Morgunblaðið - 31.03.1946, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.03.1946, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 31. mars 1946 Lóa Langsokkur Eftir Astrid Lindgren. 18. — Hversvegna verður maður að fara í skóla? — Til þess að læra, auðvitað. — Hvað á maður að læra þar? — O, það er nú margt og mikið, gott og gagnlegt, til dæmis margföldunartöfluna. — Jeg hefi nú staðið mig vel án nokkurrar margföld- unartöflu í níu ár, sagði Lóa. Og jeg býst við að jeg geti það líka það eftir. — Já, en hugsaðu þjer, hvað það er leiðinlegt fyrir þig' að vera svo fáfróð. Hugsaðu þjer, að geta ekki svarað, þegar þú ert orðin stór, og einhver kemur og spyr þig, hvað höfuðborgin í Portúgal heitir. — Því get jeg víst svarað, sagði Lóa. Jeg svara bara svona: „Ef þjer liggur svo óskaplega á hjarta að vita, hvað höfuðborgin í Portúgal heitir, þá blessaður skrifaðu beint til Portúgal og spurðu um það“. — Já, en heldurðu ekki að fólkinu fyndist skrítið, að þú vitir það ekki sjálf. — Það getur vel verið, sagði Lóa Jeg ætti víst að lig'gja vakandi allar nætur og brjóta heilann: Hvað í ósköpun- um heitir höfuðborgin í Portúgal? Og allt í einu stóð hún á höndunum. Og hún gat alveg eins talað þannig og hjelt áfram: — Jeg hefi nú reyndar verið í Lissabon með pabba mmum. Og svo hló hún, þar sem hún stóð á hönd- unum. En þá sagði annar lögregluþjónninn, að Lóa skyldi svei mjer ekki halda að hún gæti haft allt eins og hún vildi. Hún varð nú að gera svo vel og koma með þeim á barna- heimilið með illu eða góðu. Hann gekk að henni og tók i handlegginn á henni. En Lóa sleit sig lausa, klappaði á öxlina á honum og sagði: „Síðasta!“ Og áður en hann vissi hvað um var að vera, hafði hún tekið undir sig stökk og klifrað upp á þakið á svölunum. Lögregluþjónarnir kærðu sig ekki um að fara sömu leið á eftir henni. Þessvegna þutu þeir inn í húsið og upp á loftið þar. En þegar þeir komu út á svalaþakið, var Lóa þegar komin hálfa leið upp „Getið þjer sagt mjer hvar 5. dagur Hann virti hana fyrir sjer og hleypti brúnum. Hún var falleg — litarhátturinn svo bjartur og hreinn, augun dökk og dreymandi — brosið svo fjörlegt. Hann hafði langað til þess að kyssa hana frá því hann sá hana fyrst, morguninn góða, og .hann hafði verið sannfærð- ur um, að þrátt fyrir alla sína meydómshæversku, þá hafði hana langað til þess líka. Hann hafði talsverða reynslu í þeim efnum. Nú var hann búinn að kyssa hana — stuttan koss að vísu, því að hann hafði ekki ætlað sjer að láta þar við sitja — en það var auðsjeð, að hún var algjörlega ósnortin. Hann hafði óljósan grun um, að það . þyrfti meira en lítið til þess að koma róti á tilfinningar Theodosiu Burr. „Theo“, sagði hann allt í einu. „Ertu ástfangin af nokkr- um manni?“ „Nei“. Hún horfði á hann, alvarleg í bragði. „Og jeg ætla aldrei að giftast“. „Vitleysa! Auðvitað giftist þú!“ Gletnisblikið kom aftur í augu hans. „Þú ert að minsta kosti ekki ástfangin af mjer — það er víst og satt“. Hann hló. Hún heyrði varla hvað hann sagði. Hún hafði tekið eftir því, að sólin var nú komin hátt á loft. Hún varð að komast heim. Föður hennar myndi ef til vill sárna það, ef hún væri ekki heima, þegar hann kæmi, til þess að þakka honum fyrir af- mælisgjöfina. Washington Irving hjálpaði henni á bak Minervu. „Vertu sæl“, sagði hann því næst, og var nærri því auðmjúkur á svip. „Þú kærir þig ekki um, að við hittumst aftur?“ „Jú, auðvitað“, svaraði hún vingjarnlega. „Komdu til Rich- mond Hill hvenær sem þú vilt“. Hann stóð kyrr, með hendur í vösum, og horfði á eftir henni. Áður en hún beygði út af stígn um, sneri hún sjer við, og veif- aði til hans. Það liðu sjö ár, þangað til þau hittust næst. ANNAR KAFLI. Aaron sat í Martling-kránni, ásamt hópi af tryggum stuðn- ingsmönnum sínum. Hann sat úti í horni, í sínu gamla sæti, með portvínsglas fyrir framan sig, höfðinglegur í fasi og fyr- irmannlegur, og bar af fjelög- um sínum eins og vel alinn gæðingur af útigangshrossum. Fjelagar hans drukku flestir romm eða rauðvín, og þeir skál uðu fyrir foringja sínum, sem stat þráðbeinn 1 sæti sínu, að hermanna sið. Hann ljet augu sín, dökk og titrandi, hvarfla af einu andlitinu á annað, eins og hann væri að vega og meta, hve mikill liðsstyrkur væri að hverjum og einum. Theodosia hafði svipuð augu og faðir hennar. En í augnaráði hans var seiðandi dáleiðslukraftur, sem hún átti ekki. — Mennirnir sem sátu um- hverfis hann þarna í veitinga- stofunni, voru kallaðir „Litla sveitin“, eða „Myrmidonarnir", og Theo hafði einu sinni í spaugi kallað þá „Tíundu le- giónina". í hópi þeirra kendi margra grasa. Þarna voru Matthew Davis, Van Ness og Swartwout-bræð- urnir, hraustir og glaðlyndir drengir, fáeinir listamenn — enn fremur nokkrir skuggaleg- ir náungar, þrælar, er höfðu strokið frá húsbændum sínum og vændiskonur. Það var vit- anlega ekki opinberlega viður- kent, að þær ættu heima í sveitinni, en þær gátu komið að góðu haldi, og Aaron var ekki vanur að láta aðra eins smámuni og siðavenjur á sig fá. En þótt hópurinn væri sund- urleitur, átti hann eitt sanaeig - inlegt. Hver og einn hlýddi skilyrðislaust öllum skipunum Burr ofursta. Ovinir Aarons líktu honum við kolkrabba, er teygði slím- uga anga sína inn á öll svið þjóðfjelagsins, spúandi lygum og blekkingum í því skyni að rugla dómgreind hinna rjett- (trúuðu. v Vinir hans trúðu aftur á móti á hann eins og guð. Aaron hafði gaman að hvort tveggja. Sjálfur vissi hann fullvel, hver hann var: maður, gæddur óvenju góðum gáfum, ekki vond ur nje alveg samviskulaus, en snillingur í því, að nota menn og málefni sjer í hag. I þetta sinn var takmarkið, sem hann kepti að, þess virði, að hann legði sig allan fram. í síðastliðnum mánuði hafði honum tekist að vinna sigur, þó að illa horfði, með því að vinna republikanaflokknum fylgi í New York-fylki. En nú var enn harðari bar- dagi í vændum. Hann og hr. Jefferson voru í framboði fyrir republikanaflokkinn til forseta kosninga, og annar hvor þeirra hlaut að sigra. Hamilton hafði mistekist, þrátt fyrir alla kænsku sína, og flokkur hans var ósáttur innbyrðis. Þeir myndu aldrei komast að sam- komulagi svo að þeir gætu boðið fram mann, er einhver hætta stafaði af. Það var að vísu satt, að meiri hluti republikana gekk út frá því sem gefnu, að Jeffer- son yrði forseti, og Aaron myndi gera sig ánægðan með varaforsetaembættið. En margt fer öðruvísi e'n ætlað er, hugs- aði Aaron með sjer, og glotti. Jefferson hafði gegnt vara- forsetaembætti í fjögur ár. Það fór bezt á því, að hann hjeldi því áfram. Það var einmitt starf við hans hæfi. Hann hafði þá nægan tíma til þess að sitja auðum höndum eða föndra við fuglasafnið sitt. John Adams hafði staðið sig illa í embætti sínu. Það var ótímabært að kjósa annan draumóramann í forsetaemb- ættið. Þjóðin þurfti sannarlega á því að halda, að fá athafna- saman og dugandi foringja. Og hún skyldi líka fá hann! — Matthew Davis var að segja eina af sínum óralöngu og drepleiðinlegu sögum. Aaron hlýddi kurteislega á hann, þó að hann heyrði ekki eitt orð af því, sem hann sagði. Þegar Davis hafði lokið máli sínu, klappaði Aaron kumpánlega á öxl hans, og sagði hlægjandi: „Þetta var góð saga, Davis! Jeg hefi líka alltaf sagt, að þú vær- ir óvenju fyndinn maður!“ Davis brosti út að eyrum, lagaði hálsknýti sitt, dustaði ímyndað kusk af jakkaerminni, og leit síðan sigri hrósandi í kringum sig. Þetta voru allt saman hálfgerðir sauðir, — að Burr ofursta undanskildum — sem ekki áttu snefil af kýmni- gáfu. Enda stökk þeim aldrei bros, hve skemtilegur sem Jiann var! Nú bættist nýr maður í hóp- inn. Hann var klæddur í dökk vaðmálsföt, með a. m. k. viku- gamalt skegg. Hann ruddi sjer braút að borði Aarons. Aaron heilsaði komumanni mjög innilega. „Sæll og bless- aður Garson — og velkominn! Jeg er búinn að eiga von á þjer í þrjá daga“. Hann benti véit- ingamanninum að koma til sín. „Komdu með romm að drekka handa Garson, Brom!“, skipaði hann. „Og það besta, sem til er í búrinu. Hann er nýkominn frá Karólína-fylki, og jeg gæti trúað því, að hann væri þurfandi fyrir ætan mat!“ Garson hló. „Ofurstinn hefir rjett fyrir sjer, eins og alltaf. Maturinn er sjálfsagt góður á höfðingjasetrunum þar eins og annarsstaðar. En jeg hjelt mig að kránum og landnemakofun- um, eins og þú skipaðir fyrir, og fjekk því sjaldan ætan bita í svanginn“. Aaron kinkaði kolli. Tom Garson var einn af duglegustu mönnum hans. Hann var ensk- ur að ætt, hafði komið til Vest urheims 1795 með leikflokki. Aaron, er sífelt var á hnotskóg eftir mönnum, sem gátu orðið honum að liði, hafði rekist á hann í Filadelfíu, svangan og illa til reika. Garson var góður leikari, auk þess að vera kænn og vel greindur, og Aar- on hafði ekki iðrast þess, að hafa tekið hann í þjónustu sína. — Aaron hallaði sjer áfram. „Þú fórst sem umferðasali að þessu sinni — var ekki svo?“ „Jú — og það er skemtileg atvinna. Jeg hafði meðferðis heilmikið af glingri fyrír kven fólk — og mikið asskoti eru þær fallegar margar, þarna í Karolina!“ Hann skelti í góm og Aaron hló. „Já — jeg trúi því mætavel, að þú hafir ekki látið tækifær- in ganga þjer úr greipum. En hvernig er hljóðið í mönnum þar? Eru þeir rjettu megin? Kjósa þeir Aaron Burr?“ Garon fjekk sjer vænan sopa af romminu og þurkaði sjer um munninn með handarbakinu. „Republikarnir hafa unnið á þar“, svaraði hann því næst. „En þeir vita lítið um þig í Suður-Karólina“. „Svo segir Timothy Green“, ansaði Aaron þurrlega. „Við verðum að bæta úr því. — Haltu áfram“. Garðastræti er?“ „Hvað sögðuð þjer? Jeg er svolítið heyrnarsljór“. „Ha?“ „Jeg sagði, að jeg væri heyrn arsljór. Jeg heyrði ekki, hvað þjer sögðuð“. „Þjer segið ekki satt! Jeg heyri hálf illa líka“. „Einkennileg tilviljun. En hvað var það, sem þjer vild- uð?“ „Getið þjer sagt mjer hvar Garðastræti er?“ „Jú, sjálfsagt. Þjer gangið út þessa götu, beygið til hægri og haldið áfram um 100 metra. Þá finnið þjer það“. „Nú, svo þar er þá Garða- stræti“. „Nei, nei. Þjer verðið að af- saka. Mjer heyrðust þjer segja Garðastræti". „Nei, jeg sagði Garðastræti‘‘. „Veit því miður ekki hvar það er. Þykir það leitt. Sæl- ir“. ★ Daninn: — Svo þetta er Esjan. Isl.: — Já, eitt af tignarleg- ustu fjöllunum í nágrenni Reykjavíkur. Daninn: — Nokkrar sögu- sagnir eða munnmæli í sam- bandi við Esjan? tsl.: — Held nú það. Tveir elskendur sáust einu sinni ganga þarna upp, en þeir komu aldrei aftur. Daninn: — Þjer segið ekki satt! Nokkur komist að því, hvað af þeim varð? ísl.: — Já. Fóru niður hin- um megin. ★ Ungur maður fjell í dá, en rankaði við, áður en vinir hans höfðu jarðað hann. Einn þeirra spurði, hvernig það væri, að vera dauður. „Dauður“, hrópaði hann, „jeg var ekki dauður og jeg vissi það, því mjer var kalt á fót- unum og var auk þess hungr- aðtir“. „En hvaða sönnun var það?“ „Ja, jeg vissi, að væri jeg í himnaríki, mundi jeg ekki vera hungraður, og væri jeg á hin- um staðnum, mundi mjer ekki vera kalt á fótunum“. ★ Feiti sjálfsánægði þingmað- urinn gekk inn í borðstofu sveitahótelsins. Aðeins einn maður var þar fyrir og hann stóð upp, um leið og þingmað- urinn kom inn. „Sitjið þjer kyrrir, sitjið þjer kyrrir!“ hrópaði sá landskunni vingjarnlega. „Hversvegna?“ spurði hinn undrandi, „má jeg ekki sækja saltið þarna á hinu borðinu?“ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.