Morgunblaðið - 17.04.1946, Page 12

Morgunblaðið - 17.04.1946, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 17. apríl 1946 Milli hafs og heiða * Minningarorð um Agúst Jónsson skósmið ÞEGAR sunnlensku bænd- urnir fóru til Norðurlands á árunum, var einn viðkomu- staðurinn í Reykholti. Fengu þeir góðar viðtökur hjá Bún- aðarsambandi Mýra og Borg- arfjarðarsýslu. Meðal margs annars spurði einn Rangæing- ur, formann sambandsins, Jón í Deildartungu um kornræktina í Reykholti. Hana höfum við lagt niður, svaraði Jón. „Okk- ur þykir nóg að hafa mæði- veikina, þó við höfum ekki kornræktina líka“. Slík voru hans vísindi. Flokksmaður eða annað. Þegar Jónas Jónsson var að hirta Hermann á Alþingi kom margt fram og er sumt af því lærdómsríkt. Eitt var það, að Jónas kvaðst fyrst og fremst vera samvinnumaður og þar næst Framsóknarmaður. Sam- vinnufjelögin væru sjer nr. 1, en flokkurinn nr. 2. Þessu væri á allt annan veg farið með Hermann og aðra Tímamenn í viðskiftunum við bændur í Búnaðarfjelagi íslands, Búnað arþingi og Stjettasambandi bænda. Þeir væru altaf fyrst og fremst að hugsa um sjálfa sig og þar næst Framsóknar- flokkinn. A eftir gætu þeir svo verið eitthvað annað. Hagur bænda og annara stjetta væri þeim nr. 3. Þetta hefði kom- ið glöggt fram í öllum þeirra viðskiftum og starfsemi síðustu árin. Að hverjum var hlegið? Undir ræðum Jónasar var mikið hlegið og sýndi það, að þingmenn og pallgestir skemta sjer vel. Hermann brýndi Jón- as á þessu og taldi að honum hlegið. Hafði sýnilega ekki hugsað út í hið rjetta, að hlát- urinn bygðist á því hve spaugi lega Jónas fór með Hermann og liðsmenn hans. Hláturinn var á þeirra kostnað en ekki Jónasar. Baráttan um stjettasambandið. Sterkustu rök Jónasar gegn Hermanni lágu ósvöruð í um- ræðulok. Þau voru bundin við stjettasamband bænda. Jónas sannaði svo enginn gat efast um að frjálst stjettasamband á grundvelli Búnaðarsambands Suðurlands var lagt á högg- stokkinn af Tímamönnum vegna hinnar flokkslegu valda- baráttu og andstöðu gegn rík- isstjórninni. Þeirri staðhæfingu Jónasar, sem studd hefir ver- ið af fleiri mönnum, neitaði Hermann að hann hefði haldið því ákveðið fram á miðstjórn- arfundi, að Búnaðarfjelag ís- lands og Stjettasamband bænda ættu að vera og væru útvirki Framsóknarflokksins. Það var heldur eklci langt frá að í ræðu Hermanns fælist játning, þó hann andmælti í einni setn- ingu, því síðar kom hann að því að útmála það, að meiri hlutinn yrði að ráða og ef Tímamenn hefðu hann þá hlytu þeir að ráða. Áður hef- ir hann og sýnt fram á hið sama og játað það sem ekki hefir farið dult í Tímanum að tilgangurinn er sá að hið svo- nefnda stjettasamband sje í þjónustu Tímaliðsins. Þ.ess vegna mátti það ekki vera ó- háð. 40 ára sfarfsafmæli. Edmund Eriksen, veifingaþjónn Edmund Eriksen átti 40 ára starfsafmæli sem veitingaþjónn s. 1. mándag. Hann byrjaði sem nemi við framreiðslustörf að Hótel Royal í Aarhus Danmörku, 15. apríl 1906. Hann kom til íslands í fyrsta sinn í janúarmánuði 1925, þá sem veitingaþjónn á e. s. Goðafossi, en þá var Jónas Lárusson bryti á því skipi. Um haustið það sama ár, hvarf hann aftur til Danmerkur og rjeðist sem þjónn á Café Industri í Kaupmannahöfn, og var þar til ársins 1930, en þá kom hann til íslands aftur og hefir verið hjer á landi síðan. Árið 1930—32 var hann þjónn á fyrsta farrými á e.s. Brúarfoss en á sama far- rými á e.s. Goðafossi var hann þjónn frá 1932—43. Veitingaþjónn á Hótel Vík í Reykjavík var hann frá 1942— 45, en nú er hann veitingaþjónn á Hressingarskálanum í Rvík. Edmund Eriksen hefir verið meðlimur í Matsveina- og veit- ingaþjónafjelagi íslands síðan 1931. Hann hefir verið kjörinn til ýmsra trúnaðarstarfa fyrir það fjelag, hann var varagjald- keri 1945, en er nú varaformað- ur þess. —ÁrmannS' stúlkumar Framh. af bls. 7. bróður, sem sje af fákunnandi stærilæti að troða sjer fram til þess að reyna að vekja athygli á sjer. Að sumu leyti er þessi skoðun eðlileg. Almenningur hjer í Svíþjóð veit sáralítið um ísland og íslenska nútíma menn ingu og þess er ekki að vænta meðan við gerum ekkert til þess sem verða mætti til þess að auka slíka þekkingu. íslensk yfirvöld virðast heldur ekki koma auga á að það er ekki nóg að örfáir einstaklingar fái nokkra nasasjón af okkar hög- um. Sú þekking þarf að ná til fjöldans ef að um raunveru- lega samvinnu, ekki bara við- skiftalega samvinnu á að vera að ræða. Þetta skilja bæði Norð menn, Danir og Finnar miklu betur. Þeir hafa hjer starfandi kennara víðsvegar um landið og þeir kenna bæði í barna- skólum og kennaraskólum og ef að þessar þjóðir telja nauð- syn á að hafa á þann hátt menn ingarsamband sín á milli, hversu nauðsynlegt væri það þá kki fyrir okkur íslendinga, ekki aðeins hjer í Svíþjóð, held ur einnig og engu síður í hinum Norðurlöndunum Það er þessvegna okkur ís- lendingum hjer mikið gleðiefni að svona vel hefir tiltekist með þátttöku af íslendinga hálfu í þessari norrænu leikfimishátíð. Glímufjel. Ármann á miklar þakkir skildar fylrir að hafa lagt út í svona kostnaðarsama og erfiða för. Þeim peningum, sem ísl. ríkið vonandi ver til þvílíkrar landkynningar. er vel varið. Koma Ármannsstúlkn- anna var sannarlega sólskins- geisli í það miðaldamyrkur, er hjer ríkir um ísland og íslend- inga. Þökk sje þeim og vonandi verður þeim rjett hjálpandi hendi þegar heim kemur, því að ferðalagið verður af óviðráð- anlegum orsökum bæði lengra og kostnaðarsamara en í upp- hafi var gert ráð fyrir. Gautaborg 8. apríl. Ólafur S. Ólafsson. „Gullna örin“ fer af stað LONDON: Hraðlestin „Gullna örin“, sem á friðartímum fór milli London og Parísar um Dover og Calais, mun leggja upp í fyrstu för sína eftir stríð- ið á næstunni. Fer hún frá London þann 15. apríl. HANN andaðist 8. þ. m. að heimili sínu, Hverfisgötu 60, og var banamein hans hjartabilun, en þess sjúkdóms hafði hann kent að undanförnu. Ágúst var fæddur að Hraun- prýði í Hafnarfirði, 19. ágúst 1880. Voru foreldrar hans Jón Jónsson útvegsbóndi og Þór- unn Gunnarsdóttir kona hans. Á unga aldri stundaði Ágúst sjómensku, fyrst á opnum bát- um, en seinna á þilskipum. En árið 1903 rjeðist hann skósmíða nemi til Lárusar G. Lúðvígs- sonar, lærði skósmíði hjá hon- um og starfaði síðan til dauða- dags, eða um 43 ára skeið á viðgerðarstofu L. G. L. Munu þess fá dæmi, að iðnaðarmaður hjer á landi hafi unnið svo lengi hjá sama fyrirtæki. En hjer kom fleira til greina, en tryggð og trúmenska Ágústs við fyrirtækið. Snemma batt hann einlæga vináttu við Lárus G. Lúðvígsson og börn hans. Á heimili Lárusar kyntist hann fyrri konu sinni, Þorbjörgu G. Jónsdóttur, en hún hafði lengi starfað þar. Giftust þau Ágúst árið 1909, en þorbjörg andaðist 1929. Börn þeirra eru Jón mál- arameistari giftur Helgu Þor- bergsdóttur frá Þingeyri, og frú Gyða, gift Höskuldi Helgasyni frá Akureyri. Ágúst kvæntist aftur 1943, Kristínu Guðfinns- dóttir, frá Bolungarvík. Ágúst Jónsson var fríðleiks- maður, eins og hann átti kyn til. Hann var hljedrægur og hafði sig mjög lítt í frammi, en stiltur vel og hinn mesti dreng- skaparmaður. Reglusemi hans og árvekni við iðn sína var til sannrar fyrirmyndar. Hann var söngelskur mað- ur og listhneigður. Barngóður var hann með afbrigðum og naut á seinni árum yndsi í sam- vist við barnabörn sín. Sá er þessar línur ritar, kyntist Ágústi ungur. Er ljúft að rifja upp minningar um fornar sam- verustundir, þegar hann hefir nú kvatt okkur, sem eftir lif- um, um stund. Hann var mað- ur hinnar eldri kynslóðar, vildi ekki vamm sitt vita í neinu og breytti ávalt rjettilega. Slíkir menn eru góðir borgarar og nýt ir menn í hvívetna og er gott að minnast þeirra í umróti þess ara ára. Blessuð sje minning hans. Kunningi. - Alþj. vellv. Framhald af bls, 8 leikið eins og það að kynnast mannfólkinu", sagði hann við einn af blaðamönnum þeim, sem hittu hann að máli, er hann hafði tekið við ritaraembætt- inu. í því starfi fær hann ríku- legt tækifæri til að kynnast þessu hugðarefni sínu. Sonur hins fátæka veggfóðr- ara flytur nú í embættisbústað sinn í Bandríkjunum með um 250 þús. kr. árslaun, sem eru skattfrjáls. Hann tekur til starfa með staðfestu og því hug arins jafnvægi, sem er ennþá meira áberandi vegna þess hve þjettur hann er á velli. Sjúkrahús einangrað. LONDON: Vegna þess að stórabóla kom upp í sjúkrahúsi einu nærri Birkenhead í Bret- landi, var sjúkrahúsið sam- stundis einangrað. Húsnæði i 2—3 herbergi og eldhús óskast nú þegar til $ 1. okt. eða lengur. — Uppl. í síma 2800 og 6115. * *«* •3* *8>«><Sxí>3>«k®k»«*S*8>«>3>S>4*S"SxM*Sx$x§xS>3xSxí>3xíkSx®kSxS>3xSxS>4xS>3x$xSxS>«xS>S*3^^ X-9 femniiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiHifmimmiiiiiiiiiiiiimimimiiiwiiiifiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimniiiin) immiimmiiifmmimmniiniiiimiiiiiiiiimmiMiiiiiiiiiíiimiimimimiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiniiiiiiimmiiiiiMiiimiiiiiiminmiiiwiiiiiiiiiinn! & & & niiiiimmmmmmmimmmmmmmmmmimmmmmmmmmmiimmimnnimminiini Efiir Robert Siorm 5WELLJ TME AR.MS 1$ A 6RBAT CONDITIONEK! AfEANWMlLE WELL, FELLA' VOU’RE <SOUND A5 A WAR _ 80ND! I LATER WELL, LET'& 5EE....X-RAV5 OKAY- f BLOOD TE5T5 NE6ATIVE... BETTEK | THAN TWENTV-THIKTV VI5I0N...VOU'RE 1 OVER TME RR'S'T I4URDLE, CORRIöAN - V NOW, WE'LL LOOK IN5IDE VOUR HEAD! Lögregluforinginn: Hann meinar það, sem hann segir, jæja, humm! Bing gengur ágætlega í læknis- skoðuninni, síðan er hann tekinn í gáfnapróf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.