Morgunblaðið - 25.04.1946, Síða 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói:
ENDURREISN NOREGS. —
Norðan kaldi. Ljettskýjað.
Fimtudagur 25. apríl 1946
Um 1000 Bandaríkjahermenn
á Íslandi
Þar ai eru 100 í Reykjavík
ÞAÐ ERU EITTHVAÐ um 1000 Bandaríkjahermenn á íslandi
eins og stendur og langflestir þeirra eru við Keflavíkurflug-
völlinn. Aðeins um 100 hermenn eru í Reykjavík í Tripoliher-
búðunum á Melunum.
Bandaríkjamenn teija sig þurfa að hafa um 1000 manns vegna
reksturs Keflavíkurflugvailarins, sem þeir nota nú aðallega
vegna flugferða milli Bandaríkjanna og meginlandborga Evrópu.
Þessi mikli fjöldi manna við
Keflavíkurflugvöllinn er skýrð
ur á þann hátt, að Bandaríkja-
menn þurfi að hafa þarna heilt
þorp, þar sem þeir geti verið
sjálfum sjer nógir. Bandaríkja-
menn hafa t. d. sína eigin
skemtistaði, verslanir, skósmiði
og klæðskera, hvað þá annað.
Ný embættaskiftin
í hernum.
Þeir Ragnar Stefánsson maj-
or og Howell V. Williams
kapteinn ræddu við blaðamenn
frá Reykjavíkurblöðunum í
gærdag í tilefni af því að Will-
iams er á förum hjeðan, en
hann hefir verið blaðafulltrúi
hersins og yfirmaður þeirrar
deildar, sem snýr að borgur-
unum. Tekur Ragnar nú við
því starfi.
Williams kapteinn hefir
dvalið hjer í 26 mánuði. Hann
er kvæntur íslenskri konu,
Guðbjörgu Theodca’sdóttur og
er hún nýlega farin vestur um
haf. Aður en Williams fór í
herinn var hann háskólakenn-
ari í stjórnvísindum við há-
skólann í Berkley í Kaliforníu.
Hann hefir eignast hjer marga
vini og kunningja og hefir þótt
samningalipur maður.
Flestir kannast við Vestur-
íslendinginn Ragnar Stefáns-
son major, sem hefir verið hjer
í hernum síðan 1942.
r
Próf. Olafur Lárussor
helðursdoklor
PRÓF. Ólafur Lárusson há-
skólarektor er nýfarinn til út-
landa. Fór hann í þeim erind-
um að veita móttöku heiðurs-
doktorsnafnbót við háskólann í
Oslo. Fjekk hann fyrir nokkru
boð frá Oslóarháskóla þessa
efnis.
Sjaldgæf spil. Fyrir nokkr-
um dögum var spilaður
L’Hombre hjá Elíasi F. Hólm,
og komu þá 18 hæstu á tvær
hendur. Hallgrímur Finnsson
fjekk þrjá hæstu, drotning í
laufi, tígulters. spaðahjón,
sagði laufsóló, bakhönd. Elías
forhönd lagði upp krúkk með
trompkónginn sjöunda. hjarta-
hjón. Spilið var aldrei spilað,
þar eð hann sá strax, að fimm
slagið stóðu, hvernig sem spil-
að yrði. — 9 mattadorar koma
sjaldan fyrir, en skyldu svona
spil koma oftar í „veruleikan-
um? — Meðspilarar voru í
þetta sinn Grímur Grímsson og
Kristján Andresson.
Svíþjóðarfaáhir fíl
Akraness
Akranesi 20. apríl.
Frá frjettaritara vorum.
í DAG kom hingað frá Sví-
þjóð mótorbáturinn Aðalbjörg,
M.B. 30. Báturinn er vandaður
að smíði og allur frágangur á
bátnum uppi og undir þiljum
hinn nettasti og smekklegasti.
Báturinn er tæpar 55 rúmlestir
að stærð, útbúinn öllum nýtísku
áhöldum, þar á meðal dýptar-
mæli og miðunarstöð. Besta
gerð af togspilum er í bátnum
ásamt öllum útbúnaði til tog-
veiða.
Skipstjóri bátsins á uppsigl-
ingunni var Elías Benediktsson
hjer af Akranesi, stýrimaður
hans var Ellert Asmundsson
útgerðarmaður, sem er eigandi
bátsins. Aðrir skipverjpr voru
Oskar Jónsson vjelstjóri og einn
háseti sem fjekk far með bátn-
um frá Svíþjóð.
Uppsiglingin frá Djupvik í
Svíþjóð, þar sem báturinn var
byggður, tók 7 daga alls með
viðkomu í Færeyjum. Reyndist
báturinn í alla staði vel, þrátt
fyrir talsverð óveður sem hann
hreppti á leiðinni.
Bátur þessi er einn af þeim,
sem ríkisstjórnin hefir látið
byggja í Svíþjóð. Hann e” smíð-
aður eftir teikningum Bárðar
G. Tómassonar frá ísafirði.
Skipafrjettir
Skipafrjettir. Brúarfoss er í
Reykjavík. Fjallfoss er í Hull.
Lagarfoss er í Reykjavík. Sel-
foss er í Leith, hleður í Hull
síðast í apríl. Reykjafoss hefir
væntanlega farið frá Leith
24/4 til Reykjavíkur. Buntline
Hitch fór frá Reykjavík 17/4
til New York. Acorn Knot er í
Reykjavík. Salmon Knot fór
frá New York 17/4 Reykjavík-
ur. TrueKnot hleður í Halifax
22. apríl. Sinnet kom til Lissa-
bon 18/4. Empire Gallop fór
frá Reykjavík 2/4 til Halifax.
Anne kom til Kaupmannahafn-
ar 18/4. Lech kom til Hull 20/4
frá La Rochellé. Lublin vænt-
anleg til Reykjavíkur 24/4.
Sollund fór frá Larvik í Noregi
16/4, var væntanlegur til
Reyðarfjarðar 23/4. Otic kom
til Reykjavíkur 15/4. Horsa
hleður í Leith í byrjun maí.
Zealand kom til Akureyrar með
kol 23/4.
r
Erling Blöndal Bengtson, undrabarnið, sem leikur á cello af
þeirri snilli, sem fágæt er talin, er á leið til Islands með Esju,
sem mun haf farið frá Kaupmannahöfn í gær. Hann heldur
hjer hljómleika á vegum Tónlistarfjelagsins í byrjun næsta
mánaðar. Undanfarið hcfir Erling haldið hljómleika víða uin
Danmörku og fengið sjerstaklega góða dóma.
6 ára drenpr
bjargar fjelaga
sínum
SÁ atburður gerðist á skír-
dag, að 6 ára gamall drengur
bjargaði leikbróður sínum 4 ára
frá því að kafna í pytti.
Það var á skírdag að þrjú
börn voru að leik á Bjarnastaða
túni skamt frá GrímsstÖðum á
Grímsstaðaholti. Voru það tveir
drengir 6 og 4 áia og stúlka 6
ára. Var eldri drengurinn og
stúlkan frá Grímsstöðum.
Á túninu er gamalt ræsi, eii
í því er djúpur pyttur. Yngri
drengurinn lenti ofan í pytt
þennan og sökk þegar upp und-
ir hendur, — Seig hann siðaií
áfram hægt niður. Urðu börnin
hrædd, fóru að skæla og lögðu
af stað heim að Grímsstöðum
til þess að ná 1 hjálp. Dreng-
urinn áttaði sig þó fljótt, sneri
aftur að pyttinum, sem leik-
1 bróðir hans hafði lent í. Stóð
þá aðeins höfuð drengsins upp
' úr pyttinum. Tókst hinum sex
ára dreng með aðstoð telpunnar
' að ná Leikbróður sínum upp úr;
pyttinum.
Það er ekkert vafamál, að
ef börnin hefðu ekki snúið aft-
■ ur, hefði litli drengurinn kafn-
að þarna í pyttinum.
Maður, sem athugaði pyttinri
á eftir með langri stöng, fann
engan hotn á honum, svo litlum
vafa er undiroipið, að litli
drenguHnn hefði kafnað þarna,
ef hinr; drengurinn hefði ekki
snúið aftur.
Leikijelag Húsavík-
ur sýnir á Akur-
eyri
LEIKFJELAG Húsavíkur hef-
ir nú undanfarið sýnt sjónleik-
inn „Piltur og stúlka“ og var
síðasta sýning á vegum Kaup-
fjelags þingeyinga í fyrradag,
í sambandi við kaupfielags-
fund, sem nú stendur yfir. —
Húsið var alveg fult og tóku
leikhúsgestir leiknum með á-
gætum. Aðalhlutverkin leika
frú Sólveig Þorsteinsdóttir, er
leikur Sigríði, og Sigtryggur
Albertsson leikur Indriða, en
Guðmund Bárðarson leikur
Njáll Bjarnason, kennari. Aðr-
ir leikendur eru um 20. Leik-
stjóri er Helgi Hálfdánarson,
lyfsali.
Einnig á vegum Kaupfjelags
þingeyinga hafði Karlakór Mý-
vetninga söngskemtun hjer 1
gærkvöldi. Var söngum vel tek-
■ið og bótti kórinn sómi sinnar
sveitar. Söngstjóri er Jónas
Helgason hreppstjóri, en ein-
söngvarar Sigurður Stefánsson
og Steingrímur Kristjánsson.
Þá söng einnig Karlakórinn
Þyrrnir undir stjórn Friðriks
A. Friðrikssonar prófasts, en
upp lásu Jón Sigurðsson, Felli
og Jónas Baldursson, Lundar-
brekku.
Meðal stærri mála, sem fyrir
kaupfjelagsfundinum liggja, er
stofnun mjólkursamlags og
bygging mjólkurstöðvar í Húsa
vík á þessu ári.
Biómasala li! slyrki-
ar „Sumargjöf’
EINS OG VENJA HEFIR
verið undanfarin ár hafa blóma
búðir bæjarins opið í dag
klukkan 9—12. Er þetta gert
‘vegna barnadagsins og ákveð-
inn hundraðhluti af blómasölu
verslananna rennur til Barna-
' vinafjelagsins Sumargjöf. Er
blómasalan því einn þáttur
barnadagsins.
Isafjaröarfaær
kaupir Klrkjuból
Frá frjettaritara vorum
á ísafirði.
BÆJARSTJÓRN ísafiarðar
hefir samþykt að kaupa jörðind
Kirkjuból í Skutulsfirði, með
áhöfn og jarðyrkjuáhöldum fyr
ir 200 þúsund krónur. Kaupin
voru samþykt með 7 atkvæðum
gegn tveimur. Útborgun við af-
sal er 100 þúsund krónur, 30
þúsund á næsta ári og síðan 70
þúsund krónur í næstu tíu ár.
31. Víðavangshlaup I.R.
fer fram í dag
í DAG — sumardaginn fyrsta — fer Víðavangshlaup ÍR fram.
í 31. sinn, en það hefir farið fram óslitið á sumardaginn fyrsta
síðan 1916. — Að þessu sinni taka 19 keppendur þátt í því frá
3 íþróttafjelögum og einu fjelagasambandi.
Hlaupaleiðin verður svipuð
og 2 undanfarin ár. Byrjað verð
ur á Öskjuhlíð og endamarkið
verður syðst á Fríkirkjuvegin-
um. Vegalengdin, sem hlaupin
er, verður 3—5 km., en brautin
er aldrei lögð fyrr en rjett áð-
ur en hlaupið hefst.
Fjelögin, sem taka þátt í
hlaupinu, eru KR, sem sendir
7 keppendur, ÍR með 5, U.M.S.
Kjósarsýslu með 4 og Ármann
með 3. Af keppendum má nefna
frá KR Harald Björnfeson, Ind-
j riða Jónsson og Oddgeir Sveins
son, sem tekur nú þátt í hlaup-
inu í 16. sinn. Frá ÍR keppa
m. a. Óskar Jónsson og Sigur-
gísli Sigurðsson, frá U.M.S.K.
Þór Þóroddsson og Guðm. Þ.
Jónsson og frá Ármanni Hörð-
ur Hafliðason og Stefán Gunn-
arsson. — Þó þessi nöfn sjeu
nefnd skal engu spáð um,
hvernig hlaupið fer, en keppn-
in verður áreiðanlega hörð.
Hlaupið hefst kl, 2 e. h.