Morgunblaðið - 02.04.1946, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 2. apríl 1946
Lóa Langsokkur
Eftir Astrid Lindgren.
19.
eins og hún hefði verið api. Eftir andartak var hún komin
á þak hússins. Hún var jafn fim að klifra á þakhellunum,
upp á mæni og þaðan fór hún upp á reykháfinn. Niðri á
svalaþakinu stóðu báðir lögregluþjónarnir og klóruðu
sjer í höfðinu, og niðri í garðinum voru Anna og Tumi
og horfðu upp til Lóu.
• i>
— En hvað er gaman að vera í síðastaleik, æpti Lóa.
Og hvað þið voruð góðir að koma hingað, Þetta er sann-
kallaður hamingjudagur fyrir mig, það er auðfundið.
6. dagur
„Suður-Karólina verður úr-
slitastaðurinn. Þar eru ráðandi
nokkrar fjölskyldur — Middle-
ton — Rutledges — og Alston
fjölskyldan. Alston-fjölskyld-
an ræður þó mestu. Hún á víð-
áttumiklar ekrur meðfram
Waccamaw-fljótinu. Ef þú
færð hana á þitt band, vinn-
urðu fylkið. Þeir smáu elta þá
stóru, þar, sem annarssaðar11.
„Alston-fjölskyldan. Já“. —
Aaron brosti, svo að glampaði
á hvítar tennurnar. „Þú hefir
unnið vel, Garson. Það, sem þú
hefir sagt, kemur heim við það,
sem jeg hefi áður frjett. —
Jósep Alston dvelur einmitt í
New York um þessar mundir,
og hann kemur heim til mín í
kvöld“.
Garson starði á hann andar-
tak. Svo rann upp fyrir honum
ljós. Hann barði bylmingshögg
í borðið, og rak upp rokna
hlátur.
„Það er víst engin lygi, að
þú veist hvað þú syngur!“
hrópaði hann. „Alston yngri
kemur til kvöldverðar — og
þar verður Thodosia, með sín
fögru augu! Hún beitir þeim
áreiðanlega svo að gagn verður
af-----ef faðir hennar hvetur
hana til þess!“
„Garson!“ Aaron stökk á
fætur. „Þetta er ósæmilegt
tal!“
Mennirnir rjettu úr sjer í
sætunum. Garson sótroðnaði.
„Jeg------jeg hafði ekkert illt
í hyggju, ofursti“, stamaði
hann. „Jeg bið afsökunar. Það
er romminu að kenna“.
Nasvængir Aarons titruðu,
en reiðisvipurinn hvarf að
mestu af andliti hans. „Jeg tek
afsökun þína til greina. En haf-
ið það hugfast“, bætti hann við,
og leit ógnandi yfir hópinn, „að
ef þið hafið nafn dóttur minn-
ar í flimtingum, þá er mjer að
mæta! Og jeg hefi orð fyrir að
kunna vel að beita skotvopn-
um“.
Það var steinhljóð í veitinga-
stofunni. Svo brosti Aaron, og
sagði: „Jæja — við ræðum þá
ekki meira um það. Brom
Martling! §>jáðu um, að menn-
irnir fái aftur í glösin! Jeg verð
því miður að fara“.
Þegar dyrnar höfðu lokast á
eftir honum, sagði Garson:
„Hvernig í ósköpunum átti mig
að gruna, að hann færi að
stökkva upp á nef sjer út af
öðru eins lítilræði? Jeg hafði
ekki hugmynd um, að hann
væri svona hörundssár11.
. „Hann er ekki vanur að /era
það“, sagði Van Ness í varnar-
skyni. „Það er aðeins, ef ein-
hver minnist á dóttur hans . .
Annars er vandfundinn skap-
betri maður en Aaron“.
„Það er varla heilbrigt,
hvernig hann lætur með þessa
stúlkukind“, sagði Gárson
ólundarlega .
„Aaron Burr er heilbrigður
á sál og líkama“, hreytti Matt-
hew Davis út úr sjer. „Hann er
mikið kvennagull", hjelt hann
því næst áfram. „Jeg þori að
veðja hverju sem er, að hann
hefir nú farið beina leið til
þeirrar bláeygðu, sem hann
heldur við í South Street. Hún
er skrambi falleg. En alltaf
man jeg, þegar jeg var einu
sinni á gangi í Státe Street í
Albany, og dyrnar á einu hús-
anna opnuðust skyndilega, og
Hann hóf eina af sínum
eilífu sögum, en í þetta sinn
var ofurstinn farinn, svo að
enginn hlustaði á hann.
ÞRIÐJI KAFLI.
Aaron fór ekki á fund litlu
dúfunnar sinnar í South Street
að þessu sinni — mundi ekki
einu sinni eftir því, að hún
væri til. Hann heimsótti Sally
Martin aðeins þegar hann
þurfti þess með. Hann hafði
ímugust á hóruhúsum, og und-
anfarið hafði hann verið svo
önnum kafinn, að hann hafði
ekki mátt vera að því, að ger.'
hosur sínar grænar fyrir neinni
hispursmeynni. Þess vegna
hafði hann snúið sjer að Sally.
-----Aaron reið í hægðum
sínum heim til Richmond Hill,
og naut veðurblíðunnar. Þegar
þangað kom, fór hann með Se-
lim út í hesthúsið.
„Fór ungfrú Burr út að ríða
í morgun, Dick?“ spurði hann
hestasveininn.
Dick tuldraði eitthvað í
barm sjer. Hann var svangur,
en komst ekki til þess að borða,
fyrr en Theo kom aftur með
Minervu. Svo sagði hann
gremjulega: „Hún fór út klukk
an átta, herra, á gráu merinni,
og í gær var hún burtu allan
morguninn, og í fyrradag . .. . “
„Þakka þjer fyrir. Þetta er
nóg“, sagði Aaron kuldalega.
Dick ætlaði að svara ein-
hverju, en hætti við það. Hann
teymdi Selim ým í hesthúsið,
ólundarlegur á svip.
Aaron gekk hægt upp hvít
steinþrepin. — Ef til vill
var þá einhver fótur fyrir
þessu, sem hann hafði heyrt á
skotspónum. Hann hafði sem
sje frjett, að hún hefði sjest á
tali við ungan mann í Jones-
skóginum. Það hafði ekki
' hvarflað að honum að trúa því.
Honum hafði fundist það hlægi
leg fjarstæða. Og honum fanst
það enn ótrúlegt — — þrátt
fyrir það, sem Dick hafði sagt.
En þó satt væri, að hún hefði
sjest ræða við ungan mann, gat
varla verið nein hætta á ferð-
um. Hann vissi, að Theodosia
var engin daðursdrós. En hann
var samt sem áður undrandi —
— og það kom sjaldan fyrir, að
nokkuð kæmi Aaron Burr á
óvart. Hann var vanur að hafa
vaðið fyrir neðan sig.
Hann var dálítið brúnaþung-
ur, þegar hann gekk eftir hvít-
máluðum ganginum, að bóka-
herbergi sínu. En þegar hann
var kominn þangað inn, lyftist
á honum brúnin. Hann gat
aldrei verið í illu skapi, þegar
hann dvaldi í bókaherbergi
sínu. Hinn meinlætafulli heim-
spekingur og munaðarseggur-
inn áttu jafn mikil ítök í sál
hans. Ef svo bar undir, gat
hann virt umhverfi sitt alveg
að vettugi og neitað sjer um
öll veraldleg gæði, án nokkurs
sárauka.
En bókaherbergið var yndi
hans og eftirlæti. Hann hafði
sjálfur látið byggja það við
húsið, er hann tók það á leigu
árið 1791 — en á undan honum
höfðu búið í húsinu ýms stór-
menni, svo sem John Adams og
Washington hershöfðingi.
Herbergið var stórt og rúm-
gott. Á því voru þrír stórir
gluggar, er sneru í austur og
suður. Meðfram öllum veggj-
um voru bókahillur, fullar af
bókum — allskonar bókum —
og meðal þeirra var margt
enskra og franskra bóka.
Á gljáfægðu eikargólfinu var
forkunarfögur ábreiða, dökk-
rauð að lit, skreytt frönsku
konungaliljunum. Aaron, sem
var mikill Frakklandsvinur,
hafði keypt ábreiðu þessa á
uppboði, og hann hafði oft
skemt sjer vel yfir því í laumi,
hve sumir vina hans voru
hneykslaðir á konungamerkj-
unum. Hann var sannur lýð-
ræðissinni, en hann var enginn
ofstækismaður, og falleg
ábreiða var alltaf falleg
ábreiða!
I herberginu voru tvö stór
skrifborð, nokkrir hægingastól
ar, stór legubekkur, með dökk-
rauðu áklæði, og lítið borð með
drykkjarföngum, stóð út við
dyrnar.
Á norðurveggnum var geysi-
stór arinn. Arinhillan var hvít-
máluð og útskorin af mikilli
snilli. Á henni stóðu tveir fagr-
ir postulínsvasar. Fyrir ofan
arninn hjekk málverk af Theo-
dosiu. Gilbert Stuart hafði mál-
að það, þegar hún var fjórtán
vetra gömul. Aaron hafði verið
óánægður með það. Málverkið
var að vísu gott, að sumu leyti,
en Stuart hafði ekki tekist að
gæða það því lífi og fjöri, sem
Theodosia geislaði af. Aaron
hafði sagt nokkur vel valin orð
við Stuart í því sambandi, og
hann hafði orðið svo stórmóðg-
aður, að þeir höfðu ekki talast
við síðan.
Aaron hafði samt sem áður
ekki fargað málverkinu. Hann
ætlaði að geyma það, þangað
til John Vanderlyn hefði mál-
að annað betra.
' Nú virti hann málverkið fyr-
ir sjer drykklanga stund, hugs-
andi á svip. Svo settist hann
við annað skrifborðið.
Hann var ekki fyrr sestur en
barið var laust á dyrnar, og
rödd Natalíu kallaði: „Má jeg
tala við þig andartak?“
Aaron reis þegar á fætur og
opnaði c^yrnar. Natalía var
rauð í andliti og vandræðaleg.
Aaron leiddi hana til sætis og
settist því næst sjálfur. „Hvað
er það? Hvað amar að þjer,
heillin?“ Hann brosti vingjarn-
lega til Natalíu, og hugleiddi
um leið, hve leiðinlegt það væri
að hún skyldi ekki vera fall-
egri. Það var að vísu ekki hægt
að segja, að hún væri ófríð, og
hún var ætíð mjög skemtilega
klædd. Hún var ekki frönsk til
einskis!
„Það------það er um Theo“,
stamaði hún.
Það brá fyrir glampa í aug-
um hans, en brosið haggaðist
ekki á andliti hans. „Nú —
hvað um Theo? Vertu ekki
svona óttaslegin, góða mín!
Reyndu að stynja því upp1*.
„Jeg segi yður bara alveg
eins og er“, sagði breiðfirska
konan við hótelvörðinn, „að
jeg neita hreint út sagt, að taka
þetta herbergi. Þjer getið sjeð
það sjálfir, að þessi hola hef-
ir bókstaflega ekkert af hús-
gögnum — ekki einu sinni rúm
— og hún er óhrein þar á ofan.
Nú, og svo skilst mjer, að jeg
eigi að borga einhver fádæma
ósköp .... “
„Gangið inn“, greip hótel-
vörðurinn fram í, „þetta er
lyftan“.
★
I bæjarstjórnarkosningunum
í Paducah, Bandaríkjunum,
greiddi einn kjósendanna eng-
um frambjóðendanna atkvæði
sitt, en skrifaði þvert yfir kjör
seðilinn: „Guð hjálpi Paduc-
ah‘‘.
★
Barnaskóladrengur kemur
við gríska goðafræði:
Gorgonarnir voru þrjár syst-
ur, sem lifðu á eyjum einhvers
staðai> í Indlandshafi. — Þær
höfðu langar nöðrur fyrir hend
ur, vígtennur og langar klær
og litu út eins og konur, nema
hvað þær voru ennþá ljótari.
Geðbilaður maður var að
reykja cigarettu, en'gerði það
á þann hátt, að hann stakk
logandi endanum upp í sig.
Maður nokkur, sem sá til hans,
horfði á hann um stund, en gat
svo ekki látið orða bundist
lengur.
„Heyrðu, þú þarna!“ hrópaði
hann. „Hvað meinarðu með því,
að stinga glóðarendanum upp
í þig?“
Sá geðbilaði andvarpaði.
„Jeg hefi ekki efni á öðru.
Vindlar eru svo dýrir“.
★
Tveir ópíumreykjendur sátu
saman og tottuðu pípur sínar.
„Jeg hefi verið að velta því
fyrir mjer að undanförnu“,
sagði annar þeirra, „að kaupa
allar demanta og gullnámur
veraldarinnar“.
Hinrj hugsaði málið stundar-
korn.
„Jeg er ekki viss um að jeg
vilji selja þær“, svaraði hann.
Kauphöllin
er miðstöð verðbrjefa-
viðskiftanna. Sími 1710.