Morgunblaðið - 02.04.1946, Side 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói:
ATHUGASEMD frá úthlut-
Hægati vestan og víðast úr-
komulaust.
Þriðjudagur 2. apríl
Isvarinn fiskur seldur
fyrir rúmar 6 miljónir
í VIKUNNI sem leið, seldu 28 skip ísvarinn fisk á Englands-
markað. Eitt þeirra er norskt leiguskip. Afla og söluhæsta skipið
var að þessu sinni norska leiguskipið „Gulljiaug", en það er Fisk-
umboð Suðurnesja, sem hefir það á leigu. Þag seldi tæp 6000
kits, fyrir rúmlega 27 þúsund sterlingspund. Hæsta fiskiskipið
var bv. Skallagrímur, h.f. Kveldúlfs, er seldi rúm 3700 kits fyrir
rúm 14.700 st'érlingspund. Samanlagt r.flamagn hinna 28 skipa
voru 68.622 kits, er seldist fyrir 245.105 sterJingspund, eða í
íslenskum krónum 6.402.616,45.
Flest skipanna seldu í Fleet-
wood, 17 og í Grimsby, þar r
seldu 7 skip. Hin seldu í Hull § JOfl ðf GÍuÍ ð
Og Aberdeen.
Fieetwood.
Skipin, sem þar seldu, voru
þessi: Es. Sigríður seldi 1391
kits fyrir 5.540 stpd. Sindri
seldi 2019 kits, fyrir 7.779 pund.
Ms. Erna seldi 1568 kit", fyrir
6.159 pund. Ms. Fagriklettur
seldi 1819 kits, fyrir 7.297 pund.
Ms. Skaftfellingur seldi 821
kits, fyrir 3,736 pund. Ms. Áls-
ey seldi 1668 kits, fyrir 7.189
pund. Ms. íslendingur seldi
1843 kits, fyri’ 7.437 pund. Ms.
Edda seldi 2525 kits, fyrir 7.481
pund. Es. Jökull seldi 1931 kits
fyrir 3.696 pund. Kópanes seldi
2572 tiits fyiir 9.825 pund.
Skallagrímur seldi 3774 kits,
fyrir 14.376 pund Baldur seldi
3182 kits fyrir 7.612 pund. Ms.
Grótta seldi 2630 kits, fyrir
6.883 pund. Ms. Þór seldi 2027
kits fyrir 5.359 pund. Es. Ól-
afur Bjarnason seldi 1486 kits
fyrir 5.359 pund Es. Ólafur
Bjarnason seldi 1486 kits fyrir
7259 pund og Vörður seldi 2973
kits fyrir 7.395 stpd.
Hull.
Þar seldu 7 skip.’Ms. Heima-
klettur seldi 1184 kits fyrir
3.765 pund, Óli Garða seldi
2993 kits, fy.ir 11356 pund.
Karlsefni seldi 2898 kits fyrir
11.119 pund. Kári seldi 2924
kits fyrir 11,451 pund, Skutull
seldi 2750 kits fyrir 10.797
pund. Gullhaug seldi 5844 kits
fyrir 27.225 pund og Viðey
seldi 3227 kits fyrir 9.910 stpd.
Siglufirði, sunnudag.
Frá frjettaritara vorum.
UM sexleytið í morgun kom
upp eldur í húsinu Aaðaigata 9,
hjer r uænum. Austurendi húss
ins er gamalt íimburhús og var
þar verslun G innar Bíldals, og
hafa eldsuppttókin verið í skrif-
stofu í suðausturhorninu. Vest-
urhluti hússins er úr stein-
steypu Er þ?.r mjólkurbúð K
EA niðri, en íbúð Þorsteins Pjet
urssonar, húseiganda uppi. —
Steinhúsið sakaði ekki.
Suður af austurendanum er
Vöruge.vmsla úr timbri og járni,
og hafði verslunin hana á leigu.
Slökkviliðið kom þegar á vett-
vang og tókst bráðlega að
slökkvg. Allar vörubirgðir versl
unarinnar eyðilögðust af eldi og
vatni, og timburhluti hússins,
austurendinn einnig. Húseig-
andi hafði geymslu uppi í aust-
urendanum og eyðilögðust þar
matvæli og fatnaður.
Versiuninni var lokað kl. 1
í gærdag og ekkert komið þar
eftir dag. Eldsorsakir eru því
ókunnar. Eigandi verslunarinn-
ar var ekki í bænum. Húsið
og verslunarvörurnar var vá-
trygt. — Jón.
Lík Guðmundar
Halldórssonar
fundið
Grimsby.
Þar seldu þessi 3 skip: Júní
seldi 2880 kits, fyrir 11.359
pund. Gyllir seldi 3321 kits.
fyrir 11.986 pund og Faxi seldi
3182 Kits, fyrir 11.503 pund.
A SUNNUDAGINN fanst lík
hins 71 árs gamla manns, Guð-
mundar Halldórssonar, er hvarf
að heiman frá sjer, Lindargötu
63 hjer í bæ, aðfaranótt 24. jan.
s. 1.
Aberdeen.
Þar seldu að þessu sinni að-
eins 2 skip: Ms. Sæfinnur seldi
1482 kits, fyrir 5.279 pund og
Ms. Narfi seldi 1198 kits íyrir
4.668 pund.
Viðskiftasamningar
við Svía
Líkið fanst rekið í Órfirisey
og var ekkert á því að sjá,
nema verksummerki, eftir að
hafa legið lengi í sjó.
Þegar Guðmundur hvarf að
heiman frá sjer, sást til hans
úr húsi því er hann bjó í, enn-
fremur úr næsta húsi. Var hann
þá fáklæddur og virtist hann
vera drukkinn. Við rannsókn
FORMAÐUR Viðskiptaráðs
Dr. Oddur Guðjónsson er ný-
lega farinn til Svíþjóðar til
þess ásamt sendifulltrúa ís-
lands í Stokkhólmi að greiða
fyrir samningaumleitunum,
sem nú standa yfir milli ís-
lands og Svíþjóðar um við-
skiftamál.
Á< fifXtit
er fram fór í herbergi hans,
kom í Ijós, að hann hafði sýni-
lega komið heim aftur og far-
ið í frakka utanyfir og með
skó á öðrum fæti. Er lík hans
fanst, var það í frakkanum og
með skó á öðrum fæti. Þá
fundust ýms skjöl í fötum hans,
úr lykill að húsinu og ýmislegt
annað. 1
Von á iveim bók-
um efiir Laxness
INNAN skams eru væntan-
legar tvær bækur eftir Halldór
Kiljan Laxness. Koma þær út
á forlagi Helgafells. Önnur
þeirra er lokabindi skáldverks
ins um Jón Hreggviðsson og
nefnir höf. það: Eldur í Kaupin-
hafn. Þá er og væntanlegt inn-
an ska.mms fjórða ritgerðarsafn
Laxness, en það nefnir hann:
Sjálfsagðir hlutir. Þetta verður
gevsi stór bók
Bátar urðu ú
yfirgefa línur
sínarígær
AÐFARANÓTT mánudags
reru nær allir bátar úr ver-
stöðvum hjer við Faxaflóa og 1
Vestmannaeyjum. Vegna þess,
hversu veður skall snögglega á
í gærmorgun, urðu margir bát-
anna að yfirgefa línur sínar.
Gátu sumir þeirra dregið
nokkuð af þeim, aðrir lítið og
allmargir urðu að yfirgefa lín-
una, án þess að geta dregið
nokkuð af henni.
Ekki er þó vitað um hvort tap
hefur orðið mikið á línum, en
strax og veður tekur að lægja,
munu bátarnir fara út til að
bjarga því, sem bjargað verð-
ur af veiðarfærum.
Tvö innbrof
UM HELGINA voru framin
innbrot í Skóverslun Lárusar
G. Lúðvigssonar og í skrifstofu
Útvarpstíðinda, Hverfisgötu 4.
I skóversluninni var stolið
100 krónum. Hefir þjófurinn
farið inn um glugga, sem var
mjög þröngur. Farið inn í versl
unirta og tæmdur peningakassi
hennar, en í honum voru um
100 krónur samtals. Ekki mun
öðru hafa verið stolið.
I skrifstofu Útvarpstíðinda
1 var stolið 200 krónum í skipti-
mynt. Hafði verið farið inn um
stórt gat, sem er á bakhlið húss-
ins, en þar á að koma hurð,
Þjófurinn hefur opnað hurð að
herbergi nokkru með þjófa-
lykli, en úr því er hægt að
komast í skrifstofuna. Voru
þar geymdar um 200 krón-
ur í kassa og stal þjófurinn
þeim.
unarnefnd listamannastyrks. -
Sjá bls. 2.
38 manna karlakór
í söngför til
Norðurlanda
SAMBAND ÍSLENSKRA* KARLAKÓRA gengst fyrir söngför
karlakór til Norðurlanda í byrjun næsta mánaðar. Söngstjórar
verða þeir Jón Halldórsson skrifstofústjóri og Ingimundur.
Árnason, fulltrúi.
Líkur eru fyrir því, að Einar Kristjánsson, óperusöngvari verði
einsöngvari með kórnum, en endanlegt svar hans er enn ókomið
vegna samgönguerfiðleika við Þýskaland. Alls verða söngmenn
þrjátíu og átta. '|
Sfóru þaki stolið
STOLIÐ hefir verið þaki af
vatnsgeymi nokkrum, sem
stendur efst í eystri hæð Sel-
ýss.
Geymi þennan á Jens Eyj-
ólfsson, byggingameistari, Grett
isgötu 11. Geymirinn er allur
steyptur, nema þak hans sem
er úr trje. Ummál þess ver
17 Y2XSV2 metri. Það var
pappaklætt, en trjelistar voru
lagðir yfir. Setuliðið átti geym-
irinn.
W
Hagnús Astmarsson
kosinn formaður
Prentarafjelagsins
AÐALFUNDUR Hins íslenska
prentarafjelags var haldinn s.l.
sunnudag. Var stjórnarkosn-
ingu lýst á fundinum, en nokk-
uð er síðan hún fór fram.
Formaður var kosinn Magnús
Ástmarsson í stað Stefáns Ög-
mundssonar. Gjaldkeri var Iíos
inn Meyvant Hallgrímsson og
meðstjórnendur Pjetur Stefáns
son og Gestur Pálsson. Fyrir í
stjórninni var Árni Guðlaugs-
son, ritari.
Höfðingleg gjöf
fil skíðadagsins
SKÍÐADAGURINN var í
gær, en á þeim degi er fje safn
að til skíðakaupa handa skóla-
börnum.
í tilefni dagsins afhenti
skíðafrömuðurinn L. H. Múller
forseta íþróttasambands ís-
lands, Ben. G. Waage, þúsund
krónur, sem renna skyldu til
skíðakaupanna.
Reglur um vinnu
starfsmanna bæj-
arins
Á SÍÐASTA fundi bæjarráðs,
er haldinn var s. 1. föstudag,
var borgarritara og hagfræð-
ingi bæjarins falið að semja
frumvarp að rc-glum um vinnu-
tíma starfsmanna Reykjavíkur-
bæjar og greiðslu fyrir yfir-
vinnu. Skulu reglur þessar gerð
ar með hliðsjón af nýútgefinni
reglugerð um sama efni hjá
Ágúst Bjarnason formaður
Sambands íslenskra karlakóra
og Sigurður Waage, framkvstj.,
skýrðu blaðamönnum frá þessu
í gær.
För þessi er hugsuð sem
bróðurkveðja til hinna Norður-
landaþjóðanna, eftir hinn langa;
aðskilnað. Eins og fyrr segir,
verða þeir Jón Halldórsson og
Ingimundur Árnason snögstjór
ar kórsins. Aðalferðastjóri verð
ur Jóhann Sæmundsson yfir-
læknir. en auk hans eru í far-
arstjórn Ágúst Bjarnason form.
sambandsins, sjera Garðar Þor
steinsson ritari þess og Sigurð-
ur Waage framkvæmdarstj., er
verður gjaldkeri kórsins. Und-
irleik fyrir kórinr. annast Árni
Ingimundarson, Akureyri.
Farið verður með ms. Dronn-
ing Alexandrine 4. eða 5. maí
til Kaunmannahafnar. Verður
sungið í höfuðborgum Norður-
landanna fjögurra, einnig í
nokkrum öðrum morgum og á
heimleið í Þórshöfn í Færeyj-
um. Haldið verður heim með
Dr. Alexandrine 8. júní.
Landssambönd karlakóra á'
Norður'.öndum munu sjá um
allan undirbúning, hvert í /sín-
um stað.
Gefin verður út myndarleg
söngskrá og mun verða leitað
til ýmissa fyrirtækja um aug-
lýsingar nú næstu daga.
Til fararinnar hefir fengist
40.000.00 króna ríkisstyrkur og
20.000 00 króna styrkur frá
Reykjavíkurbæ. Kann samband
ið þessum aðilum bestu þakkir
fyrir rausn þeirra og skilning.
Kórnum heíir verið boðið á
landsmót sænska karlakórssam
bandsins, sem haldið verður J
Stokkhólmi 8.—10. júní n.k.,
en vegna óhagstæðra skipa-
ferða var ekki hægt að þiggja
þetta góða boð. Á því söngmóti
mun m. a. verða sungið lag Páls
ísólfssonar: Bi-ennið þið vitar.
Verður það sungið af 5000
manna kór og 200 manna hljóm
sveit leikur undir. Þykir sam-
bandinu mjög 'æitt, að geta ekki
tekið bátt í þessu móti.
Áður en kórinn fer. muni
hann halda hjer tvær söng-
skemtanir og munu þær verða
um næstu mánaðamót.
Gömul drottning deyr,
LONDON: Nýlega er látirv
Eva Rex Arero, fyrrum drottn-
ing á Páskaeyjunni í Kyrra-
hafinu. Hún var 109 ára, eí
hún andaðist.