Morgunblaðið - 30.03.1946, Síða 2

Morgunblaðið - 30.03.1946, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIB Laugardagur 30. mars 1946 Forsætisráðherra lýsir „stefnu Eysteins Jónssonar n FRUMVARF um fiskveiða- sjóð íslands (stofnlanadeild sjávarútvegsins) var enn rætt í Nd. í gær. Fyrst tók til máls Eysteinn Jónsson og flutti langa ræðu. — Hann kvaðst mótfallinn því, að skylda Landsbankann til að láta af hendi fje til stofnlánanna. — Því næst fór hann út í dýrtíð- ina. Hun olli ugg og kvíða hjá þjóðinni, sem m. a. kæmi fram í því, að einstaklingar fengjust ekki til að kaupa hin nýju at- vinnutæki, sem ríkisstjórnin hefði samið um kaup á. Stjórn- in hefði átt að taka upp „stefnu Framsóknarflokksins“, stöðva dýx’tíðina í stað þess að láta alt skeika að sköpuðu. Fjölyrti um ,,fjái’glæfrastefnu“ stjórnarinn- ar og hina vaxandi ótrú manna á verðgildi peninganna, sem m. a. kæmu fram í því, að einka- framtakið drægi sig í hlje. Ræða Ólafs Thors. \ Ólafur Thors forsætisráð- herra talaði næst' og svaraði Eysteini. . Hann kvaðst oft áður hafa heyrt benna dýrtíðarsón Fram- sóknarmanna. í þessari ræðu Eysteins væri ekkert nýtt. Eysteinn væri að benda þing- inu á, að „stefna Framsóknar- flokksins" væxi að lækka dýr- tíðina en ríkisstjórnin ljeti allt reka á reiðanum. En minna mætti Eystein enn einu sinni á, að þegar verið var að semja um myndun þingræðisstjórnar, var einnig leitað til Framsókn- ar. Tólf manna nefnd sat að samningum, og úr þeim viðræð um er skjallega sannað að af hálfu Framsóknar var ekkert skilyrði sett um Isékkun kaup- gjalds. Þ^ert á móti viðurkendi Eysteinn þá, að ef sanngirni ætti að ráða, bæri að hækka kaupgjald víða úf um land. M. ö. o. meðan F'ramsókn ætlaði að verða virkur þátttakandi í stjórninni, var hún reiðubúin að kaupa vinnufrið með hækk- un kaupgjalds. En eftir að þeir lentu ,,utan gátta“, er sónninn sá, að krefjast kauplækkunar. Ef farið hefði verið að vilja Framsóknar, þá hefði afleið- ingin orðið harðvítugar kaup- deilur, sem lyktað hefðu með sigri hinna vinnandi stjetta, en öll þjóðin beðið tjón. Því að með an svo er, að höfuðatvinnuveg- ur þjóðarinnar ber sig vel, þarf ekki að halda að verkalýður- inn láti bjóða sjer að ráðist sje á lífskjör han.s. Framsókn hefði orðið sjer til athlægis með bölstefnu sinni. Og nú hjeldi hún. að hægt væri að blekkja þjóðina fyrir kosning arnar, sem í hönd fai’a Éysteinn hjelt því fram, að stefna ríkisstjórnarinnar í þessu máli (þ. e. stofnlánunum til sjávarútvegsins) væri hrein uppgjöú Forsætisi’áðherra benti á, að tvær leiðir hefðu verið til í málinu. Önnur sú, að knýja þá, sem eiga peninga að leggja fram fje í atvinnutæki. Þessari stefhu mætti- margt fram færa til ágætis, og kvaðst ráðherrann hafa kosið, að einkaframtakið hefði haft sig meira í frammi. Rætt um útvegsins Hin stefnan væri sú, að hlutast til um að fleiri gætu eignast hin nýju framleiðslutæki en þeir, sem ættu peninga. Mætti skýra þetta með dæmi, sagði forsætisráðherranr,. Hann kvaðst vita um kaupstcð, sem væri í miklum uppgangi, en hefði ekki handbært fje til þess að ráðast í togarakaup Hann kvaðst einnig vita, að Evsteinn Jónsson væri á biðilsbnxunum fyrir þenna kaupstað, að hann gæti fengið vfir 90% lán til þess að géta keypt togarann. En þetta myndu menn skilja betur, þegar vitað er, að kaup- staður þessi er Norðf jörður, sem er í kjöi’dæmi Eysteins, og kosn ingar standa nú fyrir dyrum. Með öðrum orðum: Eysteinn berðist á móti þessari stefnu á AJ.þingi, en með þegar hann væri kominn í framboðsbux- urnar. Forsætisráðnerrann mintist nokkuð á ástæðuna fyrir því, að einkaframtakið drægi sig í hlje. Áreiðanlcga væri höfuð- ástæðan sú, að menn treystu ekki á gjörðir Alþingis í skatta málunum, fyrst og fremst þeirri skattastefnu, sem Eystemn Jóns son hefði innleitt en hún lam- aði alt framtak í landinu. Með þessu fi’umvarpi væri farinn meðalvegur milli hinna tveggja stefna, þar sem einstak lingar, sem fjármun hafa, væru hvattir til framtaks og nýjum aðilum gert kleift að koma með. Búið væri að biðja um kaup á 11—12 nýjum togurum og vit- að væri um 3—4 í viðbót. Og vafalaust myndu enn fleiri pantanir bætast við, eítir að þessi lög kæmu. Þessu næst drap forsætis- ráðherrann á dýrtíðina og spurði: Hvað er þessi ægilega dýrtíð, sem allir eru að gaspra um? Hún er hækkun kaupgjalds og afurðaverðs, auðmiðlun milli atvinnurekanda er standa að framleiðslunni og almennings í landinu. Ríkisstjórnin, eins og allar stjórnir. hefir unnið að því, að reyna að hækka verð á útfluttum afurðum. Og nú væru norfur á, að sumar fram- leiðsluvörur okkar seldust fyrir miklu hærra verð en s.l. ár, en þá spáði Framsókn gjaldþroti. T. d. seldist nú síldarmjöl fyr- ir 40% hærra verð og svipað væri að segja um aðrar síld- arafurðir. Auðvitað hefði þetta í för með sjer, að hlutur (kaup) sjómanna hækkaði, en af því leiddi aftur auknar kröfur ann ara stjetta. Hitt væri svo auðskilið mál, að þegar afurðaverðið lækkaði, yrði að lækka framleiðslukostn aðinn í landinu. Og kvaðst ráð- herrann trúa því, að verkalýð- urinn myndi sýna þegnskap og styðja nauðsynlegar aðgerðir, þegar þar að kæmi. svo að fram leiðslan gæti haldið áfram. Að lokinni ræðu forsætisráð- herra talaði Einar Olgeirsson, stofnlán á Alþingi en því næst var umræðum frestað. — o— Jóh. Þ. Jóseísson hefir í til- efni af frásögn Morgbl. í gær, óskað pess getið, að rangt væri þar hei’mt, að hann hefði tal- ið þá kröfu Landsbankans í’jett mæta og eðlilega. að stofnlána- deildin væri í oankanum sjálf- um Hann kvaðst hafa talið eðlilegast, að Fiskveiðasjóður færi með þessi mál. En þetta væri engan veginn aðalatriðið, heldur hitt að fá hagkvæm stoínlán fyrir sjávarútveginn. MARARET TRUMAN, dóttir Bandaríkjaforscta sjest hjer á myndinni dansa við hermann. — Petta var á dansleik hjá franska sendiráðinu í Was- hington og var það fyrsti dans- leikurinn, sem þar var hald- inn frá því að Frakkar fóru í stríðið. * I stuttu máli Höfuðborg endurskipulögð. LONÐON: Breskur skipu- lagningamaður hefir verið ráð- inn af Abyssiníukeisara, til þess að gera áætlanir um end- urskipulagningu höfuðborgar- innar, Addis Abeba. Píanóleikari lögsóttur. LONDON: Hinum kunnu píaníleikara, Miosewich, hefir verið stefnt fyrir rjett, ákærð- um fyrir það að hafa svikið samninga og ekki mætt á hljómleikum, sem hann átti að leika á. Bændur flytja sig. LONDON: Yfir 2000 bænda- fjölskyldur frá fylkjunum Idaho, Washington, Montana og víðar að, eru í þann veg- inn að flytjast búferlum til Norður-Albertafylkis í Kan- ada. Þessi sviffluga er af svonefndri Pratt-Read gerð. — Tvær slíkar flugur hefir Svifflugfjelag íslands nú fengið, auk einn- ar sem er af gerðinni Yankee-Doodle Two. Svifflugfjelagið fær 3 nýjar flugur Von er á 3 til viðbötar SVIFFLUGFJELAG ÍSLANDS hefir nýlega fengið hing- að til landsins þrjár nýjar svifflugur frá Bandaríkjunum. Allar eru þær tveggja manna og búnar hinum ágætustu öryggistækjum. Fjelagið keypti þær skömmu fyrir ófriðar- lokin af ameríska hernum. Ennfremur á fjelagið von á tveim öðrum svifflugum frá Bandaríkjurium, en ekki er vitað með vissu hvenær þær koma. Svifflugur þessar eru af gerðunum: Yankee Doodle Two, Patt-Read og Schweizer. Sigurður Ólafsson keypti þess- ar flugur er hann var í Banda- ríkjunum á s. 1. ári. Svifflugur sem þessar voru notaðar við þjálfun flugmanna flughers og flota. Þegar ófriðnum lauk seldi herinn þær svifflugfjelög- um í Bandaríkjunum og með þeirra aðstoð tókst Sigui’ði að festa kaup á þeim. Geta borið rúm 200 kg. Svifflugur þessar eru lokað- ar. I þeim eru sæti fyrir tvo, sem eru ýmist hlið við hlið eða hvor aftur af öðru. Undir flug- unum eru lendingarhjól. Vængjahaf þeirra frá 50—60 fet, eða 15—18 metrar. Þær geta borið um 200 kg. Svif- flugurnar eru búnar hinum fullkomnustu tækjum, t. d. fyr- ir blindflug, þá er að minnsta kosti ein þeirra með talstöð. Þær eru hafnar á loft á þann hátt, að vjelfluga dregur þær upp. Rennigildi þeirra er yfir 20, með öðrum orðum, að þær lækka flugið um 1 metr. á hverja 20 metra, sem svifið er, þó ekkert uppstreymi sje. — Sje svifflugan t. d. í 1000 m. hæð undir slíkurn kringum- stæðum svifa þær um 20 km. Svifflugfjelagið mun nota flugur þessar við.kenslu. Énn- fremur verður þeim einum heimilt að fljúga þeim, er hlot- ið hafa flugskirteini svifflug- manna. Flugurnar komu hing- að ósamsettar með síðustu ferð Empire Gallop frá New York. Þær verða fluttar suður á Reykjavíkurflugvöll og sett- ar þar saman. Svifflugfjelagið á nú, er hin- ar nýju svifflugur hafa verið teknar til notkunar, 6 flugur. Þar af ex’u fjórar þeirra full- komnar flugur og tvær renni- flugur, en þæ • eru mestmegnis notaðar við kenslu. Svifflugur frá Svíþjóð. Fjelagið hefir fest kaup á einni sviffugu í Svíþjóð. Hún er af svonefndri FÍ—1 gerð. Þær eru sjerstaklega gerðar fyrir listflug. Þá er von á hingað til lands- ins frá Svíþjóð, efni í milli 5 og 8 svifflugur. Efni þetta er ekki keypt inn á vegum fje- lagsins. Helgi Filippusson, annast kaup þessi og efnið flwtt; inn á hans vegum. Hann hefir tryggt sjer sjerfræðinga í þess- ari grein og munu þeir hafa yf- irumsjón með smíði. þeir'ra. Þær flugur, sem smíðaðax’ verða úr efni þessu eru tvær Olympiasvifflugur. Þær voru valdar til þess að taka þátt í Olymisku leikjunum, sem fór- ust fyrir vegna heimsstyi’jald- arinnar. Þá ein Weihe-fluga. Þær-bru taldar vera miklu full- komnari, á ýmsum sviðum, en Olympia. Rennigildi Weihe- flugunnar er um 29. Þá verðui’ og tvær Brunau-Baby, en þæn hafa reynst mjög vel hjer heima, fjelagið á eina slíka fyrir. Þá verður smíðuð gerð af byrjenda-flugum, er Svíar nefna SG—45. Vjelflugudeildin. Síðan í fyrra hefir deild þessi starfað innan vjebanda fjelagsins. Hún á nú 4 vjelflug- ur. Eina Tiger Moth, tvær Lus- sombe og eina Steurman vjel, en hún er þeirra stærst, með 225 hestafla hreyfli. Kenslu hefir deildin haldið uppi og hafa verið flognir 200 flugtim- ar, síðan í okt. s. 1. Kennari er Hörður Sigurjónsson. Stjórnin. Á síðasta aðalfundi fjelage- ins var kosin ný stjórn og eiga í henni sæti: Agnar Kofoed- Hansen, foimaður, Björn Jóns- son, varaformaður, Þorsteinn Þorbjarnarson, gjaldkeri, Guð- bjartur H. Eiríksson, ritari, og Arnór Hjálmarsson, meðstjórn andi. Að sjálfsögðu hefir starf- semi Svifflugfjelagsins legið nokkuð niðri í vetur, en mikill hugur er í svifflugmönnum að gera þetta sumar, sem nú fer 1 hönd, eitt hið athafnasamasta og árangursríkasta í starfsemi fjelagsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.