Morgunblaðið - 31.03.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.03.1946, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 31. mars 1946 | Málverkasýning * ' / Finns Jónssonar t SÍÐASTLIÐINN sunnudag opnaði Finnur Jónsson mál- Verkasýningu Sýningaskálan- um. þar eru 46 olíumálverk og íjöldi vatnslitamynda. Það eru því nær 2% ár síð- an Finnur sýndi síðast. Sýning sú var hin f jölbreittasta sem hann hefir haldið, enda sjers- lega til hennar vandað með úr- vali. Á þessari sýningu er að mestu sýnd þau verk sem gerð hafa verið tvö síðustu árin. Svo ekki er því að búast við að þessi sýning þoli samanburð við þá fyrri, enda gerir hún það ekki. Hjer verður ekki full- yrt að málarinn sje eigi enn á framfaraskeyði. Það tekur oft nokkur ár fyrir málarann að marka sjer ný tröppuþrep í listbrautina. | Á þessari sýningu Fir.ns eru það myndirnar með hið raun- hæfa sjónarrcið sem virðast bestar. Þar fylgir malarinn viðfangsefnunum eftir, án $káldlegrár rómantíkar. Mynd $ú. sem hjer fylgir með að of- an af „Selsvör“ í Reykjavík, ber þess vitni. Hinir r^örgu fcátar, fiskhjallar, fólkið og hvað annað er athugun glöggs auga fyrir veiðmætum hvers- dagslegra fyrirbæra. Ýmsar af hinum mörgu og stóru lands- íagsmynda frá Þingvöllum áýna svipaðan árangur hins raunhæfá sjónarmiðs og breyt- ir það engu í því, sem jeg á við, þótt í sumum þeim nái skreytikendin yfirtökunum. Þá eru það alt skiljanlegri og skil- ínerkilegri hlutir sem fengist er yið að túlka á raunsæjan hátt. En sýning þessi hefir upp á Jleira að bjóða og að mínum $ómi alt lakara, en það eru hinar svokölluðu þjóðsagna- myndir, svo sem: „Raanarök“ „Fögur þykir mjer hönd þín“ j,Meinsæri“, „Vetrarnótt við hafið“ „Reiml.eiki undir sjáv- arhömrum“, .Einn á miðinu", SVo nokkrar sjeu taldar. Lista- meðferð og stemning öll er því líkast sem verið sje að reyna áð vekja upp á ný þau sjónar- mið sem mest voru gildandi .á þeim tímum, xem þjóð vor var dýpst sokkin í andlega eymd og líkamlegt volæði. Jeg geri ráð fyrir að slík dulræn þoku- hugsun, sem verk þessi sýna sje aðeins stundar fyrirbæri, og fjölyrði því ekki um það frek- ár. En í stað þess held jeg áfram að iftfa trú á hæfileika og getu þess málara sem á und- anförnum árum hefir staðið framarlega og gert jafn góð verk og síðasta sýning hans bar vitni um. Sýningin verður opin til 4. þ. m. daglega frá kl. 10—22. Orri. Kosntngabaráffa að byrja í Frakklandi FELIX GOUIN, forsætisráð- herra Frakka byrjaði kosninga baráttuna í kvöld með ræðu, sem hann flutti á flokksþingi jafnaðarmanna. Hann varaði við því, að öll hætta á verð- bólgu og gengishruni væri enn ekki liðin hjá, og hvatti alla stjórnmálaflokka Frakka að standa saman sem einn um fjár mál landsins, og ennfremur sagði hann, að stefna Frakka í utanríkismálum væri sú að hafa sem nánasta samvinnu við Breta. Gouin sagði, að franskir verkamenn yrðu að leggja hart að sjer í baráttunni til þess að Sem fyrst yrði hægt að endur- reisa það, sem hrunið hefði í rústir í styrjöldinni. — Reuter. Brefar taka ekki fisk um páskana BRE3KA Matvælaráðuneytið hefir tilkynnt, að ekki muni verða tekið á móti neinum er- lendum fiski í breskum höfn- um í páskavikunni, þann 17.— 22. apríl næstKomandi að báð- um dögum meðtöldum. Taka upp samband við Þjóðverja London í gærkvöldi. DANIR og Norðmenn hafa ákveðið, að skipa ræðismenn í þýsku borgunum Hamborg og Flensborg. Tolja frjettaritarar þetta upphaf að því að þjóðir taki aftur upp hið forna sam- band sitt við Þýskaland. •—Reuter. OSLO: í dag fer fram skíða- mót barna nærri Oslo, og eru þátttakendur á aldrinum tveggja til 13 ára. Munu yngstu keppendurnir taka þátt í stökki meðal annars. Þau byrja snemma, norsku börnin, að fara á skíðum. Hvernig koma má mal iil Þýskalands í TILEFNI ai að sendiráði ís- lands Kaupmannahöfn ber- ást oft gjafabögglar frá einstak lingum að heiman, sem fara eiga til íslenskra ríkisborgara, kvenna og batna af íslenskum ættum svo og erlendra ríkis- borgara í Þýskalandi, Austur- ríki, Ungverja'.andi og I jekkó- slóvakíu, lætur fulltrúi sendi- ráðsins í málefnum Rauða Kross Islands bess getið, að með leyfi utanríkisráðunevtisins danska og milligöngu Rauða Krossins danska sjeu matvæla- bögglar sendir mánaðarlega ís- lenskum ríkisborgurum svo og konum og börnum af íslensk- um ættum í Þýskalandi og Aust urríki. Hófust matvæiasend- ingar þessar í októbermánuði 1945. Kostnað allan greiðir Rauði Kross íslands. Það er ekki á valdi sendi- ráðsins yfirleitt að koma áfram gjafabögglum frá einstakling- um til Mið-Evrópu. Er því eig'i hægt að mæla með að slíkum sendingum vevði haldið áfram nema sjerstaklega standi á. Sendiráðið hefir skrá frá Rauða Krossi íslands yfir menn, sem fá matvælasending- ar reglulega. Ef einstaklingar heimá hafa áhuga á að senda gjafaböggla íslenskum ríkis- borgurum og íslenskfæddum konum, sem ekki eru á skránni, á að beina tilmælum um það til Rauða Kross Mands, sem síð- an snýr sjer til fulltrúa sendi- ráðsins, dr. Skadhauge, og mun hann síðan reyna að koma send ingunum áfram. Þýsklr ríkisborgarar, sem eiga að nánustu ættingjum ís- lenska ríkisborgara, eða fólk af íslensku bergi brotið, sem nú dvelur á íslandi, eru utan við samkomulag það. sern sendi ráðið hefir gevt við utanrríkis- ráðuneyti Dana. Tilmælum um aðstoð þeim til handa frá nán- ustu ættingjum á Islandi, er einnig hægt að beina til full- trúa sendiráðslns í Rauða Kross málefnum, og mun hann reyna að greiða fyrir slíkum beiðnum eins og ástæður frekast leyfa. (Frá utanríidsráðuneytinu). Radíumsjóðurinn afhendir R.K.Í. eignir sínar Á FUNDI Radiumsí.óðs ís- lands, sem haldinn var í Kaup- þingssalnum láugardaginn 23. þ. m., gerði stjórn sjóðsins sam þykt um að afhenda Rauða Krossi Islands eignir Radium- sjóðsins að gjöf, en Radium- sjóðurinn hætti nú störfum sem sjerstök stofnun. HjaLi Jónsson ræðismaður flutti ræðu, þar sem hann til- kynti um gjöfina ög óskaði Rauða Krossi íslands allra heilla, en Jóhann Sæmundsson varaformaður Rauða Krossins, þakkaði hina höfðinglegu gjöf með nokkrum orðum, í forföll- um Sigurðar Sigurðssonar berklayfirlæknis formanns Rauðá Krossins Gaf hann fyr- irheit um að Rauði Krossinn mu.ndi leitast við að halda uppi starfsemi Radiumsjóðsins og hagi henni á þann hátt, sem verið hefir hingað til. ÚTVARPIÐ ÚVARPIÐ í DAG: 8.30—845 Morgunútvarp. 10.30 Útvarpsþáttur (Helgi Hjörvar). 11.00 Morguntónleikar (plöt- ur): Missa solemnis eftir Beethoven (fyrri hluti). 12.10—13.15 Hádegisútvarp. 13.15 Hannesar Árnasonar fyr- irlestur dr. Matthíasar Jón- assonar um uppeldisstarf for eldra: Leikir og störf. 14.00 Messa í Fríkirkjunni (sjera Árni Sigurðsson). 15.15 Miðdegistónleikar (plöt- ur): a) Missa solemnis eftir Beethoven (síðari hluti). b) Eroica-tilbrigðin eftir Beet- hoven. 18.30 Barnatími (Pjetur Pjet- ursson, sjera Friðrik Hall- grímsson o. fl.). 19.25 Tónleikar: Stef og til- brigði eftir Tschaikowsky, úr svítu nr. 3 (plötur). 20.00 Frjettin 20.20 Samleikur á celló og pí- anó (Þórhallur Árnason, Fritz Weisshappel)’: Sónata í a-moll eftir Marcello. 20.35 Erindi: Gyðingar í fyrir- heitna landinu (Ásmundur Guðmundsson prófessor). 21.10 Tónleikar: Hebreskir bænarsöngvar (plötur). 21.20 Erindi: Skíði og skíða- ferðir (Guðmundur Einars- son myndhöggvari). 21.45 Tónleikar: — Göngulög (plötur). 22.05 Danslög. ÚTVARPIÐ Á MORGUN: 8.30—845 Morgunútvarp. 12.10—13.15 Hádegisútvarp. 13.15 Erindi Búnaðarfjelags ís- lands: (Jóhann Jónasson frá Öxney, Sæmundur Friðriks-< son framkvæmdarstjóri, Ing- ólfur Davíðsson magister). 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íselnskukensla, 1. flokk- ur. 19.00 Þýskukensla, 2. flokkur. 19.25 Þingfrjettir. 20.00 Frjettir. 20.30 Erindi: Alfræðistefnan (Þórhallur Þorgilsson mag- ister). 20.55 Tónleikar (plötur). 21.00 Um daginn og veginn Gunnar Benediktsson rit- höfundur). 21.20 Útvarpshljómsveitin: —■ Þjóðlög frá ýmsum löndum. — Einsöngur (Kristján Kristjánsson). 22.00 Frjettir. 22.30 Dagskrárlok. Sfórgjafir fil Hringsins FJÁRÖFLUNARNEI’ND Hringsms bárust í gær tvær stórgjafir. Voru það 10 búsund krónur frá tveimur fyrirtækj- um hvaru um sig. Þessi sömu fj-rirtæki gáfu Hringnum sömu upphæðir í fyrra. Stjórn Hringsins hefir beðið blaðið að færa gefendun- um sínar bestu þakkir. BEST AÐ AUGLÝSA í MORGUNBLAÐINU f i $ »!♦ f f * I f f f f t t f f ÚTIFUND um herstöðvamálið halda Stúdentaráð Háskólans og Stúdenta- fjelag Reykjavíkur, í dag, kl. 2, við Miðbæjar- barnaskólann. Ræðumenn verða eldri og yngri stúdentar frá Stúdentafjelagi Reykja- víkur og stjórnmálafjelögum Háskólans. — Ættjarðarlög verða leikin milli ræðnanna. Stúdentablaðið „Vjer mótmælum allir“ verður selt á fundinum. ! j: % t Yi T V y t t t t t »!• Výkomiö í Ford junior Benzindælur Carburatorar Stuðdemparar Kveikjur Olíudælur Coil Dynámoar Platínur I Sveinn Egilsson h.í. t s t t t I I * t % Höfum fengið úrval af allskonar vörum hentugum til Tækifærisgjafa JLi v p rp n a í % »■« : -> f I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.