Morgunblaðið - 31.03.1946, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.03.1946, Blaðsíða 6
6 MOEGUNBLAbiÐ Sunnudagur 31. mars 1946, Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. I Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. í lausasöiu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Einkaframtakið og nýsköpunin ÞEIR hafa reynt að gera mikið úr því á Alþingi, Fram- sóknarmenn, að einstaklingar sem einhver fjárráð hafa, fengjust ekki til að leggja fje sitt í kaup á nýjum fram- ieiðslutækjum. Hafa Framsóknarmnn í því sambandi bent á, að fá kauptilboð væru komin frá einstaklingum í hina nýju togara, sem ríkisstjórnin hefir samið um smíði á í Bretlandi. Þetta væri vottur þess, segja Fram- sóknarmenn, að einstaklingar hefðu enga trú á nýsköpun ríkisstjórnarinnar. Þeir vildu þar ekki nálægt koma. ★ Forsætisráðherrann vjek nokkuð að þessu atriði í ræðu á Alþingi s. 1. föstudag, er hann svaraði Eysteini Jónssyni Forsætisráðherrann sagði, að um tvær leiðir væri að ræða í málinu: Önnur væri sú, að knýja þá, sem eiga peninga að leggja fje til kaupa á nýjum atvinnutækjum. Hin væri sú, að stuðla að því, að fleiri gætu eignast ný framleiðslu- tæki en þeir, sem ættu peninga. Ríkisstjórnin hefði valið þann kostinn, að fara bil beggja. Með hinum einkar hagkvæmu stofnlánum, sem sjávar- útvegurinn fær nú aðgang að, væri öðrum en þeim einum, sem peningaráð hafa gert kleift að eignast ný skip. Stofn- lánin myndu einnig verða mikil hvatning fyrir einkafram- takið, að sitja ekki auðum höndum. ★ Annars er engan veginn sjeð ennþá, hvoit sú fullyrðing Framsóknarmanna reynist rjett, að einkaframtakið vilji ekki ráðast í kaup hinna nýju togara, sem verið er að smíða í Bretlandi. Forsætisráðherrann upplýsti á Alþingi, að fyrir lægju beiðnir um kaup á 11—12 togurum, og vitað væri um 3—4 í viðbót. Þetta eru samtals 14—16 togarar, eða helm- ingur allra þeirra togara, sem samið hefir verið um smíði á. Þegar nú á það er litið, að þessar kaupbeiðnir koma fram áður en nokkuð er vitað um, hvaða lánskjör fáan- leg eru til skipakaupanna, þá er vissulega ekki hægt að segja með sanni að þeir, sem einhver fjárráð hafa ætli að draga sig í hlje. Nú vita menn hinsvegar, hvaða lánskjör í boði verða. Hin nýja stofnlánadeild sjávarútvegsins, sem stofnuð verður við Landsbankann, veitir einkar hagstæð láns- kjör til skipakaupa og annarra framkvæmda sem heyra undir nýsköpunina. Þegar þetta liggur ljóst fyrir, er ekki vafi á, að nýjar pantanir muni koma. Við verðum að gá að því, að það þarf mikið fje á okkar ^nælikvarða til þess að kaupa nýtísku togara. Og þótt togarafjelögin myndu að sjálfsögðu einskis óska fremur, en að geta fengið ný og fullkomin skip í stað þeirra gömlu og úr- eltu, sem fyrir eru, hafa þau fæst svo mikil fjárráð, að þau geti þetta, nema með mikilli lántökú. Svona er nú þetta, þrátt fyrir velgengni undanfarinna ára. ★ Forsætisráðherrann sagði eftirtektarverða — og skemti- lega — sögu af Eysteini Jónssyni í sambandi við togara- kaupin. Eysteinn var að gaspra um „fjárglæfrastefnu“ ríkisstjórnarinnar og að stjórnin væri aiveg horfin frá því, að knýja fram einkafjármagnið til skipakaupa, en biði í þess stað stofnlán fyrir miklum hluta andvirðis skipanna. En samtímis því, sem Eysteinn væri að ráð- ast á ríkisstjórnina fyrir þetta á Alþiugi, ynni hann utan þings að því, að kaupstaður í hans kjördæmi (Nes- kaupstaður) gæti fengið yfir 90% lán til togarakaupa, i stað 75%, sem frumvarpið býður. Svona væri tónninn i Eysteini, þegar hann væri kominn í framboðsbuxurnar! Hjer er Framsóknarmönnum rjett lýst. Þeir ráðast á ríkisstjórnina fyrir alt, sem hún gerir eða lætur ógert. En þegar þeir koma til kjósendanna, koma þeir með yfir- boð! 'Uíbverjl ílrifc ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Áhugi fyrir handalögmáli. ÞAÐ ER MIKILL áhugi fyr- ir handalögmáli meðal almenn ings hjer í bænum. Á jeg ekki við forvitni vegfarenda, sem hópast utan um menn, ef það slettist eitthvað upp á vin- skapinn úti á götu, heldur hin skipulögðu handalögmál, hnefa leikana. Jeg flæktist með kunn ingja mínum inn í íþróttaskál- ann við Hálogaland í fyrra- kvöld og þar var samankomið fleira fólk, en kemst fyrir í nokkru öðru húsi á landinu, sennilega hátt á annað þúsund manns. Það var nú meiri áhuginn fyrir hinum löglegu slagsmál- um, sem þar fóru fram eftir öllum kúnstarinnar reglum. —- Margir spengilegir ungir menn reyndu þar krafta sína og fimi 1 hnefaleikum og var verulega gaman að horfa á þessa íþrótt, sem er tiltölulega ung hjer á landi. Það eru margir á móti hnefaleikum, en jeg held að ef menn líta þessa íþrótt í rjettu Ijósi og keppendur fara eftir settum reglum, þá sje þetta síst ljótari leikur en hvað ann- að. Eftir áhuga manna að dæma þarna í íþróttaskálanum í fyrrakvöld á þessi íþrótt miklum vinsældum að fagna hjer í bænum. Jeg efast t. d. stórum að glímukepni hefði dregið að jafn margt áhorf- enda og þarna var. Kvartað um hóp- ferðir til útlanda. SÍÐAN SKRIFAÐ VAR hjer í dálkana um fyrirhugaðar sigl ingar skólaunglinga á sumri komanda hafa mjer borist mörg brjef um það efni og ennfrem- ur um hópferðir yfirleitt, sem fyrirhugaðar eru á næstunni út fyrir landsteinana. Virðast menn vera alment á móti því, að stórhópar og fjelög leggi undir sig alt farþegarúm á þess um fáu skipum, sem nú annast siglingar með farþega milli íslands og Evrópulanda. Segja brjefritarar, að það væri nær að þeir, sem þurfa að fara í nauðsynlegum erindagerðum til útlanda væru látnir sitja í fyr- irrúmi. Það er erfitt að rata milli- veginn í þessu sem svo mörgu öðru. Hverjir eiga nauðsynleg- asta erindið til útlanda. Er hægt a ðfara inn á þá braut. að „skamta“ mönnum far milli landa? Sennilega allhæpið að leggja inn á þá braut. Vantar farþega- skip. VIÐ íslendingar mistum tvö okkar bestu farþegaskip í stríðinu, einsog kunnugt er, þar sem Dettifoss og Goðafoss voru. Er nú þannig ástatt hjá okkur að við eigum ekki nema Brúarfoss eftir, sem kallast getur farþegaskip, en nauðsyn er að, hafa hann í Ameríku- siglingum vegna hraðfrysta fisksins. Er nú svo komið, að aðeins eitt farþegaskip siglir milli Is- lands og Norðurlanda, þar sem er hið danska skip „Dronning Alexandrine“. Eimskip hefir gert ráðstafanir til að láta smíða góðan skipakost, en þangað til þau skip verða full- búin verða vandræði með far- þegarúm milli Islands og Norð urlanda. Að vísu eigum við glæsilegt farþegaskip, þar sem Esja er. Það er í rauninni furðulegt, að það skip skuli þurfa að notast í strandferðir á meðan erlent skipafjelag sópar inn tugþús- undum í farþegagjöld í milli- landasiglingum. Nú þegar flugsamgöngur og bílferðir eru um alt landið að sumrinu til, virðist ekki vera brýn þörf á að hafa Esju í strandferðum, þegar hennar væri mikil þörf í millilanda- siglingar. Með því að nota Esju í Norðurlandaferðir yfir sum- armánuðina, myndi ekki aðeins sparast mikill erlendur gjald- eyrir heldur og beinlínis græð- ast. Væri þetta ekki athugandi? o Ofögur lýsing á mjólkurbúð. MJÓLKURBÚÐ einni hjer í bænum er lýst með eftirfarandi orðum í brjefi til Víkverja. Því miður á lýsingin við fleiri en þessa einu mjólkurbúð: „Aldrei er of mikið talað um mjólkurmálin, en sleppum því í bili, það stendur víst allt til bóta, en það er mjólkurbúð á .....stræti sem heilbrigðisfull- trúinn ætti endilega að heim- sækja. Þar vinna tvær ósköp þurrlyndar og veiklulegar stúlk ur, sem aldrei verður það á að segja „gjörið svo vel“ svo maður tali nú ekki um „takk fyrir“. Þarna er seld mjólk úr stór- um keröldum, sem allan dag- inn standa opin og eðlilega sest töluvert af ryki á mjólk- ina, enda er gólfið venjulega eins og flór. Þær ausa allan liðlangan daginn upp úr þess- um keröldum og hvolfa svo úr stórum brúsum 1 þau og hefi jeg sjeð leka utan af einum þeirra niður í keraldið, kemur það sjálfsagt fyrir oft á dag. • Köku- og brauð- sala. „Á MILLI ÞESS, sem þær grufla í peningum og brúsum, afhenda þær brauð og kökur með berum höndum, svo oft gengur fram af mjer, þær handvolka pappírskrónur og fimmkalla grútskítuga, oít og einatt og vaða svo beint í volg vínarbrauðin eða kleinurnar. Þetta er rjettmæt áminning fyrir afgreiðslufólk, sem ekki blygðast sín fyrir aðnhandleika kökur eða jafnvel súkkulaði- renninga, án þess að -þvo sjer eftir að hafa handleikið pen- inga. Verslanir ættu að útvega •þessu fólki tengur eða gera einhverjar ráðstafanir til að bæta þennan ófögnuð“. Á INNLENDUM VETTVANGI Innflufninpr á olíumyndum FYRIR nokkrum vikum kom hingað danskur maður að nafni Rasmussen. Hann hafði feng- ið innflutningsleyfi fyrir dönsk um olíumyndum, er hann ætl- aði hjer til sölu. Hann aug- lýsti myndirnar til sýnis í syðra fordyrinu á Hótel Borg. Þang- að kom eitthvað af fólki. Seljandinn hjelt fram vöru sinni með nokkurri ákefð, eins og ötulir sölumenn gera. Fá- fróðu fólki, er þarna kom, reyndi hann að telja trú um, að höfundar myndanna væru yfirleitt merkir málarar og myndirnar því mikils virði. Myndir þessar voru yfirleitt rusl, en söluverðið óhóflegt, fáar myndir undir tveim þús- undum króna og allt upp í 19 þúsund myndin. Um það leyti sem þessi skyndisala á danskri „list“ fór fram, var hjer í blaðinu minst á þann atburð, sem gerðist hjer fyrir allmörgum árum, er aust- urrískur maður að nafni Kad- ruka kom hingað með miklar birgðir af alskonar mynda- skrani, er hann hafði ekki get- að komið út í afskektustu sjáv- arþorpum Norður-Noregs fyrir lágt verð, en seldi það síðan hjer, fyrir offjár, þegar tillit er tekið til þess, að hjer er ekki um frummyndir heldur fjölda- framleiðslu að ræða. Tvennum sögum fer af því, hvernig Rasmussen myndasala tókst að koma út varningi sín- um. Frá tollyfirvöldunum hefi jeg heyrt, að verðmismunur á því sem hann kom með af myndum og því sem hann fór með aftur hafi verið um 10 þúsund krónur. En aðrir halda því fram, að sala hans hafi ver- ið allmiklu meiri. Eina mynd hafi hann t. d. selt fyrir nokk uð á annan tug þúsunda, og er hann úr sögunni. ★ Nú er kominn sporseljandi hans, Nielsen að nafni. Við- skiftaráð hefir veitt honum leyfi til þess að flytja hjer inn allmikið safn mynda. Af því, að sögn ,að ekki hefir þótt rjett að gera upp á milli Ras- mussen og Nielsens. Úr því Rasmussen fjekk að koma með myndir, þá á Nielsen að fá hið sama. Eftir þeirri reglu ætti Hansen, Sörensen, Christoffer- sen og hvaða mönnum sem er, að leyfast að feta í fótspor þeirra. hjer gætu orðið útsöl- ur á alskonar góðgæti á hverj- um mánuði. Þó hefir viðskiftaráð ekki gert Nielsen jafn hátt undir höfði, eins og Rasmussen. Því það hefir tekið fram, að hann fengi ekki yfirfærða íslenska peninga, sem hann fengi hjer fyrir seldar myndir. Því er jafn vel haldið fram, að Nielsen megi ekki selja myndir sínar hjer, heldur aðeins sýna þær. Svo endaþótt hann hafi tekið sig upp í söluferð, þá sje hann nú ekki orðinn annað en eins- konar danskur landkynnir, er ætlar að gefa Reykvíkingum kost á að kynnast vissri teg- und myndframleiðslu Dana. ★ Viðskiftaráð sneri sjer til stjórnar Fjélags íslenskra myndlistamanna og fór fram á, að felagsstjórnin liti á mynd- Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.