Morgunblaðið - 30.03.1946, Side 5

Morgunblaðið - 30.03.1946, Side 5
Laugardagur 30. mars 1946 MOEGUNBLAÐIÐ 5' Treystum til þrautar vorn fornandi mdtt Eftir Jóhann G. Möller (Kaflar úr ræðu iluliir á skemlikvöldi Bæjarstjórnarkosningarnar í vetur sýndu paS glögglega að unga kynslóðin í Reykjavík fylkir sjer undir merki Sjál'f- stæðisfiokksins fremur en und- jr merki nokki.rs annars flokks sem hjer starfar. Þetta hefir oftlega komið í Ijós áður, og alla jafnan þau 20 ár, sem flokkurinn hefir starfað, hefir á hverjum tíma, mátt kenna þess merki, að frjálshusa æsku menn hafa skipað sjer í fylk- ing hans. Sá sijórnmálaflokkur sem vill tjalda lengur en til einnar nætur, verður að byggja tilveru sína á söguríkum grunni, en jafnframt að eiga þá yfirsýr. yfir fiamvindu stjórn- málanna, er geri honum kleift að aðhæfa stefnuna breyttum viðhorfum og nýjum verkefn- um. Fylgi ungu kynslóðarinn- ar við Sjálfstæðisflokkinn bend ir ótvírætl til þess, að flokkur- inn hafi borið giftu til þess að móta verkefni sín og viðhorf, eftir því sem tíminn hvert sinn krafðist, hafandi í huga, ,,ef frumlegt skal byggja, að fortíð skal hyggja“ Þetta kom og glögglega í Ijós við myndun núverandi stjórr.ar, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði alla forustu á hendi. Trúin á það, að þroskun emstaklingsins og framtak verði mest og best, ef hann fær að vera sem frjáls- astur um athufnir sínar, var þar hvergi skert. En ja’nframt var horft til hinna breyttu við- horfa og hinna sínýju verkefna, sem flokkurinn verður að að- hæfa stefnu sína við. í hinu mikla róti, sem nú er í ve.flestum þjóðfjelögum, mega æskumenn Sjálístæðis- flpkksins vera ánægðir yfir þeirri giftu, sem fylgt hefir flokki þeirra og forystu undan- farin ár, og fyvir hin djarfmann legu ti'þrif, sem flokkurinn hef ir sýnt í því að vera viðbúinn að mæta verkefnum þe.ss nýja tíma, sem nú er að ganga í garð. * En hin unga kynslóð flokksins hefir líka skyldur að ynna af hendi. Það er raunveru lega hennar verkefni að halda flokknum ungum, láta hann sí- felt vera opinn fyrir þeim hug sjónum og veikefnum, sem alda tímans leggur í fang hverjum stjórnmálaflokki, sem vill lifa, .Verkefnin eru vissulega mörg og blasa við. Hjer er hvorki stund nje stað ur til að rekja þessi verkefni, en minna má á það, að ungum mönnum ætti jafnan að vera það verkefni kært, að reyna að fága þjóðlífið, eða eigum við kannske aðeins að segja hið pólitíska líf með þjóð vorri. .Vienn eru, margir hverj- ir, orðnir þrevitir á að tala um hve pólitískt líf þjóðarinnar sje rotið. Þeim finst, að svo hljóti altaf að verð. En menn mega ekki gefast upp á að gera kröf- ur í þesum efnum, og þeir sem við þjóðmálin fást, verða að vera öðrum til fyrirmyndar í æði mörgum hlutum. Það er vissulega ekki við öðru að bú- ast en að ýmsu sje ábótavant í þessum atriðum. Varla er hægt að segja að neinar fastar pólitískar venjur hafi enn skapast með þjóðinni. En, ef kröfunum um heilbrigði í opin- beru lífi er ekki haldið á lofti nú, munu aldrei skapast heil- brigðar venj ur um þessi mál með þjóðinni. Þegar minst er á kröfur um heilbrigði í opinberu lífi; er hnútum æði oft kastað að Alþingi. Er það oft að ófyrir- synju; því að höfuðmeinsemdin liggur hjá þjóðinni sjálfri, en vitanlega á Alþingi að vera hin mikla fyrirmynd, og því bein- ast kröfurnar eðlilega þangað fyrst. Hið stjcrnmálalega vel- sæmi, sem nauðsynlegt er að ríki í þessu litla landi, verður að eiga sína góðu fyrirmynd þar. Jeg vil varpa hjer fram nokk urum atriðum, sem snerta eða geta snert heilbrigðina í opin- beru lífi. Væri ekki athugandi hvort ekki myndi betur fara, ef þingmennirnir okkar væru færri og starfssvið þeirra af- markaðra en :iú er? Væri ekki rjett að launa þingmennina bet ur, jafnvel þó þeim væri ekki fækkað, og skera svo af hin margvíslegu aukastörf, sem virðast vera nauðsynleg í mörg um tilfellum, ef þeir, sem við stjórnmál fást eiga að geta lif- að mannsæmandi. Haldið ekki að bragurinn á Alþingi myndi breytast og ræðurnar verða var.daðri, ef hver ræða þing- manns væri hljóðrituð og þannig látin á þrykk út ganga? Lítum svo á annað. Af hverju eru ekki heildarniðurstöðutöl- ur reikninga fyrirtækja, sem eru starfandi gegnum bankana, birtar árlega, eins og tíðkast víða erlendis? Myndi það ekki útiloka ýmsa uppblásr.a tor- tryggni í garð þeirra, er halda atvinnulífi voru uppi? Er nauð- sýnlegt að senda svo til altaf, þegar senda barf út af örkinni í viðskiftaerindum, menn, sem hafa beinna persónulegra hags muna að gæta af viðskiflunum? Er ekki rjettara að senda sjálfa stjórnmálamennina og hafa hina til ráðgjafa? Væri ekki stigið spor í rjetta átt, ef hindr- að væri að sifjar og vensl hefðu svo mjög áhrif um ráðnmgar op inberra starfa eins og hefir lengst af tíðkast hingað til? •— Eitt þeirra mála, sem eru þjóð- inni til daglegrar minkunar, eru áfengismálin. Væri ekki reyn- andi að skapa almennar áhuga fyrir því, að gera áfengismálin ópólitísk og að bestu menn, templarar og aðrir, reyni í sam einingu að koma þeim í það horf, að þau sjeu ekki þjóðinni til stöðugs vansa Lítum svo á eitt mikið verk- efni, nveraorl.una. -—- Hversu takmarkalaust afl flæðir ekki nótt og nýtan dag til ónýtis út yfir holt og börð, hingað og þangað, um gervalt landið? Er ekki sjálfsagt, að þeta afl verði virkjað og beislað af ríkinu sjálfu, eftir því sem vitrustu menn telja vera til mestra heilla bjóðinni? Hjer verður að gera eina allsherjar áætlun, og ef ekki er talið heppilegt að rík ið eigi hveraorkuna, þá verður það að tryggja, að ákveðinn hluti orkumagnsins sje þannig notaður, að hann verði sem gagnlegastur þjóðinni í nútíð og framtíð. Hjer er vissulega eitt mesta framtíðarmál þjóð- arinnar, og ætti það ekki að vera krafa æskunnar, að þetta afl væri notað, fyrst og fremst til að auka heilbrigði kvnslóð- arinnar í landinu, frekar en til framleiðslu ónauðsvnlegra hluta, þó fagrir sjeu? Og svo eitt, ungir Sjálfstæð ismenn, er ekki best fyrir þjóðina að gera sjer nú þegar glögga grein fyrir, hverskon- ar tengsl hún girnist hafa við aðrar þjóðir? Landið okkar er eyja, en 1 alt öðrum skilningi nú en áður fyrr, ef svo má að orði komast. Afstaða okkar út á við, er því eitt af okkar aðal vandamálum. Og vissulega þarf að vera vel að því hugað, hvernig við fáum best varð- veitt hina bestu þætti menn- ingar vorrar og sjálfstæði og trygt lífsöryggi þjóðarinnar í nútíð og framtíð, þótt afrið beri að höndum. Og marga hefi jeg heyrt segja, Er menning \ or ekki eins vel varin þjpðernislega, eins og menning þeirra ýmsu smá- þjóða, sem umkringdar hafa verið stórveldum öldum sam- an, en lifað samt? Svo að lokum vildi jeg minnast á þann tíma, sem við lifum á. Sumir halda því fram að eftirkomandi kynslóðir muni öfunda þá, sem nú lifa, því að þeir tímar, sem nú gangi, sjeu tímar hinna miklu umbreytinga og stóru við- burða. Ekki skal jeg um það segja, hvort öfundin verður svo mikil. En hinu ber ekki að neita, að mikil tíðindi hafa gerst og eru að gerast. Aldrei hefir grimd mannlegs eðlis opinberað sig jafn berlega, al- drei hafa jafn hamstola eyð- andi öfl leikið svo lausum hala. En gleymum heldur ekki hinu, að aldrei hefir meiru ver ið fórnað, en undanfarin ár. Aldrei hefir mannlegt eðli sýnt betur fórnarlund sína. Aldrei hafa heilar þjóðir eða einstaklingar fært dýrari fórnir en þeir færðu við að leggja nazismann að velli. — Aldrei verður sögunni um hinn fórnandi kraft, sem kom fram í þessu stríði, nægilega haldið að komandi kynslóð- ’im til lærdóms og eftir- breytni. En þegar við lítum yfir þenna harmleik, komumst við varla hjá því að spyrja. — Hverju höfum við fórnað7 Er það ekki sára lítið ti' móts við fórnir annara þjóða? — Hafa einstaklingar þjóðar vorrar fært margar fórnir, sem jafna má við fórnir þær, sem færðar hafa verið af ein- staklingum hinna stríðandx þjóða út um heim állan? Höf- um við, þessi stríðsár, gengið til góðs götuna fram eftir veg? Hvað höfum við lagt fram til þess, að þær draumsjónir góðra manna mætti rætast, að íriður fengi að ríkja á jarð- Kringlunni í kjölfar þessa ó- íriðar? Ef til vill er nú röðin komin að okkur. Að minsta kosti er ekkert sýnna en að einmitt nú á næstunni þurf- nm við að eiga eitthvað af þeirri samheldni og fórnar- lund, sem gert hefir ófriðar- þjóðirnar svo sterkar að und- anförnu. Hinar stríðandi þjóð ir fórnuðu til þess að vinna stríðið og friðinn. Fórnir okk ar þurfa ekki að vera blóðfórn- ir. En það er skylda hvers og eins af okkur að færa ein- hverjar fórnir til þess að tiyggja sem best okkar ný- fengna sjálfstæði og ná þeim mörkum, sem þegar hafa ver- ið reist fyrir þjóðina að keppa að? Væri úr vegi, að þjóðin sameinaðist um einskonar fimm ára áætlun til þess að byggja trausta undirstöðu undir framtíð sína? Áætlun, sem fæli í sjer það, sem þeg- er keppt að í nýsköpuninni, en jafnframt krefðist þess af hverjum einstakhngi að hann íærði einhverjar persónuleg- ar fórnir um þetta árabil tif að ná settu þjóðmarki. Ef við I’tum yfir þjóðlíf vort, sjáum. við að þar er vitanlega margt glæsilegt og keppt er að ýms- um góðum mörkum. En engu að síðúr vamar mjög inn í þessa baráttu hinn fórnandi kraft. Fátt myndi verða þjóð inni giftudrýgra en að sam- einast um tiltekið árabil til sameinaði’a átaka og hag- nýta verðmæti landsins og uppbyggja þjóðfjelagið sem best á þessu tímabili. Jeg hygg að þær hugsanir, sem lágu að baki, við myndun núverandi stjórnar, hafi hvílt á sama grunni og hjer er orðaður, þó þjóðin hafi ekki borið gæfu til þess að standa öll samein- uð um ætlunina. En grund- völlurinn er fyrir, og því ekkí að reyna að útvíkka hann. —- Fáum þjóðina alla til þess að sameinast, leggja deilumálixl á hilluna næstu fimm ár, en stefna öll að fyrirfram settu marki. Myndu þessi ár ekk* treysta hinn fórnandi mátt þjóðarinnar til þrautar. og hún koma efldari og heil- steyptari frá átakinu en nokkru sinni fyrr? Saumastúlkur Tvær saumastúlkur, vanar karlmannafata- saum, óskast, önnur vön jakkasaum og hin vestis- og buxna saum. Uppl. í síma 5209, kl. 2—4 í dag. Ingi Benediktsson, klæðskeri. l Skrifstofustúlka og unglingspiltur óskast nú þegar. Upplýsingar gefnar á skrif- stofu vorri í dag, kl. 2—3. H. CLAESSEN & CO. H.F. Aðalstræti 6B. ? v I ? r ? T t T T T t í 4 f I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.