Morgunblaðið - 25.04.1946, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.04.1946, Blaðsíða 12
12 — Á innlendum vettvangi Framh. á bls. 12. fleiri þjóðum. Þær reyndust aðdáanlegar sem áður, og allir íslenskir áhorfendur lifðu ó- gleymanlega stund. „Feðranna frægð“. í tilvitnun einni úr Gauta- borgarblaði um íslensku stúlk- urnar, þar sem frammistöðu þeirra var hrósað mjög, var komist að orði á þá leið, að hinar glæstu óskeikulu jafn- vægis'æfingar þeirra mintu á íslendingasögur. Iivað skyldi íþróttagagnrýnandinn eiga við með þessu, datt mjer í hug? Eða er þetta annað en skraf út í loftið? Jeg fullyrði ekkert um það, hvað fyrir honum hefir vakað. En skyldi mega til sanns vegar færa, að fræknleiki for- feðranna, sem lýst er í sögun- um, geti haft bein örfandi á- hrif á íslenskan æskulýð í dag, til frama og afreka á sviði líkamsmennnigar? — Trauðla mun hver einstaklingur finna til þess. En hitt mætti vera, að góðir íþróttafrömuðir okk- ar hefðu sívakandi örfun í starfinu frá „feðranna frægð“. í höfuðstað Noregs. Önnur landkynning hefir átt sjer stað á þessum vetri, sem mikilsverð er í höfuðborg Nor- egs, þar sem komið hafa fram á sama tima íslenskt leikrit, íslenskur leikstjóri og ísiensk leikkona. Mun mörgum finn- ast það meira um vert en fim- leikasýning eina, þar eð leikrit Davíðs Stefánssonar, leikstjórn Lárusar Pálssonar í norska leikhúsinu og frammistaða frú Öldu Möller í Þjóðleikhúsi Norðmanna hefir fengið ágæta dóma. Er það ærið umtalsefni og gleðiefni, og gefur betri von- ir en ýmsir hafa haft um væntanlegt starf Þjóðleikhúss- ins hjer. í undirbúningi eru ferðir söngflokka hjeðan til útlanda og þátttaka íslenskra mynd- listarmanna í norrænni listsýn- ingu í Oslo. Er þess að vænta, að alt fái þetta þann undirbún- ing og gagnrýni hjer heima- fyrir, að úr því verði hin besta landkynning. Fjelsg ausfflrskra kvenna heidur uppi linarxfarfsemi FJELAG Austfirskra kvenna hjelt aðalfund sinn mánudaginn 8. aprí!. Formaður fjelagsins, Guðný Vilhjálmsdóttir, gaf skýrslu um starfsemi þess s.l. starfsár. Haldnir höfðu verið sjö fje- lagsfundir og bazar og skemti- samkoma til ágóða fyrir sjúkra sjóð fjelagsins. Úr sjóðnum var úthlutað um 3600 krónum til sjúklinga og aldraðra Austfirð- inga, aðallega á sjúkrahúsum, en einnig til nokkurra ein- stæðra manna utan sjúkrahúsa. Fjelagskonur eru nú alls 104. Reikningar fjelagsins voru lagð ir fram og samþyktir. í fjelags- sjóði voru í árslok rúmlega 4 þúsund krónur, en í sjúkrasjóði rösklega 1800 kr. Samþykt var á fundinum að veita 1000 krónur úr fjelags- sjóði til fyrirhugaðrar kapellu- byggingar á Hallormsstað til minningar um 4 látnar merkis- konur, frú Sigrúnu P. Blöndal frú Jósefínu Lárusdóttur, frú Margrjeti Pjetursdóttur frá Eg- ilsstöðum og Sigríði Sigfúsdótt- ur frá Arnheiðarstöðum. — Þá var saraþykt að veita úr sama sjóði kr. 200.00 til Menningar- og Mmningarsjóðs kvenna til minningar um frk. Laufeyju Valdimarsdóttur. Úr stjórn fjelagsins áttu að ganga frú Anna Wathne, gjald- keri og frú Anna Jóhannesdótt- ir, varaform., en þær voru báð- ar endurkosnar. Fyrir voru í stjórninni: Frú Guðný Vil- hjálmsdóttir, formaður, frú Anna Ólafsson, ritari og frú Snorra Benediktsdóttir. Fjelagið hefir ákveðið að halda bazar til ágóða fyrir sjúkrasjóð sinn 30. apríl n.k. í Góðtemplarahúsinu. Væntir það þess, að margir verði til þess að styðja líknarstarfsemi þess, þó sjerstaklega Austfirð- ingar. (jle&Llecft ! óamar: Ölvir H.f., Sigurður Þorsteinson H.f. MORGUNBLAÐIÐ Sýslufundur N.-fsafjarSarsýsEu Frá frjettaritara vorum á Isafirði. SÝSLUFUNDUR Norður-ísa- fjarðar jýslu var haldinn hjer dagana 13.—16. apríl. Helstu samþyktir fundarins voru þær að veita 20 þúsund krónur til bygginga fyrir hjeraðsskólann á Reykjanesi og ábyrgjast 70 þús. kr. lán í sama skyni. Hús- mæðraskólanum á ísafirði veitt ar 5 þus. kr. Skorað var á vegamálastjóra að láta þegar hefja vegagerð út Langadalsströnd, þegar Þorskafjarðarvegi er lokið. — Jafnframt að mæla fyrir byrggju á Melgraseyri, er nægi til afgreiðslu djúpbátsms og gera kostnaðaráætlun um mann virki. Efnahagur hreppanna í árslok 1925: Sljettuhreppur kr. 21,880, íbúatala 283. Grunna- víkurhreppur kr. 50.986, íbúa- tala 175. Snæfjallahreppur kr. 11.489, íbúatala 7. Nauteyrar- hreppur kr. 12.73. íbúatala 129. Reykjarfjarðarhreppur kr. 20.- 720, íbúar 124 Ögurhreppur kr. 26.053, íbúar 139. Súðavíkur- hreppur kr. 89.486, íbúar 303. Eyrarhreppur kr. 161.841, íbú- ar 405. Hólshreppur kr. 98.340, íbúar 721. Hafnarsjóður Hóls- hrepps nemur kr 19.185. Skuldlaus eign sýslusjóðs í árslok 1945 kr. 93.606. Vara- sjóður kr. 61.430 — í yfirkjör- stjórn vegna alþingiskosninga voru kosnir Páll Jónsson, síra Þorsteinn Jóhannesson Vara- menn Bjarni Sigurðsscn, Sig- urður Þórðarson. I stjórn Djúp- bátsins Jóhann Gunnar Ólafs- son bæjarfógeti og Páll Pálsson. í stjórn Búnaðarsjóðs Asgeir Guðmundsson, Páll Páisson og Jón H. Fjalladal. Tekjur og gjöld sýslusjóðs á yfirstandandi ári áætluð kr. 78.490. Helstu tekjulindir eru þesar: Sýslusjóðsgjöld krónur 60.000, stríðsgróðaskattur kr. 9.584. Helstu gjaldaliðir: Menta mál 27.700, samgöngumál kr. 20.200, heilbrigðismál kr. 8.900, stjórn sýsjumálanna 7,600, at- vinnumál 5,650, ýms útgjöld kr. 7,640. Skorað var á vegamálastjóra að láta mæla fyrir brúm á Dvergasteinsá og Ögurá. Minnin garsp j öld barnaspítalasjóðs Hringsins fást í verslun frú Agústu Svendsen, Aðalstræti 12. Fimtudagur 25. apríl 1946 Kalddælingar halda hátíSlegan sumardaginn fyrsta SUMARDAGURINN fyrsti, er dagur barnanna. Hjer í Hafn arfirði halda Kalddælingar K. F.U.M. þennan dag hátíðleg- an á þann hátt að almenn sam- koma verður haldin í húsi K.F. U.M., Hverfisgötu 15 kl. 8.30 e. h. Verður efnisskrá þeirrar sam komu nokkuð frábrugðin venju legum samkomum í K.F.U.M. I samkomunni verður svo tekið á móti gjöfum til styrktar fá- tækum drengjum og pilt.um til dvalar í einhverjum sumarbúð- um K.F.U.M. Starfsemi Kalddælinga í Kald árseli er nú orðin æði umfangs mikil. Formaður Kalddælinga hefir nýlega skýrt frjettamanni blaðsins í Hafnarfirði frá því á hvern hátt starfinu verður hagað á næsta sumri. Þeir Kald dælingar hófu á liðnu sumri mikið átak til þess að auka við skálabygginguna í Kaldárseli, og það tókst fyrir fjárframlög fjölmargra stuðningsmanna K. F.U.M. í Hafnarfirði og Reykja vík og reyndar víðar. Má nú segja að húsaskortur sje orðinn það mikill í Kaldárseli, að nægja muni næstu ár. Hinsveg- ar er ekki nærri lokið við að fullgeia bygginguna og tefur það aðailega fjárskortur, svo að rúm mundi þar fyrir sjóð ein- hvers gjafmilds vinar starfsins. En forstöðumönnum starfsins í Kaldárseli er ljós hin mikla nauðsyn á starfi þar, fyrir litla drengi um sumarmánuðina og því hefir verið áformað að auka starfið, svo að dvalið verði í tvo mánuði á Drengjaheimilinu. Er mikil þörf á slíku starfi fyr- ir drengi hjer í Hafnarfirði, ekki hvað síst þar sem enginn barnaleikvöllur er enn til hjer. Verður því ekki annað sagt en að hið ósjeiplregna starf Kalddælinga K.F.U.M. komi hjer í góðar þarfir bæjarins. Ámerískur sjóliði ekur siolmim bíl r e r n ISJðf SIÐASTLIÐIÐ miðvikudags- kvöld var bifreiðinni R-2995j eign Þorgríms JóhannssonaB bifreiðarstjóra, Litlu bílastöð-J inni, stolið og ekið í sjóiný fram af Loftsbryggju. Var það amerískur sjóliði, 18 ára gamalí | af veðurathugunarskipinu Deaá born, sem stal bifreiðinni og setti hana í sjóinn. Bifreiðin var í viðgerð og voru viðgerðarmenn að kepp- ast við að ljúka viðgerðinni fyrir hátíðina. Um 12 levtið var viðgerðinni lokið og ætlaði þá annar viðgerðarrnaðurinn, ís- leifur Magnússon, Bergþóru- götu 25 að skila bifreiðinni en koma við heima hjá sjer í leið- inni til að sækja húslykla. Á meðan hann skrapp inn til sín í 2—3 mínútur var bifreiðinni stolið og sá hann henni ekið eftir Barónsstíg með miklum hraða. Skömmu síðar tilkyntu tveir menn er staddir voru niður við höfn að bifreið hefði runnið í sjóinn og var fenginn kafari til að kafa til að athuga bif- reiðina og vita hvort nokkur maður væri í bílnum. Ekki gat kafarinn sjeð það sökum myrk- urs, en það kom í ljós er búið var að ná bifreiðinni úpp, að hún var mannlaus og var þá kafari sendur niður aftur til þess að leita eftir líki þess, sem hefði verið í bifreiðinni. Síðar kom í ljós að hún hafði runnið mannlaus út af bryggjunni. Þannig komst upp um sjó- liða, sem bílnum stal, að hann bauð fjelögum sínum upp í bif- reiðina, en er hann sagði þeim að hún væri stolin vildu þeir ekki aka með honum og sögðu foringja skipsins frá stuldinum, sem síðan gerði lögreglunni að- vart. Framh. af bls. 4. A?aðlaheiði og er sú leið að ems greiðfær 5—6 mánuði ársins. Þar sem mæðiveikin er nú komin í nefndan hrepp er tvö föld ástæða til þess að full- gera vegánn, svo bændur í xlöfðahverfinu geti aukið mjólkurframleiðsluna meðan þeir eru að koma upp nýjum ósýktum f járstofni Braggi brennur iil ksldra kola í FYRRAKVÖLD kl. rúmlega 11 var slökkviliðið kvatt í braggahverfið við Múla, en þar hafði kviknað í íbúðarbragga. Var bragginn alelda, þegar slökkviliðið kom á vettvang, og brann hann til kaldra kola, en næstu bragga tókst að verja. — íbúar braggans voru ekki heima, er kviknaði í honum. X-9 íamiiiiiiiiimimiiimiiiiiiiiiumimiiiiimminiimmiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinnnins £ Eftir Roberi Siorm mmimimimmmiimimmimmmmiiimimmimiiimmimimmimnimnimnnnnimnmBi :R0/H /ViOMlMð 'ÆUIOF5 ME P!K£5- AT 'IELD TAK6Et‘& On TME F.B.I. f\RE-ARMS RAN6E AT QUANTICO, VIRGINIA, eiN6 C0RRI6AN BEC0ME6 AN EX.PERT 6UB-/MACH!Nf 6UNNER... ,------------------- K.ing j-cntures Syndicatc, Iric., Worid riglits rcserved. Síðan er honum kent að skjóta úr öllum mögulegum skotvopnum í hvaða stellingum sem hann er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.