Morgunblaðið - 17.04.1946, Side 5

Morgunblaðið - 17.04.1946, Side 5
Miðvikudagur 17. apríl 1946 lIOEiíDNBLAÐÍB 5 AF SJÓNARHÓLI SVEITAMANNS • © Oryggismál sjófarenda Bændur á blóðvelli Tímans. ALDREI MUN koma svo út blað af Tímanum, að þar sje ekki býsnast yfir þeirri með- ferð, sem bændur sæta hjá rík- isstjórninni. Þeir eiga, sam- kvæmt kenningu hans, að vera píndir og kúgaðir, rjettindum sviptir og settir skör lægra en aðrir þegnar þjóðfjelagsins. S. a. s. í hverjum dálki Tímans kveður við þennan tón, og þá einnig og ekki síst í langloku- grein, eftir skagfirskan bónda, er hann nefnir: „Horft um öxl“, og birtist í Tímanum í s.l. mánuði. Þar segir meðal margs annars álíka, að stjórnin hafi lagt þyngstu byrðar dýrtíðar- innar á herðar bænda, vegna þess að þeir sjeu þolinmóðir, seinþreyttir til vandræða, geri ekki verkföll o. s. frv. Þess- vegna verður vegur stjórnar- innar í fjárhags- og atvinnu- málum aðeins einn: „Bændum verður að blæða“. Þar með leiðir þessi langlokumeistari Tímans alla bændur fram á blóðvöllinn undir skurðarhníf stjórnarinnar! ★ Hagur bænda nú og fyrr. ER NÚ nokkur sannleiks- vottur í þessum skrifum? Nei, því fer svo fjarri, að hjer sje stuðst við nokkrar staðreyndir, að segja má, að þó að hagur allra landsmanna hafi stórbatn að á undanförnum árum, þá hefir líklega engin stjett rjettst eins rækilega úr kútnum og þeir bændur, sem stunda sauð- fjárbúskap, og fjársýkin hefir ekki leikið allt of grátt. Þeir muna þann tíma, þegar dilks- verðið komst niður fyrir 10 kr., og gera varð flesta bændur landsins upp, sem vanskila- menn, vegna þess að allar af- urðir þeirra nægðu ekki til að borga vexti og umsamdar af- borganir af lánum. Hvernig er hagur þessara manna nú? Hann er þannig, að þeir eru nú flest- ir eða allir skuldlausir, og þeir hafa svo góð fjárráð, að þeir hafa á prjónunum stórfeldar fyrirætlanir um fjárfrekar framkvæmdir í ræktur bygg- ingum, vjelakaupum o. frv. Og þetta er næsta eðlilegt, vegna þess að ekkert í landinu hefir hækkað eins mikið og sauðfjárafurðirnar, eins og Björn Olafsson fyrv. fjármála- ráðh. hefir nýlega sýnt fram á í skrifum sínum í Vísi um nýja vísitölu. ★ Hækkun kjötverðsins. Samkvæmt því sem Bj. Ól. segir, hefur grunnverð kjöts og mjólkur hækkað, samanbor- ið við grunnkaup verkamanna síðan í janúar 1940 (þá ákvað Páll Z. kjötverðið) svo sem hjer segir: Verkamannakaup 83% hækkun Mjólkurverð .. 60% — Kjötverð ....... 138% — Þetta er nú það sem Tíminn kallar að leggja þyngstu byrð- ár dýrtíðarinnar á herðar bænda! Með þessu er ekki sagt, að ketverðið sje of hátt miðað við núverandi framleiðslu- hætti. Hitt mun sönnu nær, að bændum veitir ekki af þessu verði til þess að rjetta við eftir að þeir eru komnir úr Fram- 4. apríl sóknarvistinni sælu, þegar þeir urðu að láta allar afurðir sín- ar ganga upp í skuldirnar og hrukku varla til. Því ástandi mátti líkja við langvarandi blóðmissi, sem var að seig- drepa bændastjettina og leggja alla athafnaþrá þeirra og fram- faralöngun í óslítandi skulda- viðjar. Það háa verð sem sauð- fjárbændur fá nú, hefir verkað á hag þeirra eins og blóðgjöf á þennan langt leidda sjúkling, sem næstum var að dauða kominn í höndum Tímaklík- unnar. Þá var það, sem bænd- um blæddi. Til þess tíma munu allir hugsandi menn í bænda- stjett „horfa um öxl“ með ó- hugnaði og vona í lengstu lög að slíkt eigi ekki eftir að koma yfir þá aftur. ★ „Dýpra og dýpra“. FRAMSÆKNI og umbóta- löngun þjóðarinnar er svo mikil, að jafnvel Tíminn treyst- ir sjer ekki til að vera skilyrð- islaust á móti nýsköpun stjórn- arinnar í atvinnumálum. Hann segir bara: Við erum á móti nýsköpuninni, af því að hún er ekki reist á heilbrigðum fjár- hagsgrundvelli, þ. e. af því, að Hermann er ekki forsætisráð- herra, eins og honum er áskap- að. En stundum teygjast úlfs- hárin út undan sauðargærunni og hinn ákafi fjandskapur aft- urhaldsins í Tímafl. við alla nýsköpun kemur berstrípuð fram í dálkum blaðsins. Svo er t. d. í aðsendri grein í Tím- anum 27. mars, sem heitir „Dýpi-a og dýpra“. Þar segir, að allar innstæður þjóðarinn- ar erlendis sjeu raunverulega orðnar að engu, togararnir sjeu rándýr stríðsvarningur, keypt- ir á hápunkti verðlagsins, sem stórfellur í samkeppninni á næstunni. Kveður hjer við ann- an tón, en í sumum öðrum skrifum Tímans um þessi tog- arakaup. Þá hefir því verið haldið fram, að hið háa verð þeirra sje að kenna glópsku samningamannanna! En vikjum nú aftur að greininni „Dýpra og dýpra“. Hámarki fjandskapar síns við nýsköpunina nær höf. með þessari klausu: „Keppst er viS að kaupa tæki í svo stórum stíl, að enginn líkindi eru til, að við höfum nokkurn mann- kraft til að nota þau“. Þarna sjest það nú skýrum stöfum hvað orðið hefði úr ný- sköpuninni hefði Framsókn ráðið. Hún hefði bara sagt: Við megum ekki fjölga togur- um eða vjelbátum, því þá yf- irgefur fólkið jarðir sínar í af- dölum og á útnesjum og flyt- ur í kaupstaðina. Við megum ekki kaupa einhver ósköp af nýtísku landbúnaðarverkfær- um, því þá fást engir til að stunda búskapinn upp á gaml- an og góðan máta. En þjóðin gaf Framsókn ekkert tækifæri til að framkvæma neina Her- manns-nýsköþun. Hún valdi sjer til forustu flokka, sem í bjartsýnni trú á möguleika landsins, vinna ótrauðir að því að útvega fólkinu þau full- komnustu atvinnutæki, sem völ er á. Og Tímadótið sekkur „dýpra og dýpra“ í fjandskap j sinn við þá nýsköpun. ★ Varðbátar Pálma og Tímans. EN ÞAÐ er eitt atriði 1 fram- kvæmdum stjórnarinnar, sem Tíminn lætur sjer mjög hægt um að gagnrýna. Það eru kaupin á ensku varðbátunum. Eru það þó víst einu skipa- kaupin, sem svo illa hafa tek- ist, að þeim verður að skila aftur. Eru allir, sem vit hafa á sammála um að skipin sjeu ónothæf til þess sem þau voru ætluð hjer. Frá þeim úrskurði segir Tíminn í smáklausu neðst á síðu, sem lætur næsta lítið yfir sjer og hann nefnir Varð- bátakaupin. Hversvegna reyn- ir Tíminn ekki að gera sjer neinn mat úr þessum kaup- um, sem flestir munu þó við- urkenna að hafi verið býsna leiðinleg mistök? Hjer skal ekki reynt að ráða þá gátu, enda mun hún ekki auðráðin öðrum en þeim, sem eru kunn- ugir hvaða samband er á milli útgjalda Ríkisskips-forstjórans og tekna Framsóknarflokksins. Orðsending frá Sfeingrími lækni Maffhíassyni Kæra Morgunblað: Jeg fjekk mjög vinsamleg og elskulega orðuð heillaóska- skeyti frá vandamönnum og vinum á afmæli mínu síðast, 31. mars. En að vísu voru sum þeirra bjöguð af dönskum sím- riturum og mesta mildi, að jeg var nógu skarpur að skilja. Með al þeirra var eitt í ljóðum og hljóðaði þannig: „Láttu þig aldrei hrella, Elli gamla vill skella, haltu hreysti og velii hátt þó í veröld skelli. Þetta vers líkaði mjer ágæt- lega — enda höfðu tvö revkvísk góðskáld hjálpast að. Jeg leyfi mjer að birta það hjer og ota því fram öðrum gamalmennum til aðvörunar og styrkingar. Fleiri skeyti voru einnig list- feng og hittu mig í hjartastað, en þau voru of lofsamleg í minn garð til þess að jeg birti þau. En er jeg las þau fó? mjer eins og stendur í Alþingisrímunum um einn af öldungum þingsins þá, „að jafnvel Sighvatur sjöt- ugur kallinn varð að smjeri.“ Jeg bið vini mína, sem sendu skeytin og lesa þetta, að með- taka mma postullegu blessun og þakklæti, bæði fyrir hlýindin og lofið (sem mjer líkt og Gvendi ríka þotti gott). Nexö, 3. apríl 1946. Vinsamlegast, Steingrímur Matthíasson. Bannaðar kvikmyndir. LONDON: Yfirvöldin í Nor- egi hafa bannað að sýn'a kvik- myndir, sem teknar voru af því, er húsmæður í Oslo skip- uðu tómötum upp úr spönsku skipi, eftir að hafnarverka- menn höfðu neitað af stjórn- málaástæðum að afferma það. LANDSÞINGI Slysavarnar- fjelags íslands er nýlokið. Um öryggismál sjófarenda vor m. a. eftirfarandi tillögur samþykkt- ar: „Þriðja landsþing Slysavarn- arfjelags Islands telur að drátt- artaugar ættu að vera eitt af öryggistækjum hvers skips, til að geta veitt ósjálfbjarga skip- um aðstoð, og leyfir sjer því að vekja athygli allra útgerðar- manna og sjómanna á þeirri nauðsyn að á hverjum bát sje dráttartaug.“ „Þriðja landsþing Slysavarn- arfjelags íslands telur einna mest öryggi í því. að þau skip, sem verða ósjálfbjarga á hafi úti, annaðhvort af vjelabilun, eða eru ekki ferðafær af öðr- um orsökum, noti drifakkeri til að halda skipi upp í vind og sjó, forðast áföll og koma í veg fyrir óeðlilega drift.“ „Þriðja landsþing Slysavarn- arfjelags íslands skorar á Al- þingi að breyta lögum varðandi skyldur skipa til að veita öðr- um skipum aðstoð, sem endur- tryggð eru hjá Samábyrgð ís- lands á fiskiskipum, þannig, að trygging verði gefin fyrir því að skip er fara öðrum skipum til aðstoðar fái greitt fyrir út- lögðum kostnaði, afla og veið- arfæratjóni, en á það hefir tölu- vert þótt bresta og getur skap- að öryggisleysi sjófarenda.“ Um öryggi í lofti var þessi tillaga samþykkt- „Þar sem flugmálum og flug list fleygir nú mjög ört fram hjer á landi, beinir þriðja lands þing Slysavarnafjelags íslands þeim tilmælum til stjórnar fjelagsins að gera sem fyrst sem rækilegastar athuganir um á hvern hátt flugvjelar yrðu teknar í þjónustu slysavarna og björgunarstarfsemi, og jafn- framt á hvern hátt verði kom- ið á sem mestu öryggi í flug- málum“. Þá var slysavarnarnefnd þingsins falið að gera tillögur um fyrirkomulag og framtíðar- starf í björgunarmálum á sjó, og á hvern hátt þeim yrði fyr- irkomið. Fyrir nefndinnni lá brjef stjórnar Slysavarnar- fjelags íslands til fjárveitingar- nefndar Alþingis dags. 13. okt. 1944, sem hún hefir kynt sjer og er nefndin í höfuðatriðum samþykk þeirri stefnu, sem þar er mörkuð, og leggur til að eft- ir henni verði farið í nánustu þau, sem landhelgisgæsluna annast, sjeu jafnan búin fyllstu tækjum til aðstoðar öðrum skip um og björgunar mannslífa, cg að tryggt sje eftir föngum að skipin sjeu ekki notuð til ann- ara óskildra starfa á þeim tím- um, sem helst má ætla að þörf sje fyrir þau í þágu slysavarn- anna. 3. A meðan svo er ástatt sem- n.ú, að Slysavarnarfjelag ís- lands er eigandi björgunar- skipsins Sæbjörg eða annara skipa, sem bygð kunna að vera á vegum fjelagsins, og sú kvöð hvílir á fjelaginu að reka þau sem björgunarskip, þá telur fjelagsstjórnin nauðsynlegt að nægilegt fje sje lagt fram úr ríkissjóði, til þess að rekstur þeirra verði tryggður. 4. Um fyrirkomulag slysa- varnanna í náinni framtíð telur fjelagsstjórnin tvímælalaust hagkvæmast að Slysavarnafje- lag íslands annist alla slysa- varnastarfsemi frá landi með þeim tækjum, sem fyrir eru í hvert sinn. Allar hjálparbeiðn- ir sjeu sendar Slysavarnarfje- laginu hvort heldur þær ber- ast frá landi eða hafinu. Slysa- varnarfjelag íslands leiti síð- an aðstoðar stjórnar landhelgis gæslunnar í hvert sinn enda verði náin samvinna þeirra á milli um tilhögun björgunar- starfsins. Þá telur fjelagsstjórn in nauðsyn bera til að settar verði ákveðnari reglur um kvaðir á hendur skipaeigendum til hjálpar skipum sem eru í nauðum stödd og á hvern hátt og frá hverjum þeim beri bæt- ur fyrir slíka hjálparstarfsemi. Að lokum lítur fjelagsstjórn- in svo á, að framtíðarrekstur björgunarstarfsins á hafinu verði að vera á kostnað ríkis- ins, sumpart í sambandi við landhelgisgæsluna og ef til vill utan hennar að nokkru leyti, þar sem slíkur rekstur er fjár- hagslega ofviða Slysavarnar- fjelagi íslands. Drottningin farin frá Færeyjum. SKRIFSTOFU Sameinaða gufuskipafjelagsins hjer barst skeyti um það í gærkveldi, að Dronning Alexandrine hefði farið frá Þórshöfn í Færeyj- um kl. 5 síðdegis í gær, áleið-* is til Kaupmannahafnar. mnDmmmininumimmnmumimmuminanasa* I 3 framtíð. Álit fielagsstjórnar er á þessa leið: 1. Á meðan um er að ræða skip þau, sem ríkið nú ræður yfir til landhelgisgæslu og sem jafnframt starfa að eftirlits og björgunarstarfi við s+rendur landsins, og jafnvel þótt nokk- ur breyting verði gerð þar á telur fjelagsstjórnin ekki að- kallandi þörf á, að sett sje á stofn sjerstök stofnun til að annast rekstur þeirra. Hinsveg ar telur stjórnin bót að því að þessum málum sje haldið að- greindum frekar en verið hefir, svo sem með sjerdeild á skrif- stofu Skipaútgerðar ríkisins, undir stjórn sjerfróðs fulltrúa, er starfi undir forstjóra útgerð- arinnar. 2. Nauðsynlegt. er að skip ÞETTA I § er bókin, sem menn lesa I 1 sjer til ánægju, frá upphafi | g fil enda. i Bókaútgáfan Heimdallur. | imuiiiiiiiimiimmmmiiuiimimiDiiiiuimimiUimu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.