Morgunblaðið - 16.06.1946, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.06.1946, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: REYKJAVlKURBRJEF er á Ausan kaldi. Ljettskýjað. Sunnudagur 16. júní 1946 blaðsíðu 6 í blaðinu í dag. * A morgun verður af- mælisdegi ísienska lýðveldisins fagnað EINS OG áður hefir verið skýrt frá verður efnt til mikilla hátíðahalda hjer í bænum á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Hefj- est þau með almennri skrúðgöngu frá Iláskólanum kl. 1,15. Kl. 1,30 hefst guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Biskupinn yfir íslandi prjedikar. Kl. 2 leggur Forseti íslands blómsveig á fótstall minn- isvarða Jóns Sigurðssonar. Ivl. 2,15 heldur forsætisráðherra ræðu af svölum Alþingishússins, en síðan verður lagt af stað í skrúðgöngu suður á Iþróttavöll. Verður þá lagður blómsveigur á leiði Jóns Sigurðssonar. A Iþróttavellinum setur for- seti íþróttasamba.nds íslands 17. júní mótið. Þá verður fimleika- sýning 40 stúlkna úr Ármanni og síðan karlaflokks úr í. R. En þar á eftir hefst frjálsíþrótta- mót, þar sem flestir bestu í- þróttamenn landsins reyna með sjer. Hátíðahöldin í Hljómskála- garðinum hefjast svo kl. 20,15. Jakob Hafstein setur hátiðina, en ræður munu flytja þar um kvöldið: Guðm. Ásbjörnsson, forseti bæjarstjórnar og dr. Einar Ol. Sveinsson. Þar munu Karlakór Reykjavíkur, Karla- kórinn Fóstbræður og Þjóðkór- inn syngja og einnig Pjetur Jónsson. Lúðrasveit Reykjavík ur leikur og flugeldum verður skotið. Loks verður dansað á Sóleyjargötunni til ki. 2 e. m. Vísíialðn er nú 292 sflg KAUPGJALDSNEFND og hagstofan hafa reiknað út vísi- töiu framíærslukostr.aðar fyr- ir þennan mánuð og reyndist hún vera 292 stig, og hefir hún hækkað um 5 stig. Þessi hækkun á vísitölunni stafar einkum af hækkun á mjólk, brauði. fatnaði, sjúkra- samlagsiðgjöldum og rakstri. r Asakanlr vegna af- vopnunar London í gærkveldi. VARAHEPvFORINGI breska hernámsliðsins í Þýskalandi sagði í dag, að það væri ekki Ivngur hægt að þola að her- námssvæði Rússa í Þýska- landi væri harðlokað fyrir mönnum Vesturveldanna. en Rússar væru aftur á móti síöðugt á ferli um hernáms- svæði Vesturveldanna og) kæmu svo með allskonar öfgafullar ásakanir, svo sem að Bretar hefðu ekki enn af- vopnað alla Þjóðverja. Sagðl hershöfðinginn þetta raka- laust með öllu og hefði ekki einn einasti Þjóðverji vopn á hernámssvæði Breta, nema lögreglan. Hershöfð. sagði að það væri hart að verða hvað eftir annað fyrir raka- lausum slefsögum og get- sökum. Tveir skotnir í Luknow LONDON: Tveir breskir liðsforingjar fundust skotnir til bana nýlega á vegi við Lucknow í Indlandi. — Var taliC að Indverjar hefðu myrt þá. Aðalfusidur Söiumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna AÐALFUNDUR Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna var sett- fimtudaginn 13. þ. m. Voru mættir fulltrúar 43 frystihúsa, en í sölumiðstöðinni eru alls 56 frystihús. Framleiða þau um 9/10 hluta af öllum frosna fiskinum á landinu. Fundarstjóri var kosinn Finn bogi Guðmundsson. útgm., en fundarritari Gísli Hermannsson verkfræðingur. Formaður Fje- lagsins, Einar Sigurðsson, Vm., gaf skýrslu um starfsemi S. H. á liðnu starfsári. Var fram- leiðslan og útflutningur s.l. ár samtals 893.763 kassar. Verð- mæti þeirra voru kr. 49.410.- 257,58 f.u.b. Mest framleiðsla var við Faxaflóa og SV-land, eða 53% af allri framleiðslunni. 28% voru frá Breiðafirði og Vestfjörðum, 12% frá Vestm.- eyjum, 7% frá Vestfjörðum og um ’/i frá Austfjörðum. Framleiðsla frystihúsa S. H. nemur það sem af er þessu ári 848,062 kössum. Þar af hafa verið fluttir út 148,591 ks., eða tæpur Ys hluti framleiðslunnar. Til Rússlands hafa verið seld- ir 600 kassar, en eru enn óflutt- ir út. Guðm. Albertsson, framkvstj. S. H., lagði fram og skýrði reikn inga S. H. Tekjuafgangur, sem úthlutað var samkv. fjelagslög um til fjelagsmanna í hlutfalli I við útflutningsverðmæti þeirra, I nam 694 þús. kr. Byggingarcýningin B.yggingasýningin í Sjómannaskólanum hcfir nú staðið í fimm daga. Sænsku sýningarmunirnir, sem á sýningunni verða, eru nú komnir til landsins og er búið að koma þeim fyrir. Meðal }>eirra er eldhús með öllum búnaði, nýtísku fataskápar, glugga- búnaður af nýjustu gerð, tvær litlar steinsteypuvjelar o. m. fl. Sýningin er opin frá kl. 10—10 daglega. Myndin hjer að ofan er frá sýningunni. (Ljósm. Mbl. Fr.Clausen). Guilbringu og Kjósarcýslu FRAMBOÐSFUNDIR í Gull- bringu- og Kjósarsýslu verða á eftirgreindum stöðum: í Keflavík, þriðjudaginn 18. júní kl. 8. í Höfnum, miðvikudaginn 19. júní kl. 2. í Sandgerði sama dag kl. 8. Að Bjarnastöðum fimtudag- inn 20. júní kl. 2. í Garðinum sama dag kl. 8. Að Brúarlandi, föstudaginn 21. júní kl. 2. Að Kljebergi sama dag kl. 8. Á Vatnsleysuströnd laugar- daginn 22. júní kl 2. í Grindavík sama dag kl. 8. I Kjós fimtudaginn 27, júní kl. 3. Hátíðahöldin í tilefni af 100 ára afmæli Mentaskólans HÁTÍÐÁHÖLD verða hjer í bænum í dag í tilefni af 100 ára rfmæli Mentaskólans. Hátíðahöldin hefjast með því, að Lúðra- sveit Reykjavíkur leikur fyrir framan skólann kl. 13.15, en síð- an verður at.höfn í hátíðarsal skólans. Þar verður skólauppsögn, ávörp og kveðjur. skipuð Skrúðganga. Kl. 15,15 hefst skrúðganga frá Mentaskólanum og taka þátt í henni stúdentar og aðrir fyr- verandi og núverandi nemend- ur skólans. Lúðrasveitin verð- ur í broddi fylkingar. Stað- næmst verður við kirkjugárð- inn. Lagður blómsveigur á leiði þeirra rektora, sem þar hvíla. Sigurður Nordal próf. flytur ræðu. Stúdentakór syngur. Úr kirkjugarðinum verður gengið um miðbæinn upp að skóla. Þar flytur Tómas Guð- mundsson ávarp. Söngur, stú- dentakór og Pjetur Jónsson. Kvöldskemtanir. Kl. 18,30 hefst borðhald á Hótel Borg, Sjálfstæðishúsinu og Tjarnarkaffi og á því að vera lokið kl. 21.30. Stúdentakór syngur fyrir framan Mentaskólann kl. 22. Að því loknu hefjast dans- leikir í þrem áðurnefndum sam komuhúsum. Þáttakendur mega fara á milli -húsa framan af nóttunni, en húsunum verður lokað síðasta lagi kl. 2. Mentaskólahúsið verður opið um kvöldið þeim, er þátt taka í hátíðahöldunum. Athöfninni i hátíðasal skól- ans verður útvarpað og enn- fremur lýsingu á skrúðgöng- unni og ræðum og söng í sam- bandi við hann. •—o— Skorað er á menn að fjöl- menna í skrúðgönguna. Ættu allir fyrverandi og núverandilýðssamtökunum. nemendur Menntaskólans að taka þátt í henni, þó að þeir sjeu ekki með um kvöldið. Að gefnu tilefni skal þesá getið, að þátttakendur í skrúð- göngunni þurfa ekki að vera með stúdentshúfu, þó að það sje æskilegt. I borðhaldinu um kvöldið hefir árgöngunum verið skift á samkomuhúsinu eins og hjer segir: Hótel Borg: 1918 — 1926 — 1929 — 1930 — 1934 — 1936 — 1937 — 1939 — 1941 — 1943 — 1944 — 1945 og 6. bekkingar. Sjálfstæðishúsið: 1906 — 1919 — 1921 •— 1927 — 1928,— 1931 — 1932 — 1933 — 1935 — 1938 — 1940 — 1942 — 1946. Tjarnarcafé: Allir árgangar fram til 1925 (að því ári með- töldu), að þcssum undanskild- um: 1906 — 1918 — 1919 og 1921. Á dansleikjunum um kvöldið sem hefjast kl. 22.30, verða menn í því samkomuhúsi, sem þeir hafa pantað borð í, alveg óháð því, hvar þeir hafa verið í borðhaldinu. RAUÐA KROSS ISI-ANDS bárust 360 umsóknir um dvöl fyrir börn í sveit í sumar, og eru öll heimilin fullskipu'). Er þetta talsvert meira en í fyrra er um 300 umsóknir báru .t. Börnin fara bráðlega í sveit- ina. Börn, sem fengið hafa dvöl að Löngumýri í Skagafirði fara 21. þ. m. Börn, sem dvelja í Mentaskólaselinu og Sælings- dalslaug fara 24., en ekki er enn fullráðið hvenær börnin fara að Reykholti, þar sen við- gerð fer nú fram á skól hús- inu. og I 700 vegna tveggja. LONDON: Sjö hundruð verkamenn í verksmiðju einni í Bretlandi lögðu nýlega nið- ur vinnu vegna þess að tekn ir voru í verksmiðjuna tveir menn, sem ekki voru í verka- „AUÐUR og fátækt —i Frelsi eða ófrelsi“. Svo :iefn- ist ritlingur, eftir Jóbann Eyjólfsson frá Sveinstungu, sem kominn er í bókhlöður. Ritgerð þessi kom út fyrir nokkrum árum í Sísi og ísa- fold, og vakti þá mikla oftir- tekt. Svo mikil varð eftir- spurn þess tölublaðs ísafold ar, sem grein Jóhanns birt- ist í, að endurprenta varð blaðið og dugði þó ekki 1 ;1. En nú er ritgerð þessi kom in út sjerprentuð, auk .i og endurbætt. Hún á erirdi til allra, hvaða stjórnmálaílokki, sem þeir fylgja. Ættu menn að kaupa ritgerð þessa og lesa hana. Petiot hengdur LONDON: Petiot, franski læknirinn, sem dæmdur var fyrir fjöldamorð á dögunum, var hengdur í París á laugar- daginn var. Útvarpaði áskorim. 1 LONDON: Hirohito Japanð keisari hefir flutt ræðu í út- varpið og skorað á þjóð sína að leggja alla krafta fram, til þess að reyna að bjarga við, mtvælaástandinu í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.