Morgunblaðið - 25.04.1946, Side 6

Morgunblaðið - 25.04.1946, Side 6
5 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 25. apríl 1946 / Loðdýrcibúskapurinn og hagnýting fisk- úrgangs frd hraðfrystihúsunum LOÐDYRABU SKAPURINN hefir yfirleitt verið rekinn í smáum stíl hjer á landi og þá oft í sambandi við annan bú- skap, — en framtíð þessa at- vinnuvegar virðist ekki liggja í smábúskap heldur á búum sem hafa stofndýr svo þúsundum skiftir og rekin verða í sam- bandi við hraðfrystihús, eða annarsstaðar þar sem góðir möguleikar á útvegun fóðurs eru fyrir hendi. Þessi litlu bú geta þó orðið mönnum góð auka inntekt ef þau eru hirt aí kost- gæfni en á því vill oft verða misbrestur. Ef þessi bú eru or- in stærri en 2—4 refalæður, — eða 6—10 minkalæður, þá eru þau farin að krefjast mikillar vinnu og reksturskostnaðurinn getur orðið eignalitlum mönn- um tilfinnanlega útgjöld ef illa fer, en afkoma slíkra búa er oft mjög óviss. Erfitt reynist einnig fyrir þessi bú að geyma fóður ef þau ná ekki til frystihúsa, — og vill því fóður dýranna víða mis- lukkast, þar sem þessi dýr þola yfirleitt illa allar fóðurbreyting ar. Kostnaður við að útvega þess um búum kynbótadýr er afar tilfinnanlegur nema að þau geti orðið fleyri saman um notkun dýranna. Útkoman af þessu verður ljeleg skinnaframleiðsla sem aldrei verður sambærileg að gæðum við framleiðslu skinna frá stórum búum. Að sjálfsögðu eru þó alltaf nokkur smábú, sem hafa mjög góða skinnaframleiðslu, — en heildargæðin verða alltaf mjög lág. Hjá Norðmönnum hefir þetta verið þannig þar sem mikið af skinnaframleiðsiu hef- ir komið frá smáum búum, og hefir sala þar á skinnum sýnt miklu hagstæðara verð hjá stórum búum, En þrátt fyrir það var heild- arframleiðsla Norðmanna á silf urref best ef miðað var við framleiðslu alls heimsins á þess ari vöru og eiga Norðmenn það eflaust mést að þakka hag- stæðu loftslagi ásamt þeirri kostgæfni sem þeir hafa sýnt í þessum atvinnuvegi. svo sem þeim er lagið. Þessi litiu bú hafa þó óefað mikla mcguleika hjer með aukinni þekkingu manna á þessum búskap og með aðstoð frá góðum fag- mönnum sem leiðbeint gætu um hirðingu og annað sem að þess- um búum lítur. Nokkur misbrestur vill og verða hjá þessum smábúum á því að öruggt sje að dýrin sleppi ekki út, en það er afar illa liðið, þótt skaðinn sie minst ur fyrir þann er dýrin á, og verður nauðsynlegt að banna mönnum þennan búskap nema ströngustu skilyrðum sje full- nægt, um ytri girðingar, og er hörmulegt að slíkt skuli ekki hafa verið gert frá upphafi. Heppilegasta lausnin á bygg- ingu þessara smábúa er að á- kveða hagkvæmasta nú þekkt form búra, húsa, vjela cg girð- inga og myndi mönnum reyn- ast það betur er til lengdar lætur, en að hver og einn kúldri Eftir Leif Jónasson frá Öxney Síðari grein upp sínu búi eftir því sem hjart að biður og þannig gengið fram hjá þeirri þekkingu sem áunn- ist hefir. Þar sem sennilegt er að fisk- úrgangur sje fóður sem gefur jafn góða afkomu og kjöt og stórrekstur það form sem gefur þessum atvinnuvegi mesta möguleika þá virðist sú leið sjálfsögð að hraðfrystihúsin reki þessa garða sjálf enda eru þau þá öruggust með að allur fiskúrgangurinn yrði notaður. Og er jeg sannfærður um að engin vinnsla önnur sem nú tíðkast hjer, geti borgað neitt svipað fyrir þennan fiskúr- gang. Þeir möguleikar sem stórbú- skapur hefir framyfir smábú- skap, til hagkvæms reksturs, er fyrst og fremst meiri tækni, I betri hagnýting vinnuaflsins, ó- dýrari allar byggingar og við- hald, fullkomnari þekking við alla hirðingu, meðal annars við ' silfurref sem nauðsynlegt er að ! fæði hvolpana á fæðingardeild lundir mjög góðu eftirliti, og síðast en ekki síst þeir r.æstum ótæmandi möguleikar til kyn- bóta, þar sem kleift getur verið að nota einn kynbótaref fyrir 30 læður. Þær verðsveiflur sem alltaf verða á loðskinnum og orsaka það að ein tegund getur um nokkur ár verið í hærra verði en önnur, gerir það nauðsyn- legt að þessi bú hafa allar venju legar tegundir loðdýra það er minka og refi, — þar sem mjög kostnaðarsamt er að kaupa nýj- an stofn, en auðvelt að breita til ef stofn er fyrir í garðinum, og auka þá framleiðslu þeirrar tegundar verulega sem best er boðið í. Þetta er einnig mikill kostur sem smábú geta ekki hagnýtt sjer þar sem þau hafa venjulega aðeins eina tegund dýra, öll innkaup vérða einnig hagkvæmari hjá stórum búum og getur það munað allverulega þegar um er að ræða að komast sem lengst niður með fram- leiðslukostnaðinn. Hraðfrystihús sem hefði 800 tonn af fiskúrgangi gæti rekið með því loðdýrabú sem hefði 1000 refalæður og 2000 minka- læður. Þessi dýr myndu í venjulegu árferði gefa af sjer 6000 minka- skinn, sem með núgildandi varð lagi væru um 1200,000,00 kr. virði. Kostnað við rekstur á þessu búi er erfitt að áætla með tilliti til þess ástands sem hjer ríkir, en þetta bú myndi þurfa um 15 menn við framleiðsluna og er hægt að áætla annan kostnað 2—2% sinnum manna- kaupið, — eða í allt 6—8.000 kr. Hjer skiptir þó miklu máli hvort unnið er í húsunum flesta tíma árs, en hjer hefir þó verið reiknað með nokkru geymglú- gjaldi, aftur á móti hefir ekki verið gert ráð fyrir neinni greiðslu fyrir fiskbeinin. Þótt ekki sje unt að segja fyrir víst hvort slík áætlun gæti staðist, þá mun hún ekki vera langt frá sanni og gefur mönnum nokkra hugmynd um kostnað við rekstur slíkra búa, en hjer er ekkert svo stórt bú til og því engan samanburð hægt að fá. Búið sem jeg hefi unnið við í Stykkishólmi og er stærsta bú hjer á landi gefur nokkra hug- mynd um þetta þótt hún sje að ýmsu leiti ófullnægjandi, þar sem það er ósambærilegt við svo stórt bú sem hjer um ræð- ir, og á enn langt í land með að vera rekið á svo hagkvæman hátt sem hægt væri að reka stórbú. Kostnaður við að koma upp svo stóru búi er geisi mikill og yrði sú leið færust að byrja með t. d. 200 minkalæður og 100 refalæður, og auka svo dýra stofninn innan frá, á þann hátt yrði allur kostnaður miklu við- ráðanlegri og stofninn einnig samstæðari. Með því að setja á það sem vel er ásetningshæft, mundi þessi garður hafa náð áður umtalaðri stærð á 7—10 árum eftir því hvað stofninn upphaflega hefir verið góður, einnig er nú svo ástatt að svo lítill stofn er til í landinu að mörg hraðfrystihús gætu ekki fengið mikið fleiri stofndýr á næstu árum, þar sem minka- stofninn hefir fækkað mjög verulega á stríðsárunum og refa stofninn svipaður og hann var fyrir stríð. Ef nú ætti að flytja inn dýr í því skyni að auka stofninn, þá mun það verða útgjalda- samt, þar sem verð á einstök- um minkum mun nú skifta þús undum ef flytja á þá inn frá Kanada. - Norðurlöndin bönnuðu strax útflutning á lifandi dýrum, er þau opnuðust eftir stríð, og mun nú koma í ljós afleiðing þess að ekki var haldið utan að þeim stofni sem til var hjer í byrjun stríðs, og eiga íslendingar eftir að taka afleiðingunum af því fáheyrða Sinnuleysi. Sameiginlegt stofnbú. Með tilliti til þess hversu lít- ið er til af þessum dýrum í land inu og ekki að vænta neinna aðgerða af hálfu ríkisins til framdráttar þessum búskap, þá virðist sú leið hugsanleg að hraðfrystihúsin yrðu saman um stofnun stór bús, með t. d. 2000 minkalæður og 1000 refalæður og keypt yrðu til þess kynbóta- dýr erlendis frá og stofninn kynbættur svo sem unt væri. Þetta bú myndi á hverju ári1 geta skaffað nýj-an stofn, sem svaraði 350 refalæðum og 7000 minkalæðum, — eða sæmilega nægan byrjunarstofn fyrir 3 hraðfrystihús á ári, og er hjer aðeins ætluð til ásetnings fyrsta flokks dýr. Hugsanlegt er að hraðfrystihússeigendur geti ekki komið sjer saman um hverjir ættu fyrst að fá stofn, þótt sjálfsagt virðist að þeir sem ekki geta notað fiskúrganginn á annan hátt gengju fyrir. Þeim sem fengju stofn yrði svo gert að skila því besta af framleiðslunni sem lífdýrum á ári hverju þar til öll húsin hafa fengið jafnan fjöida stofndýra, og væri þá hægt að reka hið upphaflega bú sem kynbóta og tilraunabú sem ávallt er mikil þörf fyrir. Vafalaust verða mörg vand- j kvæði við framkvæmd þessarar hugmyndar, þar sem margir stæðu að slíku fyrirtæki með misjafnan skilning einnig yrði hjer • um all mikið kapital að ræða, en kostir þessa fyrirtækis yrðu aðallega þeir, að sannast myndu möguleikar þessa at- vinnuvegar, fást myndi vitn- eskja um heppilegast form á slíkum búskap og kæmi sá kostnaður sem yrði við þær at- huganir, jafnt niður á alla enda sanngjarnast þar sem sú þekk- ing er fengist væri í rauninni allra hagur. Og að síðustu það sem mestu máli skiptir að hraðfrystihúsin hefðu með þessu tryggt sjer bestan stofn fyrir minnst verð á stuttum tíma. Þýðing loðdýrabúskaparins fyrir þjóðarbúið. Loðdýrabúskapurinn mun því fyrst og fremst byggjast á sjávarútveginum og skapa mark að fyrir úrgang sem að litlu gagni hefir komið, og hjá sum- um hraðfrystihúsum verið all- mikill kostnaður að koma hon- um í sjónn aftur, — þar að auki mvndi hann búa landbún- aðinum markað fyrir alla þá mjólk og kjöt. sem hann gæti í tje látið, — kjöt sem hvergi á sjer markað, og mjólk frá af- skektum stöðum, sem hingað til hefir ekki náð í neinn markað. Þessum vörum yrði þannig breytt í skinn, — vöru sem frá alda öðli hefir átt sjer tryggan markað í flestum löndum, og sem á fyrir höndum mjög aukna eftirspurn með aukinni velmegun þjóðanna í komandi friði og það sem kannske er mest um vert er það, að til fram leiðslu á vöru sem gefa mun tugi miljóna af erlendum gjald- eyri í þjóðarbúið, þarf þessi at- vinnuvegur því sem næst á eng um erlendum gjaldeyri að halda. Þar að auki er kostnað- ur við flutning þessarar vöru á markað ósambærilegur við nokkuð annað sem úr þessum hráefnum verður unnið, og að síðustu tekur skinnavara ekki upp markað fyrir fiskafurðir, en hætt er við að aðrar vinslu- aðferðir á fiskúrgangi myndu gera það, svo sem niðursuða og fleiri aðferðir. En búist menn við áfram- haldandi stríði á næstu* árum með aukinni hungursneið, þá verða eflaust allar aðferðir heppilegri en loðskinnafram- leiðsla til að gera fiskúrgang- inn markaðshæfan. En ef einhverjir eru svo bjart- sýnir að reikna með því að sú tækni sem nú er þekt, verði notuð til að auka velmegun mannkynsins þá veit jeg að þeir sömu menn trúa með mjer á möguleika loðskinnaframleiðsl- unnar. Leifur Jónsson, frá Oxney. | Sumarheimili Templara að Jaðri Sumarheimilið tekur til starfa í hinni veg- legu nýbyggingu þ. 1. júní n.k. Tekið verður á móti dvalargestum yfir lengri og skemmri tíma. Á staðnum verður framleiddur matur og aðrar veitingar. Eru væntanlegir dvalargestir beðnir um að gefa sig fram við Hjört Hansson, Bankastræti 11, fyrir 10. maí n.k. og gefur hann allar frek- ari upplýsingar. Stjórn Jaðars. f v eða stór ! óskast til kaups eða leigu frá 14. maí eða síðar í sumar. — Æskilegt, að húsnæðið sje í eða ná- lægt miðbænum, en annað getur þó komið til greina. Upplýsingar í síma 2980 eða 2253. i I i ? ? V I t t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.