Morgunblaðið - 17.04.1946, Síða 14

Morgunblaðið - 17.04.1946, Síða 14
H MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 17. apríl 1946 THEODOSIfl cftir ýtnya $eton 19. dagur Hún sá honum hnykkja við, þegar hann þekti hana aftur. Hún tók fastar utan um blæ- væng sinn, þangað til eitthvað brotnaði í honum. Þau voru ekkert nær því að kynnast, heldur en í leikhúsinu. Ungfrú Burr frá Richmond Hill, í fylgd með unnusta sínum, greifa og hinni teprulegu Natalíu, gat ekki farið að ræða við ókunn- an liðsforingja. Hún var nægi- legá með sjálfri sjer til þess að sjá, að hún var þarna komin á ókunnugt svið, þar sem lögmál þess fólks, sem með henni var, væri ótrúlegt og' næsta hlægi- legt. Þótt hún væri algjörlega óvön því að beita undirferlum og brögðum, veitti örvænting hennar henni ráð á ný. Það myndi aldrei hafa hepnast, ef Aaron hefði verið nærstaddur, en sem betur fór var hann það nú ekki. „Eigum við að ganga svolítið um?“ spurði Jósep. „Já, í öllum bænum“, sagði Natalía. „Það verður áreiðan- lega gaman“. Theo setti upp ólundarsvip. „Já, en við Jósep viljum helst vera tvö ein. Þið greifinn getið fengið ykkur ís og beðið hjerna eftir okkur“. Natalía hló og settist hlýðin niður. Það var gaman að sjá Theo koma fram eins og hún væri dálítið ástfangin, og auð- vitað var það nú ekki nema svona og svona, þegar unnusti manns var annars vegar .... Theo blygðaðist sín vegna þess, hve vænt Jósep þótti um þessa uppástungu, og einnig fyrir það, hversu húsbóndaleg- ur hann var, er hann leiddi hana á burt með sjer inn á einn hinna skuggsælu gangstíga. En hún var nú handan blygð- unar og meðaumkvunar, — henni fanst hvert geðbrigði, sem hún hafði þekt fyr, einskis virði. Þau gengu nokkurn spöl, eins langt og hún þorði, þegar hún nam allt í einu staðar og hrópaði: „Ó!“ „Hvað er að, Theo?“ sagði Jósep vandræðalegur. „Perluhringurinn minn! — Hann er farinn af fingrinum á mjer. Jeg hef týnt honum. Ó, Jósep flýttu þjer og vittu, hvort þú finnur hann ekki í vagnin- um! Góði gerðu það! Jeg fer aftur til hinna. Flýttu þjer, gerðu það“. Jósep labbaði silalega burtu. Hún stóð ein eftir á gang- stígnum, í einni bugðu hans, svo hún sást ekki frá öðrum hlutum garðsins. Tónar bárust til hennar í blænum. Yfir höfði hennar var logandi blys á járn- haldi, og sló frá því glampa á marmarakerin, full af marglit- um blómum, og fyllti angan þeirra loftið. Og henni fanst blómin vera eins og í einhverju æfintýralandi, ósegjanlega ynd isleg. Hún beið róleg, alveg ófeim- in og vissi að hann myndi koma. En þegar hann stóð hjá henni, svo hár og grannur með svarta fjaðrahattinn í hend- inni og glampaði á púðrað hár hans, þá gat hún ekki komið upp nokkru orði. „Jeg hjelt að jeg ætlaði aldrei að finna yður“, sagði hann og rödd hans var eins og hún hafði búist við, alvarleg, dálítið hrjúf, en samt mýkri nú vegna undrunarinnar yfir því, sem fyrir hafði borið. — Hún vissi hvað hann átti við, og hann átti ekki við líðandi stund. „Hvað kom fyrir okkur“, sagði hún blátt áfram. „Jeg skil það ekki. Þegar jeg sá yður í leikhúsinu, þá fann jeg, að jeg hafði alltaf þekt yður, og jeg vissi um hvað þjer voruð að hugsa. Jeg varð að tala við yð- ur. Þjer megið ekki ætla mig ókurteisa og illa siðaða, þótt jeg hitti yður svona“. „Þjer vitið að það geri jeg ekki“. Hún leit upp til hans og brosti. „Þetta er ákaflega und- arlegt“, sagði hún lágt. Hann kinkaði kolli. Hinir hörkulegu drættir umhverfis munn hans voru horfnir, þann- ig að hann virtist mjög ungur, næstum eins ungur og hún.. „Jeg hef sjeð þig oft og mörgum sinnum áður en í kvöld. Jeg hefi sjeð þig í glæð- um varðeldanna, í snævi þökt- um tindum Allephanyfjallanna, jeg hefi sjeð þið speglast í vötn- um gleymdra fljóta. Ekki kanske andlit þitt, — en þig“. Henni fanst orð hans hæfi- lega ótrúleg, hluti af töfralandi því, sem þau voru nú stödd í. Hún heyrði nú greinilegar söng fiðlanna gegnum lauf trjánna. Tveir elskendur gengu framhjá þeim og hurfu út í myrkrið milli trjánna. „Það er nægur tími til drauma uppi á öræfunum,“ bætti hann við, eins og hún hefði spurt hann. Öræfunum. — Þessi hugsun var henni framandi, en fögur var hún samt. Hún endurtók orðið hægt. „Öræfi. Og í hvaða sambandi stendur þú við ör- æfin?“ Hann leit upp. Hún sá augu hans dökkna. „Þau hafa verið mitt líf, mín ástmey. Þar á jeg heima“. Ilann kom nær henni, en snerti hana ekki. „Jeg þekki ekki konur“, sagði hann allhranalega. „Jeg lít ekki einu sinni á þig sem konu, — ekki enn“. „En eins og hvað þá?“ hvísl- aði hún. „Eins og draum, sem orðinn er veruleiki, eins og þrá, sem loksins hefir rætst“. Theo hugsaði. Já, draumur, sem orðinn er veruleiki. Þetta augnablik, þetta andartak er hamingjan sjálf. Það má ekkert koma fyrir, þá hverfur það eíns og draumur, þegar maður vaknar. „Þey, þey“, sagði hann. „Hvaða lag er þetta? Það er svo fallegt, hluti af draumnum okkar og af okkur sjálfum". Hún hallaði höfðinu og hlust- aði. Þetta var vinsæll söngur, því nær nýr, hún hafði heyrt hann oft, en ekkert þótt til hans koma. Nú, þegar hún stóð við hlið hans, gengu hinir þung- lyndislegu tónar hans henni hjarta nær. „Lát hjarta mitt hvílast hjá þjei', því hvert stm mig ber, er einn, sem jeg get ekki gleymt“. Tónarnir dóu út, og nokkrir heyrðust klappa. „Lát hjarta mitt hvílast hjá þjer“, hafði hann upp hægt. „Skilurðu það, — ástin mín?“ Hún leit upp til hans og augu hennar fyltust tárum. „Já, jeg skil það, — en. ..." Hún heyrði ljett fótatak að baki þeirra, jafn vel áður en hún heyrði þá rödd, sem hún þekti best í ver- öldinni, óstyrka af reiði. „Þetta er vissulega mjög fög- ur sjón“, sagði Aron. Hann stóð hjá þeim, andlit hans eins og höggvið í stein. „Og hver skyldi þessi per- sóna vera, sem jeg finn þig vera að flækjast með í skotum og afkimum, eins og götudrós?“ Kapteinninn föinaði og þreif um meðalkafla sverðs síns, en hann var rólegur, er hann sagði: „Nafn mitt er Meri- wether Lewis úr fyrstu fót- gönguliðsdeildinni“. Hann steig fram og sneri baki við Aaron eins og hann væri ekki til, og bætti við mjúklega við Theo. „Það eru tvær manneskjur í heiminum, sem kalla mig Merne, fólk, sem mjer þykir vænt um. Vilt þú ekki kalla mig það líka?“ Hún þorði ekki að svara hon- um, já, hún sá hann ekki leng- ur“ greinilega, augu hennar! voru haldin ótta við æði það, sem hún sá í svip föður síns. „Nei, pabbi, ekki það“, hún heyrði hróp sjálfrar sín, og beit á vörina. Þetta var rangt, svona mátti hún ekki láta. Einhvers- staðar hlutu þessir tveir menn að geta mætst. Aaron þótti vænt um hana. Einhvernveginn hlaut hún að geta látið hann skilja þetta. Hún tók á allri þeirri still- ingu, sem hún átti til að gat komið upp hlátri, sem var næsta eðlilegur. „Þú þarft ekki að vera reiður, pabbi“, sagði hún. „Kapteinninn og jeg hitt- umst hjer af tilviljun. Hann veit ekki einu sinni hvað jeg heiti“. „Er það svo? Jæja, þá skal það vera mjer ánægja að til- kynna honum það. Jeg, herra minn, er Aaron Burr og þetta er dóttir mín Theodosia. Hún er heitmey hr. Alston. Hún á því að tvo menn, sem það mun sönn ánægja að vernda heiður hennar og mannorð, sem henni sjálfri virðist liggja í svo ljettu rúmi“. Lev/is kapteinn hneigði sig. „Mín er ánægjan að kynnast yður, herra minn“, sagði hann kuldalega. „En hið góða nafn og heiður dóttur yðar koma! ekki þessu máli við. Að vísu vissi jeg ekki að hún væri manni heitin, en það myndi ekki hafa skipt máli heldur. Jeg myndi samt hafa gripið hvert tækifæri til þess að ná tali af henni“. Lóa tangsokkur Eftir Astrid Lindgren. 32. settist hann út í horn og dró eyrun yfir höfuð sjer og þagði. Og þá varð aumingja konan hans auðvitað að láta sjer lynda að strákurinn væri látinn heita Pjetur. — Einmitt það, sagði Anna. — Þetta var þráasti krakki, sem til var í allri Shanghai- borg, hjelt Lóa áfram. Og svo matvandur, að mamma hans vissi ekkert hvað hún átti við hann að gera. Þið vitið sjálf- sagt, að menn borða svöluhreiður í Kína? Og þarna sat nú mamma hans Pjeturs með fullan disk af svöluhreiðr- um og ætlaði að mata strákinn. „Jæja, Pjetur minn“, sagði hún, „nú borðar þú eitt svöluhreiður fyrir pabba þinn“. — En Pjetur vildi ekki opna munninn en hristi bara höfuðið. Að lokum varð Iiai Shang svo reiður, að hann fyrirskipaði að engan nýja mat skyldi búa til handa Pjetri, fyrr en hann væri búinn að borða svöluhreiður fyrir pabba. Og þegar Hai Shang hafði sagt eitthvað, þá stóð hann við það. Sömu svöluhreiðrin voru borin út og inn úr eldhúsinu, frá því í maí og fram í október. Þann 14. júní bað mamma hans um að fá að gefa honum kjöt- snúða, en Hai Shang sagði nei. — Bull, sagði stúlkan á veginum. — Já, það var einmitt það, sem Hai Shang sagði: „Bull“, saði hann. „Það er alveg greinlegt, að strákurinn getur jetið svöluhreiður, en hann er bara svona þrár. En Pjet- ur hafði alltaf munninn lokaðan frá því í maí og fram í október. — Já, en hvernig fór hann þá að því að lifa, sagði Tumi. — Hann gat ekki lifað, sagði Lóa. Hann dó af eintómri þrjósku. Þann 18. október. Og var grafinn þann 19. Og þann 20. kom svala fljúgandi inn um gluggann og verpti í eitt hreiðrið, sem var á diskinum. Svo það kom þó áð minsta kosti að gagni. Enginn skaði skeður, sagði Lóa glaðlega. Svo leit hún hugsandi á telpuna, sem enn stóð á veginum og var alveg steinhissa. — Ósköp lítur þú einkennilega út, sagði Lóa. Af hverju er það? Þú heldur þó ekki að jeg sitji hjer og ljúgi, eða „En, kæri læknir“, sagði sjúklingurinn í öngum sínum, „eruð þjer viss um að þjer get- ið hjálpað mjer? Maður hefir heyrt þess getið, að jafnvel bestu læknar hafa getið rangt til um sjúkdóma og farið að hella í sjúklinginn alls konar meðulum við lungnabólgu, með þeim eina árangri. að hann hefir dáið úr botnlangabólgu“. „Vitleysa“, urraði læknirinn móðgaður. „Þegar jeg lækna einhvern við lungnabólgu, þá deyr hann úr lungnabólgu“. ~k Einkaritari Gyðingsins kom upp á dekk, þar sem húsbóndi hans stóð og starði á skýja- hnoðrana. „Það er eins og við ætlum að fá regn“, sagði einkaritar- inn. „Við? Við?“ endurtók Gyð- ingurinn. „Og síðan hvenær gerðist þú meðeigandi í fyrir- tækinu?“ 'k Skáldið Heinrich Heine arf- leiddi konu sína að öllum eig- um sínum með því skilyrði, að hún giftist strax aftur. „Því þá“, sagði Heine, „mun að minsta kosti einn maður syrgja fráfall mitt“. kc Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefir forstjóri hótels nokkurs í New York sagt upp starfi sínu og vinnur nú á sama stað sem þjónn. Hann er nú áhyggjulaus maður og tekjur hans hafa stóraukist. ★ — Þú varst að veiða í gær, ekki satt? — Jú. — Beit nokkuð á hjá þjer? — Held nú það! Jeg fjekk einn á öngulinn, sem var svo stór að mjer var hreint ómögu- legt að koma honum upp í bát- inn. — Þú segir ekki? — Og áður en jeg vissi af því, kippti hann svo harkalega í að jeg fjell útbyrðis. — Þú blotnaðir auðvitað. — Nei. Fjell á bakið á fiskn- um. ★ Jack Haley hefir gaman af að segja frá því, er hann kom í smábæ nokkurn, þar sem frægur kvikmyndaleikari hafði alist upp. „Kemur hann nokkurn tíma hingað?" spurði hann bæjarbúa nokkurn. „Já, hann hefir heimsótt okk ur fimm sinnum“. „Hefir hann komið með kon- una sína með sjer?“ „Já, í hvert skifti. Og fimm fallegri stúlkur hefi jeg ekki sjeð um ævina“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.