. Gíslason frá Mosfelli. . FUNDUM HLEYPT UPP LONDON: Nýlega var hleypt upp tveim fundum hins ný- stofnaða franska íhaldsflokks. Munu kommúnistar hafa ver- ið þarna að verki. Brutu þeir bekki og börðu allmarga fund- armenn. Engin af óspektar- mönnunum voru handteknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.