Morgunblaðið - 30.03.1946, Page 12

Morgunblaðið - 30.03.1946, Page 12
12 MORGDNBLAÐIB Laugardagur 30. mars 1946 Brjef FramLald af bls. 8 efnum. En við ramman reip var að draga og skilningsleysi mikið hjá þeim, er hjeldu þarna á málum. Nú er tekið að rofa til og tökum við því tveim hönd um. Nú þurfum við ekki leng- ur að óttast lögsókn og fordæm ingu fyrir að segja satt og rjett um hlutina og vilja þar lagfær- ingu, sem var þó sjálfsögð skylda okkar — fögnum við því. Alveg hefir það komið á dag- inri, að það sem Húsmæðrafje- lagið fann nýju mjólkursölulög unum til foráttu hafði við rök að styðjast. Þökk sje þevm, sem haía bægt þokunni frá og vilja koma þar á betri skipar., því þörfin er mikil fyrir að til framkvæmda komi sem fyrst. S. M. Ó. — Milli hafs og heiða Framh. af bls. 6. ið kvefpest í bænum og margt af fólki legið nokkra daga. — Þetta hefir valdið verulegum töfum á Alþingi því þing- menn eins og aðrir eru háðir næmum kvillum. Tíminn er hvað eftir annað að gera sjer mat úr þessu af því stundum hefir hent, að hlutfallslega fleiri Fram- sóknarmenn hafa verið á íundi, en þingmenn annara ílokka. Hinu hafa þeir Tíma- menn alveg gleymt, að stund um áður á þeirra valdatíma hafa þingfundir alveg fallið niður marga daga þegar kvef- pestir hafa gengið í bænum. Arás þessi missir því marks. Orðsending Byrnes iil Búlgaríu Washington í gærkvöldi. BYRNES, utanríkismálaráð herra Bandaríkjanna, hefir sent Búlgurum orðsendingu. Frjettamenn í Bandaríkjun- um telja, að orðsending þessi standi í sambandi við tilraun ir þær til stjórnarmyndunar, sem fram hafa farið í Sofía að undanförnu. — Verkamannabú- siaðirnir Framhald af bls. 11. Minningarorð: Gunnlaugur Þorsteinsson alrr.enn óána;gja yfir þessu þvingunarákvæði. Það væri að vísu ekki nema eðlilegt að fjelagsmenn hefðu forkaupsrjett af hverri seldri íbúð. En verðið ætti að miðast við verðlag þess tíma, sem sal- an fer fram. Og það er áreið- anlegt, að þetta byggingafyrir- komulag, verkamannabústað- irnir, nær aldrei þeirri þátt- töku, sem þaö á skilið. nema það verði .frjálsara. Hugmynd- in að verkamannabústóðunum er ágæt, ef vankantarnir eru sniðnir af. Jeg vona að það verði gert og framkvæmdir auknar að miklum mun. Nú er tækifæri til leiðrjett- inga, oví endurskoðun á lög- unum um verkamannabústaði fer nú fram á Alþingi. Hannes Jónsson, Asvallagötu 65. Ferðamenn til Sviss. LONDON: — Ferðamanna- straumur til Sviss er nú aftur farinn að aukast. Munu bresk- ir ferðamenn geta ferðast beint til Sviss með járnbraut eftir 1. maí næstkomandi og er búist við að fjöldi fari þang- að. 1ÞETTA I 3 i 3 er bókin, sem menn lesa i 1 sjer til ánægju, frá upphafi | til enda. 2 E 3 Bókaútgáfan Heimdallur. = inimiiiiiiiiimiiiRnimimnimiiniiiiiiiiuiiiiiiiiiiiuii hjeraðslæknir GUNNLAUGUR Þorsteinsson hjeraðslæknir á Þingeyri and- aðist 22. þ. rii. á 62. aldursári. Banamein har.s mun hafa ver- ið heilablóðhJl. í dag verður hann jarðsunginn frá heimili sinu. Með Gunnlaugi er hniginn í val einn meðal merkustu hjer- aðslækna landsins, eftir frá- bærlega dygga þjónustu frek- lega hálfan fjórða tug ára, og einn mesti sómamaður í emb- ættisstjett. Gunnlaugur Þorsteinsson var fæddur í Norður-Vík í Mýrdal og vóru foreldrar hans hin merku hjón Þorsteinn hrepp- stjóri .Jónsson og Ragnhildur Gunnlaugsdótdr, bónda í N,- Vík Arnoddssonar, en móðir Ragnhildar var Elsa Dóróthea Þórðardóttir, systir Margrjetar móður Magnúsar landshöfð- ingja Stephensens. Var ætt- tofninn góður og þetta kyn- fólk vel metið í Skaftafells- sýslu og víðar. Bróðir Gunn- laugs heitins °r einn á bfi, Jón Þorsteinsson í Norður-Vík, nú sýsluskrifari og hreppstjóri, al kunnur myndarmaður og hefir gegnt mörgum trúnaðarstörf- um. Þannig skipaðist hjá for- eldrum þeirra, að hinn eldri sonurinn, ' Gunnlaugur, gekk „langskólaveginn“, þótt mjög væri hann einnig hneigður, til allra bústarfa, en hinn yngri, Jón, gekk á verslunarskóla og stundaði síðan slík störf um hríð og tók seinna við búi í N,- Vík. Hafði Þo/steinn hreppstj., faðir þeirra, andast síöla árs 1916, en Ra^nhildur móðir þeirra fluttist eftir nokkur ár alfarin vestur að Þingeyri til Gunnlaugs læknis sonar síns, og hjá honum andaðist hún. Gunnlaugur Þorsteinsson varð stúdent 1904, tók embætt- ispróf i læknisfræði við Lækna skólann 1909. Sigldi hann síð- an, eins og þá var títt, til frek- ari æfingar og dvaldi í Dan- mörku. Og enn fór hann utan 1923 til kynningar í Jæknis- fræði. Að fullnaðarnámi loknu fór ha.an til Þingeyrar og fjekk veitingu fyrir Þingeyrarlækn- ishjeraði skör.-.mu síðar. Hafði hann þannig, er hann fjell frá, starfað þar sem hjeraðslæknir samfleytt síðan 1910. Var hjer- aðið framan aí öll Vestur-ísa- fjarðarsýsla og hið erfiðasta, en seinna skiftist hún í tvö læknishjeruð. Lengstum var Gunnlaugur hraustur, eins og hann átti kyn til, og þreyttist lítt, en síðari árin kendi hann þó vanheilsu og fjekk sjer þá nokkurn tíma aðstoðarlækni, en lífið og sálin var hann sífelt í öllum læknisstörfum þar. — Hafði hann nú fengið lausn frá embætti. Það mun, óhætt að fullyrða, að vart geti áhugameiri og sam viskusamari mann í starfi en Gunlaugur læknir var. Hann var og góður læknir og hepp- inn, laginn mjög til allra hand- lækninga, enda hagur á hvaða verk, sem hann snerti við, og listhrteigður. Hann virtist hafa tekið „ástfóstri“ við sitt lækn- ishjerað vestra, og ljet ekki til- leiðast að hverfa þaðan nokkru sinni, bótt honum kunni að hafa flcgið það í hug einhvern tíma, jafnvel ekki þótt honum byðist ættaróðal og heimahjer- að, þar sem hann var upp runn inn, Mvrdalsh' erað, en þangað vildu Kunningjar hans og ætt- menn eðlilega fá hann fyrrum, enda hafa menn þar, ems og í fleiri læknishjeruðum, oftar en einu sinni átt í brösum með að ná í góða lækna. Sannarlega máttu Þingeyrarhjeraðsbúar hrósa happi yfir að halda hon- um. Mun hans og lengi minst á þeim slóðum með þakklæti og virðingu. Gunnlaugur • Þorsteinsson hjéraðslæknir kvæntist aldrei. Hann var maður fríður sýnum og vel á sig kominn. Prúðmenni var hann hið mesta í hvívetna og vildi aldrei vamm sitt vita, tryggur í vináttu, en blandaði sjer lítið í annara mál. Þó tókst .hann á hendur að sinna ýmsum mikilsverðum störfum í hjeraði sínu öðrum en lækn- isstörfunum. Rak hann þar jafnvel nokkurn búskap, sem hann undi hið besta við í hjá- verkum, en naumur varð hon- um tími til þess Dýravinur var Gunlaugur heitinn ekki síður en mannvinur, og mátti segja að hann elskaði náttúru landsins í öllum myndum og vildi hlúa að öllum gróðri, Er það góðra ma.ina einkunn. Þótt Gunnlaugur Þorsteins- son væri að eðlisfari nokkuð hljedrægur, að því er virtist á stundum, hafði hann þó mikla ánægju af því að njóta glað- værra stunda í vinahópi; hafði hann einnig til þess ýmsa hæfi- leika, var t. d. maður mjög söngelskur og sjálfur söng— maður góður. Og prýðilegur fjelagi í sanwistum við aðra menn. Jeg' flyt honum liðnum með þessum fáu línum hinstu kveðju átthaganna og árna honum gleði og sannra: bless- unar, þar sem hann nú mun farsællega kominn „heim“, G. Sv. Áheit og gjafir til Barna- spítalasjóðs Hringsins. Áheit afhent verslun Aug. Svendsen: Frá Unnur kr% 506,00, Áslaugu 50,00, Kristni 50.00, Siggu 25.00, Elísabetu Helgadóttur 25.00, Ellen 50.00, Sirrý og Mumma litla 500.00. — Áheit afhent fjáröflunarnefnd: Frá N. J. kr. 50.00, S. V. 25.00, A. O. 100.00, G. Ó. 50.00. — Áheit afhent Litlu Blómabúðinni: Frá N. N. kr. 250.00. Áheit frá Áóra kr. 10.00. Áheit merkt 26. febrúar kr. 70,00. — Gjafir: Frá Sigrid Sander kr. 100,00. Frá K. K. kr. 30,00. — Kærar þakkir til allra gefenda. Stjórn Hringsins. ggilllllllllllllllllllllll[millllinillinillilllllllHinlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllffll[llllllllllllTililinilllllllllllllllliiiBBiniBnniiiinnnBnmnBmlnmim,||,m,[m|i.r| X-9 Eftir Roberf Sform asiiHiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimii V'DON'T MAVE T’OET NA5HTV ABOllT IT - U6M! Another PUT DCm THAT QUN,"REDNECK", DOWN WITH IT, OR l’LL PLUG YOUÍ /VUNUT6 AND /MV DREAM W0ULD MAVE TURNED mQ A WALKIE-TALKIE! r HOPE NOONE L MEARDME... Ccpi. iC’45. Kin2 Fcatiifcs .Sy.idicate, Inc., Worl l riphts rcscrved. j í lestinni á leið til Washington, heldur yngri bróð- ur X-9, sem ætlar að ganga í lögregluna, áíram að dreyma: —•' Hentu byssunni, Rauður, niður með dót- ið, eða jeg skýt þig. í næsta klefa heyrir maður, sem er að súpa á whisky, að sagt er, niður með dótið, eða jeg skýt. Hann heldur að hann eigi að hella í sig öllu úr flöskunni, eða hann hafi verra af. Hann rembist og rembist, en það er svo sterkt. Þá hrekk- ur Bing upp: Þetta var ljóti draumurinn. Jeg vona, að enginn hafi heyrt til min.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.