Morgunblaðið - 25.04.1946, Síða 5
Fimtudagur 25. apríl 1946
MORvíUNBLAÐIÐ
S
1. maí verður dregið í happdræfti
n
' rr
Þessi jepp-bifreið, ný yfirbyggð hjá Kristni Jónssyni vagna-
smið, er einn af 10 vinningum í happdrætti, sem Verkamanna-
fjelagið Dagsbrún gengst fyrir til fjáröflunar fyrir hvíldar-
heimili verkamanna að Stóra-Fljóti í Biskupstungum. Næstu
daga mun bíllinn fara um bænn og Reykvíkingum verða gefinn
kostur á að kaupa miða og trúlega verða jjeir margir, sem
vilja hætta fimm krónum til að eignast slíka bifreið núna fyrir
sumarið.
Alvarlegt ástand í fjarmálum
Oana vegna verkfalla
Kaupmanuahöfn í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl.
® ALVARLEGAR horfur eru nú ríkjandi í gjaldeyris- og við-
gkiptamálum Dana vegna verkfalla þeirra, sem hafin eru, og
sem líklegt er að breiðist út, sje ekki að gert. Slátrarar hafa
gert verkfall, og vegna þess minka útflutningsverðmæti Dana
til Englands um 30 miljónir króna á viku, en gjaldeyrisástæður
Dana eru mjög erfiðar fyrir.
Verkfall slátrara byrjaði á
laúgardaginn var, en verkfall
hinna ófaglærðu í morgun.
Myndu laun hinna ófaglærðu á
ýmsum sviðum verða hærri en
faglærðra, ef gengið yrði að
launakröfum þeirra. Hafa laun
ófaglærðra að meðaltali stigið
frá 1.45 á klst. upp í kr. 2.65
frá 1938, og hafa þeir ennfrem-
ur fengið 100 pct. uppbóf, vegna
yerðhækkunar. Hækkunin hjá
faglærðum hefir að meðaltali
verið frá kr. 1.70 pr. klst. árið
1938 upp í kr. 2.37, og hafa þeir
fengið 96 pct. uppbót vegna
verðhækkunar.
Yfirleitt er verkfallið alls-
staðar óvinsælt, sjerstaklega
verkfall slátraranna, sem menn
óttast að hafa muni miög al-
varlegar aflciðingar fyrir gjald-
eyrisástæður Dana. Gjaldeyris-
skuldir Dana við Breta hækka
stöðugt og vantar gjaldeyri til
nauðsynlegs innflutnings.
.Vegna slátraraverkfallsins
minkar útflutningurinn til Eng-
lands um 30 miljónir króna á
viku, þar sem baconútflutning-
urinn stöðvast.
Búist er við að verkföllin
breiðist enn út, ef löggjafarvald
5ð grípur ekki í taumana. A
ráðherrafundi í dag verður rætt
um verkföllin, og einnig athug-
uð ráð til þess að stöðva þau.
—Páll.
Hjónin, sem brann hjá. G. J.
30,00, Þ. 50,00, M. og Þ. 40.00,
J. S. 50,00, S. B. 40,00, Á. S.
50,00.
Siglfirðingsr unnu
brfdgekeppni við
Akureyringa
Siglufirði, þriðjudag.
Frá frjettaritara vorum.
BRIDGEKEPPNI var háð á
Akureyri dagana 10.—12. þessa
mánaðar milli Akureyringa og
Siglfirðinga. Keptu 3 sveitir frá
hvorum.
Sveitastjórar Siglfirðinga voru
Sigurður Kristjánsson, Kári
Jónasson og Gísli Sigurðsson,
en Akureyringa Þorsteinn Stef-
ánsson, Jóhannes Snorrason og
Jón Steingrímsson, ásamt Vern
harði Sveinssyni. Úrslit urðu
þau, að Siglfirðingar hlutu sex
vinnina, en Akureyringar þrjá.
Vann sveit Sigurðar sveitir Jó-
hannesar, Jóns og Þorsteins. —
Sveit Gísla vann sveitir Þor-
steins og Jóhannesar. Sveit
Kára vann sveit Jóhannesar. —
Sveit Bernharðs vann sveitir
Kára og Gísla og sveit Þorsteins
vann sveit Kára.
Frá frjettaritara vorum
á Isafirði.
FRÁ Sæbóli i Aðalvík stunda
fimm trillubátar veiðar og fjór-
ir frá Látrum. Kaupfjelag ís-
firðinga kaupir fiskinn og flyt-
ur hann nýjan til hraðfrystihúss
á Langeyri í Álftafirði.
s
í GÆR barst blaðinu frá
Helgafellsútgáfunni bók, sem
íslenskt æskufólk mun taka opn
um örmum. Hafa tveir þjóð-
kunnir íslenskir ferðalangar,
þeir Páll Jónsson og Gísli Gests
son frá Hæli ásamt bókmennta-
fræðingi, Snorra Hjartarsyni,
bókaverði, valið efni í mikið
verk, sem sjerstaklega er til-
einkað íslensku æskufólki. Má
sannarlega segja að þessi frá-
bæra bók komi er okkur reið
allra mest á að standa örugg-
lega á verði um okkar upprenn-
andi fólk. Hjer er á ferðinni
úrval úr íslenskum bókmennt-
um, bæði kvæði og óbundið mál
eftir nær 300 höfunda og hvorki
meira nje minna en tæplega
400 ljóð og bókarkaflar. Mun
lítið á vanta að hjer sje bók,
sem geymi flest af því allra
fegursta og snjallasta, sem
skrifað hefir verið á vora tungu
frá landnámstíð. Bókin er sjer-
lega fallega útgefin, prentuð á
fallegan pappír og bundin í
vandað rautt alskinn. Bókin er
að vísu þjettprentuð, sem gert
mun 'vera til þess að koma sem
mestu efni fyrir í ekki allt of
stórri bók.
Það sem alveg sjerstaklega
mun þó gleðja alla, sem unna
íslenskri tungu og íslenskum
bókmenntum og hafa opin aug-
un fyrir því hve háskalegt það
er ef íslensk æska hættir að
lesa og skilja það sem fegurst
hefir vepið hugsað og skrifað á
voru landi en nærist þess í stað
á jazzmúsik, og öðru þess hátt-
ar góðgæti, er það loforð útgef
enda að fyrir sumarið komi út
af bókinni fyrirferðarlítil vasa-
bókarútgáfa, gerð 1 því augna-
miði að hægt sje að stinga
henni í vasann eða bakpokann
er lagt er upp í ferðalög.
ai
Húsavík
Húsavík, þriðjudag.
Frá frjettaritara vorum.
EINN af sendikennurum þeim,
sem starfa á vegum íþróttafull-
trúa ríkisins, ungfrú Ásdís Er-
lingsdóttir frá Reykjavík, hef-
ir dvalið í Húsavík undanfarn-
ar fimm vikur að tilhlutan I-
þróttafjelagsins Völsungar, og
kennt fimleika við Gagnfræða-
skóla Húsavíkur og hjá Völs-
ungum.
I gær fór fram fimleikasýn-
ing í samkomuhúsinu og sýndu
þar flokkar kvenna og karla
undir stjórn ungfrúarinnar og
var sýningin vel sótt og fengu
flokkarnir góða dóma.
Þórhallur Arnórsson stórkaupm.
Mínningarorð
Áðatfnndur Anglía
AÐALFUNDUR Anglia verð
ur haldinn í Tjarnarcafé á
föstudagskvöld n. k. og verður
! þá um leið síðasti skemtlfund-
ur fjelagsins á þessum vetri.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa verður dagskrá fundar-
' ins á þá leið, að Harry Daw-
j son píanóleikari úr breska flug-
, hernum leikur nokkur lög og
síðan verður dansað til klukk-
an 1.
ÞORHALLUR ARNORSSON
stórkaupmaður andaðist í Kaup
mannahöfn 3. þ. m. Var hann
þar staddur í verslunarerind-
um, tók skæða landfarssótt og
andaðist eftir skamma legu. —
Var. líkami hans fluttur heim
með varðskipinu Ægi og hjer
verður hann til grafar borinn á
morgun.
Þórhallur var fæddur að
Hrísum í Svarfaðardal, 15. febr.
1914, sonur hjónanna Arnórs
Björnssonar og Þóru Sigurðar-
dóttur, er bæði lifa enn og búa
nú að Upsum í Svarfaðardal.
Ólst Þórhallur upp í foreldra-
húsum og vann að öllum störf-
um heima fram að tvítugu. En
hugurinn leitaði út fyrir heima
hagana og til stærri verkefna
og rjeðst hann til verslunar-
náms hjer á Samvinnuskólan-
um í Reykjavík á árunum 1934
—36, og fór því næst að leita
fyrir sjer um sjálfstæða at-
vinnu. Það var erfitt á þeim
árunum, og reyndi hann fyrir
sjer á ýmsum stöðum, því að
ekki skorti kapp eða hugmynd-
ir og loks setti hann á fót heild
verslun þá, sem hann rak upp
frá því. og var að koma á fastan
kjöl þegar hann var á brott
kvaddur.
Árið 1939 kvæntist hann og
gekk að eiga Ólöfu Magnús-
dóttur Jónssonar prófessors. —
Lifir hún mann sinn ásamt
þrem ungum börnum þeirra,
tveim dætrum og einum syni
á 1. ári. Var Þórhallur aðdrátta
mikill og umhyggjusamur heim
ilisfaðir og heimili þeirra fag-
urt, og gott þar að vera, við
alúð og látleysi beggja húsráð-
enda. —
Þórhallur var skýrt dæmi
þeirrar atorku, sem á skömm-
um tíma sótti verslun lands-
manna úr höndum erlendra
manna og gerði hana alíslenska.
Hann sýndi hvernig ungur
sveitapiltur, sem ekkert hefir
við að styðjast annað en eigið
áræði og útsjón og óbilandi
starfsþrek, getur rutt sjer til
rúms, og leyst af hendi hin
vandasömu verslunarstörf inn-
an lands og utan á einhyerjum
mestu umróts og umbyltinga-
tímum, þegar sambönd breytast
í sífellu og viðskiftin flytjast
land úr landi og heimsálfa
milli. Æfi Þórhalls varð svo
stutt og hann vann aðalstarf
sitt á svo órólegum tímum, að
hann fekk ekki tóm til annars
en undirbúningsstarfa. En það
er trúa okkar, sem þektum hann
vel, að þar hafi verið von mik-
illa framkvæmda. og að hann
myndi með tíð og tíma hafa
orðið fyrirferðarmikill í þjóð-
lífinu og sinni stjett.
En hversvegna vera að spyrja
og spá, úr því að saga hans
hjer á jörð er búin? Sá deyr
ungur, sem guðirnir elska,
sögðu fornmenn, og hafa þá átt
við þann sannleika, að flestum
eru unglingsárin best og fári
veit hverju fagna skal, er æfin':
líður fram.
En hvað sem slíkum fornum’
spakmælum líður, eiga ástvin-;
ir hans og einnig fjölmennur;
vinahópur erfitt með að sætta-
sig við þá hugsuiv að Þórhall-
ur sje horfinn hjeðan svo ung-
ur að aldri og með slíkt starfs-
þrek, sem hann hafði. Hann
var svo dagfarsgóður. í senn
glaðvær og glettinn og traust-
ur og trúr, að hverjum góðurn
manni hlaut að geðjast vel að;
honum. Og við nánari kynning
kom í ljós, að hjer var stór-
huga maður á fleiri veg en einn.
Stórhugur hans beindist ekki
eingöngu á þessu næsta marki'
fátæka sveitapiltsins, at ,,hafa
sig áfram“ í svip, heldur beind-
ist hann í sívaxandi mæli að
því að verða nýtur oe stór-
virkur þjóðfjelagsþegn, byggja
stórt og byggja traust fyrir
sjálfan sig og sína og skipa um
leið vel sitt sæti og pláss á þjóð-
fjelagsheimilinu. verða traust-
ur steinn í þjóðfjelagshúsinu og
láta hvergi sinn hlut eftir
liggja. Undir glaðlegu og ljettu
yfirbragði bjó með honum mik-
il alvara, stjórnarhæfileiki góð-
ur samfara lotningu fyrir hinni
dularfullu tilveru og trausti á
æðri hjálp þeim til handa, sem
hennar leita án eigingirni eða
lágra hagsmunavona.
Skarðið stendur opið og ófylt
í hugum ástvina hans. Og við
vinir hans látum hlýjar hugs-
anir fylgja honum inn fvrir for-
tjaldið dularfulla, en sendunx
ástvinum hans, í úrræðaleysi
okkar og vanmætti, bænir um
styrk frá þeim, sem svo er
voldugur, að jafnvel líf og
dauði og þeirra veldi eru í
hendi hans. Vhiur.
lllllllIlllllllllllllIII![IllttmHmi||(!iii!liM!!!!l!lllillEimii
5 Allir þurfa að kíkja =
5 — í Rafskinnu.
Il!lli!lllll!limillllillimilimi)lllllllll!llimilll!lll!!!!ll!l
x £
! Iðnaðarpláss óskast
100—150 ferm. Tilboð merkt „Iðnaðarpláss“
sendist blaðinu fyrir laugardag.
I
*>